Þjóðviljinn - 26.09.1981, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 26.09.1981, Blaðsíða 6
6 SÍÐA — ÞJÖÐVILJINN Helgin 26. — 27. september 1981 mér er spurn . Bergþóra Gisladóttir svarar Jóhönnu G. Kristjánsdóttur Eru foreldrar áhuga- litlir um uppeldismál? Ef saltið dofnar, með hverju á þá aö selta það? Eitthvað þessu likt vakir sjálfsagt fyrir Kennarasambandi tslands, þegar það sendir út spurningaiista með 12 spurningum ,,fyrir fullorðna um börn og skóla” þeir sem vinna innan skólans finna manna mest þörfina fyrir ýmsar knýjandi breytingar og umbætur i skóla- starfinu. En þar sem alit vald til breytinga liggur hjá fræösluyfir- völdum og þá sérstaklega hjá pólitiskt kjörnum fulltrúum, snýr kennarasambandið sér beint til umbjóðenda þeirra, þ.e. foreldr- anna. Þetta viröist liggja nokkuð beint við. Þaö væri erfitt að hundsa breytingar, sem kennarar og foreldrar stæðu sameinaðir um. En til þess svo veröi, þarf i fyrsta lagiumræðu og í öðru lagi einhvers konar samkomulag. Þvi málið er margslungið og vart að vænta að allir séu sammála um val verkefna eða i hvaða for- gangsröð umbætur ættu að ger- ast. Þvi heyrist oft fleygt i umræöu að foreldrar séu áhugalitlir um uppeldis- og skólamál. Þú spyrö Jóhanna hvað ég álíti um sann- leiksgildí slikra ftdlyröinga. Ég held að foreldrar, a.m.k. mæður, séu áhugasamir um allt uppeidiog þarmeðtalin skólamál barna sinna. t starfi minu sem kennari og siðar sem starfsmaður sálfræðideilda skóla, kynntist ég aldrei móöur, sem ekki hafði áhuga á uppeldi barna sinna. Aftur á móti hitti ég feður, sem vissu litið um hvernig uppeldis- málin gengu fyrir sig á eigin heimili. Hvort beri að túlka það sem áhugaleysi veit ég ekki, hitt er vfst að verkaskiptingin á heimilunum er slik, að umsjá og uppeldi barna á heimilum er kvenna starf. Þessu til sönnunar get ég að visu ekki vitnað i neinar visindalegar kannanir. En ekki þarf nema að bregða sér i gerfi athugandans i sæmilega fjöl- menna fermingarveislu eða af- mælisboð. til að sjá hverjir eru þar í hlutverki uppalanda og hverjirræða ,,uppeldismál” ivið- asta skilningi þess orðs, þegar tóm gefst. Það er þvi meö uppeldi eins og ikinur heimilisstörf, að það er ekki bara litils metið, heldur einskis metið. Konur fá fyrir heimilisstörf hvorki umbun fé né einkunn, nema ef vera skyldi i minningargreinum og likræðum. Ég er ekki i nokkrum vafa um að sérstaöa þessa vandasama starfs, hefur áhrif á afstöðu kvenna til uppeldisstarfsins og á afstöðu fólks tii uppeldismála al- mennt, þar á meðal skölamála. Ef uppeldisstarfiö á heimil- unum væri metið aö verðleikum og e^karlar sinntu þvi til jafns viö konur væru samskipti skóla og heimila með öðrum hætti en þau eru i dag. Konur vita vel, ekki siður en kennarar, aö það er eitt aö hafa áhuga á uppeldismálum og annaö að sýna hann i verki. Þær hafa af biturri reynslu lært aö iita á uppeldisstarfið sem sitt einkamál, þar sem litillar hjálpar var að vænta. Er ekki meira en trúlegt að þær telji að svipaðar reglur gildi um skólann. En það er margt annað, sem torveldar samskiptUig samvinnu heimila og skóla, j#- ég telji af- stöðu þjóðfélagsins iheild til upp- eldismála höfuðástæðuna þ.e. sú afstaða sem telst i að lita á upp- eldi sem einkamál foreldra. Ég vil hér drepa á nokkur atriði: Félagsvisindi, sálfræði og upp- eldisfræðieiga sér stutta sögu hér á landi, en allar þessar fræði- greinar kom a.við sögu á einn eöa annan hátt i skipulagningu og umræðu um skólamál. Þeir sem menntaöastir eru, hér á landi i slikum fræðum hafa flestir sótt obbann af sinni menntun til ann- arra landa —ýmisst beint eða i gegnum erlend visindarit. Til að menntun af þessu tagi nýtist við aðra staðhætti, þurfa iðkendur hennar að