Þjóðviljinn - 22.11.1980, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 22.11.1980, Blaðsíða 9
Helgin 22. og 23. nóvember 1980 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 9 heildsölu til almenningsveitna um land allt svo og til einstakra stórnotenda samkvæmt sér- samningum. Virkjanir verði reistar fyrir raforkukerfiö viöa um land meö tilliti til öryggis og hagkvæmni. 4. Lögö veröi áhersla á hring- tengingu aðalstofnlina og örugga dreifingu til notenda um allt land. 5. Lokiö veröi framkvæmd hús- hitunaráætlunar meö inn- lendum orkugjöfum á næstu þremur árum. 6. Markvisst veröi unnið aö orku- sparnaöi. Góöir félagar. Hér hef ég nefnt fáein mikilvæg atriöi til þess aö taka miö af viö mótun 10 ára verkefnaáætlunar um þróun atvinnu- og orkumála. Þaö er auövelt aö syna fram á það, aö framkvæmd slikrar stefnu getur skapaö hér fleiri at- vinnutækifæri en viö höfum fólk tilá næstu áratugum. Þaöerfjar- stæöa aö viö þurfum vegna ein- hæfni islenskra atvinnuvega aö kalla á erlenda auöhringa til forystu viö uppbyggingu okkar atvinnulifs. Okkur er einnig vel ljós sU hætta sem blasir viö islensku þjóöinni meö þvi aö láta fjölþjóðahringa hreiöra um sig hérlendis. Ég er sannfæröur um aö viö eigum hér óþrjótandi möguleika fyrir miklu fjöl- mennari þióB en viö erum nU og möguleikamir eru meiri en flest- ar aörar þjóöir eiga yfir aö ráöa. A þvi sviöi eigum viö sjálfir aö ráöaferöinni og tryggja hér efna- hagslegt og pólitiskt sjálfstæði þjóöar okkar til frambUöar. Möguleikana eigum viö til þess aö skapa hér enn þróaöra at- vinnulif, enn betri lifskjör og þar með enn sterkari forsendur fyrir sjálfstæöi islensku þjóöarinnar. Þar meö eru rökin fengin sem spurt varum i hpphafi: Af hverju ræöum við „lifskjör, atvinnu- þróun og sjálfstæöi”? Spurningunni hefur veriö svarað af minni hálfu að sinni. Margt er enn ónefnt og vonandi heldur um- ræöan áfram á landsfundinum og eftir hann. Þaö er min skoöun aö þaö sé blátt áfram spurning um lif og dauöa sjálfstæös þjóörikis aðsem allra flestir vakni til meö- vitundar um þá geysilegu mögu- leika sem við eigum hér i okkar landi, en jafnframt þær hættur sem blasa viö sjálfstæöi þjóöar- innar og li'fskjörum veröi ekki brugöist viö með alhliöa atvinnu- sókn í öllum greinum islensks at- vinnullfs. A þessu sviöi hefur flokkur okkar afgerandi forystu- skyldur. eigum þegar mikil gögn og glögg um islenskt atvinnulif og þróunarmöguleika þess á næstu árum og áratugum. Viö þurfum aö breyta þessum gögnum i athafnir og til þess erum viö i rikisstjórn og meö meirihlutaaöild aö sveitarstjórn- um aö tryggja framgang þessara mála. Viö höfum efnin, forsendurnar og tækifærin. Látum ekki aöra vinna Ur þeim tækifærum. Sameinumst um aö skapa traustan efnahagslegan grundvöll fyrir sjálfstæöi þjóöar- ínnar um ókomna áratugi. Ég vil aö lokum léggjáa þaO á- herslu, aö þaö er brýn nauösyn aö verkalýöshreyíingin, hin faglega hreyfing launafólks, gefi þessum málum gaum. Flokkurinn og verkalýöshreyfingin geta i sam- einingu knúiö fram breytingar og framfarir ef þessi öfl leggja saman eins og reynslan allt frá 1978 er gleggstur vottur um. Þingstyrkur flokksins segir ekki allt —þaö er virkni hans út á viö og aimenn pólitísk áhrif hans sem ráöa úrslitunum. Meö sameigin- legu átaki verkalýðshreyfingar- innarog flokksins er unnt aö lyfta grettistökum. Sameiginlegu afli sinu hafa þessar hreyfingar beint aö félagslegum framförum og aö verndun lífskjaranna. Nú þarf aö beina afli aö alhliöa uppbyggingu islensks atvinnu- og