Þjóðviljinn - 22.11.1980, Blaðsíða 20

Þjóðviljinn - 22.11.1980, Blaðsíða 20
20 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 22. og 23. nóvember 1980 Dauöi beið þeirra sem uppgötvuðu grafhýsi Tutankhamuns 'l'utankhamun-gröfin i Dal konunganna i Egyptalandi. „Dauðinn kemur til þeirra sem raska grafarró faróanna..’.’ Þessa áletrun var að finna á grafhýsi hins egypska drengkóngs Tutankhamun i Luxor þegar það var opnað i febrúar 1923 — i fyrsta sinn i 3000 ár. ÁLÖG Carnarvon jarl. FARAÓANNA Lifir í mesta lagi í 2 mánuði Foringi leiðangursins, sem fór til að rannsaka hið forna grafhýsi, var 57 ára gamall Englendingur sem hét Carnar- von lávarður. Honum var vel kunnugt um þau álög sem fylgdu gröfum faraóa. Hann vissi t.d. hvað kom fyrir Arthur Weigall sem seint á 19. öld hafði flutt kistu með jarðneskum leifum eins faróanna til Eng- lands. Einn af félögum hans i leiðangrinum hafði sagt honum þá sögu. Weigall var ekki fyrr kominn með kistuna til Eng- lands en hann missti annan handlegginn i sprengingu sem varð þegar byssan hans sprakk i loft upp. Skipið sem flutti kist- una strandaði og húsið, sem hún var geymd i, brann til grunna. Ljósmyndari, sem var fenginn til að mynda hana, skaut sig til bana og besta vinkona eigand- ans drukknaði i skipsskaða. Listi yfir öll slysin og þá óham- ingju sem fylgdi þessari fornu kistu fyllir nú heila bók. Eétt áður en leiðangurinn til að kanna grafhýsi Tutank- hamun lagði af stað heyrði Weigall Carnarvon lávarð tala léttúðlega um álög faraóanna og sagði þá þessi varnaöarorð: ,,Ef hann fer með þessu hugarfari, lifir hann i mesta lagi i tvo mánuði,” Varnaðarorð En háðsyröi Carnarvons voru e.t.v. bara kokhreysti þvi að tveimur mánuðum áður hafði hann fengið bréf frá Hamon greifa, vel þekktum dulspek- ingi. I þvi stóö þessi véfrétt: „Carnarvon lávarður á ekki að fara inn i grafhýsið. Ef hann óhlýðnast er mikil hætta á ferðum. Hann mun verða veikur, ekki ná sér, og dauðinn mun að iokum kalla hann til sin i Egyptalandi.” Hinn enski aðalsmaður varð svo áhyggjufullur út af þessum spádómsorðum að hann fór tvis- var sinnum á fund spámanns — sem i bæði skiptin spáði honum dularfullum og skyndilegum dauða. Skyndilega fóru öll ljós af Kaíró Það stóð heima. Ekki voru liðnir nema tveir mánuðir, eftir að hann ruddist inn i grafhýsi Tutankhamuns, þegar hann var allur. Og ekki nóg með það. Næstu 6 ár dóu 12 þeirra sem Múmía Tutankhamuns. höfðu verið viðstaddir, þegar grafhvelfingin var opnuð, með voveifiegum hætti. Og áfram héldu dauðsföllin sem rakin voru til álaganna. Einn af þeim, sem dóu þannig, var Weigal sem hafði varað Carnarvon við hræðilegum afleiðingum þess að opna grafhýsið. Dauða Carnarvons lávarðar bar að i april 1923. Hann vaknaði einn morguninn i rúmi sinu i hóteli i Kairó og sagðist liða hræðilega. Þegar sonur hans kom á vettvang hafði hann misst meðvitund og um nóttina dó hann. Dánarorsökin var rakin til mosquito-bits — sem var á nákvæmlega sama stað á likama Carnarvons og sár á múmiuTutankhamuns konungs. Sonur Carnarvons lá til hvfld- ar i næsta herbergi þegar faðir hans gaf upp öndina. Hann sagði: „Skyndilega fóru öll ljós af Kairó. Við kveiktum á kert- um og báðumst fyrir.” Stuttu siðar varð annaö dauðsfall i hótelinu. Bandariski fornleifafræöingurinn Arthur Mace, einn af foringjum leiðangursins, kvartaði um þreytu og varð svo skyndilega meðvitundarlaus og dó áður en læknar svo mikið sem gátu sjúkdómsgreint hann. Síðan dó einn af öðrum Og siðan dó einn af öðrum. George Gould, náinn vinur Carnarvons, hélt þegar til Egyptalands þegar hann frétti lát jarlsins. Hann heimsótti m.a. grafhýsi Tutankhamuns. Næsta dag var hann kominn Múmia Tutankhamuns. með hita og var látinn innan 12 klukkutima. Archibald Reid, geislaf ræðingurinn sem gegnumlýsti likama Tutankh- amuns kvartaði undan þrótt- leysi. Hann- fór til Englands og var stuttu siðar liðið lik. Einka- ritari Carnarvons i leið- angrinum var Richard Betheli. Hann fannst dauður i rúmi sinu og virtist hafa fengið hjarta- slag. Breski iðnjöfurinn Joel Wool var einn hinna fyrstu til að sækja heim grafhýsið. Hann dó skömmu siðar úr dularfullri hitasótt. Arið 1930 voru aðeins tveir af þátttakendum leiðang- ursins enn á lifi. Álögin eru enn virk Alög faraóanna eru enn virk meira en hálfri öld siðar. Arið 1970 var haft sjónvarpsviðtal við þann eina sem þá lfiði af leiðangursmönnum, Richard Adamson og lýsti hann þá goð- sögninni um álögin. Hann sagði sjónvarpshlustendum: „Sjálfur trúi ég þessari goðsögn alls ekki”. Þegar Adamson yfirgaf sjónvarpsstöðina lenti hann i árekstri við dráttarvél og kastaðist út úr bilnum á veginn og munaði aðeins hársbreidd að hann yrði undir vörubil. Þetta var i þriðja sinn sem Adamson, sem hafði verið öryggisvörður i leiðangri Carnarvons, talaði i litils- virðingartón um goðsögn faraó- anna. 1 fyrsta skipti lést kona hans innanfárra daga og i annað skipti lenti sonurhans i flugslysi og hryggbrotnaði. Meðan Adamson var aö ná sér eftir höfuðáverka sem hann fékk i þriðja skiptið lét hann hafa þetta eftir sér þar sem hann lá á spitala: „Hingað til hef ég neitað að trúa að nokkurt sam- band væri milli álaganna og það sem hefur komið fyrir fjöl- skyldu mina, en nú er eg byrjaöur að efast.” Ari siðar voru álög faraóanna enn að verki en að visu kom Tutankhamun ekki við sögu i þaðskiptið. Breski prófessorinn og Egyptológinn Walter Émery var að grafa eftir legstað lækna- guðsins Imhotep við Sakkara sem er nærri pýramidunum, Skyndilega kom hann niður á

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.