leggja á sig mikla og nærgætna vinnu við aö yfirfæra ,og aðlaga hana islenskum að- stæðum. Hér er þvi miður oft ...og spyr Sólveigu Ásgrímsdóttur sálfrœðing: Hvernig á félags- hyggjufólk — sósíalistar að ala upp börnin sín? Telur þú að það sé eðlilegt að uppeldi mótist af lífs- skoðun—lífssýn — uppalandans? Og ef svo er, hvernig á félagshyggjufólk — sósíalistar — að ala upp börnin sín? Leiðrétting * t svari Jóhönnu Kristjáns- dóttur til Vilborgar Dag- bjartsdóttur á sunnudaginn var féllu nokkur orð úr setn- ingu sem gerðu hana ill- skiljanlega. t öðrum dálki frá hægri, niundu linu að neðan stóð: ,,—góður safngripur lag- anna — sem er stórmál” en átti að standa: ,,— góður safngripur en aldrei veruleiki? Og þá er komið að hinu siðar- nefnda — framkvæmd lag- anna, sem er stórmái”. pottur brotinn, og hefurþað skap- aö hættulegtvanmat á gildi slfkra fræöa og óþarfa tortryggni. En einnig þetta á sér sinar skýr- ingar, og vil ég benda á tvær. 1. E rfitt er að fá fé til að gera þær rannsóknir sem til þarf. 2. Fræðimenn virðast stundum lir tengslum við þanu veruleika sem þeir ætla að rannsaka og vinna i. Þótt búið sé að dæma orðið K vennamenningu úr leik hér i Þjóðviljanum, sem visindalegt hugtak, held ég að þaö geti verið athugandi fyrir þá, sem ætla, að skilja uppeldismál til hlýtar að athuga það hugtak nánar. Mér er nefnilega ekki grunlaustum að sumum mæðr- um finnist að nú ætli eggiö að fara aö kenna hænunni, þegar þær taka við ráðum frá reynslulitlum en „fræðilega” vel menntuðum mönum. Til að samvinna náist um upp- eldi bæöi hvað varðar uppeldi almennt og einstök börn þarf ýmislegt að vera ljósara en nú er um verkaskiptingu og vald- svið foreldranna annars vegar og skólans hins vegar. Og margt er i deiglunni og miklar vonir eru bundnar frá báðum hliðum við foreldrafélög skól- anna. Málið er margslungið: En vilji skólamenn fá virkan stuðning foreldra i skólastarfinu verða þeir um leið að vera tilbúnir til að gera skólann að opnari stofnun en hann nú er. Sam- tímisverða þeir að gera upp við sig hvort þeir eru tilbúnir að losa skólann undan þvi stofn- analega valdi og vernd sem hann hefur búið við. Jafnframt verða skólamenn að gera sér grein fyrir að frumkvæðið verður að vera þeirra, þar sem þeir sitja inni með þá þekkingu og reynslu sem til þarf. ritstjórnargrein Undanfarna mánuði er að ganga yfir landið bylting sem er furðu hljótt um, svo afdrifarik sem hún getur orðið. Hér er átt við myndbandabyltinguna. t allt sumar hafa verið að berast fregnir af myndabandavæðingu fjölbýlishúsa á höfuðborgar- svæöinu, nú bætast við fregnir úr ýmsum kaupstöðum og plássum um samvinnufélags- skap sem ris um starfrækslu lokaðra kerfa; þeir á Akureyri eru stórtækastir, þar er meira en 500 fjölskyldna kerfi i bigerð. Þessi þróun hefur nú eins og ýtt til hliðar spurningum sem tengdar eru viðtöku sjónvarps- efnis frá gervihnöttum. Þær eru enn á dagskrá — til dæmis á loksins aö fara aö taka ákvarð- anir um Nordsatáætiun nú i vetur. Það er þó athyglisverð- ast, að myndabandabyltingin sigur fram án umræðu um grundvallaratriði. Kannski eru of margir feimnir viö að láta i ljós áhyggjur sinar af þróuninni — þeir verða umsvifalaust festir upp og stimplaðir óvinir fjöl- miðlafrelsis! Vlgorö dagsins er: meira myndefni i dag en i gær — og fátt er um spumingar sem lúta aö efnisvali lokuöu kerf- anna eða jákvæðum möguleik- um. Hvaö er sýnt? Reynslan úr nálægum löndum sýnir, að mesta útbreiöslu á my ndbandamarkaði hafa skemmtimyndir af ákveðnum tegundum, yfirleitt úr lakari básum kvikmyndaiðnaðarins. Afar mikið hefur farið fyrir grimmum ofbeldismyndum, sem og „mildu eða hörðu” klámi. Myndbandadreifarar hérlendis hafa gefiö yfirlýs- ingar um að allt sé i