Þjóðviljinn - 22.11.1980, Page 21

Þjóðviljinn - 22.11.1980, Page 21
Helgin 22. og 23. nóvember 1980 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 21 Grafhýsi Tutankhamuns opnað. Carnarvon er til vinstri. styttu af Osiris, guði dauðans. Er hann var að handleika stytt- una fékk hann heilablóðfall og lést samstundis. Óttinn vaknaði á ný árið 1972 Óttinn við álög faraóanna vaknaði af fullum krafti á ný árið 1972 er hinn gullni umbúnaöur af múmiu Tutankh- amun var búinn undir það að vera sendur til London á sýningu i British Museum i til- efni af þvi að 50 ár voru liðin frá þvi að grafhýsið fannst. Sá sem var ábyrgur fyrir flutningnum var dr. Gamal Mehrez, framkvæmdastjóri forndeildar Þjóðminjasafnsins i Kairó. Dr. Mehrez trúði ekki á álögin — jafnvel ekki þótt fyrir- rennari hans i starfi hefði oröið bráðkvaddur nokkrum klukku- timum eftir að hafa undirritað samkomulag um að senda fjár- sjóði Tutankhamun-graf- hýsisins til Parisar. Dr. Mehrez hafði þetta að segja um málið: „Enginn hefur meira haft með kistur og múmiur faraóanna að gera en ég og samt er ég á lifi. Ég er lifandi sönnun þess að allir harmleikirnir sem tengdir eru faraóunum eru bara til- viljun. Ég hef ekki minnstu trú á þessum álögum.” Hinn 3. febrúar 1972 komu flutningamenn i Kairó-safniö til aö búa kistu Tutankhamun undir flutninginn til London. Sama dag lést dr. Mehrez aðeins 52 ára gamall. Dánar- orsökin var blóðtappi. Aðstandendur sýningarinnar létu þetta ekkert á sig fá og héldu undirbúningi áfram. Flugvél frá breska flughernum var lánuð til að flytja hinn ómetanlega fjársjóð til Bret- lands. Næstu 5 ár elti ógæfan flesta úr áhöfninni. Sex ýmist dóu eöa urðu fyrir alvarlegum skakkaföllum. Ótímabær gantaskapur Meðan á fluginu stóð danglaði Ian Lansdowne liðsforingi i kassann með dánargrimu Thutankhamuns og sagði i grini: ,,Ég er bara að sparka i dýrasta hlut i heimi”. Nokkru siðar hrundi stigi á óskiljan- legan hátt undan Lansdowne og fóturinn sem hann hafði sparkað með brotnaði illa svo að hann varð að vera i gifsi i 5 mánuði. Jim Webb, siglingafræð- ingurinn um borö, missti allar eigur sinar i bruna og ung kona sem einnig var i flugvélinni þurfti að ganga undir heilaupp- skurð og varð sköllótt eftir það og yfirgaf Konunglega breska flugherinn. Einn úr flugliðinu um borö, Brian Rounsfall sagöi: A leiðinni spiluðum við spil á kassanum með kistunni og einnig settumst við öli upp á kassann meö dánargrimunni og hlógum og göntuðumst. Við vorum ekki að óvirða þessar fornu leifar, bara aö gera svo- litið aö gamni okkar. Rounsfall var 35 ára þegar þetta átti sér stað, en áður en hann náöi fertugsaldri fékk hann tvisvar hjartaáfall en lifði af — sem öryrki. Verr fór fyrir yfirflugstjór- anum, Rick Laurie,og vélstjór- anum Ken Parkinson. Báöir höföu ekki kennt sér meins fram að þessu en létust úr hjarta- slagi. Kona Parkinsons sagði: Maður minn fékk hjartaáfall á hverju ári eftir þetta flug og