Þjóðviljinn - 26.09.1981, Blaðsíða 10
10 SÍÐA
ÞJÓÐVILJINN Helgin 26. — 27. september 1981
Helgin 26. — 27. september 1981 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 11
Afrekaskrá
Karpovs
Afrekaskrá heimsmeistarans
er sérlega glæsileg. Hann varð
stórmeistari i skák árið 1970, og
frá þeim tima er ferill hans rak-
inn, hvert einasta skákmót sem
hann hefur tekið þátt i, svo og op-
inber einvigi. Fjölmörg sveita-
keppni er hinsvegar látin liggja i
láginni.
1970: ,
Caracas, 18 þátttakendur 4. - 6.
sæti
Undanrásir sovéska meistara-
mótsins, 18 þátttakendur, 1. sæti.
Sovéska meistaramótiö, 22
þátttakendur, 5. - 7. sæti.
1971:
Undanrásir sovéska meistara-
mótsins, 18 þátttakendur, 1. sæti.
Aljékin-mótið, 18 þátttakendur,
1. - 2. sæti.
1972:
Hastings, 16 þátttakendur, 1. -
2. sæti.
Saii Antonio, 16 þátttakendur, l.
- 3. sæti.
1973:
Budapest, 16 þátttakendur, 2.
sæti.
Millisvæðamót, Leningrad, 18
þátttakendur, 1. - 2. sæti.
Sovéska meistaramótið, 18
þátttakendur, 2. - 5. sæti
Madrid, 16 þátttakendur, 1.
sæti.
1974:
Askorendakeppnin:
Karpov - Polugajevski, 3:0(5 1/2
: 2 1/2)
Karpov - Spasski, 4:1 (7:4)
Karpov - Kortsnoj, 3:2(12 1/2 : 11
1/2)
1975:
Portoroz, 16 þátttakendur 1.
sæti
Milanó, 12 þátttakendur, 1. sæti
1976:
Skopje, 16 þátttakendur, 1. sæti
Amsterdam, 4 þátttakendur, 1.
sæti
Manila, 4 þátttakendur, 2. sæti
Montilla, 10 þátttakendur, 1.
sæti.
Sovéska meistaramótið, 18
þátttakendur, 1. sæti.
1977:
Bad Lauterberg, 16 þátttakend-
ur, 1. sæti
Las Palmas, 16 þátttakendur, 1.
sæti
Leningrad, 18 þátttakendur, 4. -
5. sæti.
Tilburg, 12 þátttakendur, 1.
sæti.
1978:
Bugonjo, 16 þátttakendur, 1.-2.
sæti
Baguio, einvigi um heims-
meistaratitilinn, Karpov - Korts-
noj 6:5 (16 1/2 : 15 1/2)
1979:
Munchen, 16 þátttakendur
(hætti keppni eftir 5 umferðir)
Montreal, 10 þátttakendur, 1. -
2. sæti
Van Vadixeen, 4 þátttakendur,
1. sæti
Tilburg, 12 þátttakendur, 1. sæti
1980:
Bad Kissingen, 4 þátttakendur,
1. sæti
Bugonjo, 11 þátttakendur, 1.
sæti
IBM-mótið, 8 þátttakendur, 1.
sæti
Tilburg, 12 þátttakendur, 1. sæti
Buenos Aires, 14 þátttakendur,
4. - 5. sæti
1981:
Linares, 12 þátttakendur, 1. - 2.
sæti
Moskva, 14 þátttakendur, 1.
sæti
IBM-mótið, 12 þátttakendur, 2. -
3. sæti
Einvígi um heimsmeistara-
titilinn hefst á fímmtudaginn
Fimmtudaginn 1. október hefst í smábænum
Merano á italíu einvígi sem ætia má að muni
eiga hugi og hjörtu manna næstu 2 - 3 mánuð-
ina, einvigi Anatoiy Karpovs heimsmeistara
og áskoranda hans, Viktors Kortsnojs. Þeíta
er ellefta einvígið um heimsmeistaratitilinn
frá því að reglum um keppni þessa var breytt
árið 1948.
