Þjóðviljinn - 26.09.1981, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 26.09.1981, Blaðsíða 2
f 2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 26. — 27. september 1981 Afsál- og félagsfræöi- legri atvinnubótavinnu Þess var getið í Vikuskammtinum um síð- ustu helgi, að nú hefðu endanlega verið leidd að því haldgóð rök, að áfengisbölið í landinu yrði aðeins leyst eftir félags-sál-atferlis og þjóðfélagsfræðilegum leiðum og í samvinnu við textílhönnuði, terapista og geðlækna. Atferlismálaráð hef ur að undanförnu unnið hör im höndum að því að uppræta brenni- .> -! jlið i landinu, og eru allir aðilar félags- ^íi.Janna á einu máli um það að því um- fai ineiri upplýsingar sem liggi fyrir um tíðri.. magnog staði neyslunnar, sem og fjölda neyftnda í landinu, þeim mun meiri líkur séu á því að hægt sé að ná því háleita marki að „BREYTA DRYKKJUVENJUM TIL HINS BETRA". „Það verður ekki fyrr en að gaumgæfilega hef ur verið farið ofan í saumana á f ylleríinu á fslandi eftir vísindalegum leiðum og niður- stöður birtar, að hægt er að gera sér von um að menn hætti að neyta áfengis í óhófi", er haft eftir einum af höfuðpaurum félagsvís- indanna. Þessi gamli húsgangur á nef nilega ekki allt- af við: Ef að betur að er gáð ætla ég megi sannast að vísindin efla enga dáð ættu því að bannast. I raun og veru er ekki hægt að f inna áfeng- inu og þeim sem hafa ánetjast því neitt til málsbóta, nema ef til vill það að aðeins tíu prósentaf umferðaróhöppum er hægtað rekja til áfengisog þá má ef til vill segja að úr því að níutíu prósent umferðaslysa séu af völdum ódrukkinna manna, þá séu þeir ólíkt háska- legri í umferðinni helduren þeir fullu. Þá er og haft f yrir satt að aðeins eitt prómill af skattsvikum sé f ramið í ölæði, svo ekki fer milli mála að vænlegra væri fyrir ríkissjóð að hafa skattgreiðendur pissf ulla, heldur en alls- gáða þegar þeir telja fram. En hvað um það. Nú hefur Atferlismálaráð loksins birt niðurstöður rannsókna á „áfengis- málastefnu" landsmanna. Meginuppistaða skýrslunnar fjallar um hópefli nokkurra kunnra félags-sál-atferlis og þjóðfélagsfræðinga, textílhönnuða, terapista og geðlækna. Niðurstöðurnar eru ávöxturinn af intímri punktanalýsu á drykkjumynstri Meyvants nokkurs Pálssonar, sem gegnið hefur undir nafninu „Mebbi Morgunslurkur" eða bara „Morgunslurkurinn". l upphafi var ákveðið að beita vísindunum til að gera Meyvant frábitinn áfengi. í fyrsta hópeflinu var hann ekki nægilega jákvæður, enda kófdrukkinn. Hann var strax varaður við „Skynmynstrun" (Perceptual pattering), sem er tilhneiging til að taka við áreitum, eins og þau eru skipulögð í mynstrum eða myndum. Viðbrögð Meyvants við þessum aðvörunum voru athyglisverð. Hann heimtaði kókosbollur. Allir í hópef linu voru á eitt sáttir um það að í neyslu kókosbollanna gætti alcoholiskrar til- hneigingar. ,Félags sál og atferlisfræðingarnir í hópefl- inu bentu Meyvanti á, að skynheildar-lögmál- in væru tilraun til að gera grein fyrir reglum skipulagningarinnar. Ljóst var að Meyvant hafði enn ekki aðlag- ast aðferðum félagsvísindamannanna og þeg- ar hér var komið sögu óskaði hann eftir að fá að bregða sér fram á afvikinn stað. Næstu þrjár vikurnar var Mebbi Morgun- slukur gersamlega týndur, svo farið var að óttast um hann. En þá kom í Ijós að hann hafði ráðið sig í vinnu í Stjórnarráðinu, svo ekki var von hann týndist. Hann var þegar