Þjóðviljinn - 22.11.1980, Blaðsíða 19

Þjóðviljinn - 22.11.1980, Blaðsíða 19
Helgin 22. og 23. nóvember 1980 ÞJóÐVILJINN — SIÐA 19 / , "Mgr* ÆKr æF v \: \ \ \ U| Rúnar Ármann Arthursson: Meg- um ekki samsamast markaðsöfl- unum. Rúnar Ármann A rthúrsson, Villingarholti: Bólvirki í baráttunni — Kjördæmisráð Alþýðubanda- lagsins á Suðuriandi samþykkti á aðalfundi sinum fyrir hálfum mánuði ályktun til landsfundar um að ræða útgáfumál flokksins, sagði Rúnar Armann Arthursson kennari i Villingahoitsskóla I Flóa. Hann er ritstjóri Jötuns, málgagns Alþýðubandalagsins á Suðurlandi og fyrrverandi blaða- maður á Þjóðviljanum. Rúnar þekkir þvi gjörla hin ýmsu vandamál sem uppi eru I blaðaút- gáfu sóslalista. — Fyrst og fremst þarf að ræða hvernig við stöndum að vegi fjár- hagslega i útgáfumálum, sagöi Rúnar. — Vegna eðlis þeirrar baráttu sem við heyjum höfum við peningavaldið í landinu á móti okkur. Peningavaldið ræður að mestu leyti hvernig blaðaútgáfa I landinu þróast. En viö þurfum að leita leiða til að verða óháðir markaðsöflunum, viö megum ekki samsamast þeim. Það er að sjálfsögðu fleira en bara þessi praktiska hlið málsins, sem þessi æðsta valdastofnun flokksins þarf að ræða. Hér á ég m.a. við það, hvernig við ætlum að koma stefnumiðum okkar til skila. Þjóðviljinn og önnur útgáfa á vegum sósiallista er eini miðill- inn sem við höfum til að koma málflutningi okkar á framfæri viö samherja jafnt sem andstæðinga. A kjördæmisþinginu á Suður- landi var ma.a rætt um útgáfu Jötuns og beindi fundurinn þvf til blaðstjórnar, að I blaðinu ætti að fara fram lifandi og opin umræða um flokkinn og baráttuna fyrir sósialismanum. Þjóöviljinn hefurátt lif sitt und- ir skilningi og velvild flokks- manna og þeir eiga heimtingu á þvi að fá i staðinn öflugt og gott blaö, sem getur þjónaö sem ból- virki I baráttunni. Forsenda þess að þetta takist er að blaðamenn- irnir hafi traust allra flokks- manna og forystu flokksins eink- anlega. Við höfum verið svo heppin að hingað til hafa valist til þessara starfa menn sem hafa reynst fyllilega hæfir til að axla þá ábyrgð sem þeim fylgir. Ég held að það sé lifsnauðsyn- legt að umræðan á siðum Þjóð- viljans fari fram fyrir opnum tjöldum og mismunandi sjónar- mið komi fram. Blaðið þarf að vera vettvangur skoðanaskipta innan flokksins. — eö Garðar Jakobsson, Reykjadal, S.Þing.: Bændur áþekk stétt verka- mönnum Ég býst við að hér verði kannski deilt um hvort rlkisstjórnin eigi að sitja áfram á náð Alþýðu- bandalagsins eða ekki, sagði Garðar bóndi og fiðlari Jakobsson i Lautum, sem er einn fulitrúa Aiþýðubandalagsins 1 S.-Þing- eyjasýslu. Sjálfur er ég þvi heldur með mæltur að stjórnarsam- starfinu verði haldið áfram fyrst um sinn, amk. býst ég við að ástandið mundi versna ef hún yrði leyst upp, einkum og sér I lagi fyrir lægra launaða menn og þá sem eru undir I lifsbaráttunni. Garðar segist hafa verið i Kommúnistaflokknum, Sósial- istaflokknum og nú I Al- þýðubandalaginu og alltaf . ha'fa veriö vinstrisinnaður. Mestan áhuga hefur hann á hermálinu, andstööunni við hersetu. En er þá ekki rikisstjórnarþátttaka á kostnað þess máls? Hólmfríður