Þjóðviljinn - 26.09.1981, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 26.09.1981, Blaðsíða 5
stjornmál á sunnudegi Helgin 26. — 27. september ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 5 Einar Karl Haraldsson skrifar: I — 32 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. SEPTEMBER 1981 Sjálfstæöisfélögin í Reykjavík efndu í síöustu vikU til opins fundar um húsnæöismál, sem var fjölsóttur. Fór fundurinn fram í ajálfstæöishúsinu Valhöll, og var fjallaö urn þróun húsnæöismála í Reykjavík undantariö og stefnu vinstri flokkanna annars vegar og Sjálfstæöisflokksins hins vegar ( þessum málaflokki, en í inngangaoröum viö setningu fundarins sagöi Þórir Lárusson, formaöur Varðar, aö segja mætti aó meö þessum tundi væri kosningabaráttan vegna borgarstjórnarkosninganna aö vori raunverulega hafin. Framsögumenn voru Davíö Oddsson og Magnús L. Sveinsson borgarfulltrúar og Gunnar S. Björnsson, formaöur Meistarasambands byggingarmanna. I Þaö hlýtur aö vera áhyggjuefni fyrir Sjálfstæöismenn aö oddviti þeirra I borgarmálum skuli hefja kosn- ingabaráttuna meö þviaö gera sig beran aö lygum Málflutningur oddvita íhaldsins í húsnœöismálum: Treystir á lýgina en forðast rökin Spakur maöur sagöi eitt sinn a6 hvaöa hálfviti sem væri gæti sagt sannleikann, en þaö þyrfti sæmi- lega vitiborinn mann til þess aö ljúga laglega og lengi i einu. Daviö Oddsson oddviti borgar- stjórnarflokks Sjálfstæöismanna og borgarstjóraefni Geirsarmsins i Sjálfstæöisflokknum telur sig greinilega i hópi hinna siöar- nefndu. A opnum fundi Sjálf- stæöisfélaganna i Reykjavik um húsnæöismál í siöustu viku, geröi hann sig beran aö slikum lyga- vaöli, aö hann hlýtur aö hafa tröllatrú á ljúgviti sinu og aö þaö veröi hans helsta vegarnesti til æöstu mannviröinga i Sjálf- stæöisflokknum. Morgunblaöiö greinir frá þvi aö i inngangs- oröum viö setningu fundarins, hafi Þórir Lárusson formaöur Varöar sagt ,,aö meö þessum fundi væri kosningabaráttan vegna borgarstjórnarkosning- anna aö vori raunverulega hafin”. Hún hófst meö þvi aö Daviö Oddsson laug fundarmenn fulla. Hvernig skyldi eins grand- vörum manni og Geir Hallgrimssyni formanni flokksins hafa liöiö undir lestrinum? Skyldi honum ekki hafa flogiö i hug máltækiö „aftur hrekstill lygi um siöir”, ogoröiö hugsaö til þess aö andstæöingar Daviös Oddssonar hafa allan veturinn til þess aö reka ofan i hann lygina: Hver trú- ir Daviö I vor, þegar hann byrjar kosningabaráttuna á lygavaöli? Þaö hafa oröiö mikil umskipti i Sjálfstæöisflokknum, þegar eins óvandaöur oröasmiöur og Daviö Oddsson velst þar til forystu. Ef tekiö er miö af fyrri borgarstjóra- efnum Sjálfstæöisflokksins, sem siöar hafa rataö greiöa leiö i embætti borgarstjóra og þaöan i æöstu stööur innan flokksins, veröur afturförin auösæ. Bjarni Benediktsson, Gunnar Thorodd- sen, Geir Hallgrimsson og Birgir Isleifur Gunnarsson voru og eru misjafnlega vaskir stjórnmála- menn og þeir fyrrnefndu mun svipmeiri; en allir eiga þaö sam- eiginlegt aö hafa lagt sig fram um viröulegan og vandaöan mál- flutning. Ekki svo aö skilja aö þeir hafi dregiö þær ályktanir af staöreyndum eöa haldiö