Keppni um heimsmeistaratitilinn hefur þó
staðið i nærfellt eina öld, og fyrsti löggilti
heimsmeistarinn var Austurríkismaður að
nafni Vilhelm Steinitz. Steinitz missti titilinn i
hendur Emanuels Laskers, þess manns sem
haldið hefur titlinum í lengstan tíma, 21 ár
samfellt.
A tímum Laskers og Steinitz var keppnin um
heimsmeistaratitilinn með því sniði, að sá sem
girntist æðstu metorð skákarinnar varð að
leggja til verðlunaupphæðina alla og það var
ekki heiglum hent, því skákmenn hafa sjaldn-
ast verið i flokki þeirra sem sækjast eftir
verðmætum þeim sem mölur og ryð fær
grandað.
Steinitz tam. var bláfátækur gyöingur og síðustu árin
léku hann svo grátt að hann átti sér vart málungi matar og
andaðist á geöveikrahæli. Arftaki hans, Emanuel Lasker
haföi meira fyrir sig aö leggja. Hann hafði doktorsgráðu í
stæröfræði og lagði ýmislegt af mörkum á þvl sviði þó
mestur hans tími færi vitanlega i skákiðkanir. Mótstöðu-
menn Laskers voru margir hverjir álíka beysnir og Stein-
itz, örlög frægasta andstæðings hans, Schlechter urðu
svipuö og Steinitz — hann hreinlega dó úr hungri á heims-
styrjaldarárunum fyrri. Þegar eitt frægasta undrabarn
skáksögunnar, Kúbumaöurinn José Raul Capablanca
vann heimsmeistaratitilinn úr höndum Laskers komu þeir
timar fyrst aö heimsmeistari i skák gæti staðiö nokkurn
veginn stöðugur i fæturna. Kúbumenn voru afskaplega
hrifnir af þessari skákhetju sinni, hann fékk stööu i utan-
rikisþjónustunni, sem öngvar kvaðir fylgdu aörar, en að
feröast kostnaðarlaust um heiminn og þreyta tafl viö
helstu skákmeistara samtimans. Arftaki Capablanca var
einhver magnaðasta persóna sem skáksagan greinir frá,
rússneski aðalsmaðurinn Alexander Aljékin. Aljékin vann
heimsmeistaratitilinn úr höndum Capablanca I 34 skáka
einvigi I Buenos Aires 1927. Hann var bóhem i þess orðs
fyllstu merkingu, sjaldan rann upp sá dagur að hann
slokraði ekki I sig eins og einni viskiflösku og á skákmót-
um vann hann glæsileg afrek rallhálfur. Hjúskaparmál
hans voru með þeim snilldarbrag að hann kvæntist ekki
sjáldnar en fimm sinnum, en fæstu urðu hjónaböndin
langlif, persónuleiki hans var kröfuharður og sú eina
kvenimynd sem hann gaf sig fullkomlega á vald var skák-
gyðjan, Caissa.
Aljékin missti titilinn I hendur Hollendingssins Max
Euwe. Euwe naut þess að mótstööumaðurinn staupaði sig
kvölds og morgna og um miðjan dag, jafnvel i einni eöa
Frá Baguio. Karpov hefur neitað að taka i höndina á
Kortsnoj sem snýr til Schmidts yfirdómara. Schmidt var
orðinn svo taugatrekktur þegar leið á einvigið að hann
pakkaði saman og fór heim.
tveimurskákanna. Tveim árum siðar tefldu þeir aftur um
titilinn, en nú var Aljékin kominn i bindindi og vann auð-
veldan sigur. bó Euwe hafi óneitanlega verið sterkur
skákmaður, þá veröur þó aö telja hann þann skákmeist-
ara sistan sem unnið hefur heimsmeistaratitilinn. Aljékin
andaðist i Portúgal 1946 en vegna áhrifa seinni heims-
styrjaldarinnar var ekki teflt um titilinn. Að vissu marki
var Aljékin i stofufangelsi ekki ósvipuðu söguhetju Stefán
Zweig i smásögunni snjöllu „Manntafl”.