efnahagslífs. Þaö er verkefni sem biöur ekki eftir okkur — ef þaö er vanrækt I dag gæti þaö oröiö of seint á morgun. Slikt má ekki henda. Þing Sambands byggingamanna: Meist- ara- kerfið verði lagt niður A þingi Sambands bygginga- manna um slöustu helgi var sam- þykkt ályktun, þar sem fagnaö er þeirri stefnu, sem fram kemur i frumvarpi um framhaldsskóla, aö öllum námsgreinum veröi gert jafn hátt undir höföi. Veröi frum- varpiö aö lögum telur þingið stig- iö skref I þátt aö koma I veg fyrir aö verknám sé einangruö náms- braut I menntakerfinu. Þingiö telur eölilegt aö viö skipulagningu framhaldsnámsins veröi tekiö miö af atvinnullfi þeirra byggöarlaga sem skóla- stofnanir veröa staösettar i, en þeim sem vilja stunda sérhæft nám sé gert auövelt aö stunda þaö fjarri heimabyggö. 1 ályktuninni er þess krafist, aö nU þegár veröi gerö heildarkönn- un á þvi hvort unnt sé aö taka allt nám I byggingariönaöi inn I verk- námsskólana og meistarakerfiö i núverandi mynd yröi þar meö lagt niður. Endurmenntun og viöbótar- námfekeiö þurfi aö veröa mikils- veröur þáttur i starfi framhalds- skólanna. Þá er lögö áhersla á, aö frjálst fristundanám, I formi kvöldskóla eöa bréfaskóla, sé einnig nauð- synlegur möguleiki fyrir fólk sem ekki hefur haft möguleika á aö sækja dagskóla. Foreldrafélag nemenda í sænsku og norsku Foreldrafélag nemenda i sænsku og norsku var stofnað 10. nóv.. 1 vetur stunda um 200 nemendur frá 4. — 9. bekk grunn- skóla nám i norsku og sænsku. Kennslan fer fram i i Miðbæjar- skólanum i Reykjavik og sum börnin koma langt aö i kvöldtima þar. Foreldrafélagiö hefur á stefnu- skrá sinni aö stuöla aö bættri námsaöstööu þessa hóps, m.a. meö þvi aö fara þess á leit viö yfirvöld skólamála aö þessi kennsla veröi boöin flestum skólum og aö kennsluefniö i þessum námsgreinum veröi gefiö Ut hér á landi. Eina kennsluefnið sem til er er móöurmálsbækur fá Noregi og Sviþjóö. Þessar bækur eru mjög dýrar og henta ekki öllum. Ný skáldsaga eftír / Olaf Hauk Símonarson GAI.FIÐAN GALEIÐAN er nútímaskáldsaga og viðfangsefni hennar er í senn tímabaert og sjaldséð i íslenskum bókmenntum. Les- andi slæst í hóp nokkurra stúlkna sem vinna í dósaverk- smiðju og lifir með þeim súrt og sætt fáeina daga. Við kynn- umst aðstæðum þeirra heima fyrir og á vinnustað og einnig yfirboðurum þeirra, æðri sem lægri. Sagan er öll skrifuð af hispursleysi og næmu innsæi og frá- sögn er lipur og skemmtileg. Með þessari bók hefur Olafur Haukur Símonarson bætt enn einni sögu af alveg nýrri gerð inn í fjölbreytt ritverkasafn sitt sem á vafalaust enn eftir að auka vinsældir hans meðal bókmenntaunnenda. Mál og menning l||l skyldi vera auðveldast að finna mesta vöruvalið? Við mælutn með Domus Á einum stað bjóð- um við geysilegt úrval af alls kyns vörum á alls kyns verði. Þú finnur það sem þig vantar í Domus... og kw gleymdu ekki kaffi- teriunni ef fæturn- ir eru farnir að lýjast! Köflóttir bómullarsloppar kr. 7.500 Bómullarbolir kr. 1.500 Skinnvesti á herra kr. 35.500 Æfingagallar á fullorðna kr. 23.900 Háskólabolir kr. 6.700 Dömu- og herraúlpur, verb f rá kr. 32.620 Unglingaúlpur, verð frá kr. 28.350 Barnaúlpur verð frá kr. 21.250 Skiðagaílar barnastærðir kr. 38.700 Skiðagallar dömust. verð f rá kr. 59.950 Skiðagallar herrast. verð frá kr. 60.430 Skiðavesti bama og ungiinga kr. 14.900 Vélsleðagallai* herrastærðir kr. 59.600 Munið 10% afsláttarkortin Nýir félagsmenn fá einnig afsláttarkort. Afsláttarkortin gilda til 4. des.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.