Þjóðviljinn - 26.09.1981, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 26.09.1981, Blaðsíða 9
Helgin 26. — 27. september 1981 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 9 fréttir „Leggið til hliðar hrepparíg og músarholusjónarmið” Verkalýösfélag Vestmannaeyja samþykkti á abalfundi sinum 20. september ályktun um kjaramál og þá samninga sem framundan eru. Fundurinn skoraöi á öll aöildafélög og sérgreinasambönd innan ASi aö leggja til hliöar allan hrepparig og músarholu- sjónarmiö og mynda i þess staö þá samstööu sein ein getur skilaö verkafólki árangri i baráttunni fyrir bættum lifskjörum. Fundurinn lýsti sig sammála þvi aö samiö yröi til lengri tima en áöur, meö áfangahækkunum á grunnkaupi, ef unnt yröi að tryggja kaupmátt þeirra launa sem um er samiö. Þeim tilmælum var beint til ASt aö kannað verði hvaða þátt timamæld ákvæðisvinna hefur átt i þvi að halda niðri timakaupi fiskvinnslufólks og hvaða áhrif það hafi á laun annarra stétta. Þá verði i komandi samningum leit- ast viö að breyta þvi hlutfalli sem erá milli bónusgreiöslna og tima- kaups, meö það fyrir augum að dregið verði úr þeirri vinnu- þrælkun sem launakerfi þessu er samfara. Aöalfundurinn lagði áhersiu á að þegnum samfélagsins verði tryggður lifeyrir sem ekki hafa nægilegar tekjur til lifsviður- væris, einhverra hluta vegna. 1 lokin var áhersla lögð á eftir- farandi kröfur: Að veröbótakerfi launa veröi notaö til launajöfn- unar þannig aö á allt kaup verði greidd sú krónutala sem tryggi miðlungskaup að fullu. Að lög um uppsagnarfrest og kauptryggingu verkafólks i fiskvinnu verði nú þegar tekin til endurskoðunar meö það fyrir augum aö upphaf- legum tilgangi laganna verði náö, sem er að tryggja atvinnuöryggi fiskvinnslufólks. Eftirvinna verði felld niður án þess aö það hafi i för með sér skerðingu á launum verkafólks. Tekin verði upp fræðslunámskeið fyrir verkafólk i hinum ýmsu greinum fiskiön- aðar, með þaö fyrir augum að mennta það fólk sem vinnur við undirstöðuatvinnuveg þjóðar- innar. Slik námskeið hafi i för með sér hækkun launa. Márta Tikkanen kemur hingað Ástarsaga aldarinnar í Þjóðleikhúsinu Norræna húsiö á von á góöum gesti, þar sem er finnlands— sænska ljóöskáldiö og rit- höfundurinn MARTA TIKKANEN. Hún cr mörgum islendingum aö góöu kunn fyrir bækursinar, einkum skáldsöguna „Man kan inte váldtas” og ljóða- bókina „Xrhundradets karleks- saga”. Marta muii lesa úr verkum sinum i Norræna húsinu þriðjudagskvöldiö 29. september kl. 20.30. Márta Tikkanen hefur lengi starfað sem kennari og blaða- maður, hún er rektor Svenska arbetarinstitutet í Helsingfors (hliðstætt Námsflokkum Reykja- vikur), en fyrst og fremst er hún skáld. Fyrsta bók hennar skáld- sagan „nu imorron” kom út 1970 og siðan fvlgdu á eftir 2 skáld- sögur: Ingenmansland” 1972 og „Vem bryr sig om Doris Mihailov” 1974. En það var fyrst er skáldsagan „MSn kan inte vSldtas” kom út 1975 að hún sló i gegn sem rithöfundur. Sú bók hefur verið þýdd á mörg tungu- mál og eftir henni hefur veriö gerð kvikmynd, sem sýnd hefur verið viða um lönd. Árið 1978 sendi Marta frá sér ljóðabókina „Árhundradets karlekssaga”, sem strax vakti geysilega athygli og hafa selst af henni fleiri eintök en dæmi eru til um ljóðabækur. Fyrir hana hlaut hún m.a. bókmenntaverðlaun norrænna kvenna 1979. I bókinni fjallarMarta opinskáttum hjóna- band sitt og rithöfundarins Henriks Tikkanens, drykkjusýki hans og áhrif hennar á börnin og allt fjöiskyldulifið. Bókin hefur verið þýdd á mörg tungumál og eftir henni hafa verið gerðar margar mismunandi leikgerðir fyrir leiksvið og sjónvarp. Astar- saga aldarinnar nefnist bókin i islenskri þýðingu Kristinar Bjarnadóttur leikkonu er út kom sl. vor.en Kristin hefur nú ásamt Kristbjörgu Kjeld gert leikgerö þá, sem frumsýnd verður i Þjóð- leikhúsinu á næstunni og leikur hún einnig einleikshlutverkið. Nýjasta bók Martu Tikkanen „Mörkret som ger gládjen djup” kom út sl. vor. Hún skiptist i tvennt: i fyrri hlutanum er brugðið upp myndum úr lifi ellefu barna móður um miðja siðustu öld, og einkum sambandi hennar við einn soninn (skáldið Josef Julius Wecksell). 1 sfðari hlutanum fjallar Marta um sam- band sitt við sjúkan son sinn. 1 bókinni koma fram ýmsar hliö- stæður I lifi þessara tveggja kvenna, þrá þeirra eftir að ná sambandi við 'þann, sem þær elska og vonbrigði er það mis- tekst. HVERS VE8NA EK SKYLDD AVÖXTUN SHUUFIÁRIDAQ? Vegna þess aö húsnæöislöggjöfinni hefur veriö breytt, þannig, aö nú gilda eftirtalin kjör í aðalatriðum um ávöxtun skyldusparnaðarfjár: 1. Þaö er full verötryggt meö lánskjaravísitölu. 2. Vísitölutryggingin er reiknuö út mánaöarlega á inneign hvers og eins. 3. Fjárhæö sú, sem vísitölutryggingin myndar í hverjum mánuöi fyrir sig, er lögö viö innistæðuna í byrjun næsta mánaðaráeftir. 4. Skyldusparnaöarféö er skattfrjálst meö öllu. 5. Vextirnema2,0%áári. Samkvæmt þessum kjörum veröur ávöxtun ákveðinnar inneignar í skyldusparnaöi sem hér segirísvo aö dæmi sé tekiö); Kr.5.950,00 eru lagöar inn á skyldusparnaðarreikning í Byggingarsjóði ríkisins íjúlí 1980. Ári síöar, í júlí 1981, hefur þessi fjárhæö hækkaö í kr. 5.952,00. Fjárhasðin hefur því hækkaö um 50.94% á 12 mánaöa tímabili. Auk þess er hún skattfrjáls meö öllu. Af þessu má sjá, að ein hagstæöasta ávöxtun sparifjár, sem ungt fólk á kost á nú, er í skyldusparnaði Byggingarsjóðs ríkisins. Þess vegna skal ungt fólk, sem tekur þátt í skyldusparnaði, hvatttil aö: •taka inneign sína í skyldusparnaði ekki út, þótt fyrir hendi sé réttur tii þess, nema brýn nauðsyn krefji. •fylgjast rækilega með því, að atvinnurekendur greiði tilskilinn hluta launanna inn á skyldusparnaðarreikning hvers sparanda fyrir sig. MUNIÐ: Skyldusparnaöur nú getur gert ibúöarkaup möguleg siöar. ^Húsnæðisslofnun ríkisins

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.