Þjóðviljinn - 26.09.1981, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 26.09.1981, Blaðsíða 7
Helgin 26. — 27. september 1981 ÞJÓÐVIL.IINN — StÐA 7 fréttir ' Fundur Alþýðubandalagsins i Reykjavik um stöðu kvenna innan flokksins var bæöi fjöisótturog hressilegur. Þar var skipst á sko&unum og f jöldi kvenna tók til máls, en abeins einn karl. — Ljósm.: eik. Leitað samkomulags í Kópavogi Skólamáinu frestað Dalvík Mannekla og hús- næðis- skortur Á Dalvik vantar nú bæði fólk I atvinnu og húsnæði fyrir þetta fólk. Til álita hefur komið að nýta heimavistarhúsnæði gagnfræða- skólans fyrir verbúðir. Mann- eklan gerir vart við sig I mörgum atvinnugreinum og þá helst i fisk- vinnslunni. Nú er hafin sildarsöltun til við- bótar við gott atvinnuástand og það vantar fólk til fleiri starfa. Astandið er svona viðar við Eyja- fjörð, svo vel gæti verið að ef saman væri tekið hvað vantar af fólki til ýmissa starfa hér i Eyja- firði þá kæmi i ljós að vantaöi um eitt þúsund manns. Það er helst á Akureyri sem ekki vantar vinnu- afl. Ef þessi kenning reynist rétt, finnst ýmsum að álver i Eyjafirði sé ekki bráðnauðsynlegt fyrir ibúana. Húsnæöisskortur hefur gert vart við sig á Dalvik en samt eru mörg hús i byggingu. Nýleg heimavist gagnfræðaskólans hefur ekki nýst einsog ætlað var, þvi færri nemendur koma til heimavistar úr nágrannabyggðar lögum en menn hugðu. Það húsnæði hefur þvi staðið illa nýtt og er hugsanleg nýting þess undir verbúðir fyrir verkafólk á um- ræðustigi. Svanfr./óg. A bæjarstjórnarfundi I Kópa- vogi i gær var samþykkt að fresta afgreiðslu á tillögu um fram- haldsskólamálið til næsta fundar. i umræddri tillögu er gert ráð fyrir þvi að Þingholtsskóli verði afhentur undir menntaskóla. Frestunin var samþykkt með sex atkvæðum gegn einu, en fjórir sátu hjá. Með frestunartillögunni greiddu atkvæði 3 fulltrúar Alþýðubandalagsins, 2 fulltnlar Alþýðuflokksins og einn fulltrUi Borgaralistans. A möti greiddi einn fulltrúi ihaldsins, en þeir sem sátu hjá voru frá ihaldinu og Framsókn. Þarmeð leggur bæjarstjórnin á það áherslu að málið verði leyst með viðtækri samstöðu. Nú freista Kópavogs- búar þess að reyna að leysa málið. Alþýðubandalagið i Kópa- vogi leggur á það áherslu að málið verði leyst með sem við- tækustu samkomulagi — og stóð það einhuga að baki framkom- innar frestunartillögu. Undir lok fundarins i gær stóð upp utan dagskrár Jóhann H. Jónsson framsóknarmaður og lagði til að málinu yrði enn einn ganginn visað i nefnd til umfjöll unar. Eftir nokkurt málþóf of stapp varsamþykktað visa þeirr tillögu Jóhanns tilbæjarráðs. —ó| Hallgrímstum sem endurvarpsstöð? Hugmyndir um þráðlausar beinar útsendingar hjá útvarpi „Þaö hafa verið uppi hug- myiidir um að koma á beinu loft- sambandi á FM bylgju i stað þess að nota simalinur, þegar út- varpað er beint hóðan af höfuð- borgarsvæðinu, utan útvarps- hússins. Þá hefur m.a. annars komið til greina að koma fyrir móttakara og sendibúnaði i Hall- grimskirkjuturni”, sagði Jón Sigurbjörnsson yfirmaður tækni- deildar