Þjóðviljinn - 26.09.1981, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 26.09.1981, Blaðsíða 3
Helgin 26. — 27. september 1981 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 3 Þorbjarnarson með vissu að sú mannfélagshug- sjón sem hann aðhylltist ungur að árum eigi þar enn einlægan og ódeigan formælanda. Kona Eggerts er Guðrún Rafnsdóttir sem nú hefur staðið við hliðhans i bliðu og striðu i hátt á fimmta tug ára. Þeim hjónum varð tveggja barna auðið og eru þau nú bæði uppkomin. Og þá er vist ekki annað eftir en að óska afmælisbarninu, konu hans og fjölskyldu til hamingju með dag- inn með þökk fyrir allt gamalt og gott. Asgeir BlöndalMagnússon Hvilikir eru þeir tímar, sem við lifum á! Hvilikar eru þær þver- stæður sem þeir eru hlaðnir! HviUk eru þau loforð sem þeir gefa og möguleikar sem þeir bjóða! — Og hvilikar eru þær hót- anir um ógnir og skelfingar sem þeir búa yfir! Þessar og þvilikar hugsanir sækja á þann, sem sestniður eftir langa göngu og litast um, horfir um öxi, skyggnist fram á veginn og gáir til veðurs. Löng er orðin sú ganga sem við, er fæddumst fyrir eða i upphafi fyrri heimsstyrjaldar, höfum gengið. Hefur nokkur kynslóð Is- lands gengið jafn langa göngu? Þá á ég ekki við fjölda ára, heldur skref atburðarásar ef svo mætti segja. Við höfum lifað tvær heimsstyrjaldir, skelfilegri að umfangi en nokkrar fyrri og horfum nú á óveðursský þeirrar þriðju hrannast upp. Við höfum lifað þjóðfélagsbyltingar sem skóku heiminn, byltingar i tækni og visindum. Vonir hafa kviknað, vonir hafa slokknað. Við íslend- ingarhcíum fagnaifstofnun frjáls og sjálfstæðs lýðveldis, en einnig mátt þola, að þjóðin væri niður- lægð og sjálfri tilveru hennar stefnt í geigvænlega hættu. Lífs- kjör okkar og annarra þjóða i okkarheimshluta hafa batnað svo að byltingu er likast, — en mikl- umst ekki, þvi að mikill hluti mannkyns býr nú við ömurlega neyð og hungur og æ dapurlegri framtíðarhorfur. Það þykir kannski illa við hæfi að ég sé að breiða úr mér með svo hástemmdar hugleiðingar og staðhæfingar i stuttri grein sem ætlað er að flytja vini minum og samstarfsmanni. Eggert Þor- bjarnarsyni, heillaóskir á sjötugsafmæli hans. En öll timamót verða með vissum hætti tilefni til að staldra við ogskoða stöðumála.Ogþegar um er að ræða mann, sem lifað hefur sterkt i sinrri samtið, orkað á hana og orðið fyrir áorkan hennar, þá réttlætir það að skyggnast sé um vitt svið. Svo að vikið sé að kynnum okkar Eggertsþá voru þau lengst af fremur óbein á meðan við vorum virkir í sósialistahreyfing- unni. Minn starfsvettvangur var úti á landi, á Siglufirði og Akur- eyri, en hans i Reykjavík í aðal- stöðvum hreyfingarinnar, þar sem hann var meðal forystu- mannanna, fyrst i æskulýðshreyf- ingunni og siðar sem miðst jórnarmaður og fram- kvæmdastjóri flokksins. En mér lærðist sem unglingi heima i Súðavik að lita upp til hans vegna þess sem ég vissi um óhvikula baráttu hans fyrir kjörum verkafólks á Isafirði og það hefur markað viðhorf mitt til hans siðan. Ég býst við að aðrir, sem þeim hlutum eru kunnugri, verði til að rekja nánar starfs- og baráttu- feril