Þjóðviljinn - 26.09.1981, Blaðsíða 20

Þjóðviljinn - 26.09.1981, Blaðsíða 20
DJÓDVHHNN Helgin 26. — 27. september 1981 Abalstmi ÞjóOviljans er 81333 kl. 9-20 mánudag til föstudags. Utan þess tlma er hægt að ná 1 blaöamenn og aöra starfsmenn blaösins I þessum slmum : Ritstjórn 81382, 81482 og 81527, umbrot Aðalsími Kvöldsími Helgarsíml afgreiðslu 81663 81285, ljósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9-12 er hægt aö ná i af- greiöslu blaösins 1 slma 81663. Blaöaprent hefur slma 81348 og eru blaöamenn þar á vakt öll kvöld. 81333 81348 nafn vikunnar Guðni Kjartansson Kiiattspyrnulandsliöið okkar hefur unniö góð afrek siöustu vikurnar. 5. stig i heimsmeistarakeppni, segja ánægjuleg tiöindi. tsiend- ingar eru miklir kcppnis- menn og vilja oft hlut landans mciri en raunveru- lcgar aöstæöur geta leyft. Því ber aö fagna serstak- lega, þegar vel gcngur. Guöni Kjartansson lands- liösþjálfari á simi þátt i þessari velgengni liösins og er því nafn vikunnar aö þessu sinni. Hann var spurður hverju bæri aö þakka þennan árangur liðs- ius. — Fyrst og fremst leik- mönnum. Þeir hafa staöið mjög vel saman og lagt sig fram fyrir hvern annan. Þetta eru alltpiltarsem eru i þessu vegna þess að þeir vilja ná einhverjum árangri. Baráttuandinn orðinn meiri? — Það er kannski sam- staöan sem er orðin meiri. Baráttan hefur alltaf verið fyrir hendi, en það hefur kannski verið meiri einstakl- ingsbarátta. Heildarsam- staðan er orðin meiri. f það minnsta i tveimur, þremur siðustu leikjum. Er árangur laudsliösins f síöustu leikjum betri en þii haföir s jálfur þoraö aö vona? — Já, það má segja það. Ég get ekki annað en viöur- kennt það. Færír þessi árangur liösins í sumarokkur framar i hópi knattspy rnuþjóöa hcims? — 1 fyrsta lagi þá höfum við menn sem eru atvinnu- main og þvi i sama styrk- leika og þeir atvinnumenn sem við spilum gegn. Það segir sig sjálft að þetta eru sterkir einstaklingar. Ef við náum þvi að bUa til lið úr þessum efnivið, þá hljótum við að geta byggt upp sterkt lið. Ég held aö við verðum samt að horfast i augu við þá staöreynd að viö erum ekki beint stórveldi iknattspyrnu. — Landsleikur viö Wales er framundan. Hvernig lýst þér á? — Mérlistágætlega á þann leik. Agóöum degi þá getum við haft i fullu tré við hvern sem er. Veröur æft stíft fyrir þennan leik? — t fyrsta lagi reynum viö að æfa hérna heima, með þeim mannskap sem heima er. Ég á von á þvi aö það verði svipaður kjami í liðinu og í siðasta leik, ef ekkert kemurupp. Ef við ætlum að reyna að halda saman þessu liði og reyna að fá standard hjá okkur, þá verðum, við líka að gera kröfu til okkar eins og við gerum kröfu tii leikmannanna. -*g Gamla fólkiö fylgdist meö lýsingu Páls af miklum áhuga. Okkur láöist aö taka niöur nafn konunnar lengst til vinstri en fyrir aftan hana sitja þær Sólveig Sigurjónsdóttir og Hólmfriður Guðmundsdóttir og fyrir aftan þær Elin Magnúsdóttir við gluggann.. (Ljósm.: eik). SVR bjóða öldruðum í skoðunarferð um Reykjavík í tilefni af 50áraafmælinu * Herrans nafni og fjörutíu” ,,Þá held ég að við leggjum af stað í Herrans nafni og f jörutíu", sagði Páll Líndal lögfræðingur er fullur strætisvagn af öldruðu fólki er býr á Dalbraut 1 lagði af stað í skoðunarferð um Reykjavík undir leiðsögn hans. Tilefnið var það að Strætisvagnar Reykja- víkur eiga um þessar mundir 50 ára afmæli og ákvað stjórn þeirra í til- efni afmælisins að bjóða öllum íbúum af heimilum aldraðra i Reykjavík í slíkar skoðunarferðir. Standa þær yfir núna. Bilstjóranum, Þórhalli Halldórssyni, þakkað kærlega fyrir að leiðar lokum. Hann skenkti hópnum konfekti á ieiðinni. (Ljósm.: eik) Frægasta gatan I Skjólunum er Skálkaskjól þótt erfitt geti reynst aö Þorgeir Eyjólfsson 92 ára er finnahana, sagði Páll Lindaler ekið var þar um. 8Ljósm.: eik). orðinn nær blindur og hcyrnar- laus en dreif sig samt i ferðina og hafði ánægju af. (Ljósm.: eik). Páll Lindal er manna fróðast- ur um sögu Reykjavikur og auk þess manna skemmtilegastur i frásögn og er hann leiðsögu- maöur i öllum þessum ferðum. 1 ferðinni, sem blaðamenn fóru á fimmtudag með Dalbrautar- fólkinu, voru auk þess Eirikur Asgeirsson forstjóri SVR og Guðrún Ágústsdóttir stjórnar- formaöur SVR. Bilstjóri i öllum þessum ferðum er Þórhallur Halldórsson og auk þess aö stýra splunkunýjum strætis- vagninum mjúklega býður hann um leið upp á konfekt á leiöinni. Hver og einn einasti ibúi Dal- brautar 1 vildi koma með i ferð- ina og var önnur ferð áætluð daginn eftir. Meðal þeirra sem voru með á fimmtudag var Þor- geir Eyjólfsson 92 ára sem er orðinn nær blindur og heyrnar- laus. Sagðist hann hafa haft mikla ánægju af þessari reisu enda sat viö hlið hans Kristin Dagbjartsdóttir starfsmaður dagdeildarinnar á Dalbraut og kom áleiðis til Þorgeirs þeim fróöleik sem Páll miðlaði um Reykjavik. Sagðist Þorgeir þekkja vel allar þessar slóðir og sjá þær i anda við lýsinguna. Hann kom til Reykjavikur 1911 og var lengi skipstjóri á vatns- bátnum svokallaða i Reykjavik- urhöfn en seinna verkstjóri viö höfnina. Fariö var sem leið liggur um Laugarás og Langholtshverfi og siðan upp I Breiðholt og hring- sólaö um þá miklu kastalaborg. Siðan var haldið vestur á bóginn og alveg yst út á Seltjarnarnes og þaöan út i örfirisey. Ekið var um miöbæinn, m.a. fram hjá útitaflinu umdeilda og svo um Sóleyjargötu, Njarðargötu, Frakkastig og inn Skúlagötu og um Laugarneshverfi heim. Eins og áður sagði er Páll manna fróöastur um borgina, enda var honum óspart klappað lof i lófa að ferðinni lokinni. Blaðamaður Þjóðviljans ræddi við þær Hólmfriði Guðmunds- dóttur og Elinu Magnúsdóttur og lýstu þær ánægju sinni með þetta framtak SVR og sögöu að þeim heföi þótt reglulega gam- an. — GFr

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.