lést árið 1978 i siðasta áfallinu. Þá var hann 45 ára gamall. Laurie yfirflugstjóri dó hins vegar 1976 og ekkja hans var ekki i vata um astæöuna: „Alög Tutankhamuns voru á honum — þau drápu hann”. Hann var 40 ára gamall. Einhverjar skýringar Er hægt að gefa einhverjar eðlilegar skýringar á dular- fullum dauðdaga svo margra manna? Phillip Vandenberg blaðamaður kannaði goö- sögnina um álög faraóanna um árabil. Hann kom fram með merkilega tilgátu i bók sinni „Alög faraóanna”. Hann heldur þvi fram að meðan kisturnar séu lokaðar inni i piramidunum séu þær gróörarstiga bakteria sem magnist og þróist eftir þvi sem aldir liða og geti haldið styrk sinum fram á vora daga. Hann bendir einnig á að forn-Egyptar hafi verið meist- arar i eiturbyrlun og sumt eitur þurfi ekki að taka inn til þess að það drepi. Snerting við hörund nægi. Eiturefni voru notuð i veggskreytingum inni i graf- hýsunum sem siðan voru inn- sigluö og gerð loftþétt. Grafar- ræningjar fyrr á öldum byrjuðu alltaf á þvi aö bora gat á graf- klefana og létu loft leika um þá áður en þeir réðust inn til að ræna. Langsérkennilegasta skýr- ingin á álögunum var þó sett fram árið 1949 af kjarn- orkufræðingnum Louis Bulg- arini prófessor. Hann sagði: „Það er möguleiki á þvi að forn-Egyptar hafi notað geisla- virk efni til að vernda vé sin. Þeir gætu hafa notað úranium á gólf grafhýsanna eða þá að grafirnar hafi verið lokaðar með geislavirku bergi. Vitaö er að bæði gull og úranium voru unnin úr bergi i Egyptalandi fyrir 3000 árum. Titanic Ef eitthvað er til i þvi að hægt sé að ásaka forna faraóa fyrir dauða manna á 20. öld er þó eitt atvik sem slær öll önnur út. Árið 1912 var stórt skip á leiðinni yfir Atlantshaf meö dýrmætan farm — nefnilega egypska múmiu. Þetta var likami gyðju sem var uppi á dögum Akhenaton, tengdafööur Tutankhamuns. Eftirfarandi áletrun var á skartgrip sem fylgdi múmi- unni: „Vaknaðu upp frá draumnum sem þú sefur viö og þú munt drottna yfir þeim sem hafa gert þér miska”. Vegna þess hve múmlan var dýrmætur farmur var hún ekki geymd i lest skipsins heldur i klefa bak viö brúna sem skipstjórinn stóð ien einmitt mistök skipstjórans áttu þátt i að skipið sökk og með þvi fórust hvorki meira né minna en 1513 manns. Þetta skip hét Titanic. Aðalfundur B.í. um næstu helgi Bridgesambandið Laugardaginn 29. nóvember nk. verður þing Bridgesam- bandsins haldiö. Var þaö ákveðið á fundi stjórnar þriðjudaginn 4. nóv. sl.. A fundi þessum var tekiö fyrir landsliðsmálin, en ísland tók þátt i tveimur mótum i ár: Olympiu- mótinu i Hollandi. 58 þjóðir spil- uðu i þvi og var þátttökuþjóöum skipt i tvo riöla. lsland hafnaði i 15. sæti i sinum riðli, með um 50% árangur; Einnig tókum við þátt i Evrópu- móti yngrilandsliða sem fór fram að þessu sinni i tsrael. 