Þjóðviljinn - 22.11.1980, Síða 13

Þjóðviljinn - 22.11.1980, Síða 13
Helgin 22. og 23. nóvember 1980 ÞJóÐVILJINN — SIÐA 13 Togaralíf á stríðsárunum Asgeir Jakobsson: Grims saga troilaraskálds. Skuggsjá 1980. 160 bls. Þetta er ein af þeim bókum sem væntanlega gera tilkall til að vera „sjómannabókin i ár” eins og sagt hefur verið i auglýsingum. Þá er réttað taka það strax fram, að hún er sérstæð i þeim flokki bóka fyrir margra hluta sakir. Grims saga er bersýnilega endurminningabók, en borin fram með nokkrum feluleik, sem gefur höfundi svigrúm og skálda- leyfi, sem við ekki getum vitað hve stórtæk eru. Allt um það: fyr- ir bragðið tekst að færa sögu- hetjuna nær lesandanum en verið hefði ef að allt færi undir réttum nöfnum, skip og menn. Grimi er svo lýst, að hann er i upphafi striðs ungur togarasjóari með kommúnistakjaft, laumuskáld og að öðru jöfnu meiri vinur Bakkus- ar en kvenna, þótt báðir aðilar geri meiriháttar tilkall til hans. Sér til hægri verka skiptir höf- undur hetju sinni i þrjá menn sem stympast á um að ráða ferð- inni i hans lifshlaupi: Þorgeir Hávarsson, sem þykist karl- menni, ólaf Kárason sem „réði fyrir hugleiðingum og draumum og öðrum aumingjaskap” og Móra, sem stundar misjafnlega vel kynjaðan prakkaraskap. Eftir þessum þáttum gengur lýsing persónunnar: það er ekki aðeins, að þessir þremenningar takist á um Grimsa i ýmsum prófraun- um, eins og t.d. i návist kvenna, heldur er allur hugblær á frá- sögninni á sérstæðu flakki milli hörku, viðkvæmni og hálfkær- ings. Sagan segir frá þvi sem Grimur reynir á togurum á striðsárunum, þar eralltá sinum stað: lifshásk- inn, hjátrúin, veðurhörkur, manntjón, slagsmál, rosalegar uppákomur og tilsvör, fylleri og kvennafar. Vissrar óvissu gætir i umgengni höfundar við þennan efnivið: vill hann láta svonefndar staðreyndir tala, eða er þörf út- legginga, og hve mikilla? En þegar á heildina er litið fer þessi „sjómannabók” i hinn betri flokkinn. Vegna þess aö skrifarinn er röskur verkmaður, heldur spar á málalengingar og hefur áhuga fyrir söguefnum. Lika skal hon- um það talið til tekna, að hann er ekki alltof miskunnsamur við Grimsa sinn og reynir eftir föng- um að slá niður selshaus karla- grobbsins eða sjóaragrobbsins. Þetta sjá menn vel af þeim þátt- um sem fjalla um konur sem Grlmur fer undir fötin á. Verða af þeim nokkuð eftirminnilegar sögur, bæði af ömurlegri heim- sókn til fátækrar konu sem þarf aukatekjur vegna barna sinna og af rómantiskri lyftingu með jómfrú úti i náttörunni. Hér má einnig nefna það, að höfundur sýnist hafa nokkurn hug á að leiðrétta sögulegan misskiln- ing. Þegar menn hugsa til þess, að margir togarar fórust á striðs- árunum, detta þeim sjálfsagt fyrst i hug tundurdufl, kafbátar og annar hernaðarvoði, einnig bann við veðurþjónustu. Asgeir Jakobsson færir hinsvegar rök að þvi, að kafbátar, tundurdufl og flugvélar voru furðu sjaldan háskaleg islenskum fiskiskipum: það var ofhleðslan, „græðgin”, sem sökkti þeim flestum. Ég segi fyrir mina parta: ég vissi þetta ekki. AB. IOUNN MÁNA SILFUR SAFN ENDURMINNINGA CILS GUÐMUNDSSON VALDI EFNIÐ Þaö má segja um minninga- lestur, að oft þarf að ausa miklu vatni til að finna þau gullkorn, sem eftir sitja I heilaskálinni. En sum þeirra beina undarlega sterkri birtu að ævikjörum og lifsskilningi. Guðrún Guðmunds- dóttir, móðir Vilmundar land- læknis, segir frá þvi, að tveir bræður hennar ungir dóu á sama ári. Þá kemur bóndi af næsta bæ til föður Guðrúnar hversdaglegra erinda, en segir við hann, svosem til huggunar: ,,Ja, þú varst heppinn. Það létti á þér”.! Eitt slikt tilsvar segir meiri sögu en margir doðrantar. AB Eysteirm Þorvaldsson fjallar um nýja Ijóðabók Hannesar Péturssonar í grein á bls. 22 Formaður SF um leiðir til sósíalisma Formaður Sósíalíska al- þýðuf lokksins danska, Gert Petersen, hefur skrifað bók sem allmikla athygli og umræðu hefur vakið í Danmörku. Hún heitir „Om socialismens nedvendighed" og er gefin út af Vindrosen. Gert Petersen lýsir þar sinum skilningi á þeim stórslysum, sem gætu leitt af áframhaldandi kap- italiskri þróun, sem spyr um hag- vöxt einn hvaö sem hann kostar. I annan stað gagnrýnir hann ýmsar vinstrikreddur um leiöir til sósialisma, og tekur mönnum sérstaklega vara við að slá af lýð- ræðiskröfum i nafni sósialisma. 1 þvi samhengi varar hann mjög við þeim kredduhugmyndum sem halda aö það sem kallað er „borg- araleg réttindi” tilheyri aöeins kapitalismanum. Hann leggur þvert á móti áherslu á að öll þau réttindi sem borgaralegar bylt- ingar hafa tryggt mönnum verði að virða — meö einni undantekn- ingu og það er eignarrétturinn. Ef menn ekki taka þennan pól I hæð- ina, segir Gert Petersen, þá verður það þjóðfélag sem þeir reyna að stýra hvorki frjálst né sósialiskt — eins og dæmin sanna. Höfundur viðurkehnir, að þróun til sósialisma geti — a.m.k. ekki i Danmörku — gerst nema i sam- vinnu við sösialdemókrata. Hann vill sneiða njá þeim háska, sem land hans og heimur allur er i, með þvi að skapa sósialisma með umbótastefnu, sem tekur miö af sósialiskum langtima markmiðum. Með umbótum sem ekki eru framkvæmdar sam- kvæmt skilmálum kapitalisma, heldur efla lýðræöi og breyta þjóðfélagsgerðinni. Gagnrýnandi Information segir, að Gert Petersen sé sterk- ari i skilgreiningu á samtið og lýsingu á markmiðum en hann sé i að gera grein fyrir þvi hvaða leiðir séu færar inn i framtiðina. Engu að siður sé þessi bók vel- komin lesning og mikilvæg „ringluðum og vonsviknum vinstrisinnum”. -áb. JOLASKEID 1980 GUDtAUGUR A MAGNUSSON LAUGAVEGI 22 S. 75272 Stórlækkun Fengum nokkrar vélar á ótrúlega góðu verði. Aðeins kr. 1.790 þús. Enginn á markaðnum í dag getur boðið ijósritunarvélar sem ljósrita á venjulegan pappir á svipuðu verði. Nú er tækifæriö, sem býðst ekki aftur Suðurlandsbraut 12 Simi 85277

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.