kallaður á fund í hópeflinu og honum kynnt kúlurit súlurit, Ifnurit og kúrfur um drykkjumunstur karla á aldrinum 45—55 ára á Stórreykjavíkursvæðinu. Einu viðbrögð Meyvants voru þau að hann óskaði eftir kókosbollum til snæðings, enda kófdrukkinn sem fyrr. Hér komst Grúbban að þeirri niðurstöðu, að skapast hefði „hugarmisræmi" (cognetive dissonance) milli Mebba Morgunslurks og hópeflishópsins. Þessi niðurstaða var raunar byggðá yfirlýsingu Meyvatns um það að hann botnaði hvorki upp né niður í hálærðu félags- vísindamönnunum í hópeflinu. Þá var brugðiðá það ráð, sem oft hef ur gef- ist vel til að fá menn til að hætta að drekka. Honum var kynnt tölvísinda-sálf ræðileg hnít (Psycometric function), sem tilgreinir af- stöðu megindlegra tilbrigða tiltekins áreitis til umsagnar tilraunamanns, sem skýrir frá áreitinu að sérstökum fyrirmælum. Og viti menn. Þetta var þaðsem hreif. Síðan hefur margnefndur Meyvant — öðru nafni Mebbi Morgunslurkur ekki smakkað deigan dropa. Ekki einusinni f vinnunni, nema þá kannske fyrst á morgnana. Félags-sál-atferlis og þjóðfélagsfræðingum hafði f samvinnu við textílhönnuði, terapista og aðra sál og sérfræðinga tekist að stemma stigu við áfengisbölinu. Niðurstöðurnar hafa þegar verið birtar, en þó er sérstök ástæða til að vekja hér athygli á séráliti Jóhönnu Guðbrandsdóttur sérþarfa- sérfræðings, með hliðsjón af hófdrykkju- mönnum: Sérfræðinga sjónarmið sýnist verða að kynna: Hættið við að hætta við að hætta að drekka minna. Flosi. sKráargatiö Nýtt land Vilmundar Gylfasonar spyr um þaö hvaöan Þjóöviljinn hafi upplýsingar um rekstrarafkomu þess en hér i skráargatinu fyrir viku sfðan var sagt aö blaöiö hreyfðist varla I lausasölu. Sá sem gægist á skráargatiö getur hér meö upplýst aö hann gerir sér þaö sér til dundurs i hvert sinn hann kemur inn i sjoppu á Stór-Reykjavíkursvæöinu aö spyrja afgreiöslufólkiö hvernig Nýtt land seljist. Og svarið er alltaf á einn veg. Það hreyfist ekki. Og þá er nærtækt aö draga ályktanir. Hins vegar erum viö ekkert aö ofsækja blaöiö, viljum þvi meira aö segja mjög vel. Fréttastofa útvarpsins hefur veriö nokkuö i sviösljósinu aö undanförnu. Fyrir skömmu voru ráðnir þangað þrir nýir fréttamenn og er ekkert nema gott um þá aö segja. Hins vegar var staöiö aö ráöningu þeirra meö dularfullum hætti. Auglýst var aö laus væri ein staöa og voru þessir þrir fyrr- greindu menn umsækjendur um hana. Svo kom i ljós aö tvær stööur voru lausar til viöbótar en i staö þess aö auglýsa þær voru bara allir umsækjendurnir um fyrstu stööuna ráðnir á einu bretti. Þetta heitir vist að fara aftan aö lögum og reglum. Björn Friöfinnsson fjármálastjóri Reykjavikurborgar sagöi af sér öllum trúnaöarstörfum innan Al- þýðuflokksins um daginn i Vil- mundarlátunum miklu. Nú virð- ist svo sem hann hafi snúiö sér heill og óskiptur að svepparækt. Blaðamaður Þjóöviljans hringdi I hann til aö spyrjast fyrir um Lifs- hlaup Kjarvals og svaraöi Björn þvi til aö hann vissi ekkert um þaö en gæti hins vegar frætt Þjóö- viljann um allt varöandi sveppa- rækt og visaöi i nýútkomna álits- gerö frá Orkustofnun. Varö sam- talið ekki öllu lengra, en sveppa- ræktendum er hér meö bent á Björn sem sérfræöing I faginu. Og úr þvi aö minnst er á Lifshiaup Kjarvals. Guðmundur Axelsson i Klausturhólum seldi innganginn aö sýningunni um daginn á 35 krónur og hafa menn ekki dæmi um annaö eins okur inn á eina