Eftir dauða Aljékin var komið á keppni fimm þeirra
skákmeistara sem snjallastir þóttu og upp stóð sem sigur-
vegari rafmagnsverkfræöingurinn sovéski, Mikhael Bot-
vinnik. Hann hélt titlinum meö tveimur undantekningum
til ársins 1963. Vasily Smyslov varö heimsmeistari árið
1957, en tapaöi honum aftur i hendur Botvinniks og Mikha-
el Tal varð heimsmeistari 1960, en tapaði titlinum aftur
ári siðar. Botvinnik naut þeirra forréttinda að hann átti
kost á öðru einvigi, en sá timi kom að mönnum fannst of
langtgengið. (Þaöer athyglisvert að i dag á Karpov rétt á
öðru einvigi tapi hann fyrir Kortsnoj. Þeir eru þó margir
sem spá þvi aö Kortsnoj léti aldrei hafa sig út i slika
keppni) og þegar Petrosjan varði titil sinn fyrir Armeniu-
manninum Tigran Petrosjan var búiö aö þurrka burt i lög-
um FIDE reglurnar sem kváðu á um þennan rétt heims-
meistarans. Petrosjan vann örugglega og Botvinnik tók
ekki þátt i keppni um titilinn oftar. A vegi Petrosjans varð
Boris Spasski og þeir tefldu 24 skákir árið 1966. Petrosjan
vann og er það i annaösinn frá þvi að reglunum var breytt
aö rikjandi heimsmeistari vinnur sigur af áskoranda sin-
um. Karpov vann Kortsnoj 1978 i Baguio, sjö sinnum hefur
áskorandinn unniö og tvivegis hefur heimsmeistari haldiö
titlinum á jöfnu. 1969 var Spasski aftur mættur til að kljást
viö Petrosjan og nú voru höföu erdaskipti á hlutunum,
Spasski vann 12 1/2 : 10 1/2 og beið þess I þrjú ár aö hitta
mótstöðumann sinn.
Þaö eru auðvitað óþarfi að rifja upp „einvigi aldarinn-
ar” milli Spasskis og Fischers i Reykjavik sumariö 1972,
svo eru mönnum öll atvik tengd þvi einvigi mönnum I
fersku minni. Algeriega á eigin spýtur braut Robert
Fischer veldi Sovétmanna i skákinni á bak aftur og varð
um leiö hálfgerð goösögn á borð við annan Amerikumann,
Paul Morphy. Fischer kom skáklistinni á allt annaö plan
en áöur, verölaun voru nú orðin allt önnur og hærri, að-
staða á skákstað til muna betri og þar fram eftir götunum.
Fischer varöi titil sinn ekki árið 1975, jafnvel þó upp-
hæðin sem skiptast ætti á milli keppenda væri lygilega há
— 5 miljónir bandarikjadala. Oftsinnis hefur litlu munað
að Fischer kæmi aftur til keppni og a.m.k. i tvigang hefur
tekist að hóa þeim Karpov og Fischer saman i sendiráö
Filipseyja i New York, þar sem samningar voru komnir á
það stig að allar kröfur Fischers um einvigi þeirra I mill-
um höföu verið samþykktar. Þá kom ný krafa frá Fischer
og Karpov gekk út!
Karpov og Kortsnoj börðust hatrammlega i Baguio fyrir
þremur árum og einvigið á Italiu ætti að geta oröið allt
eins spennandi. Þó hyggur sá sem þessar linur ritar aö
þeir séu vandfundnir sem fáist til að spá Kortsnoj sigri.
Karpov er á allra besta aldri, en Kortsnoj kominn á sex-
tugsaldur. Sú orka sem býr i Kortsnoj er þó hreint ótrúleg,
það hefur margsýnt sig og i Sovétrikjunum er þaö opin-
bert leyndarmál að Karpov verði aö vera búinn að ganga
að mestu leyti frá andstæöingi sinum i 15 fyrstu skákun-
um. Hverju skyldi það valda?
