Þjóðviljinn - 26.09.1981, Blaðsíða 13
Helgin 26. — 27. september 1981 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 13
Minning
Valgerður Andrésdóttir
Fæddur 17.7. 1902 — Dáinn 20.9. 1981
Þann 20. sept. lést amma min,
Valgerður Andrésdóttir, í Landa-
kotsspitalanum. Þar hafði hún
legið undanfamar vikur. Beðið
þess að geta lagt á stað i sina
hinstu för. Útför hennar fer fram
frá Fossvogskirkju mánudaginn
28/9. kl. 13.30.
A timamótum lifs og dauða
verða minningamar oft áleitnar.
Þannig er þvi a.m.k. varið með
mig. Það er svo ótal margt sem
mig langaði að þakka þér. Ég veit
varla á hverju byrja skal.
Ég man þá tið er ég sem litill
snáði sat og hlustaðí á þig segja
frá þinum æskudögum. Þú gast
auðveldlega leitt mig inn i gamla
tima og látið mig kynnast göml-
um atvinnuháttum. Slikur bú-
skapur stæði mér sjálfsagt fyrir
hugskotssjónum sem óraunveru-
legt ævintýri hefðir þú ekki sagt
að þannig hefði það verið á þinum
æskudögum.
Ég sá þigí huganum sem unga
stúlku á grasafjalli, þig og afa
vinna saman i votabandi eða þig
skola þvott i klakabundinni á. Já
vissulegalifðir þú timana tvenna.
Aldist upp við hlóðaeldhús og
þurftir á fyrri helming búskapar-
tiðar þinnar að nota tað sem eldi-
við, sækja vatn og bera út ösku.
Allt þetta gerðir þú svo lifandi
fyrir mér, 'nútimatáningnum,
sem liklega aldrei fær að kynnast
þessu i raun. Þú kenndir mér lika
að tefla og spila. Þú sagðir alltaf
að maður yrði að geta haft ofan af
fyrir sér sjálfur. Ekki láta aðra
alltaf mata sig.
Elsku amma min, mér er ljúft
að viðurkenna að þú með öllu þinu
dekri og eftirlæti spilltir mér á
vissan hátt. Til þin gat ég alltaf
leitað ef hugurinn girntist eitt-
hvað sem ekki var beint á fjár-
hagsáætlun foreldra minna.
Auðvitað gerði ég mér ekki grein
fyrir þvi hve margar lopapeysur
þú varðst að prjóna til að uppfylla
hina og þessa ósk mína. Þú varst
alltaf að gefa mér eitthvað en
vildir helst aldrei neitt þiggja af
öðrum. Elsku amma, hræddur er
ég um að ég geti aldrei orðið eins
góður afi og þú varst mér góð
amma. Það var sama hvort
skeinan var litil eða stór alltaf
áttir þú mátulegan plástur.
Sem betur fer gast þú þrátt
fyrir allt þitt ef tirlæti sagt mér til
syndanna þegar þess var þörf að
þinum dómi. Þú lofaðir mér samt
alltaf aö skýra mitt mál. Hafðir
Ödýrar
bókahillur
fáanlegar
úr eik,
teak og
furu.
Stærð:
Hæð 190 cm
Dýpt 26 cm
Breidd:
60 cm
kr. 875.00
90 cm
kr. 899.00
120 cm
Kr. 1.480
Frá 1. október eru
allar deildir
opnar sem hér
segir:
Fimmtudaga
til kl. 20
Föstudaga
til kl. 22
Laugardaga
til kl. 12
Húsgagnadeild
Jlib
/a a a a a a
xy
u> njjj;; f
V
uTmninyti
Jon Loftsson hf. Hringbraut 121 Simi 10600
Atvinna við auglýsingasöfnun
Mánaðarblað óskar eftir starfskrafti i vet-
ur til að safna auglýsingum. Greitt verður
ákveðið hlutfall af auglýsingaverði. Lyst-
hafendur sendi inn nöfn sin, heimilisföng
og simanúmer á afgreiðslu blaðsins,
merkt „Árangur — 1981”.
tima til að hlusta á minar rök-
semdafærslur. Að þvi loknu
gátum við alltaf fundið einhverja
lausn sem viðvorum bæði ánægð
með.
Þrátt fyrir okkar mikla aldurs-
mun fannst mér þú alltaf skilja
mig. Mig langar i þvi sambandi
að nefna eitt atvik sem alltaf mun
sitja fast i huga mínum. Ég hafði
ráðið mig á millilandaskip og
kveið mikið fyrir að segja þér
það. Bjóst við þvi að þú snérist
öndverð gegn þvi. Litli ömmu-
drengurinn hefði ekkert á sjó aö
gera. Viðbrögð þin urðu hins
vegar önnur. Þú klappaðir á öxl-
ina á mér og brostir þinu góðléga
ömmubrosi. Siðan sagðirðu eitt-
hvaö á þá leið að við nútima ung-
lingarnir vissum ekki hvað við
ættum gott að geta samkvæmt
löngun valið lifsstarf. 1 hennar
ungdæmi hefði yfirleitt ekki um
mikið val verið að ræða. Þá gilti
oft einungis aö geta séð sér far-
borða. Þessi orð þin vöktu mig
svo sannarlega til umhugsunar.
Ég hafði sannast að segja aldrei
hugleitt þessa hlið málsins. Þetta
sýnir einnig hve viðsýn þú varst.
Elsku amma min, þessi fátæk-
legu orð lýsa ekki nema örlitlu
broti af öllum þeim fróðleik og
hjartahlýju sem þú lést mér i té.
Persönuleika þinum finnst mér
ljóðlfnurnar „Bognar aldrei,
brotnar i, bylnum stóra seinast”,
túlka best. Um hann þurfa ekki
fleiri orð. Hafðu kæra þökk fyrir
allt og allt. Blessuð sé minning
þín.
Valbjörn Höskuldsson
§6ur ít£ fóía
P&pv pex?x
Peyx um þá frá §5ur íiC fófa
Akkeri og athvarf í stormviðrum lifsins.
Hljómplatan IÐUR TIL FÓTA fæst einnig á
kassettu ásamt kvikmyndatónlistinni úr
Brennunjálssögu.
Útgefendur er Hafnarstræti 5,
simi 27566