útvarps i gær. Jón tók fram að þessar hug- myndir hefðu aldrei komist inn á framkvæmdaáætlun* áhugi væri fyrir þessu en fé væri ekki við höndina. Slfkt endurvarpskerfi er i notk- un alls staöar i nágrannalönd- unum. Jón sagðist ekki geta sagt til um hvenær þessum tækjabún- aöi yröi komið upp hér á landi. Vonandi verður Útvarpshúsið tilbúið eftir 3—4 ár. Það stendur ansi hátt og þvi mögulegt að koma tækjabúnaðinum fyrir þar. Við að taka upp beinar útvarps- sendingar gegnum FM bylgju i stað simalina eins og nú er gert, opnast ýmsir möguleikar, eink- um varðandi fréttatengd efni. Hægter að senda þá beint hvaðan sem er af öllu Faxaflóasvæðinu, og-jafnvel frá sunnanverðu Snæ- fellsnesi, en FM sendirinn dregur allan sjóndeildarhringinn. Þá yrði og hægt að koma upp endur- varpsstöðvum fyrir aðra lands- hluta. Þótt bið sé eftir þessum tækja- búnaði eitthvað lengur, er út- varpið nýlega búið að endurnýja þráðlausu sendistöðvar sínar. 6 nýjar komu nýlega frá Noregi, en þessar stöðvar eru ekki lang- drægar en heppilegar við lýs- ingar á kappleikjum, þar sem ekki er hægt að komast i beint samband við simalinur. -lg- Golflandsliðið heim í gær Banaslys í Lúx íslendingur beið bana i bilslysi i Luxemborg í fyrrinótt. Þrir aðrir islendingar voru i bilnum, auk ökumanns sem cr frá Luxemborg og slösuðust þeir nokkuð. Hinn látni hét Július R. Júliusson, 49 ára landsliðsmaður i golfi. Þeir félagar voru ytra til að taka þátt i landskeppni islendinga og Luxemborgarmanna, en henni hefurnú verið aflýst vegna þessa atburðar. Slysið varð með þeim hætti að ménnirnir voru að koma frá veit- ingastað og óku i sportbil af Ford Mustang gerð i eigu landsliðs- manns i Luxemborg, Alex Graaz að nafni. Billinn ók á ljósastaur og siðan á vegg, með þeim afleið- ingum að Július sem sat i far- þegasætinu við hlið ökumanns, lést þegar i stað. Astarsaga aldarinnar, leikverk byggt á Ijóðaflokki eftir finnsku skáldkonuna Mörtu Tikkanen verður frumsýnt á Litla sviðinu I Þjóöleikhúsinu nk. miðvikudag. Kristln Bjarnadóttir þýðir verkið og fer með eina hlutverkið og Guðrún Svava Svavarsdóttir gerir leikmynd. — sjá siðu 9. (Gel) Verkakonur bera saman ráð sín Nú um helgina halda konur úr verkalýðsfélögum á Suður- og Vesturlandi óformlega ráðstefnu um kjaramál og stöðu kvenna i verkalýðshreyfingunni. Ráð- stefnan er haldin i ölfusborgum. Um helmingur af launþegum landsins eru konur. Þær eru i meirihluta innan Verkamanna- sambandsins. Mörgum þeirra þykir hlutur kvenna innan verka- lýðshreyfingarinnar fyrir borð borinn. t fréttabréfi Kjararann- sóknarnefndar kemur fram að kjör verkakvenna hafi rýrnað um 2,4% á sama tima og kjör verka- karla hafi skánað um 1% og iðnaðarmanna um 1.4%. Verka- konur telja að sjálfsögðu að við þessa þróun verbi ekki unað og munu ræða þessi mál i viötæku samhengi við önnur félagsmál verkakvenna á ráðstefnunni i ölfusborgum. Til ráðstefnunnar er boðað óformlega af virkum konum verkalýðsfélögum á svæðinu i kringum Faxaflóla. —óg

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.