Afrekaskrá
Kortsnojs
Viktor Kortsnoj byrjaði að tefla
reglulega á alþjóðlegum mótum á
árunum i kringum 1960. Strax
þóttu koma i ljós helstu eigin-
leikar hans sem skákmanns, þ.e.
hinn óvenjulegi baráttuhugur
hans. Frá árinu 1970 til þessa -
dags litur afrekaskrá hans þannig
út:
1970:
Rovinj — Zagreb, 18 þátttak-
endur, 2—5. sæti
Sovéska meistaramótiö, 22 þátt-
takendur, 1. sæti
1971:
Wijk Aan Zee, 16 þátttakendur, 1.
sæti
Aljékinmótiö, 18 þátttakendur, 11.
sæti
Áskorendakeppnin:
Kortsnoj — Geller 5 1/2:2 1/2
Petrosjan — Kortsnoj 5 1/2:4 1/2
1972
Hastings, 16 þátttakendur, 1—2.
sæti
IBM-mótið, 2. sæti
Mallorca, 1—3. sæti
1973:
Meistaramót Leningrad, 15 þátt-
takendur, 8—9. sæti
Millisvæðamótiö, Leningrad, 18
þátttakendur, 1—2. sæti
Sovéska meistaramótið, 18 þátt-
takendur, 2—5. sæti
„Hann botnar
ekkert í skák’
- þannig lýsti
Botvinnik
Karpov eftir
þeirra
fyrstu kynni
Anatoly Karpov. Hann teflir undir gifurlegri pressu I Merano. Hér
ræðir hann við Baturinski, varaforseta sovéska skáksambandsins.
Karpov
Hann er fæddur 23. maí
1951 í Zlaoust, lítilli borg í
úralfjöllum, og er haft
fyrir satt aö foreldrarnir
hafi haft af því miklar
áhyggjur hversu smávax-
inn pilturinn var og einkar
pervisinn. í skóla var hann
hafður útundan í leikjum
bekkjarfélaga sinna, þar
eð hann þótti f lækjast fyrir
ogtil lítilla afreka líklegur.
Undir slíkum kringum-
stæðum er annað hvort að
duga eða drepast.
Og Tolya, eins og hann var og
er að jafnaöi kallaöur, einsetti sér
að skara framúr I hverju sem
væri. Kennarar hans tóku eftir
framúrskarandi úrlausnum verk-
efna, piltarnir sem gerðu grin að
honum fyrir smæðina tóku að
tapa fyrir honum i borðtennis,
knattborðsleik — og skák. Þar
fann hann sig virkilega og þróað-
ist hratt.aðeins 9 ára gamall var
hann orðinn 1. flokks skákmaður
samkvæmt sovéska skákstigan-
um. 12 ára gamall var hann kom-
inn undir handleiðslu Mikhaels
Botvinniks, þáverandi heims-
meistara: „Hann botnar ekkert i
skák”, var haft eftir hinum mikla
meistara. Þaö var ekki fyrr en
seinna að Karpov heyrði þessi
ummæli, þvi hann hélt sitt strik.
Framfarir hans voru stööugar og
fimmtán ára gamall var hann tal-
inn einn af allra sterkustu ungu
meisturum Sovétrikjanna og
öölaðist meistaragráöu, en sá
titill gengur næst sovéskum stór-
meistaratitli. Menn áræddu aö
senda piltinn út yfir landamærin
og sinu fyrsta alþjóölega skák-
móti bar hann sigur úr býtum.
Tékkar höföu boöiö tveim sovésk-
um stórmeisturum á mót i Trinec
i Tékkóslóvakiu, en sakir mis-
skilning var haldið að um að ungl-
ingamót væri að ræöa. Karpov
var sendur ásamt félaga sinum
Kupreitchik og þeir hrepptu tvö
efstu sætin. Karpov efstur og
Kupreitchik varð I 2. sæti.
Jólin 1967 var hann sendur einn
sins liös til Groningen I Hollandi
þar sem hann varð Evrópumeist-
ari unglinga. Eftir þann sigur og
fleiri fóru menn aö gefa þessum
smávaxna pilti nánari gætur. 1969
varð hann heimsmeistari ungl-
inga. I úrslitakeppninni byrjaði
hann á þvi að vinna átta fyrstu
skákir sinar.