Guðmundsdóttir, A kureyri: Hugarfars- breytingu og grasrótar- vinnubrögð Hólmfriður Guðmundsdóttir kennari er fulltrúi fyrir Alþýðubandalagsfélagið á Akur- eyri. Við náðum tali af henni er þau Akureyrarfélagar komu móðir og másandi inn á fimmtu- dagskvöld og höfðu orðið að taka leiguflugvél á siðustu stundu þar sem öll áætlun féll niður þennan dag. Hvers væntir hún af lands- fundinum? — Kannski ekki neins stórs, en ég vona sannarlega aö eitthvaö komi útúr þvi starfi sem hér verð- ur unnið. Fyrir utan þjóðfrelsis- mál hef ég sjálf mestan áhuga á útgáfumálum og flokksstarfinu. Ég hef áhuga á að auka innbyröis tengsi i flokknum, bæði milli deilda, en ekki sist deildanna úti á landi við stóra flokka hér 1 Reykjavik. Stjórnun á starfinu fer fram hér i Reykjavik og stundum vitum við ekki hvaö er að gerast, en á móti skal ég llka viöurkenna, að viö sækjum kannski of litið eftir þvi sjálf. Ég sakna þess oft i starfi Alþýöubandalagsfólks aö þaö sé virkilega meðvitaö um hvað það er aö gera, og óttast að viö byggj- um of mikiö á forsendum sem samkeppnisþjóðfélagið gefur okkur og séum ekki sjálf nægilega góð fyrirmynd i okkar eigin lifi og okkar eigin vinnubrögðum. Ég vildisjá meira af grasrótarvinnu- brögðum og minni miöstýringu og mér finnst þurfa aö byggja störf flokksins öðruvisi upp. Þetta snertir lika útgáfumálin. Garðar Jakobsson: Meðmæltur stjórnarsamstarfinu. — Það hastarlega er að það þýðir varla orðið að minnast á herstöðvaandstöðu við aðra en Alþýðubandalagiö og þvi ekki um annað að velja i þessari stjórn, þótt illt sé. — Eru viðhorf bónda I sveit til Alþýöubandaiagsins á einhvern hátt önnur en fólks I þéttbýlinu? — Nei, það hygg ég ekki. Alþýöubandalagiö sem verka- lýðsflokkur hefur ævinlega haft skilning á þvi að bændur eru m jög áþekk stétt verkamönnum og báðir veröa að styðja hver annan. — vh Margrét Óskarsdóttir, ísafirði: ViÍ stjórnina frekar en ekki Ég vænti þess að dægurmál verði minna rædd á þessu lands- þingi heldur en mér hefur fundist einkenna m iðst jórnarfundi, en áhersla frekar lögð á grundvall- arhlutverk Alþýðubandalagsins sem stjórnmálaafls I islenskum þjóðmálum, sagði Margrét Ósk- arsdóttir á tsafirði i samtali við blaðamann Þjóðviljans. Margrét sagöist þar eiga við þaugrundvallaratriöi sem stæðu i blaðhaus Þjóðviljans: sósial- isma, verkalýðshreyfingu og þjóðfrelsi. Hún sagöi að Alþýð'- bandalagið ætti þvl aöeins heima i þessari rikisstjórn að hún kæmi sinum málum á framfæri en léti þjóöarskútuna ekki reka kapital- iskt áfram meö þvi að reyna að bjarga i horn dag frá degi. Rikisstjórnin má dingla áfram, sagðiMargrét.svofremi sem hún lætur ekki hafa sig út i að rétta okkur félagsmálapakka i samn- ingum eingöngu til að umbuna at- vinnurekendum. Félagsmála- pakkar eru sjálfsagðir en ekki sem aðstoö viö atvinnurekendur. Þá nefndi hún sem dæmi að fylgi hennar væri bundið þvi að Helgu- Margrét: Ekki á að rétta okkur félagsmáiapakka I samningum til að umbuna a tvinnurekendum . (Ljósm.: gel) vikurmálið næöi ekki fram aö ganga, Gervasoni færi ekki úr landi, 1. desember yrði ekki frestað (þ.e.a.s. geröar efna- hagsráðstafanir sem skerði kaup) og