fram þeim skoöunum sem félags- hyggjufólki eru þóknanlegar. Siöur en svo. Og hagrætt hafa þeir staöreyndum og stundum látiö sér nægja hálfan sannleikann, eins og stjórnmálamönnum er titt. En sé allrar sanngirni gætt, veröa þeir ekki sakaöir um aö hafa beitt óvönduöum götu- strákabrögöum eöa gagnsæjum lygum i sinum málflutningi. Arf- taki þeirra, Daviö Oddsson telur þaö hinsvegar hæfa Sjálfstæöis- flokknum i dag aö byggja mál- flutning hans i borgarmálum Reykjavikur á visvitandi lygum. Morgunblaöiö hefur látiö sér málskraf Daviös Oddssonar vel lika og þessvegna er engin ástæöa til þess aö ætla aö rangt sé eftir honum haft i frásögn blaösins af húsnæöismálafundi Sjálfstæöis- félaganna i Reykjavlk. Þar eru settar fram sex fullyröingar, sem allar byggja á rangfærslu, útúr- snúningi og lygi. Hér skal þeim svaraö og þeim oröum sem þegar hafa veriö fest á blaö fundinn staöur. 1. fullyröing ,,Ég held aö margur Reykvik- ingur hafa hrokkiö óþyrmilega viö, þegar núverandi forseti borgarstjórnar, aöalvaldamaöur og talsmaöur vinstristjórnarsam- starfsins i borginni, tók á þvi vandamáli, sem hann vildi svo kalla, aö ýmsir einstaklingar byggju I of stóru húsnæöi og leigöu ekki út frá sér. Þar átti sveitarfélagiö aö koma til og reyna meö einhverjum hætti aö fá fólk af villu sins vegar.” 1. svar Hér lepur Daviö Oddsson upp útúrsnúninga Morgunblaösins úr Þjóöviljaviötali viö Sigurjón Pét- ursson. Sá siöarnefndi svaraöi þessum málflutningi á húsnæöis- málaráöstefnu Alþýöubanda- lagsins I Reykjavik 3. þ.m. meö eftirfarandi oröum: „Mér hefur aldrei komiö til hugar og hef aldrei sagt þaö aö þaö bæri aö ýta fólki út úr sinu húsnæöi til þess aö koma þvi i betri nýtingu. En ég hef sagt þaö, aö þaö beri aö leita leiöa til þess aö auövelda fullorönu fólki I of stóru húsnæöi aö skipta yfir i húsnæöi, sem hentar betur þeirra þörfum og þeirra vilja. Þaö aö stofnuö skuli hafa veriö samtök aldraöra til þess eins aö leysa þetta vandamál sýnir og sannar, aöþetta erekkiskoöun, sem ég er aö þrengja upp á gamla fólkiö heldur er þetta skoöun, sem þaö hefur sjálft, en hefur ekki bol- magn til þess aö framkvæma og leysa.” Leiöirnar eru þær aö gefa þeim sem vilja tækifæri á aö minnka viö sig og hinum aö sitja aö sinu. Þegar hefur borgin úthlutaö lóöum undir 100 ibúöir til sam- taka aldraöra og mörg önnur samtök og einstaklingar hafa leitaö hófanna um möguleika á byggingu sérhannaöra Ibúöa fyrir aldraö fólk. Þörfin er fyrir hendi og þaö þarf aö skapa möguleika til þess aö mæta henni. Þaö er gert. Sigurjón Pétursson sagöi enn- fremur um þetta vandamál: „Aldraöir ibúar i Reykjavik þarfnast fyrst og fremst félags- legs öryggis. Greina má tvo hópa sem eiga i erfiöleikum. Annars vegar þá sem búa viö húsnæöis- leysi eöa lélegt húsnæöi, og þvi miöur er alltof mikiö af þvi i Reykjavikurborg i dag. Svo eru þaö hinir, sem beinlinis hefur dagaö uppi i of stóru hánæöi, fólk sem býr viö fullkomiö öryggis- leysi sitt i stórri ibúö, jafnvel eitt I stóru húsi, þar sem enginn sér til þess og enginn fylgist meö þvi. Og þaö á oröiö i miklum erfiöleikum aö halda þessu húsnæöi I lagi og jafnvel meö aö þrifa þaö. Hér er um aö ræöa stóran hóp, sem * ætlast til aö vandi hans sé leyst- ur.” 2 fullyröing „Ef þaötækist ekki”, (þaöer aö segja aö sveitarfélaginu tækist ekki aö fá fólk ofan af þvi aö búa i rúmu húsnæöi) „Þá er óhjákvæmilegt aö gripa til' annarra og róttækari aögeröa. Þá átti aö taka ibúöir og húsnæöi, sem ekkiværi forsvaranlega nýtt, aö mati yfirvaldanna, leigunámi.” 