Hér til hliöar er ferill Karpovs
frá þeim tima skráður, raunar
þarf ekki mörg orð um hann að
hafa. Af skákmeisturum lifandi
eða liðnum er þaö aðeins afreka-
skrá Bobby Fischers sem getur
talist glæsilegri. Það er vont mál
aö þessir tveir skuli aldrei hafa
reynt með sér. Þaö sem einkennir
Karpov sem skákmann er hið
fullkomna æðruleysi i erfiöum
stöðum á góöum degi teflir hann
geysilega hratt og samt ótrúlega
nákvæmt. Byrjanakerfi hans er
fullmótað, enda eigi svo fáir sem
hafa það aö lifsviöurværi sinu þar
eystra, að safna upplýsingum
fyrir hann, rannsaka byrjanir
o.s.frv. Fyrir einvigið i Marano
hafa nær allir bestu skákmenn
Sovétmanna lagt eitthvað af
mörkum. Ég þreytist vist seint á
aö vitna i atvik sem gerðist fyrir
einvigið i Baguio. Rafael
Vaganian sem ekki einasta er I
hópi sterkustu stórmeistara Sov-
etrikjanna, heldur einn mesti sér-
fræöingur núlifandi i franskri
vörn — eftirlætisbyrjun Kort-
snojs. Með þeim Karpov eru litlir
kærleikar: Þar sem Vaganian
spigsporar sér til yndisauka á
Volgubökkum I vorbyrjun 1978
sér hann hvar gljásvartur bill
kemur aðsvifandi, úr honum
skjótast þrir laumulegir
KGB-menn. Eftir þvi sem næst
verður komist eru slikir atburðir
eigi svo óalgengir i Sovétikjunum
en í stað þess að senda Vaganian i
Gúlagið eða eitthvað állka var
hann settur i.það að ljóstra upp
allri vitneskju sinni um franska
vörn! Kortsnoj tefldi frönsku
vörnina aðeins tvisvar og lenti i
bæði skiptin i miklum erfiðleik-
um.
1 dag er Karpov raunverulegt
apparat i sovésku þjóðlifi, mikils-
virtur i kommúnistaflokknum,
fyrirmynd æskulýösins holdi-
klædd. Þegar 32. skák einvigis-
ins við Kortsnoj i Baguio fór I bið
og hvert mannsbarn gat séö að
ekkert annað en uppgjöf blasti viö
föðurlandssvikaranum fékk
Karpov heillaóskir viöa aö, m.a.
frá geimförum I einu Soyus-geim-
farinu sem sögðust hafa fundiö
rakta vinningsleið. Eftirfarandi
gekk á milli Breznevs og
Karpovs:
„Til félaga Leonid Ilich
Brezhnev.
Háttvirti Leonid Ilich, ég get
glaður i hug tilkynnt þér að cin-
víginu um heimsmeistaratitilinn
er lokið með sigri OKKAR. Ég vii
biðja þig kæri Leonid Ilich að
þiggja hjartnæmt þakklæti mitt
fyrir þann áhuga og stuðning sem
þú hefur ljáö mér og sendinefnd
vorri bæði i undirbúningi okkar
fyrir einvigið sem og á meðan þvi
stóð. Ég heiti þvl að einnig I fram-
tiöinni mun ég einbeita kröftum
minum I þvi augnamiði að
sovéski skákskólinn nái enn hærri
hæðum.
Anatoly Karpov
Það stóð ekki á svari.
„Til félaga Anatoly
Evgenyevich Karpov. Kæri
Anatoly Evgenyevich, sannar-
lega var ég glaður þá er ég mót-
tók skeyti þitt. Hugheilar og
hjartnæmar hamingjuóskir skalt
þú frá mér meötaka fyrir sigur
þinn i þessu ábyrgðarmikia og
langtifrá auðvelda einvigi.
