Þjóðviljinn - 22.11.1980, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 22.11.1980, Blaðsíða 10
10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN' Helgin 22. og 23. nóvember 1980 #mér datt þad i hug Sú var tiöin, og er reyndar enn, aö sérhver rýni eöa íhugun var i óviröingarskyni kölluö naflaskoöun. I senn var sii skoöun fordæmd af athafna- mönnum á hinu veraldlega sviði og hugsjónamönnum, sem heimtuöu beina aðgerö. Andúöar á naflaskoöun gætti jafnt hjá öflum til hægri og vinstri. Litiö var með van- þóknun á miöjuna, kórónu mag- ans, hinn kreppta nafla. Nú er kóróna magans komin undir fitu, þrátt fyrir ótrúlega fim- leika og átök aflanna til hægri og vinstri, einkum hjá athafna- og menntamönnum. A hinn bóginn hefur verkafólk ævinlega haldiö nafla sinum hreinum af óþarfa holdi, að minnsta kosti framá síöustuár. Og hafi einhver fituögn sprottiö kringum naflann, þá fer kreppan óöum aö moka fitunni af maga fátæklingsins, fyrir sakir sameinaös átaks hreyf- inganna til hægri og vinstri. Nú taka þær höndum saman og beina huganum, nauöugar-vilj- ugar, aö miöjupólitik, þótt þær hafi æpt aö henni áöur. Þótt allir vilji gera allt fyrir láglaunafólkiö hefur þaö hingaö til haldiö naflanum hreinum, þrátt fyrir stööug loforö um fitu- fé frá stjórnmálamönnum. Kræsingar á himnl og jörö viröast ætiöhafna isömu kring- lóttu vömbinni, sem veltur áfram gegnum hin óliklegustu hagkerfi, og stafar þaö eflaust af lögun hennar og lundarfari. Einu gildir hvort efnahags- kerfiö er kallaö kapitaliskt eöa kommúnlskt. Kringlótta vömbin er söm viö sig: sama kreppan ógnar öreigum beggja kerfanna. Eru kerfin þá svo ólik, ef kringlótt vömb er á leiö- togum beggja? Ef ég brýt heilann um þessi rök, verö ég eflaust sakaöur um naflaskoöun. En ég held áfram engu aö sföur, enda vart bita- stæöur i bókum minum og hugs- un, aö sumra dómi. Ekki tel ég óliklegt aö viö vissar aöstæöur geti hin kringlótta vömb haft tvær hliðar, án þess þær hafi hugmynd um þaö. Enda er u;n hægriog vinstri vambir oft í>æði blekkingarve/ur og huliös- hjáimur yfir, og vindurinn úr þeim eru austanvindar og vestan f oröi þótt þeir séu fúlar hægrigolur á boröi, og hallast aö miöju i stjórnmálum. Það mun hafa gerst á önd- verðri nitjándu öldinni, ef ekki fyrr, aö iönbylting og auð- magniö uröu þess valdandi aö imyndunarafliö og fram- kvæmdarhugurinn greindust sundur. Listamaöurinn meö sitt hugarflug og hugvit gekk frá þjónustu við atorkumanninn, en áöur haföi hann oft gengiö á mála hjá hinu andlega og veraldlega valdi, valdi kirkju og höfðingja. Eftir framsókn kapitalismans kaus listamaöur- inn aö halda nafla sinum hrein- um. Eftir þessa sundrung hefur heimurinn ekki boriö sitt barr, þvi listamaðurinn leggur nú jafnan athafna- og stjórnmála- manninn i' einelti. Hann heggur aö honum hvenær sem færi gefst, gjarna i sama knérunn- ann, uns bit er úr oröum beggja. Ýmsa dreymir þó enn um sameiningu og samstarf hinna striöandi afla, enda er engin at- höfn til án sköpunar, og engin sköpun til án athafnar. Þessi skoöun er ekki fjarri sanni. En jafnvel byltingar hafa aðeins sameinaö öflin um stund. Nú reyna draumar austan- vinda og vestan aö feykja saman hugvitinu og verksvitinu aö einhverri starfshæfri miöju. En jafnveldraumar draumanna hafa vaknaö viö vondan draum