2 svar Hér er um grófa fölsun á um- mælum Sigurjóns Péturssonar aö ræöa. A áöurnefndri ráöstefnu AB sagöi hann: „Ég hef sett þá skoöun fram og ég tel hana rétta, aö þaö sé rétt og jafnvel nauösynlegt, þegar öll önnur úrræöi hafa veriö þraut- reynd — og viö þau skilyröi aö neyöarástand riki i húsnæöismálum eins og Morgun- blaöiö heldur fram — aö taka húsnæöi sem stendur autt lang- timum saman leigunámi af sveitarfélaginu og tryggja nýt- ingu þess.” Visvitandi reynir Daviö Oddsson aö láta lita svo út meö oröafarinu „forsvaranlega nýtt”, aö taka eigi ibúöir þar sem gamalt fólk hefur rúmt um sig leigunámi fái Sigurjón einhverju um ráöiö. Samtimis hefur þaö komiö fram aö Daviö Oddsson telur þaö siöferöilega réttlætan- legt aö húsnæöi standi autt lang- timum saman, ef eigendum sýnist svo, þó aö „þúsundir manna séu á götunni og i algeru húsnæöisleysi”, eins og Morgun- blaöiö heldur fram. Mikill er kær- leikurinn. 3. fullyröing „Þaö var ekki aöeins fyrirlitn- ing vinstri manna á eignarréttin- um, sem vakti þarna athygli, hún er löngu kunn, þótt þeir sjálfir hafi brugöiö á hana felulitum i daglegum átökum um völd og áhrif”. 3. svar Fyrirlitningin á eignarréttinum er ekki meiri en svo, aö þaö verkamannabústaöakerfi sem Alþýöubandalagiö og verkalýös- hreyfingin hafa barist fyrir I ára- tugi byggir á einkaeignarréttin- um. Þaö hefur ætiö veriö stefna Alþýöubandalagsins aö fólki væri gefinn kostur á aö eignast eigiö húsnæöi. Flokkurinn hefur hins- vegar barist fyrir þvi aö þau mannréttindi nái einnig til lág- launafólks og fólks sem af ýmsum ástæöum hefur skerta möguleika á aö byggja eöa kaupa á frjálsum markaöi. En einkaeign fylgja einnig skyldur svo sem Sigurjón Pétursson hefur bent á. „Viö skulum gera okkur grein fyrir þvi aö flest þaö húsnæöi, sem byggt hefur veriö á íslandi á siöustu áratugum og er I einka- eign, hefur veriö byggt aö veru- legum hluta af samfélaginu sem sliku. Þeir sem af dugnaöi byggöu Ibúöir fyrir eigin reikning hér á árum áöur, fengu til þess rýmileg lán sem þeir aldrei endurgreiöa, heldur geröi samfélagiö þaö i formi veröbólgu”. Skapar þaö ekki einhverja skyldutilfinningu gagnvart þeim sem á eftir koma og þurfa nú aö endurgreiöa öll lán meö jafngildum krónum? 4. fullyröing „Stórkostlega hefur veriö dregiö úr lóöaúthlutunum...” frá þvi aö núverandi meirihluti tók viö. 4. svar Hér má aö visu velja sér margskonar viömiöun. Sann- gjarnast hlýtur þó aö vera aö bera saman núverandi og siöast- liöiö kjörtimabil i borgarstjórn Reykjavikur. Þaö er sanngjarnt vegna þess aö frá 1973 hefur Ibú- um ekki fjölgaö i Reykjavik. Þegar þetta er gert kemur I ljós aö meöaltal úthlutana árin 1975 til 1978 er 478lóöir, en á árunum 1979 til og meö 1981 411 ibúöir. Og enn á núverandi meirihluti eftir eitt úthlutunarár áöur en kjörtimabili lýkur og „stórkostlegur” veröur munurinn ekki þegar upp er staöiö”. 