15 þjóðir tóku þátt i mótinu og höfnuöu okkar menn I 6. sæti, eftir slaka byrjun. Veröur það að teljast góð- ur árangur. Sveitina skipuðu: Sævar Þorbjörnsson, Guömundur Sveinn Hermannsson, Skúli Ein- arsson og Þorlákur Jónsson. A fundinum var ákveöið að hækka verö á meistarastiga- blokkum úr kr. 15.000 pr. blokk, i kr. 20.000. Silfurstigablokkin hækkar úr kr. 20.000 i kr. 40.000. Verða þetta að teljast nokkuð róttækar hækkanir, sem koma til með aö hækka enn kostnaðarverö móta, sem bitnar á spilurum sjálfum. Rekstrarkostnaður félaga (alla vega á höfuöborgar- svæðinu) hefur hækkað gifurlega siðastliðin ár. 1 dæminu er verð- launakostnaöur, húsaleiga, keppnisstjórn, og bronsstigakostn- aður, auk pappirskostnaðar. Nokkuð margir þættir þaö. Ekki er ljóst hvar þing Bridge- sambandsins verður haldiö, en Rikharöi Steinbergssyni og Birni Eysteinssyni var falinn undirbún- ingur þess. Vonandi veröur hægt að skýra tímanlega frá fundar- stað. Gott er að fram komi hér, að úrslitum I bikarleik Bridgesam- bandsins seiknarum eina viku og fara fram laugardaginn 13. nóvember á Loftleiðum. Til úr- slita spila sveitir Óðals og Hjalta Eliassonar, báðar Reykjavik. Reykjavíkurmótið í dag hefst Reykjavikurmótið i tvimenning, úrslit28 pör keppa til úrslita. Spiluö eru 4 spil milli par* alls 108 spil. Spil eru tölvugefin. Að likindum er spilað i dag, á morgun og annað kvöid (ekki i kvöld). Þátttökugjald er kr. 10.000 pr. par. Nv. meistarar eru Jón Hjalta- son og Hörður Arnþórsson. Reykjavikurmótið hefur alltaf þótt ein besta keppni sem nokkurt par kemst i hér á landi, og löng- um þótt sterkara en landsmót. Aðalástæðan fyrir þvi er fyrir- komulagiö, 4 spil milli para og barometer. Keppnisstjóri er Agn- ar Jörgensson. Spilamennska hefst kl. 13.00. Ahorfendur velkomnir. Spilað er i Hreyfils-húsinu v/Grensásveg. Islandsmótið í tvím. Þáttur.inn impraöi á þvi i siö- asta þætti hve óvinsælt siöasta Islandsmót var i tvimenning. Fyrirkomulagið var þannig að fyrst komu 64 pör saman og spil- uðu öll i einum riðli (með Mitchell-útreikningi). Þó þannig aö hvert par spilaði aðeins við 42 pör. Siöan komust 24 efstu i úrlist. þarsem öll spiluðu innbyröis meí barom eter-ú treikningi. I fyrsta lagi er ekki hægt með góðu móti aö nýta Mitchell-út- reikninginn þarsem 64 pör spila innbyrðis, sökum mikillar vinnu við útreikning. Fyrir 2-3 menn er þetta um 9-10 klst. vinna (eftir hverja umferö af þremur) og sér hver maöur að þeir sem búa utan Reykjavikur og hafa gert sér ferð hingaö suður til keppni, og búa að likindum á hóteli i bænum, geta ómögulega unaö þvi, aö hringja morguninn eftir að keppni lýkur i undanrás, til aö forvitnast um eigin árangur, hvort þeir komist i úrslit. 