og litinn árangur. Einhvern veginn hef ég á til- finningunni aö brátt veröi hafin hér á landi tilraun til að tengja hugmyndaflugiö, sköpunina og Guðbergur Bergsson skrifar NU STEFNI MÖR- LANDINN Á MIÐIUNA skáldskapinn nýrri atvinnu- þróun, raunsæi og þjóöarorku. Enda hefur sú tilraun tekist einu sinni hérlendis: á dögum Ný- sköpunarstjórnarinnar. A þeim árum blómgaöist ekki aöeins at- hafnalifiö, heldur einnig mennt un, listir, bókmenntir og bjart- sýni. Bjartsýnin þá var að mestu blessunarlega laus viö hina bjánalegu bjartsýni blinda mannsins, sem tiðum gætti siöar. Saga ýmissa þjóða og tima- bila hefur sannaö aö ólik og and- stæö öfl sem sameinast i athöfn eru llklegust til aö geta skapað blómaskeiö. Þótt samkomu- lagiö sviöi sálina, þá eyðir hún henniekki. Þetta veit hver lista- maöur, en stjórnmálamenn viröast vera lokaöir fyrir þess- um sannleika, kannski af þvi aö hugur ogsál þeirra eru ekki jafn litrik og sál og hugur lista- mannsins. Þeir þurfa ekki að hemja það allra-veöra-viti sem lundarfar listamannsins er, og veita þvf inn i hin kyrru vötn málverksins eöa bókarinnar. ,,Ég er aörir menn, og sér- hver maöur er samnefnari allra manna”, Svo mælti Schopen- hauer. Ef skoöun hans er færö yfir á stjórnmálin, þá er Al- þýöuflokkurinn, Framsókn og Alþýöubandalagiö á einhvern hátt i Sjálfstæöisflokknum og öfugt. Þannig skýrir kenning Schopenhauers glettilega vel, hvernig standi á flakki sumra ráöamanna islenskra milli flokka, en flokkarokk er hér stundaö tíöum, og jafnvel keppt I flokkarokki þar sem alla dreymir um aö hljóta gulliö. Þegar hér er komið sögu, nefniö þá fimm landsfræga flokkarokkara; bendiö á árangurinn af rokkinu og geymiö útkomuna. Reyniö nú aö finna jafn marga pólitiska Bitla og teljiö bitlinga þeirra. Leggiö siöan út- komuna saman viö störf ræfla- rokkaranna á Alþingi. Hvilikt timanna tákn er þaö, aö skorin er upp herör gegn söngtextum ræflarokkaranria, meöan hinir sönnu ræflarokk- arar vaöa hvarvetna uppi með sitt múöur! Er undarlegt þótt einhver spyrji: Hvers vegna er duliö innra samhengi i hverri andstæðu? Hvi i ósköpunum ris maöurinn meö offorsi gegn öör- um, þegar ræfildómurinn er kominn i rætur hans sjálfs? Þessu er fljótsvarað: Aöeins örfáir menn þora aö stunda naflaskoðun. Fæstir hiröa hót um holdarfar sins nafla. Þeir eru feimnir viö þetta nákvæma barómet, sem segir frá hverri veðrabreytingu, þessu merki sem maöurinn ber um að hann hefur verið skilinn frá sinum uppruna. Eftir þaft á hann ekki afturkvæmt.tstað móöurkviöar dreymir hann ævilangt úm munaö og sælllfi. Þetta er leyndardómur kenndarinnar kringlótt vömb, i heimi þar sem samhjálp rikir meöal snauöra, en samkeppni hjá rikum, eins og hann Ari Fróðason sagöi. Gagnrýnendum finnst helsti ljóöur á Sögunni um Ara Fróöa- son og Hugborgu konu hans vera naflaskoöunin i upphafi verksins. Hún þykir leiöinleg- ust. En hvaö er leiöinlegra en aö fóstrumarskuli, þrátt fyrir sina róttækni, hafa safnaö svo mikilli fitu, aö i staö útstæös og eölilegs nafla er kominn djúpur hellir. Fóstrurnar virðast ekki vita, hvaö feit miöja er hugsjón þeirra hættuleg. Eftir öllum sólarmerkjum aö dæma dreymir nú suma gagn- rýnendur um það, aö hrátt muni hvorki rikja Öfgar trúar á imyndunarafl né raunsæi I bók- menntum þessarar þjóöar. Þessir kviölúnu