Þjóðviljinn - 22.11.1980, Side 6

Þjóðviljinn - 22.11.1980, Side 6
6 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgi.’ 22, og 23. nóvember 1980 DJÚÐVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýds- hreyfingar og þjóðfrelsis Ctgefandi: 0 gáfufélag Þjóöviljans. Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann. Ritstjórar: Arni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan ÖVfsson. Auglýsingastjóri: Þorgeir Olafsson. Umsjónarmaöur sunnudagsblaös: Guöjón Friörikssoi-. Afgreiöslustjóri: Valþór Hlööversson. Blaöamenn: Alfheiöur Ingadóttir, Einar örn Stefánsson, Ingi- björg Haraldsdóttir, Kristfn Astgeirsdóttir, Magnús H. Gislason, Sigurdór Sigurdórsson. tþróttafréttamaöur: Ingólfur Hannesson. Ctlit og hönnun: Guöjón Sveinbjörnsson, Sævar Guöbjörnsson. Ljósmyndir: Einar Karlsson, Gunnar Elisson. Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elias Mar. Safnvörður: Eyjólfur Arnason. Auglýsingar: Svanhildur Bjarnadóttir. Skrifstofa: Guörún Guövaröardóttir, Jóhannes Haröarson Afgreiðsla: Kristin Pétursdóttir, Bára Halldórsdóttir, Bára Siguröardóttir. SVnavarsla: ölöf Halldórsdóttir, Sigriöur Kristjánsdóttir. Bílstjóri: Sigrún Báröardóttir. Pökkun: Anneý B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir. Ctkeyrsla, afgreiösla og auglýsingar: Slöumúla 6, Reykjavik, simi 8 13 33. Prentun: Blaöaprent hf. Áhrif sósíalista • í ræðu sinni á yfirstandandi landsfundi vék Lúðvik Jósepsson formaður Alþýðubandalagsins nokkrum orðum að stöðu flokksins og sagði meðal annars að aðstaða Alþýðubandalagsins hefði að ýmsu leyti verið erfið. Um nokkurt skeið hefði hann orðið að velja á milli stjórnar- og stjórnarandstöðu. • „Það er mikill misskilningur”, sagði Lúðvik, „að halda, að stjórnarandstöðuleiðin sé alltaf sú rétta. Það hefði örugglega ekki gert stöðuna i hernámsmálunum auðveldari að hér hefði verið við völd allan áratuginn ríkisstjórn hernámsflokkanna. Stjórn sem aukið hefði hér allar hernámsfram- kvæmdir, opnað hefði allar gáttir fyrir erlendri stóriðju og efnt hefði til hliðstæðra efnahags- ráðstafana hér og gert hefir verið i Bretlandi.” • Lúðvik minnti á að Alþýðubandalagið væri áhrifamikill flokkur á Alþingi, en þó miklu áhrifa- meiri úti i þjóðlifinu. Alþýðubandalagið væri flokk- ur launafólks, það væri flokkur sjómanna, það væri flokkur bænda og það væri flokkur vinnandi fólks i öllum starfsgreinum. Og auðvitað væri það flokkur hernámsandstæðinga. Slikur flokkur yrði að hafa yfirsýn yfir allt stjórnmálasviðið og móta afstöðu sina til stjórnarþáttöku eftir aðstæðum hverju sinni. • „Þátttaka islenskra sósialista í rikisstjórnum hefir ekki verið til að bjarga hinu kapitaliska hag- kerfi, né heldur til að efla gróðamöguleika nokk- urra séreignarmanna. Fullyrðingar i þá átt eru rangar og yfirborðslegar. Nýsköpunarstjórnin á sinum tima lagði grundvöll að nýju efnahagsátaki þjóðarinnar. Sá grundvöllur tryggði fulla atvinnu og allgóð lifskjör við eðlileg islensk framleiðslu- störf og leysti af hólmi þá striðstima-atvinnu og hernámsvinnu, sem áður var byggt á. Nýsköpunin sannaði landsmönnum að þeir gátu haldið uppi sjálfstæðu og óháðu efnahagslifi, fyllilega til jafns við aðra. • Skuttogarabyltingin og baráttan fyrir einka- rétti landsmanna til fiskimiðanna við landið gerði fiskiðnaðinn að nútima atvinnurekstri, með sam- felldri vinnu, bættum