0 n v *1H Umsjón: Ólafur Lárusson í öðru lagi voru sjálf úrslitin litt aðlaðandi fyrir spiiarana sjálfa sem kepptu þar, og getur þáttur- inn eflaust talað fyrir hönd margra sem þar spiluöu. Er þetta eitt leiðinlegasta mót sem hann hefur tekið þátt i, þó undirritaður hafi lent i einu af 10 efstu sætun- um. Spenna var litil sem engin, þarsem 2-3 pör voru allan timann að keppa innbyrðis, og hafa þeir að likindum verið þeir einu sem einhverju náöu út úr þessu móti. Hinir sátu uppi með leiðindin ein. 1 þriðja lagi var ekki boðlegt fyrir þau pör sem iöglega unnu sér rétt til þátttöku i undanrás, aö i 64 para keppninni voru ein 10-12 pör sem mynduð voru ,, á staðn- um” sökum þess aö spilara vant- aði I mótið. Og þetta kallast tslandsmót? Nei, má égþá frekar biöja um gamla fyrirkomulagið.... Frá B.R. Eftir 8 umferöir i sveitakeppni BR, er staða efstu sveita nú þessi: stig Sævar Þorbjörnsson 110 Hjalti Eliasson 103 Samvinnuferðir 99 Sigurður B. Þorsteinss. 99 Jón Þorvarðarson 97 Þorfinnur Karlsson 91 Aðalsteinn Jörgensen 89 Esther Jakobsd. 89 Karl Sigurhjartars. 81 Sveit Gests efst Sveit Gests Jónssonar bar sigur ut býtum i 4 kvölda hraðsveita- keppni TBK, sem lauk sl. fimmtudag. 11 sveitir tóku þátt i mótinu og varð röð efstu sveita þessi: stig 1. sv. Gests Jónssonar 2437 Sigtryggur Sig., Sverrir Kristinss., Jón Páll og Sigfús Orn Arnason) 2. sv. SigurðarSteingrss. 2339 3. sv. Ingvars Haukss. 2255 4. sv. Guöm. Sigursteinss. 2191 5. sv. Þórhalls Þorsteinss. 2174 Næsta mánudag lýkur spila- mennsku fyrir jól meö 3-kvölda Butler-tvimenningskeppni. Allir velkomnir, en væntanlegir kepp- endur eru beðnir um að láta skrá sig sem fyrst til Sigfúsar Arnar Arnasonar (71294) eð Sigfúsar Arnar Sigurhjartarsonar (44988). Silað i Domus. Frá Bridgedeild Barðstrendingafél. 3. umferöin i harösveitakeppn- inni var spiluð i Domus Medica mánudaginn 17. nóvember og er staða sex efstu sveita þannig: stig 1. Óli Valdemarsson 1421 2. Agústa Jónsdóttir 1357 3. Viöar Guðmundsson 1350 4. Gunnlaugur Þorsteinsson 1316 5. Einar Olafsson 1314 6. Baldur Guðmundsson 1309 Frá Bridgedeild Skagfirðingafél. Þriöja umferð tvimennings- keppni var spiluö siöasta þriðju- dag I Drangey Siðumúla 35. Hæstir eftir þessa umferö eru: stig 1. Bjarni Péturss. — Ragnar Björnsson 366 2. Jón Stefánss. — Þorsteinn Laufdal 364 3. Guörún Hinriksd. — Haukur Hannesson 360 4. Björn Eggertss. — Karl Adolfsson 357 5. Jón Hermannss. — Ragnar Hansen 351 6. Sigmar Jónss. — Sigrún Pétursd. 346 7. Daniel Jónss. — Ölafur Jónsson 341 8. Gróa Jónatansd. — Sigurlaug Sigurðard. 341 Frá Bridgefél. kvenna Eftir 6 umferðir af 8 i Baromet- er-tvimenningskeppni félagsins er staöa efstu para þessi: 1. Halla—Kristjana 569 2. Elin—Sigrún 453 3. Sigriður—Ingibjörg 321 4. Margrét—Júliana 304 5. Aldis— Soffia 302 6. Steinunn—Þorgeröur 252 7. Gunnþórunn—Ingunn 250 8. Vigdis—Hugborg 229 9. Alda—Nanna 213 10. Rósa—Asgerður 197 Fjóröa umferð verður spiluð þriðjudaginn 25. nóv. á sama stað. V örubílst j ór a* félagið Þróttur F ramkvæmdast j óri Vörubilstjórafélagið Þróttur óskareftir að ráða framkvæmdastjóra. Umsóknarfrestur er til 10. des. n.k.. Upplýsingar um starfið veitir formaður félagsins i sima 25300. Skriflegar umsóknir sendist til Vörubil- stjórafélagsins Þróttar Borgartúni 33. Stjórnin.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.