menn halda aö slikar andstæöur leiöi til þess aö þá „veröi mönnum sifellt erf- iöara aö komast i kallfæri”. Liklega heldur ritdómarinn að kallfæriö sé styst og best á miöjunni — i bókum fyrir alla — þvi ef menn standa á miðjunni þá veröur engum sendur tónninn. SUkur boöskapur veöur nú uppi undir fölskum merkjum friöarins. Þvi' ef andstæöur rikja þá segja miöjumenn, ,,aö allt of fáir geti eöa hafi forvitni til aö fylgja eftir”. Hvers vegna veröa fáir til að fylgja eftir? Vegna þess aö ein- hver skelfileg andleg leti og fita hefur hlaðist á huga og hugsun nútima-islendingsins. Þvi jafn- vel þótt menn hugsi i ,,ró og næöi yfir glasi” i stofunni sinni veröa þeir móöari en smala- hundar. Hin kringlótta tvihliða vömb vinstra og hægra aftur- haldsins hefur kæft viljann. Og vömbin kæfir allt ef fólk gerir sér ekki grein fyrir aö hérlendis er til tvennskonar afturhald: þaö hægra og vinstra. Þaðhefurhverheilvita maöur vitaö hingaö til, aö ef menn eru gæddir vilja og hafa sterkan róm, þá komast þeir I kallfæri hvernig sem vindur blæs, jafn- vel þótt bilið milli þeirra sé mikiö og skoðanir ólikar. Kall og rómur sumra hefur heyrst um heim allan. Hins vegar er hljóöskraf and- legri heilbrigöi til hrösunar, nema viö hvitvoöunga sé skrafaö. Betra er aö hafa fullan háls og höfuö en heljarmikinn kvið, þvi andblærinn úr hálsi og höföi er ólikt þokkalegri en ódaunn úr görnum. Ef nútimamörlandinn stefnir á miðjuna mun hann aö lokum missa flug og vængi eins og mörgæsin; og fyrir honum fer eins og fór fyrir geirfuglinum sem dó vist á skeri nálægt Keflavik. Hinum kritiska manni er jafn skylt aö halda hreinum sinum kviöi og nafla og kristnum manni árunni. Ritstjórnargrein Árni Bergmann skrifar: Bækur eru stórmál Þaö heyrist stundum sagt, aö bækur séu orönar herfilega dýrar. Þaö fer eftir þvi viö hvaö er miöaö. Sé bók lesanda sinum nokkurs viröi er hún ódýr — hann fær hana fyrir svipaö verö og skyrtu eöa eina flösku af sterku. Þaö getur ekki kallast mikiö. Einskis nýtar bækur eru aftur á móti rándýrar eins og annaö skran. A bókavertiö er ekki nema eölilegt aö vikiö sé aö stööu bókarinnar. Skýrslur segja aö viö gefum út manna mest, og könnun á bóklestri bendir til þess, aö enn haldi bókin furöu vel velli, meöalislendingur lesi furöu vel og lengi. Vonandi er sú útkoma rétt, en ekki barasta af- leiðing af þeirri sjálfsblekkingu óskhyggjunnar sem segir, aö þaö sé fintaö lesa, og gefur svör eftir þvi. En skýrslur segja aö jafnaöi fátt bæöi um gæöi útgáfunnar og svo þaö hvernig menn lesa. Bóklestur er sköpunarstarf, lifsflótti og dóp og allt þar t milli. Sameign þjóðar Bækur hafa vegið þungt i Islensku menningarlifi. Og menning er ekki sterk nema hún nálgist það aö vera sameign þjóöar, samnefnari, sameigin- leg viömiöun. Þetta á ekki sist viö um smátt þjóöfélag, sem hefur allra sist efni á þvi, aö menning klofni i hámenningu fyrir fáa útvalda og lág- menningu (sem er NB allt annað en alþýöumenning). Islensk menning er til og er virk aö svo miklu leyti sem hún á aögang aö alþýöu manna, eða, réttara sagt, aö svo miklu leyti sem alþýöumenning er hluti af henni, samofin henni. Einhverja slika sameign höfum viö átt i lífi bókanna. Við teljum okkur hafa sæmilega rökstuddan grun um aö fyrir skömmu hafi islenskir lesendur veriö furöu