Þjóðviljinn - 22.11.1980, Blaðsíða 24

Þjóðviljinn - 22.11.1980, Blaðsíða 24
24 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 22. og 23. nóvember 1980 Húsin i Engey áriö 1930. Engeyjarœttin A siöustu öld bjuggu hjónin Kristinn Magnússon og Guörún Pétursdóttir á ööru býlinu sem þá var i Engey fyrir utan Reykjavik. Kristinn var þekkt- ur bátasmiöur. Þau hjön dttu eitt bam sem upp komst, og var þaö sonur er skiröur var Pétur. Hann kvæntist Ragnhildi Ólafs- dóttur frá Lundum I Stafholts- tungum i Borgarfiröi. Bjuggu hjónakornin I Engey en Pétur varö ekki langlifur þvi aö hann lést áriö 1887, aöeins 35 ára gamall. Höföu þau þá eignast 4 dætur sem hétu Guörún, Ragnhildur, ólafia og Maren. Ekkjan bjó áfram meö dætrum sinum i Engey i skjóli tengda- foreldra sinna en giftist ööru sinni áriö 1892 og þá Bjarna Magnússyni, fósturbróöur fyrra mannshennar. Þau Bjarni eign- uöust eina dóttur er Kristfn hét. Þetta er Engeyjarættin svokall- aöa er oft hefur veriö nefnd i is- lenskum stjórnmálum. Frá dætrum Ragnhildar ólafsdóttur i Engey er komiö margt þekktra manna og sérstaklega stjórnmálamanna. Veröur hér getiö afkomenda þeirra þó aö ekkisé listinn fullkominn frekar en fyrri daginn. A. Guörún Pétursdóttir (1878—1963). Hún giftist Benedikt Sveinssyni (1877—1954), syni Sveins Magnússonar verts á Húsavik. Benedikt var lengi þekktur blaöa- og stjórnmálamaöur. Hann var alþingismaöur N- Þingeyinga 1909—31 og forseti neöri deildar alþingis 1920—30. Hin siöari ár var hann bóka- vöröur i Landsbókasafni og loks skjalavöröur. Þessi voru böm þeirra Guörúnar: 1. Sveinn Benediktsson (f. 1905) útgeröarmaöur og siðast formaður sildarútvegsnefndar. Mikill áhrifamaður i sjávarútvegi og um skeiö varaþingmaöur Sjálfstæöis- flokksins (1937—42). Hann átti Helgu Ingimundardóttur, systur Einars sýslumanns og þingmanns. Þeirra börn: la. Benedikt Sveinsson (f. Benedikt Blöndal lögfræöin gur Björn Bjarnason ritstjórnar- fulltrúi Jóhannes Zoega hitaveitustjóri É ' k Siguröur Baldursson lögfræöingur Haraldur Blöndal lögfræöingur. Ingimundur Sveinsson arkitekt Þóröur Kristinsson BA Halldór Blöndai alþingismaöur Vilmundur Gylfason alþingismaöur 1938) lögfræöingur i ReykjaviTt. Hann átti Guöriöi Jónsdóttur verkfræöings og forstjóra (m.a. Sölumiöstöövar hraöfrystihús- anna) Gunnarssonar. lb. Ingimundur Sveinsson (f. 1942) arkitekt, átti Sigriöi Arnbjarnardóttur. lc. Guörún Sveinsdóttir (f. 1944), átti Jón B. Stefánsson byggingaverkfræöing ld. Einar Sveinsson (f. 1948) deildarstjóri hjá Sjóvá, átti Birnu Hrólfsdóttur. 2. Pétur Benediktsson (1906—1969) lögfræöingur. Hann var sendiherra 1941—56, banka- stjóri Landsbankans eftir þaö og alþingism aöur Sjálfstæöis- flokksins 1967—1969. Fyrri kona hans var Guðrún Eggertsdóttir Briem frá Viöey (Sjá Briemsætt LEIÐRÉTTING Inn I siöustu grein um Veöra- mótsættina slæddust villur og var ein sýnu verst. Guörún Björg Sigurðardóttir var sögö hafa átt Sigurö Benediktsson forstjóra og uppboöshaldara frá Barnafelli og birt mynd af hon- um. Þetta er alrangt. Maður Guörúnar Bjargar var Sigurður heitinn Benediktsson frd Húsa- vik sem siðast var forstjóri Osta- og sm jörsölunnar I Reykjavik og voru börn þeirra Sigurbjörg, Benedikt og ) Siguröur ArnL Ennfremur var sagt aö dr. Jakob Sigurösson væri fiskiön- fræöingur á Keldum en hann var iengi framkvæmdastjóri Fiskiðjuvers rikisins og hefur rekiö siöan eigiö fyrirtæki en var aldrei á Kéldum. Þá mun ætt sú er rakin er frá Stefáni og Guörúnu á Heiöi gjarnan vera kölluö Heiöarætt en ættin frá Þorbjörgu dóttur þeirra Veöramótsætt. — GFr Siguröur Benediktsson frá Húsavfk. Benedikt Sveinsson alþingismaöur Sveinn Benediktsson framkvæmdastjóri Ólöf Benediktsdóttir menntaskóla- kennari Ragnheiður Pétursdóttir i Háteigi Pétur Benediktsson bankastjóri Ragnhildur Helgadóttir iögfræöingur Maren Pétursdóttir kennari Bjarni Benediktsson forsætisráöherra Tómas Helgason yfirlæknir i Þjv. 17. ág. s.l. og Thorsteins- sonætt i Þjv. 31. ág.) Þeirra dóttir var Ragnhildur