Gervalt riki vort er stolt yfir þvl
aö i þessu erfiöa lýjandi einvigi
hefur þú sýnt meistaralega tafl-
mennsku, óbilandi vilja og seiglu
— okkar sovéska eiginleika. Ég er
sannfærður um að þú munt þróa
hæfileika þina enn frekar. Ég
óska þér góðrar heilsu, hamingju
og sigra tii dýrðar okkar miklu
þjóð.
Leonid Brezhnev.
Viktor
Kortsnoj:
Stálviljinn eru
helstu ein-
kenni hans
Kortsnoj varð fimmtugur I sumar. Flestir telja aö þetta sé slöasta sinn
sem hann á möguleika á að verða heimsmeistari I skák.
Kortsnoj
Viktor Kortsnoj tef lir um
heimsmeistaratitilinn
kominn á sextugsaldur,
hann er fæddur 23. júlí 1931
og er það umhugsunarvert,
að hann var ekki kominn í
alvarlega keppni um
heimsmeistaratitilinn fyrr
en á fimmtugsaldri. öll
þróun hans sem skák-
meistara var hæg,-og lengi
vel varð hann að standa í
skugganum á snillingum á
borð við Mikhael Tal, Boris
Spasskí og Tigran
Petrosjan.
Hann er af fátækum gyðingum
kominn og ungdómsár hans voru
döpur i meira lagi. Móöir hans
var misheppnaður listamaður,
skapheit kona svo jaðraði við
sturlun. Likt og meö fjölskyldulif
Fischers þá skildu foreldrar
Kortsnoj þegar sveinninn var á
unga aldri. Kortsnoj varð eftir
hjá móöurinni, en entist þar ekki
lengi. Konan sú var svo fátæk, að
langtimum saman var svo nánast
ekkert matarkyns i búrinu. Yndi
hennar, pianóið var leigt út hvaö
eftir annaö, ibúöin samanstóð af
rúmi, borði, stól og spegilbroti —
eða svo lýsir Kortsnoj aðstæöum
á þeim bæ. Þetta var á timum
fyrstu fimm ára áætlunarinnar,
neyð og fullkominn skortur helsta
vörumerkið. Kortsnoj neyddist til
aö yfirgefa móöur sina og hélt i
föðurgarö þar sem aðstæður voru
allar aðrar og betri. Þegar seinni
heimsstyrjöldin skall á fluttist
hann til Leningrad ásamt fjöl-
skyldu sinni og þar i borg var á
verstu timúm ekki iökuö önnur
tafliþrótt en sú sem snýst um líf
eða dauða. Kortsnoj haföi
skömmu áöur en Þjóöverjar réð-
ust inn i Sovétrikin kynnst skák-
iþróttinni og eftir að striöinu lauk
varð hún snar þáttur i lifi hans og
lokum aö atvinnu. Hann var án
fjölskyldu eöa náinna ættmenna,
striöiö hafði séð um þá hlið mála.
Kortsnoj nefnir ártalið 1946 i
sambandi við sitt fyrsta skákmót,
unglingameistaramót Sovétrikj-
anna. Hann hlaut 5 vinninga af 15
mögulegum, sigurvegari varð litt
þekktur götusópari frá Moskvu,
Tigran Petrosjan! Næsta ár vann
hann hinsvegar mótiö, hlaut 11
1/2 vinning úr 15 skákum. Með-
fram skákinni lagði Kortsnoj
stund á sögu við háskólann i
Leningrad. „Það var hrein og
klár timasóun”, sagöi hann siöar.
1 staö að læra eitthvað i sögu fólst
kennslan i nákvæmum sundur-
greiningum á hinum ýmsu til-
brigðum marxismans. Arin frá
1950—60 voru uppgangsár i
sovésku skáklifi og Kortsnoj fór
ekki varhluta af þvi. Hann vann
mörg góð afrek, þó augu manna
beindust meira aö yngri stjörnum
þ.e. Spasski og Tal.