samstæö heild. Þeir voru auövitaö hver öörum ólikir, en furöu margir áttu svipaöa reynslu. En nýlegar at- huganir benda svo eindregið til þess, aö íslendingar séu i vax- andi mæli aö skipa sér i ólika lesendahópa, sem ekki eru I sér- lega góöu kallfæri hver viö annan. Viö sjáum fæöast og eflast þá sérhæfingu, sem skipar fremur fáum áhuga- mönnum um nýsköpun i bók- menntum á einn bás, unnendum gamals og þjóölegs arfs á annan, afþreyingardópistum á þann þriöja, vita bóklausu fólki á hinn fjórða. Allir hafa aö visu um stund átt sameliö um lestrar- bækur grunnskólanna, en upp frá þvi skilja leiðir hratt eftir vaxandi menningarlegri stéttargreiningu. Hvað tapast t sliku ástandi tapast margt. Þá veröur ekki lengur til hámenningarverkamaöur eins og Tryggvi Emilsson né heldur alþýöuhöfundur eins og Þór- bergur Þórðarson. Ekki nóg meö aö bókaþjóöin tvistrist út um hvippinn og hvappinn: einnig þeir sem eru forvitnastir og duglegastir lesendur eiga sér færri samnefnara en fyrr. Hver ný kynslóð slikra manna á erfiöara en sú næsta á undan meö aö mætast á sameigin- legum vettvangi áhrifamikilla bóka. Eins og þær geröu kyn- slóöin sem las Þyrna, sú sem liföi i Daviö og Stefáni frá Hvítadal, sú sem trúöi á Halldór og Þórberg. Þetta gerist ekki vegna þess, að mikilhæíir höfundar geti ekki lengur oröiö til, heldur vegna þess, aö bók- menntir hafa þokaö um sess i vitund okkar um leið og sam- eiginleg yfirsýn hefur horfiö I þoku. Ekkert bendir til annars en viö munum feta sömu slóö áfram til aldamóta. Um leiö er liklegt, aö þaö, sem menn þá kynnu aö lesa, veröi miklu siöur en nú tengt islenskum veru- leika. Visbending I þá átt er sú staöreynd, aö nú þegar er obbinn af þeim bókum sem börn fletta glæsilega myndskreytt alþjóðlegt prent, þar sem litiö plass er fyrir texta og enn minna fyrir sérþarfir örlitils samfélags á noröurslóöum. Þaö er þetta myndlesefni sem nú þegar hefur klófest lesendur aldamótaáranna. Liðveisla í þeirri þróun sem hér var minnt á er margt sem sýnist óviöráöanlegt, ekki sist ef viö höfum i huga mörg þau tíðindi sem eru aö gerast I fjölmiölun og rýra enn hlut sæmilegra bóka. Altént er ljóst, aö mál- staöur bókarinnar þarf á mikilli og margþættri liðveislu aö halda. Hann kallar á liðsmenn sem flesta, aö þeir fræöi um bækur, kappræöi um þaö, veki athygli á þvi sem vel er gert, haldiuppi kröfugerö i nafni bók- menntanna. Sætti sig ekki viö aö menn berist meö straumi út á djúp hins gráa meövitundar- leysis. Þetta er sérkennilegur skæruhernaöur i fjölmiölafrum- skóginum og gnýnum, vanþakk- látt þolinmæöisverk sem mun veita mönnum þá umbunun helsta aö þeir séu sjálfir menntahrokagikkir. Látum svo vera, annaö eins hefur gerst. Staöa bókmenntanna er lika pólitlskt málaö þvi er tekur til fjármála og skatta. Hún kallar á örlæti samfélagsins óg aöra vel- vild I garö bókasafna, rit- höfundasjóöa, útgáfu innlendra barnabókmennta og svo þeirra sem finnst ekki vansalaust, hve mörg þeirra verka sem dýpst spor hafa eftir sig skiliö eru enn ekki til á Islensku. Við erum iöin viö efnahags- reikninga, eins og vonlegt er. Hitt er lakara ef menn sökkva svo ofan i þá aö þeir muna ekki lengur stórmál þeirrar þjóö- menningar, sem er helst for- senda þess að viö erum hér. —áb.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.