aðbúnaði og hækkandi kaupi. Áhrif okkar sósialista á þessa þróun verða ekki dregin i efa. Traustari efnahagsleg undirstaða hefir siðan leitt til þess að talsmenn hernámsfram- kvæmda og hverskonar Aronsku hafa látið i minni pokann. Hiðsama er að segja um postula erlendrar stóriðju.” • Lúðvik Jósepsson vék siðan i ræðu sinni að verkefnum Alþýðubandalagsins á næstunni. Höfuð- nauðsyn væri að marka nýja stórhuga og fram- sækna atvinnustefnu. Á sviði sjávarútvegs og fiskiðnaðar biðu mikil verkefni og þar þyrfti að leggja áherslu á fullkomna matvælagerð i stað útflutnings á hráefni. Landbúnaðarframleiðsluna þyrfti að skipuleggja með hag heildarinnar fyrir augum og þar væru enn stórfelldir möguleikar til úrvinnsluiðnaðar. I iðnaðarmálum yrði að marka nýja stefnu, — stefnu um raunverulega iðnvæðingu. Ný iðnfyrirtæki þyrftu að risa i öllum landshlutum og samstarf i iðnrekstri þyrfti að stórauka. q „GrundvöIIur nýrrar atvinnusóknar þarf að vera skynsamleg hagnýting orkulinda landsins, i þágu íslenskra fyrirtækja og landsmanna sjálfra. Alþýðubandalagið er flokkur félagshyggju og sam- vinnu. Það verður alltaf að vera i fremstu röð þeirra sem berjast fyrir sjálfstæði þjóðarinnar”, sagði Lúðvik Jósepsson að lokum i þeim kafla ræðu sinnar er fjallaði um stöðu Alþýðubandalagsins. — ekh * úr aimanakinu Hvers vegna eru þaö forrétt- indi aö hafa barn á dagvistar- heimili á Islandi i dag? Er þaö réttlætanlegt aö öllum foreldr- um sé gefinn kostur á aö njóta þeirra rétfinda? Eru þau sjálf- sögö eöa ekki? Þessar spurning- ar (og reyndar aörar i sama dúr) komu undirrituöum i hug fyrir skömmu. Tilefniö var raunar ofur hversdagslegt, kunningjafólk mitt var aö ljúka námi og missti þ.a.l. þau for- réttindi aö hafa barniö sitt á dagvistarheimili... Dagvistun forréttindi eða lýöréttindi? Uppbygging dagvistarmála hér á landi hefur veriö ákaflega fálmkennd og tilviljanir hafa nánast ráöiö þeim upphæöum sem til þeirra mála er variö. At- vinnulegar eöa öllu heldur efna- hagslegar ástæöur viröast hafa ráöiö uppbyggingunni í hinum ýmsu sveitarfélögum. Aukin þörf atvinnulifsins fyrir útivinn- andi húsmæöur hefur löngum þýtt aukiö framlag til dag- vistarmála (leikskóla og dag- heimila). Þannig hefur þetta veriö á flestum stööum úti á landi, en hér i Reykjavik hafa markmiöin einkum beinst aö þvi, aö tryggja börnum ein- stæöra foreldra og námsmanna dagvistun. Hinar efnahagslegu forsendur fyrir uppbyggingu dagvistar- mála eru oft á tiöum æöi rang- snúnar. Dæmi: Atvinnurekend- ur i litlu sjávarplássi leita fast eftir þvl aö fá húsmæöur út á vinnumarkaöinn. Þaö þýöir siö- an aö gera veröur átak i dag- vistuninni. Bráöabirgöahús- næöi er fengiö og starfsfólk ráö- iö. Nú mætti álýkta aö allir yröu ánægöir meö sitt, a.m.k. at- vinnurekandinn og jafnvel sveitarfélagiö, sem státar sig af þvi aö svo og svo mörg börn séu i dagvistun. Gleymdist ekki eitthvaö? Jú, auövitaö, blessuö börnin, þolendurnir. Er þaö réttlætan- legt aö stefnumörkun I þessum málum taki einungis miö af efnahagslegum forsendum? Er hugsanlegt aö þessi viöhorf séu rikjandi á Islandi i dag? Þaö hlýtur aö vera grundvall- aratriöi aö hiö uppeldislega hlutverk dagvistunar vegi ekki minna á vogarskálunum en efnahagslegt hlutverk. Þaö er krafa sem allir ættu aö samein- ast um. Viö hljótum aö gera okkur grein fyrir þvi, aö þaö mun alltaf