Þjóðviljinn - 21.03.1981, Page 2

Þjóðviljinn - 21.03.1981, Page 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 21,—22. mars 1981. shammtur Ég hafði rétt áður en ég fór að sof a verið að horfa á þátt um málefni íslensku kirkjunnar í sjónvarpinu. Þar má nú með sanni segja að leitt hafi saman hesta sína lærðir og leikiry og bar þar hæst kirkjulega höfðingja og veraldlega. Fyrst var farið að ræða það hvers vegna kirkjusókn væri ekki betri en raun ber vitni hérlendis. Við þessu fengust lítil svör nema að guðfræðinemi, sem kom fram, svona einsog milli mála, sagði orðrétt: „Kirkjan þarf að vera skemmtilegur og girnilegur valkostur". (tilv. lýkur). AF DRAUMSPEKI Sjálfur hef ég lengi verið þeirrar skoðunar að íslendingar séu upptil hópa of guðræknir til aðgeta hugsað sér að sitja undir venjulegri ís- lenskri messugjörð. aður þegar ég vaknaði af þessum undarlega draumi og fór strax að hugleiða hve ótrúlega f jarri raunveruleikanum draumar gætu verið. Varla var ég búinn að nudda stírurnar úr aug- unum þegar ég var kominn f ram í bókaskáp til að afla mér nánari vitneskju um það, hvers konar fyrirbrigði daumar væru eiginlega. Aðal heimildarrit mitt um allt milli himins og jarðar er „ lllustreret Konversastionsleksi- kon — en handbog for alle — redigeret af Fr. Winkel Horn under medvirkning af en större kreds af Fag-og Videnskabsmænd." Og þarna fletti ég upp á fyrirbrigðinu „Dnrfm" og ætla að leyfa mér að snara laus- lega því sem þetta fræðirit hefur að segja um drauma: „Draumur" er það ástand í svefninum nefnt, þegar sálin starfar ósjálfrátt og uppá eiginspýtur — „egen Haand" — og framkallar hinar undarlegustu furðumyndir, sem eiga sér oft enga stoð i raunveruleikanum. Alla menn getur dreymfc jafnvel sveitamenn — „endog de mest robuste og fantasilöse" — Konur hafa einnig draumfarir. Meðal manna í þéttbýlinu — „Blandt de mere dannede" — er það algeng skoðun að draumar séu framhald þess sem síðast bar fyrir augu áður en þeir gengu til náða (tilv. lýkur). Ég þurfti ekki að lesa lengra. Skýringin var fengin á því hvers vegna mig hafði dreymt að verið væri að ferma mig. Jæja, nú hélt sjónvarpsprógrammið áfram. Alþingismaðurinn kom með þá kenningu að ef til vill skildi almenningur ekki það sem prest- arnir væru að segja, þegar þeir töluðu úr stólnum. Þarna talaði alþingismaðurinn greinilega fyrir hönd þeirra sem alltaf skilj- ast: íslenskra stjórnmálamanna. Þá kom Ijótur kall á skjáinn og sagði að kirkjuhald í landinu kostaði hérumbil jafn mikið á ári og heill skuttogari. Ég fór auðvitað strax að reikna út og hugs- aði með mér að nú væru þúsund ár síðan ís- lendingar kristnuðust og að ef við hefðum í þessar tíu aldir alltaf keypt einn skuttogara á ári, en sleppt kirkjunni,, þá ættum við núna þúsund skuttogara og að í þann f lota væri víst áreiðanlega, í sæmilegum gæftum, hægt að veiða f leiri einstaklinga en kirkjan hefði tök á eftir þúsund ára amstrið. Og nú var ég orðinn svo syf jaður að ég fór í rúmið og hafði yfir kvöldbænina mína: Herra — þú mæti, mildi, mín væri sælan full ef að ég aðeins skildi allt þetta djöfuls bull. Svo sofnaði ég og dreymdi að verið væri að ferma