sýningu. Uröu ýmsir frá að hverfa vegna þess aö þeir töldu sig einfaldlega ekki hafa efni á aö borga sig inn. Guömundur neitar aö gefa upp hversu margir komu á sýninguna en þar var örtröö oft aö þvi er kunnugir herma og giska menn á aö allt aö 10 þúsund manns hafi séð hana. Þaö gefur 350 þúsund krónur I inngangseyri eöa 35 miljónir gamalla króna og ætti þaö fé aö vera allt aö helm- ingur viögeröarkostnaöar. Fregnir herma aö Guömundur hafi svo fengiö tilboö uppi aö allt aö 300 miljónum gamalla króna i verkiö svo að hann kemur liklega örlitiö betur en sléttur út úr þess- um viöskiptum. En reyndar hefur hann fariö fram á undanþágu frá söluskatti til þess aö vera alveg öruggur. Villta vinstriö kölluöu gárungarnir menningarráöstefnu sem haldin var um verslunarmannahelgina i sumar. Þar var saman komiö rót- tækt baráttufólk, ýmist úr vinstra kanti Alþýöubandalagsins eða til vinstri við þaö, hópur sem ekki hefur skipulagt sig hingaö til. Rætt var um ýmsar hliöar á menningarbaráttunni og hvaö mætti til varnar veröa vorum sóma. Nú er útlit fyrir aö eitthvaö ætli aö koma út úr þessum sam- ræðum og nýtt timarit sé jafnvel að fæöast. Staða kvenna var umræöuefni á al- mennum fundi i Alþýöubandalag- inu i Reykjavik á fimmtudaginn og voru yfir 100 manns á fundin- um og mjög liflegar umræður. Tóku þar 15 manns þátt i umræö- um, þar af 1 karlmaður og er einsdæmi aö karlkyniö láti svo lit- iö aö sér kveöa á Alþýöubanda- lagsfundum. Nokkrir karlar voru þó meðal fundarmanna, þ.á m. ólafur Ragnar Grimsson. Um leiö og hann kom á fundinn greip Margrét Björnsdóttir fundar- stjóri til þess ráös aö kyrrsetja hann meö þvi aö gera hann að fundarritara. Eini karlmaðurinn sem tók til máls var nú reyndar samt sem áöur ólafur Ragnar Grimsson. Fundur stjórnmálamanna og guöfræö- inga um „Friö á jörö” sem hald- inn var i Skálholti um sl. helgi hefur veriö talsvert milli tann- anna á fjölmiðlum. Sérstaklega hafa beömál Hannesar Hólm- steins Gissurarsonar og ólafs Ragnars Grimssonar veriö til umfjöllunar, en kristilegt um- buröarlyndi þeirra mun ekki hafa enst þeim til þess aö deila her- bergi. Hannes Hólmsteinn haföi forsögu og var greinilegur oddviti þeirra ihalds- manna á friöarfundinum, þótt með honum væru ekki minni menn en Halldór Blöndal og Björn Bjarnason. Hverjum sem heyra vildi kvaö hann allan vig- búnaö vestan megin viö þaö miö- aöan aö verja frelsiö og lýöræöiö, og þá ekki sist nifteindasprengj- an, sem sérstaklega er hentug til þeirra nota aö sögn Hannesar Hólmsteins. Svo bar til aö nokkrum dögum eftir Skálholtsráöstefnuna héldu stjörnmálamenn enn austur fyrir fjall og nú á námsstefnu MFA um verkalýöshreyfinguna i útnoröri. Þar tjáöi Ólafur Ragnar Grims- son viðstöddum aö Morgunblaöiö og helstu talsmenn Sjálfstæöis- flokksins væru fylgjandi smiöi og notkun nifteindasprengjunnar. — Þaö er rétt ein kommalýgin, kvaö þá við úr horni Sverris Her- mannssonar, Sjálfstæöismenn vilja ekki sjá öll þessi vopn. — En Hannes Hólmsteinn styö- ur nifteindasprengjuna, segir Ólafur Ragnar á móti. — Já, segir Sverrir á sinn stutt- aralega hátt, þaö eru idjótar I öll- um flokkum. — Munurinn er bara sá, aö þeir eru svo miklu fleiri i þinum flokki en öörum, svaraöi Ólafur Ragn- ar. Engum sögum fer af þvi hvort Færeyingar og Grænlendingar i Olfusborgum uröu nokkru nær af þessum oröaskiptum.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.