Eggerts, brottvikning hans frá námi vegna pólitiskra skoðana og fjölmargt annað sem á daga hans hefur drifið. Eina minningu ætla ég þó að rifja upp. Það var vorið 1941 sem ég slóst i för með þrem eða fjórum félögum minum austur að Litla-Hrauni, en þar sátu inni þeir Eggertog Hallgrimur Hallgrims- son til að taka út refsingu fyrir þann ,,glæp” aðganga fram fyrir skjöldu i verkfallsbaráttu verka- manna þá um veturinn. Við hittum Eggert, en af einhverjum ástæðum ekki Hallgrim. Þvi er að visu ekki að neita að i hugum okkar, sem lesið höfðum frá- sagnir af baráttu og fórnfýsi bylt- ingarforingja i ýmsum löndum, lék viss ljómium nöfn þeirra sem þola máttu fangelsisvist fyrir hugsjónir sinar. En ég fann til þess hve það var nöturlegt að aka um sólhýrar sveitir á vordegi til að hitta ungan mann, sem frelsi sviptur sat innan fangelismúra vegna baráttu fyrir réttlætínu. Það er sitt hvað að lesa um hlut- ina eða horfast i augu við þá i raunveruleikanum. Fyrir um 13 árum Var Eggert svo allt i einu kominn til starfa á vinnustað minum i Útvegsbank- anum i Kópavogi og þar höfum við verið samstarfsmenn siðan. Er skemmst af að segja, aö samstarf okkar hefur verið með ágætum þessi ár. Og þarf ég ekki að lýsa fyrir þeim sem þekkja manninn, að störf hans hafa ein- kennst af samviskusemi og prúð- mannlegri framkomu við við- skiptavinina, en samskipti við þá hafa verið hans aðalverk. Eru þeir áreiðanlega margir, sem hugsa hlýtt til hans á þessum degi, þegar þeir frétta um afmæli hans. Ég gat þess i upphafi þessa greinarkorns að við liföum á við- sjálum timum og þar gætir e.t.v. nokkurrar bölsýni. Vist eru það mér og ég býst við mörgum af minni kynslóð, vonbrigði eigi litil hve æskuhugsjónir okkar um hagsæld, frið og bræðralag i heiminum öllum eiga sorglega langt i land með að rætast. En gleymum þvi ekki aö til eru menn i flestum löndum sem kosta sér öllum til, til þess aö snúa þróun- inni til betri vegar, efla friðar- sókn meðal þjóða, berjast fyrir bættri stöðu hinna lítils megandi, styrkja völd fólksins en draga úr völdum auðhyggjunnar og eyðingaraflanna. Og hvi skyldi þeim ekki takast að ná árangri, eins og Eggert og félögum hans tókst á sinu starfssviði að ná áröngrum sem mörkuðu tima- mót? Ef bjartsýnin bregst okkur verður lífið dapurlegt. Þrátt fyrir allt búa okkar tímar yfir mögu- leikum, sem gefa tilefni til bjart- sýni ef þeir verða nýttir. Og hvi skyldum viö ekki vona að svo geti orðið ? Ég óska svo að lokum Eggert og Guðrúnu og allri fjölskyldu þeirra blessunar og gæfu á kom- andi árum. Asgrimur Albertsson ROLLING FALKINN Suöurlandsbraut 8/ simi 84670 Laugavegi24, simi 18670 Austurveri, simi 33360 Sjötugur Eggert Ég var að frétta það á skot- spónum, að nú um helgina yrði Eggert Þorbjarnarson sjötugur. Svona flýgur timinn án þess að maður taki e.ftir þvi. Mér finnst raunar ekki langt um liðið siðan ég sá hann fyrst, friðan pilt og gjörvulegan, á göngum Mennta- skólans á Akureyri. En það mun hafa verið veturinn 1929—30. Og þessi ungi sveinn hafði komið véstan af tsafirði — af órólega eða rauða horninu á tslandi, eins og Brynleifur