mig. Skákkeppni Baldur Óskarsson: Sneri á Flug- leiðam anninn. Hilmar Bragi Jónsson veitinga- stjóri: Gefur út blað um mat ásamt konu sinni. Og hún er Elin Ka'radóttir, sé- fræðingur i gluggaskreytingum og skiltagerð. örlygur Hálfdánarson: Kom upp um sherlockana. Mig dreymdi undarlegan draum í nótt. Já, svo undarlegan að ég var eiginlega gáttaður þegar ég vaknaði. Mig dreymdi semsagt að verið væri að ferma mig. Athöfnin stóð sem hæst. Það var verið að meta gjafirnar. Við Lolli, vinur minn, knékrupum við grát- urnar í einhverju framandi guðshúsi og ég sagði honum að ég hefði fengið hjól í ferm- ingargjöf. Hann hafði fengið skellinöðru. Ég hafði fengið úr. Hann hest. Ég hafði fengið skauta — hann skíði. Ég hafði fengið sund- skýlu — hann froskbúning. Ég hafði fengið hljómflutningstæki — hann hafði fengið Dolby kvadró spesíal samstæðu með negativ fídbakk, face lock loop stabílum sveifluvaka, kapasítorless útgangsþéttihaus, kvarts lokk mótorstýringu, negatív f ídbakk, vúlfer, tvíder og skvíker og átpúttið var vist tvö eða þrjú- hundruð píkvött. Og svo var farið að telja peningana. Þá kom í Ijós að við höfðum fengið nákvæmlega jafn- mikið, báðir tuttuguogfimmþúsund krónur; eini munurinn var sá að hans voru nýjar, mínar gamlar. Og ég hugsaði með mér: „Það var til lítils f yrir mig að vera að hafa f yrir því að ganga til prestsins". — Og þá vaknaði ég. Eins og ég sagði áðan varð ég eiginlega gátt- stofnana og fyrirtækja var haldin um daginn og sendi Þjóðviljinn sveit í keppnina sem stóö sig með afbrigðum vel og lenti i einu af 10 efstu sætunum. Tefldar voru 7 umferðir og hafði Helgi Ólafsson hreint borð á 1. borði Þjóðviljans, vann allar sínar skákir. í einni af siðustu umferöunum lenti Þjóð- viljinn á móti Flugleiðum og voru þar miklar sviptingar i einni skákinni, nefnilega skák Baldurs Óskarssonar eftirlitsmanns Flug- leiða gegn einum af starfs- mönnum fyrirtækisins. Hentu menn mjög gaman að þessu. Báðir lentu i bullandi timahraki og undir lokin tókst Baldri að snúa tapaðri skák i unna. Þegar klukkan var alveg aö falla skákar Baldur og i' fátinu tók Flugleiða- maðurinn ekki eftir þvi, en færði peð þannig aö kóngurinn stóð áfram berskjaldaður. Um leiðféll klukkan hjá Baldri og hrópaöi Flugleiðamaðurinn það upp en hafði þá rétt sleppt hendinni af peðinu. Varð að kalla til dómara mótsins og draga upp FIDE- reglur til að skera úr hvor hafði sigur og féll úrskurður Baldri i hag þanníg að sveitirnar skildu jafnar. Leyniplaggið um samstarfsreglur rikis- stjórnarinnar sem menn ýmist neita að kannast við eða fullyrða að sé til hefur orðið mjög milli tannanna á ýmsum nú i vikunni. Þjóðviljinn hefur þó ekki sagt margt um máliö og varð þá einum blaðamanna hans þetta á orði: Cr oss dregur allan mátt íhaldssuð og naggið. Við skulum ekki hafa hátt um helviskt leyniplaggið. Stórglæsilegt timarit hefur nú hafið göngu sina er nefnist GESTGJAFINN og fjallar um mat. Fyrsta tölublað er 64 blaðsiður, prentað á góðan gljápappir og rikulega mynd- skreytt, bæði i lit og svarthvitu. Útgefendur, ábyrgðarmenn og ritstjórar eru hjónin Hilmar Bragi JónssonogElin Káradóttir. Hann er matreiðslumaður með meistararéttindi og er nú veit- ingastjóri á Hótel Loftleiðum en hún er með próf frá Dupont-skól- anum i Kaupmannahöfn i' glugga- skreytingum og skiltagerð. 