Péturs- dóttir, kona Jan Paus lög- fræöings í Osló. Seinni kona Péturs var Marta Thors, dóttir Ólafs Thors forsætisráöherra. Þeirra dætur: 2b. Ólöf Pétursdóttir lög- fræðingur, deildarstjóri i dóms- málaráöuneytinu, átti Friörik Pálsson viöskiptafræöing, framkvæmdastjóra hjá SIF. 2c. Guörún Pétursdóttir (f. 1950) sálfræöingur 3. Bjarni Benediktsson (1908—1970) forsætisráöherra og formaöur Sjálfstæöisflokks- ins. Fyrri kona hans var ValgeröurTómasdóttir forstjóra i ölgeröinni Tómassonar en seinni kona hans Sigriöur Björnsdóttir skipstjóra frá Ana- naustum Jónssonar. Börn Bjarna og Sigriöar voru: 3a. Björn Bjarnason (f. 1944) lögfræöingur og ritstjórnar- fulltrúi Morgunblaösins, hans kona er Rut fiðluleikari Ingólfs- dóttir i tltsýn Guöbrandssonar. 3b. Guörún Bjarnadóttir (f. 1946), átti fyrr Markús Jensen, siöar Hrafn Þórisson. 3c. Valgeröur Bjarnadóttir (f. 1950) viöskiptafræöingur, Hún er kona Vilmundar Gylfasonar alþingismanns og fyrrv. dóms- málaráöherra. 3d. Anna Bjarnadóttir (f. 1955), átti Þorvald Gylfason hagfræðing, bróöur Vilmundar hér á undan. 4. Kristjana Benediktsdóttir (1910—55), átti LárusH. Blöndal bókavörð i Reykjavík. Þeirra börn: 4a. Benedikt Blöndai (f. 1935) lögfræöingur I Reykjavik. 4b. Halldór Blöndal alþings- maður Sjálfstæöisflokksins. 4c. Kristin Blöndal BA, gift Árna Þórissyni barnalækni i Reykjavik. 4d. Haraldur Blöndal lög- fræöingur I Reykjavik. 4e. Ragnhildur Blöndal (f. 1949), gift Knút Jeppesen arkitekt. 5. Ragnhildur Benediktsdótt- ir, dó um tvltugt. 6. Guörún Benediktsdóttir, gift Jóhannesi Zoega hitaveitu- stjóra i Reykjavfk. Þeirra börn 6a. Tómas Zoega læknir (f. 1946) 6b. Guörún Zoéga (f. 1948), átti Ernst Hemmingsen hag- fræöing. 6c. Benedikt Zoéga (f. 1955) 6d. SiguröurZoéga (f. 1961) 7. Ólöf Benediktsdóttir menntaskólakennari, átti fyrr Guöjón Kristinsson kennara en siöar Pál Björnsson hafnsögu- mann frá Ananaustum, bróöur Sigriöar konu Bjarna (sjá hér á undan). Böm ólafar. 7a. Guðrún Guöjónsdóttir (f. 1941), átti Hjálmar Júllusson. 7b. Anna Pálsdóttir (f. 1947), áttiPétur Svavarsson tannlækni á ísafiröi. 7c. Ragnhildur Pálsdóttir kennari I Reykjavik B. Ragnhildur Pétursdóttir fyrsti formaöur Kvenfélaga- sambands íslands og um hrið varabæjarfulltrúi i Reykjavík, átti Halldór Þorsteinsson i Háteigi, skipstjóra og togaraút- gerðarmann i Reykjavik. Þeirra börn: 1. Ragnhildur Halldórsdóttir (f. 1919) þrófessorsfrú i Ottawa i Kanada 2. Kristin Halldóra Halldórs- dóttir (f. 1921) iþróttakennari, átti Þórarin Björnsson forstjóra Timburverslunar Arna Jónssonar 3. Guöný Olafia Halldórsdóttir (f. 1923) húsmæörakennari, átti Teit Finnbogason stór- kaupmann I Reykjavik. C. Ólafia Pétursdóttir i Reykjavik D. Maren Pétursdóttir, gift Baldri Sveinssyni (1883—1932) ritstjóra VIsis en hann var bróðir Benedikts Sveinssonar alþingismanns og voru þvi systur giftar bræörum. Börn Marenar og Baldurs: 1. Ragnheiöur Baldursdóttir, - kennari, átti Pál Hafstaö starfs- mann Orkustofnunar. Meöal þeirra barna er Baldur Hafstaö fjölbrautaskólakennari á Sauð- árkróki. 2. Siguröur Baldursson lög- fræöingur (f. 1923) i Reykjavik, átti Onnu Gisladóttur kennara. Þeirra synir eru Baldur Sigurösson málvisindamaöur og GIsli Sigurösson islenskunemi. 3. Kristinn Baldursson lög- fræöingur I Reykjavik, átti Sigriöi Þorvaldsdóttur. Meöal þeirra barna er Þórður Kristinsson BA, giftur Sigriði Asgeirsdóttur bæjarfógeta i Kópav ogi P étur s so nar. E. Kristin Bjarnadóttir (1894—1949), átti Helga Tómas- son yfirlækni á Kleppi. Þeirra börn: 1. Tómas Helgason yfirlæknir á Kleppi, átti Þórunni Þorkels- dóttur tannlækni. 2. Ragnhildur Helgadóttirlög- fræöingur og fyrrv. þingmaöur Sjálfstæöisflokksins, átti Þór Vilhjálmsson hæstaréttar- dómara (hann og Vilmundur Gylfason (sjá hér á undan) eru bræörasynir). Meöal barna Ragnhildar og Þórs er Helgi Þórsson stæröfræðingur. 3. Bjarni Helgason dr. phil, jarövegsfræöingur, átti Guörúnu Magnúsdóttur._ GFr

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.