Tobiasson nefndi þann landshluta stundum — og sest í 2. bekk. Kynni okkar urðu þó meir utan skólans en innan. Við höfum báðir gerst félagar i Félagi ungra jafnaðarmanna á Akureyri og gegndum þar nokkrum trúnaðarstörfum auk þess sem við sóttum saman les- hring um marxisk fræði. Þáverandi menntamálaráð- herra sem og skólayfirvöldum nyrðra mun li'tt hafa getíst að þessari starfsemi okkar utan veggja skólans né að vaxandi rót- tækni sem tekið var að gæta með ungu fólki, m.a. i Alþýðuflokkn- um. Um vorið var Eggerti til- kynnt að sett yrði reglugerð þar sem reistaryrðu skorður við póli- tiskri starfsemi nemenda utan skólans og yrði hann að undir- gangast hana ef hann hygði á áframhaldandi skólasetu næsta vetur. Eggert mun hafa svarað þvi til að hann gengist ekki undir neitt slikt óséð — og átti hann 'ekki afturkvæmt i skólann. Um sumarið áttum við Eggert enn samleið, unnum báðir á sölt- unarstöð sildareinkasölunnar á Siglufirði, Rauða torginu svo- nefnda, og vorum auk þess her- bergisfélagar. Um haustið var á Siglufirði haldið hið fræga þing Sambandsungra jafnaöarmanna, þar sem fulltrúar hægri armsins urðu í minnihluta og gengu af fundi, en þeir sem eftir sátu mörkuðu róttækari stefnu. A verkalýðsráðstefnunni og Al- þýðusambandsþinginu i nóvem- ber sá. dró svo tíl enn meiri tið- inda, Alþýðuflokkurinn klofnaði og Kommúnistaflokkur tslands var stofnaður. I öllu þvi’ starfi vinstra arms verkalýðshreyf- ingarinnar, sem tengdist þessum átökum, tók Eggert mikinn þátt. Um haustið gerðist hann svo af- greiðslumaður Verkalýðsblaðs- ins, sem þá hafði hafið göngu sína iReykjavik, og starfaði auk þess að málefnum Æskulýðshreyf- ingarinnar í Sambandi ungra kommúnista sem nú hafði verið stofnað. Sinnti hann þessum störfum af alkunnri alúð og sam- viskusemi um nærfellt eins ár skeið, en hélt þá til Sovétrikjanna og dvaldi þar um nokkra hrið. Eftir heimkomuna helgaði hann sig baráttunni fyrir bættum hagalþýðunnar og auknum áhrif- um hennar á öllum sviðum . Hann var i stjórn Sambands ungra kommúnista — og siðar sam- bandsstjórnarmaður og forseti æskulýðsfylkingarinnar. Hann var félagi i Verkamannafélaginu Dagsbrún — og var á striðsár- unum dæmdur til fangelsisvistar að kröfu breskra heryfirvalda ásamt þeim Hallgrimi Hall- grimssyni, Eðvarð Sigurðssyni og Ásgeiri Péturssyniisambandi við dreifibréfsmálið svonefnda og voru þeir félagar sendir til geymslu austur á Litla-Hraun. Eggert varum skeið starfsmaður hjá Verkamannafélaginu Dags- brún — og svo siðar og alllengi hjá Sósialistaflokknum og rækti þau störf sem önnur af hinni mestu alúð. Þeim sem kynntust Eggerti Þorbjarnarsyni er vísast flestum rikust i huga einlægni hans og eldmóður, er hreif fólk ósjálfrátt með sér, sem og ósér- plægni hans, samvinnulipurð og ósérhlifni að hverju sem hann gekk, en hann var lika og er hinn ágætasti starfsmaður, natinn, verkhygginn og áhugasamur. Eggert hefur á sfðari árum gefið sig minna að stjórnmálum en áður fyrr ,kannski ekki fellt sig við ýmislegtsem þar hefur veriö efst á baugi. Hitt þykist ég vita

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.