Þaö er ekki fyrr en 1960 sem
Kortsnoj nær á toppinn. Þá
sigraði hann á Sovéska meistara-
mótinu og þaö afrek endurtók
hann þrisvar sinnum. Hann tefldi
á Askorendamótinu 1962 og var
lengi vel i efsta sæti, aftur tefldi
hann 1968 og allar götur siðan þá.
Það sem einkennir Kortsnoj
fyrst og fremst sem skákmeist-
ara er hinn ótrúlegi baráttuvilji
hans, sigurviljinn getur jafnvel
orðið gegndarlaus, eöa hvernig er
hægt að skýra eftirfarandi atvik
öðruvisi: A skákmóti i Sovétrikj-
unum fyrir u.þ.b. 15 árum tefldi
Kortsnoj i siðustu umferö við
Mark Taimanov, góðkunningja
okkar Islendinga. Svo vildi til að
hvorugur átti möguleika á efsta
sæti, sigur eða tap skipti ekki
máli hvað það snerti. Það sem
meira var, Taimanov átti afmæli
þennan dag og hafði boðið til sin
fjölda manns þar á meðal Korts-
noj. Nú ætluðu menn, aö þeir
félagar myndu semja jafntefli
drifa sig i afmælisboðið og eiga
gott kvöld. Kortsnoj haföi engan
áhuga á jafntefli. Skákin varð
fullra fimm tima, fór i biö og þar
sem þetta var siöasta umferð
uröu þeir að tefla áfram, gestir
Taimanovs komu og fóru og
þegar skákinni loks lauk var
komin niödimm nótt — þá fyrst
sættist Kortsnoj á jafntefli.
I einviginu viö Karpov virðast
sigurmöguleikar Kortsnojs ekki
miklir við fyrstu sýn, þó getur allt
gerst. Hann kemur vel undirbú-
inn til leiks og nái hann aö sýna
keppnishörku á borð við þá er
hann sýndi undir lok einvigisins I
Baguio ma heimsmeistarinn vara
sig.
Helgi
Olafsson
skrifar
1974:
Kortsnoj — Mecking, 3:1(7 1/2:5
1/2)
Kortsnoj — Petrosjan 3:1 (3 1/2:1
1/2)
Karpov — Kortsnoj 3:2 (12 1/2:11
1/2)
1975:
Aljkin-mótið, Moskvu, 16 þátttak-
endur, 3—5. sæti
1976:
Hastings, 16 þátttakendur, 4. sæti.
IBM-mótið, 16 þátttakendur, 1—2.
sæti
einvigi: Kortsnoj—Timman, 5
1/2:2 1/2
1977:
Montreaux, 10 þátttakendur, 1.
sæti
einvigi: Kortsnoj — Hug 3:1
Askorenda keppn in:
Kortsnoj — Petrosjan 6 1/2:5 1/2
Kortsnoj — Polugajevski 8 1/2:4
1/2
Kortsnoj — Spasski 10 1/2:7 1/2
1978:
Wijls Aan Zee, 12 þátttakendur, 2.
sæti
Beersheba, 14 þátttakendur, 1.
sæti
Einvigi um heimsmeistaratitil-
inn, Baguio, Karpov — Kortsnoj
6:5 (16 1/2:15 1/2)
1979:
Sao Paulo, 14 þátttakendur, 1—2.
sæti
Lone Pine, 44 þátttakendur,
H—22. sæti
Buenos Aires, 14 þátttakendur,
1—2. sæti
Suður Afrika, 4 þátttakendur, 1.
sæti
Linares, 12 þátttakendur, 2—4.
sæti
1980:
Askorendakeppnin:
Kortsnoj — Petrosjan 5 1/2:3 1/2
Kortsnoj — Polugajevski 7 1/2:6
1/2
Kortsnoj — Hiibner 4 1/2:3 1/2
London, 14 þátttakendur, 1—3.
sæti
1981:
Róm, 10 þátttakendur, 1. sæti
Lone Pine, 50 þátttakendur, 1.
sæti
Bad Kissingen, 6 þátttakendur, 1.
sæti
Suöur Afrika, 4 þátttakendur, 2.
sæti
Baden Baden, 14 þátttakendur, 3.
sæti