Þjóðviljinn - 21.03.1981, Síða 5

Þjóðviljinn - 21.03.1981, Síða 5
Helgin 21.—22. mars 1981. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 5 Orion-flugvél kastar niður létt- vigtar-tundurskeyti, sem ætlað er að granda kafbáti. greindar þrjár sem virðast liggja i augum uppi: 1 fyrsta lagi eru herstöðvarnar á Miðnesheiði og á Stokksnesi svo nátengdar kafbátahernaði og árásarkerfi bandariska flotans á Norðaustur-Atlantshafi að i hernaðarátökum hlytu Sovét- menn að leggja alla áherslu á að eyðileggja aðstöðuna á íslandi. i öðru lagi er deginum ljósara að lifsafkomu þjóðarinnar er stöðug hætta búin af gifurlegum umsvifum kjarnorkuknúinna og atómvopnaðra kafbáta, skipa og flugvéla við, á og i kringum land- ið. Kjarnorkuslys vofir yfir þótt ekki séu svokallaöir striðstimar og afleiðingarnar á fiskistofna landsins gætu orðið geigvænleg- ar. t þriðja lagi dylst engum að þjóðin hefur verið dregin inn I kjarnorkuvopnakapphiaup risa- veldanna langt umfram það sem henni hefur verið skýrt frá af ráðamönnum. Enginn hefur held- ur spurt islenskan almenning að þvi hvort hann kæri sig um það að herstöðin á Miðnesheiði gegni lykilhlutverki i þvi árásarkerfi sem bandariski flotinn hefur byggt upp á hafsvæðinu kringum landið með þeim hættum sem það hefur i för með sér fyrir þjóðina. Blekkingin er enn helsta vopn NATÓ-sinna á tslandi. Einar Karl. notað og nýU Örugg aðferð til þess að vera 100% vinstrisinnaður Hvað er það i daglegu li'fi okkar sem okkur finnst vera til hægri eða til vinstri, ihald eða frjáls- lynt? Hvað er það sem getur vis- að okkur veginn i þeim efnum á þessum siðustu og verstu timum? Það er ekkert vandamál fyrir gamlingja eins og mig. Ég er bú- inn að lesa Marx og Engels og ég hef lesið allar ræður Svavars Gestssonar. En hvaða ráðlegg- ingar ér hægt að veita ungum manni um pólitiska tilveru hlut- anna? Tökum nokkur dæmi. Al- skegg (á karlmönnum) er til vinstri. Yfirvararskegg er aftur á móti til hægri. Flatbotna skór eru til vinstri. Hælaháirskór til hægri. Flauelis- buxur og peysa eru til vinstri i partii eftir kl. 10. Almennt má segja að þröng föt sem koma inn i mittið séu til hægri. 011 föt sem eru of stór á þann sem ber þau eru tilvinstri. Það sama má segja um sjöl. Pipaner frekar til vinstri. Si'ga- rettan er hlutlaus. Neftóbakið er framsóknarlegt. Vindillinn verð- ur til hægri þegar hann er kominn upp i ákveðna stærð. Þiðhaldið kannski að maturinn sé ópólitiskur. En það er mikill misskilningur. T.d. er hamborg- arinn frekar til hægri, en pizzan er fremur til vinstri. Heit pylsa með öllu er hlutlaus þvi hún er þjóðarréttur. En af hverju stafar þessi mis- munur á hamborgara og pizzu? Af þvi að annar rétturinn er ætt- aður að vestan og hinn að sunnan? Ég hugsa nú frekar að þeir séu báðir hingað komnir að vestan. t báðum þessum réttum er laukur og tómatar, en i pizz unni er tómaturinn i mauki en i hamborgaranum i' sósu. Eigum við þá ekki að segja að tómat- sósan sé til hægri en tómatmauk til vinstri. Sama hráefnið getur ýmist ver- ið til vinstri eða til hægri allt eftir þvi hvernig það er matreitt. Baunaréttur sem er matreiddur eftir grasafæðuuppskrift hefur eitthvað vinstrisinnað yfir sér en aftur á móti hafa „baked beans” á sér hægrisinnað yfirbragð. Þama sjáum við hægrisinnuðein- kenni tómatsósunnar i hnotskurn. Snúum okkur nú að nokkrum aug- ljósum staðreyndum. Létt vin var vinstrisinnað þang- að til það var leyft á helstu grill- stöðum bæjarins. Sjónvarpið er hægrisinnaðra en útvarpið. Billinn til hægri, hjólið til vinstri. En gamall bill, einkum ef hann er óttótlegur i útliti, er vinstri- sinnaðri en nýr bill. Flugvélin er hægrisinnaðri en báturinn. Húsgögnin eru líka pólitisk. Furuhúsgögn eru vinstrisinnaðri en palisanderhúsgögn. Ég fer aldrei ofan af þvi að sófasett er hægrisinnað, sérstak- lega ef það snýr að sjónvarpinu. En ef hægt er að breyta þvi i rúm verður það kannski til vinstri. Dr. Gottskálk Gottskálksson skrifar Timburgólf er lengra til vinstri en gólfteppið. Innbundnir bókaflokkar hafa eitthvað hægrisinnað yfir sér. Aftur á móti eru óinnbundnar bækur i ýmsum litum og stærðum svolitið vinstrisinnaðar, ég tala nú ekki um ef þeim er staflað upp lóðrétt. Gömul hús voru til vinstri þangað til þau fóru að hækka i verði svo um munaði. En þaö er öruggt að timbur og bárujárn eru vinstrisinnaðri en steinsteypa. Það er oröið erfitt að greina á milli hins ihaldssama og hins framfarasinnaða i málaralist. Það er sennilega heilladrýgst að hafa rammann sem viðmiðun. Ef ramminn er gulllitaður er verkiö áreiðanlega til hægri. Ef hann er úr alúmini'um eða úr ólituðu tré er verkið kannski til vinstri. Veggfóður er vinstrisinnaðra en oliumálning, en hvað um vatnsmálningu? 1 tónlist eru linurnar skarpari. Gitarinn er vinstrisinnaðri en pianóið. Diskó er til hægri. Djass er til vinstri. En hvernig eigum viö að átta okkur á þessu öllu saman? Er það sem er alþýðulegt til vinstri? Ekki endilega. Vörusýn- ingar og söngvasamkeppni eru til hægri. Er kannski það sem ungling- arnir sækjast eftir til vinstri? Ekki heldur. Travoltaæðið og kúluspil eru til hægri. Kannski er það til hægri sem er dýrara og smartara en þaö sem nágranninn á? Og til vinstri þaö sem hefur ekki verðmerki hang- andi utan á sér, en er jafnframt „spes” af þvi það er óþekkt eða ekki viðurkennt. 0, þessi eilifa löngun til þess aö vera öðruvisi en aörir.... Lifi söngvasamkeppni sjón- varpsins! FIÖLEIGN h.f. Símanúmerið er 28622. Opið virka daga kl. 2-6 e.h. Tilvaldar fermingagjafir v\UÓNtf/tK Skemmtari fyrir börn og unglinga □ Innbyggt útvarp og segulband □ Stórir og hljómgóðir hátalarar □ Átta trommutaktar, með hraðastillingu □ Tónborð með tveimur áttundum □ Hljóðnemi (míkrófónn) o.fl. □ Verð kr. 4924,- Afborgunarkjör Ferðaviðtæki Steríótæki meó segulbandi 5HÍ1hEI Verð kr. 2337,- Verð kr. 2166,- □ Rafmagn og rafhlöður □ FM-bylgja, miðbylgja, langbylgja og stutt- bylgja. Skipholti 9, sími 10278

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.