Þjóðviljinn - 26.09.1981, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 26.09.1981, Blaðsíða 12
12 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 2G. — 27. september 1981 Tilboð'óskast i eftirtaldar bifreiðar, sem verða til sýnis þriðjudaginn 29. september 1981, kl. 13—16 i porti bak við skrifstofu vora að Borgartúni 7: Peugeot 504 fólksbifreið......... árg. 1974 Volkswagen 1200 fólksbifreið ... ” 1976 Volkswagen 1200 fólksbifreið ... ” 1975 Volkswagen 1300 fólksbifreið ... ” 1973 Chevy Van sendiferðabifreið ... ” 1975 Mercedes Benz 608D sendiferðabifreið................ ” 1973 Chevrolet Blazer................. ” 1973 Land Rover diesel................ ” 1976 Land Rover diesel................ ” 1974 Land Rover bensin................ ” 1970 Land Rover bensin................ ” 1974 Land Rover bensin................ ” 1973 Ford Transit diesel.............. ” 1975 Ford Transit diesel.............. ” 1975 Ford Transit bensin.............. ” 1975 Ford Transit bensin.............. ” 1975 Ford Transit bensin.............. ” 1975 Skoda 120L fólksbifreið.......... ” 1978 Ford D300 vörubifreið............ ” 1%7 Ford Escort station.............. ” 1973 Tilboðin verða opnuð sama dag kl. 16:30, að viðstöddum bjóðendum. Réttur er áskilinn til að hafna tilboðum, sem ekki teljast viðunandi. INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844 PÓSTHÓLF 1441 TELEX 2006 Félagsmálastofnun v Akureyrar óskar að ráða FÉLAGSRÁÐGJAFA sem fyrst. Á Félagsmálastofnun starfa félagsmála- stjóri, 2 félagsráðgjafar, dagvistarfull- trúi, ritari og rekstrarfulltrúi. Auk þess einn starfsmaður S.Á.Á. og yfirmaður heimilisþjónustu. önnur félagsráðgjafa- staðan er nú laus. Ef ekki fæst félagsráð- gjafi, kemur menntun s.s. B.A.-próf i sál- ar-, uppeldis- eða félagsfræðum tilgreina. Utan við venjuleg verkefni á Félagsmála- stofnun, er nú verið að reyna nýjar leiðir s.s. fræðslustarfsemi, hópvinnu, samfé- lagsvinnu og annað fyrirbyggjandi starf. Starfsaðstaða er góð. Félagsmálastofnun mun verða innan handar við útvegun hús- næðis ef með þarf. Væntanlegar umsóknir sendist Félags- málastofnun Akureyrar, Pósthólf 367, 600 Akureyri. Uppl. i sima %-25880 milli kl. 10—11. Kranamaður byggingarverkamenn Kranamaður óskast á Linden-byggingar- krana. Einnig verkamenn við almenna byggmg- arvinnu. Upplýsingar um ofangreind störf verða gefnar á skrifstofu félagsins. Byggingasamvinnuféiag Kópavogs, Nýbýlavegi 6, símar 42595 og 43911. dægurtónlist BoxiA kemur enn á óvart. Box: Box. Otg.: Geimsteinn. Upptökustjóri: G. Rúnar Júliusson. Upptaka fór fram i hljóörita 25. og 26. júli 1981. Sú hljómsveit sem vakti hvað mesta undrun á tónleikunum Annað hljóð í strokkinn í Höllinni í sumar, var Boxið úr Keflavík. Þeir sýndu þáað ýmislegtbjóí þeim og að þeir væru til margs lik- legir. Sú er líka raunin. Nýveriö sendi hljómsveitin frá sér sina fyrstu hljómplötu, 12” plötu en 45 snúninga, eöa stóra/litla eins og þaö er kallaö i dag. Af frumraun aö vera er þessi plata virkilega góö. Þaö eina sem spillir er aö áhrifa frá Þey gætir fullmikiö. BOX Alls eru fimm lög á plötunni og öll eftir þá félaga. Titillag plötunnar, „Box”, er eingöngu leikið og meö þvi betra sem heyrst hefur i sumar. Hin lögin eru ekki alveg eins sterk. Þaö er helst „London” sem kemst þvi Jón Viðar Sigurösson skrifar næst, þ.e.a.s. ef byrjuninni er sleppt. Hljómsveitina skipa þeir Baldur Þ. Guömundsson, hljómborö og söngur, Eövarö Vilhjálmsson, trommur og söngur, óskar Nikulásson, gitar og söngur, Kristján E. Gislason, gitar og söngur, og Siguröur Sævarsson, bassi og söngur. Þrátt fyrir ungan aldur eru þeir þrælefnilegir hljóöfæraleikarar og veröur gaman að fylgjast meö þeim á komandi árum. Þvi aö eitthvaö mikiö veröur að ger- ast ef