1 samræmi viö nýja skipulagsstefnu hefur hingaö til veriö úthlutaö lóöum á eftirsótt- ustu byggingarstööum i borginni, svokölluöum þéttingarsvæöum, en eftir næstu áramót á sér staö úthlutun á nýjum stórum bygg- ingarsvæðum i Artúnsholti og Selási. Lóðaúthlutun segir heldur ekki alla sögu, og t.d. hefur aöeins tvisvar á siðasta áratug veriö lokiö viö fleiri ibúöir i' Reykjavik heldur en 1 fyrra, eöa 818. 5. fullyröing ..„og svokallaö punktakerfi I lóöamálum hefur leitt til þess aö ungtfólká einnminni möguleika á aö koma sér þaki yfir höfuöiö en þaö átti áöur... 5. svar Punktakerfinu var komiö á i þeim tilgangi aö allir borgarbúar ætti jafnan rétt viö lóöaúthlutanir og þyrftu ekki aö eiga þaö upp á náö stjórnálamanna hvort þeir fengjn lóö eöa ekki. Samkvæmt samanburöi sem geröur hefur veriö á úthlutun eftir punktakerf- inu og gamla ihaldskerfinu kemur i ljós aö meöalaldur þeirra sem lóö fá er heldur lægri en á ihaldstimanum. Fullyrðing Daviös Oddsonar um hiö gagn- stæöa er þvi visvitandi röng. 6. fullyröing „Þá væri meö nýjum lögum um húsnæöismáÞog ekki sist fram- kvæmd þeirra og fjármögnun veriöaö skapá stórkostlegan mun þeirra sem byggja I svokölluöu félagslegu kerfi og þeirra menn vilja fá aö hafa meira um húseign sina aö segja og eiga hana kvaöa- og fortakslaust”. 6. svar Þaö er rangt aö munur á kjörum I félagslega kerfinu og al- mennum húsnæöislánum sé meiri en áöur. Byggingarsjóöi verka- manna hafa veriö tryggöir nýir tekjustofnar til stórátaks sem mun gera fleirum en áöur kleyft aö komast i eigiö húsnæöi. Al- mennu húsnæöislánin hafa ekki lækkaö sem hlutfall af „visitölu- Ibúöinni”. Meöaltalslán er nú 32.7% af byggingarkostnaöi „visitöluibúöar” og er þaö meö þvi hæsta sem gerst hefur frá 1966, auk þess sem stórar fjöl- skyldur fá verulega viöbót. Þaö sem breyst hefur er aö nú eru lán aö fullu verötryggö, og til þess aö mæta nýjum vanda þeirra sem byggja I fyrsta sinn á almennum markaöi er I ráöi á vegum stjórn- valda aö greiöa úr fyrir þeim sér- staklega. Hér hafa aöeins veriö tindar út sex af fullyröingum Daviös Odds- sonar og þeim svaraö. Þar stendur ekki steinn yfir steini enda þagöi oddviti Ihaldsins þunnu hljóöi þegar húsnæöis- málin voru rædd I borgarstjórn. Hann treysti sér ekki til þess aö hafa yfir ósannindavaöalinn á vettvangi þar sem vissa var fyrir aö honum yröi svarað meörökum og staöreyndum. Tal um aö vinstri meirihlutinn i Reykjavik dragi kjark úr mönnum til hús- bygginga, og vilji vera ihlutverki „skömmtunarforstjóra” er póli- tiskur skætingur og skoðun sem Daviö Oddssyni er aö sjálfsögöu heimilt að halda fram hvenær sem er. En það hlýtur aö vera áhyggjuefni innan Sjálfstæöis- flokksins að áróður oddvita hans i Reykjavik skuli ekki vera einnhversstaöar i námunda viö staöreyndir mála. ósvifin og lygablandin áróöursmennska endist i nokkar vikur en gott minni þurfaþeiraöhafa sem ætla sér aö ljúga til vors án þess aö flækja sjálfa sig i lygavefum. — Einar Karl

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.