1 blaðinu verður allt sem snertir mat, matargerð, borðhald og gestaboð eða er á einhvern hátt tengt eldhúsi eða borðstofu. Meðal annars verður leitast við - að fá góðborgara til þess að sýna í máli og myndum hvernig þeir taki á móti gestum sinum og i fyrsta blaðinu eru gestgjafarnir þau Unnur Arngrimsdóttir og Hermann Ragnar Stefánsson. Gleöikippir i gömlum hjörtum” nefnist greinarstúfur sem skrárgatinu hefur borist frá örlygi Hálf- dánarsyni vegna skrifa um siðustu helgi um fyrirhugaðar byggingaframkvæmdir Bókaút- gáfunnar Arnar og örlygs. Hljóðar hann svo: „Þjóðviljinn hefur einstaka sinnum á undanförnum árum fjallað af hlýhug og velvild um fyrirtækið Orn og örlygur. Það hefur óneitanlega yljað mér um hjartarætur að eiga svo áhrifa- mikla vini á sviði fjölmiðlunar. Þeireru þó til sem vilja meina að undir vinahótunum megi greina aðrar og lægri tilfinningar,'verið sé aöhefna fyrir þaði héraði sem hallaðist á alþingi, enéghefi ekki ljáö máls á þv^. Siðastliðinn sunnudag greinir Þjóðviljinn frá þvi að bygginga- nefnd Reykjavikur hafi borist fyrirspurn frá Erni og örlygi um rétt til að byggja skrifstofu og verslunarhús á lóðinni nr. 11 við Siðumúla. Ekkert hafi verið þvi til fyrirstöðu að hálfu nefndar- innar og lýkur frásögninni á þessum oröum: Það er greini- legur völlur á þessu fyrirtæki. Vitandi um sannleiksást þeirra er Þjóðviljanum stýra þykir mér rétt að koma hér litilli leið- réttingu á framfæri. Hennar hefði raunar ekki verið þörf ef þeir Þjóðviljamennhefðu beitt nútima rannsóknarblaðam ennsku til hlitar, þótt það hefði að sjálfsögðu getað skemmt fyrirfram fengna niðurstöðu sherlockanna. Þessi leiðrétting er i þvi fólgin að fyrir- tækið örn og örlygur á um 18% af væntanlegri byggingu. Mál eru þannig vaxin að fyrirtækið er til húsa að Siðumúla 11 og á i þvi húsi um 18%. Hin væntanlega bygging verður sem sé við- bygging viö hina fyrri. Sú stað- reynd að um viðbyggingu er að ræða, hefði t.d. hlotið að birtast Þjóðviljamönnum ef þeir hefðu litiö út um gluggana hjá sér. 1 hinni væntanlegu byggingu verður um 380 ferm kjallari og ofan á honum tvær 140 ferm hæðir. Eins og áður segir mun fyrirtækið örn og örlygur koma til með að eiga um 18%. Þessar staðreyndir hefðu legið á lausu hjá undirrituðum ef um hefði verið spurt. Einnig hefði hinum sannleiksleitandi sálum hinum megin Siðumúlans getað veriö það nokkur visbending að umsækjandinn um bygginga- heimildina var ekki einn. Það stóð nefnilega undir henni Bóka- útgáfan örn og örlygur hf. og fleiri. Það fara gleðikippir um mitt gamla hjarta þegar ég get leiðrétt þá sem ég tel að vilji aðeins þræða sannleikans vegi og ég þykist vita að það fari einnig gleði straumar um hjörtu þeirra visu manna er töldu þessi væntanlegu byggingamál fréttaefni sl. sunnu- dag, þegar þeir nú fá tækifæri til þess að koma hinu rétta á fram- færi. Og ekki mun ég þurfa að óttast að greinin verði falin i blaðinu né nokkur eftirmál.”

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.