sómanum hjá þeim, en i raun hefur enginn yfirlit yfir það sem fram fer. Nefnd verður nú skipuð til að skoða það m.a. hvernig þessi þróun gengur inn á lög um höf- undarétt, útvarpsrekstur og þessháttar, og væntanlega mun hún einnig leggja fram hug- myndir um opinbera stefnu i þessum málum. Börn og unglingar Það er viöar en hér, sem myndbandaþróunin kemur mönnum i opna skjöldu, fyrst breiöist tæknin út, siöan er skoðað hvort og hvernig þurfi að bregðast við henni. Sviar til dæmis hafa haft verulegar áhyggjur af ofbeldisfarganinu frá myndbandaleigum og settu nátturulega nefnd i máliö. Hún hefur fyrr I þessum mánuði skilað áliti. Höfuðforsendan sem þessi opinbera nefnd setur sér er skynsamleg: hún segir að það séu þarfir barna og ungl- inga og afleiðingar myndbanda- byltingarinnar á lif þeirra sem mestu eigi að ráða um afstöðu samfélagsins til framvind- unnar. Þar er minnt á það, að börn og unglingar séu iðnari notendur myndefnis en flestir aðrir, þau séu áhrifagjarnari og þau eigi erfiðara með að skilja það sem að þeim er rétt en full- orðnir. Fleira er sagt i þessum dúr, sem menn þekkja úr fjöl- miölarannsóknum austan hafs og vestan. Nefndin hefur áhyggjur af þvi, að á myndspólunum sem i gangi eru fari mest fyrir heldur lélegri afþreyingu og ofbelis- myndum. Myndbandaheimur- inn er sjónvarp — að frádreg- inni viðleitni rikissjónvarps til upplýsingamiðlunar og til menningarauka. Gagnráðstafanir Siðan kemur aö tillögum nefndarinnar. Hún vill koma samskonar eftirliti um mynd- bandaleigurnar og viöhaft er með kvikmyndahúsum. Bóka- söfn komi sér upp myndbanda- safni með góðu efni og dreifi, einnig sé komið upp verkstæð- um þar sem menn fái tilsögn i að gerð eigin dagskrár. (Það er reyndar sú jákvæðahlið á is- lenskum fréttum um lokuð kerfi, að i einstaka byggðalagi reyna menn aö búa sjálfir efni um tiöindi i plássinu). Þá er mæit með þvi, að komiö sé upp staðbundnum lokuöum kerfum og sé sent um þau frá bókasöfn- um i hverfunum — i þessu sam- bandi má minna á, að i Sviþjóð er myndbandatækið i miklu rik- ari mæli en hér einkaeign fjöl- skyldnanna og þar er aukin samvinna nágranna á þessu sviði talin til bóta. Fjármál koma við sögu: nefndin sænska vill leggja sér- stakan skatt( 10-20%) á tækja- búnað og spólur til að standa undir þeim gagnaðgeröum sem fyrr voru nefndar. Auk þess er til þess ætlast að skólar veiti til- sögn i myndbandafræðum og dagskrárgerð. Meö slikum aðgeröum á að reyna aö gera myndbandiö að samskiptatæki fyrir litil sam- félög, þar sem menn búa til eig- Árni__________________ Bergmann skrifar: in dagskrár, skiptast á skoðun- um og viðhorfum. Þungurróður t leiöara i Dagens Nyheter um mál þessi var dregið i efa að slik þróun væri möguleg. Veriö gæti að þeir sem tala minnihlutamál, eða t.d. trúfélög gætu haft slik not af videokerfum sem ætlast er til. En hitt væri óliklegt, að aðgeröir sem fyrr voru nefndar mundu breyta þvi neyslu- mynstri sem er orðið til: aö sá æsilegi reyfari um hrikalegt ævintýri eða stórfenglegar ást- ir, sem áður var gripiö til i bókaformi kemst nú á mynd- band: með þeim mun helstum að myndin er áhrifasterkari en orðið. Nauðsyn En eins og hið sænska blaö segir i leiðara: það er hægur vandi aö gagnrýna tillögur sem þær er fyrr voru raktar, hitt gæti nefnilega verið erfiðara að finna svör sem duga. Og meöan við biöum eftir þvi, hvað Islensk nefnd hefur fram að færa skal þó eitt itrekaö: hvað sem liður myndbandalöggjöf eða Nord- satáformum: I öllu falli verður að hressa upp á dagskrá islensks sjónvarps, og þá veröur að losa stofnunina úr þvi fjár- svelti sem visitöluleikurinn hef- ur komiö henni i. — áb. Myndbandabyltingin hljóðláta

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.