þeir eiga ekki eftir að gera þaö gott. Textar plötunnar eru ekkert sérstakir og bera þess glöggt vitni aö ekki er mikil áhersla lögö á þá. Og er þaö örlitiö um- hugsunarefni fyrir þá félaga. Hljómsveitin getur annars veriö stolt af þessari frumraun sinni og þrátt fyrir örlitla van- kanta leynist margt gott undir. Og enginn veröur jú óbarinn biskup. — JVS Sýrurokk Ef vel er skoðað í tón- listargerð Breta leynist þar eitt og eitt blóm innan um sem einhverra hluta vegna virðist ekki alveg falla inn í heildarmynd- ina. Eitt slíkt er Psychedelic Furs. Þrátt fyrir að hafa skotið rót- um í aldingarði pönksins ber hljómsveitin þess ekki merki nema að litlu leyti. Likt og svo margir stigu þeir félagar sin fyrstu skref sem hljóöfæraleikarar áriö 1976. Hljómsveitina stofnuöu þeir svo um mitt ár 1977 og hlaut hún þegar nafniö Psychedelic Furs. Eins og nafniö gefur til kynna eru þeir tengdir all traustum böndum viö hippatimann. Þeir taka hugmyndir hippanna og breyta eöa betrumbæta þannig aö slagorö hippanna „viö elsk- umalfa” hljómar „viö elskum suma”. Þessi aðdáun á blóma- börnunum stingur mjög i stúfa viö þá krossferö sem farin hefur verið á hendur hippunum hin siöari ár. Hljómsveitin lék saman í eitt ár áöur en fyrstu prufu-upptök- urnar voru geröar. Ari siöar, eöa 1979, kom svo út fyrsta breiöskifa hljómsveitarinnar og hét hún einfaldlega Psychedelic Furs.Til liös viö sig fengu þeir einn af frægari upptökustjórum Breta, Steve Lylliwhite. En hann er meðal annars þekktur af samstarfi sinu viö Peter Gabriel, Ultravox, Joan Arma- trading o.fl. o.fl. Þessi piata vakti töluveröa athygli og ekki sist fyrir þá sök hve ólik hún var þvi sem var aö gerast um- hverfis hljómsveitina. Steve Lylliwhite er einnig með þeim á nýjustu breiöskifu þeirra, Talk, Talk, Talk. Talk, Talk, Talk er mjög rökrétt framhald af fyrstu breiðskifu þeirra og ýmsar hugmyndir fullunnar á þessari nýju breið- skffu. Tónlist hljómsveitarinnar likt og hugmyndafræðin á rætur hjá blómabörnunum, þó svo að hún sé ekki alveg eins sýrukennd. Gagnrýnendur hafa likt henni viö tónlist Velvet Underground og Roxy Music en ekki veit ég hversu slikur samanburöur er raunhæfur. Hljóðfæraleikur er allur hinn öruggasti og söngvarinn Butlers er ábyggilega meö þeim skemmtilegustu. Hlustið á hann syngja „Pretty In Pink”, stór- kostlegt. Textar hljómsveitarinnar eru ekkert sérstakir. Þá vantar ör- litinn neista til aö tendra báliö. Talk, Talk, Talk, er meö óvæntari og skemmtilegri send- ingum sem komiö hafa á þessu ári. Þvi aö hér tekst að sameina furöuvel þær gjöróliku stefnur sem pönk/nýbylgja og tónlist hippatimans eru. — JVS Bubbi Morthens á leiðinni með með nýja hljómsveit. Bubbi Morthens hefur nú stofnað nýja hljómsveit og ber hún nafniö Egó. Er þar á feröinni 5 manna hljómsveit sem leika mun rokkmúsik með róttækum textum. Má vænta þess að Egó láti i sér heyra opinberlegaeftir rúman mánuö. Eftir að Bubbi yfirgaf Utan- garösmenn (sem breyttust i Bodies) hefur hann komiö fram meö Jakob Magnússyni og upp á eiginspýtur.Sl. mánudagskvöld kom hann fram á fyrsta Visna- kvöldi vetrarins i Þjóðleikhús- kjallaranum, sem var vel heppnaö og sótt. Auk Bubba tróöu upp flestir þeir visnavinir sem sungu inn á plötuna ... heyröu, og sungu syrpu laganna á þeirri plötu i „Stars-of-45-stii” viö mikla kátinu viðstaddra. Vafalaust á þessi syrpa eftir aö heyrast oftar á hinum mánaöar- legu visnakvöldum i Þjóöleik- húsinu i vetur. Bubbi Morthens mun koma fram á fleiri Visnakvöldum i vetur og er það vel, þvi að margur af hinum „eldri og ráð- settari” kýs framur að hlýða á boðskap hans i rólegheitum i Kjallaranum en að fara á rokk- hljómleika eða dansiball. En ég biðspennteftir Egóinu. —A

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.