að flutt verði á alþingi tillaga um kjarnorkuvopnalaust tsland og að á næstu árum verði N-Atlantshafið friölýst. Margrét sagði aö lokum aö það væri ekkert auövelt að viöur- kenna aö hún vildi þessa rikis- stjórn frekar en ekki. þvi aö hún heföi næstum veriö enn meira á móti myndun hennar heldur en stjórnarinnar 1978. —GFr Hólmfrlöur Guðmundsdóttir: Byggjum upp á nýtt á öðrum for- sendum. Viö vitum, aö það er sósialiskri hreyfingu lifsnauðsyn að eiga gott málgagn, en spurningin er á hvaöa forsendum við eigum aö halda úti þessu málgagni, hvort við eigum aö byggja þar á sam- keppni, auglýsingum osfrv. eða hvort önnur leið sé fær. — Þú nefndir þjóðfrelsi og átt þá væntanlega við her- stöðvamáliö meðal annars? — Ef viö viljum breyta þjóðfélaginu þá er ein forsendan að viö losnum við herinn og förum úr Nató. En til aö geta vænst ein- hvers virkilega jákvæðs i þvl máli sem öörum þyrfti mikla hugarfarsbreytingu. Hugarfar okkar og gildismat er oröið svo mótaö af samkeppnis- og neyslu- þjóðfélaginu, að ég held að viö þurfum að fá eitthvað af dýnamltinu I Oröunum hans Sig- urðar A. Magnússonar til aö geta byggt upp á nýtt á öörum forsend- um en þessa kapitaliska sam- félags og grafiö úr rústunum „orð einfaldleikans um liljur vallarins, fugla himinsins og um brauöið og fiskana”. —vh Jóhann Geirdal, Keflavík: Leysum mengunar- málin án þess að auka tankarýmið Jóhann Geirdal kennari I Kefla- vlk er einn úr friðum flokki Suðurnesjafulltrúa á landsfund- inum. Viö báðum hann að segja okkur undan og ofan af tillögu Suðurnesjamanna um Helgu- vikurmálið, sem mikla athygli hefur vakiö. — Aö frumkvæði Alþýðubanda- lagsins I Keflavik var boðað til al- menns fundar allra Alþýðu- bandalagsfélaga á Suðurnesjum, sagði Jóhann, og sá fundur sam- þykkti tillögu um máliö. Kjör- dæmisráðið samþykkti svo tillög- una og sendi hana sem ályktun til landsfundar. 1 ályktuninni er fjallað um oliu- framkvæmdir i Helguvik, sem við erum eindregiö á móti, einkum vegna þess að þar er gert ráð fyrir tankarými fyrir 212 þúsund rúmmetra, þar af 32 þús. rúm- metra á núverandi yfirráöasvæði hersins. Birgðir hersins á þessu svæöi eru nú taldar néma u.þ.b. 60.000 rúmmetrum og þvi sjá alUr Jóhann Ceirdal: Lámark að stað- ið sé við stjórnarsáttmálann. að hér er um gifurlega aukningu að ræða, sérstaklega þegar tillit er tekið til þess að nú er verið að leiöa hitaveitu á allt svæöið og þar af leiðandi ætti oliunotkun aö minnka frekar en hitt. Viö viljum þó á engan hátt gera litiö úr þeirri mengunarhættu sem stafar af núverandi geymslu á oliu. Þar er við mikinn vanda að etja, en við teljum aö hægt sé að lagfæra þetta án þess aö aukning þurfi aö koma til. Ennfremur erum við andvigir framkvæmdum i Helguvik, þar sem þar er eina framtiðar- athafnasvæði Keflavikurbæjar. Viö setjum þetta þannig fram i tillögunni, aö ef af þessum fram- kvæmdum veröi, þá höfum viö ekkert I rikisstjórn að gera leng- ur. Það er tekið fram i stjórnar- sáttmálanum, aö engar frekari framkvæmdir skuli eiga sér stað á Vallarsvæðinu og okkur finnst lágmark að staðiö sé við það. —eös

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.