aö kosta mikiö aö gera dagvistunarheimili þannig úr garöi aö þörfum barna (og starfsfólks) sé fullnægt eins og kostur er. Menntaö starfsfólk, góöar ytri aöstæöur, nægilegt rekstrarfé og viöunandi hóp- stæröir eru þar meginatriöin. Ansi er ég nú hræddur um aö viöa sé pottur brotinn i þessum efnum. Viö getum spurt: Aö hve miklu leyti er starfsfólkiö haft meö I ráöum þegar ákvaröanir eru teknar i þessum málum? Fylgjast foreldrar barna i dag- vistun meö þróun mála eöa lita þeir einungis á sjálfsögö réttindi sin sem e.k. forréttindi? Þaö hefur viljaö brenna viö, aö starfsfólk dagvistunarheim- ila endist stutt I starfi, sérstak- lega fórstrur. Sé spurt um ástæöur þessa er ævinlega svar- að: of lág laun, of litiö hægt aö sinna uppeldislegu hlutverki vegna of stórra hópa, og of slæmar ytri aöstæöur og siöast en ekki sist, aö starfið sé i raun andleg og likamleg erfiöisvinna, i hverri starfsfólkiö endist illa. Þetta eru allt saman góöar og gildar ástæöur, sem skapast einkum vegna þess aö sam- félagiö setur oft efnahagslegar forsendur dagvistunar ofar upp- eldislegum forsendum og þol- endurnir eru einkum börnin. Eins og hér var minnst á aö framan miöast uppbyggingin hér I Reykjavlk viö þaö, aö dag- vistarheimili geti tekiö viö börnum einstæðra foreldra, námsmanna og siöan annarra forgangshópa. Þetta er alltsam- an ofureölilegt, en aö sjálfsögöu ættu fleiri börn aö eiga kost á þvi aö dveljast á slikum staö. Þaö er ekki eingöngu til þess aö skapa atvinnulifinu meira vinnuafl, öllu heldur til þess aö gefa börnunum kost á þvi aö auka alhliöa þroska sinn og þaö Ingólfur Hannesson skrifar gera þau ekki siöur á dagvistar- heimili en i skóla. Rannsóknir danska prófessorsins Arne Bjö- lund hafa t.a.m. sýnt, aö börn sem njóta dagvistunar eru félagslyndari, frjálsari og sýna meira frumkvæöi og forvitni en börn sem ekki njóta slikrar vist- unar. Þennan möguleika á aö gefa öllum foreldrum og börn- um kost á að nýta sér. Hér er um að ræöa lýöréttindi en ekki forréttindi. Dagvistarpláss i Reykjavik eru nú á milli 900 og 1000, en fullnægja þó hvergi þeirri þörf sem forgangshóparnir hafa T.d. er biötimi fyrir barn náms- fólks um ár. Viö erum þannig mjög aftarlega á merinni og eigum væntanlega langt i land meö aö þessi mál komist i eöli- legt horf. Kunningjafólk mitt, sem minnst var á hér aö framan, fór á stúfana og athugaöi mögu- leika á leikskólaplássi og/eöa aöstööu hjá dagmömmu. Þá kemur þaö upp aö þau eru svo óheppin aö eiga heima I Vestur- bænum, hvar einungis eru 2 leikskólar og biötlminn eftir plássi er um 2 ár!! Fullur vilji var hjá þeim að skiptast á um aö vera meö barn- iö heima, en þaö reyndist ekki unnt vegna afborgana af Ibúö og fl. kvaöa, og þrautalendingin var þvi aö leita á náöir dag- mömmu. Þaö var lausn sem þau voru bæöi óánægö meö, en veröa aö sætta sig viö. Þessi saga er i rauninni hversdagsleg, en þaö þýöir ekki, aö viö eigum aö sætta okkur viö óbreytt ástand. Foreldrar, fóstrur, embættismenn og fleiri ættu aö geta sameinast um aö setja uppeldisleg markmiö I dagvistunarmálum skörinni hærra en efnahagsleg markmiö og aö dagvistun veröi lýörétt- indi, en ekki einungis forrétt- indi. Sú ákvöröun félagsmálaráös Reykjavikurborgar aö opna dagvistarheimilin frá 1. janúar nk. er einungis fyrsta skrefiö af mörgum I þá átt.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.