Þjóðviljinn - 31.10.1981, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 31.10.1981, Blaðsíða 6
• » *- * »•* Kt »**»»•*•* I t f l 6 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 31. okt. — 1. nóv. 1981 DJOÐVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýds- hreyfingar og þjódfrelsis Otgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Framkvæmdastjóri: Eiður Bergmann. Kitstjórar: Árni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan Ólafsson. Fréttastjóri: Alfheiöur Ingadóttir. Umsjdnarmaður sunnudagsblaðs: Guöjón Friöriksson. Auglýsingastjóri: Svanhildur Bjarnadóttir. Afgreiöslustjóri: Valþór Hlöðversson. Blaðamenn: Auöur Styrkársdóttir, Magnús H. Gislason, Óskar Guömundsson, Sigurdór Sigurdórsson, Sveinn Kristinsson. tþrótta- og skákfréttamaöur: Helgi ólafsson. útlit og hönnun: Andrea Jónsdóttir-Guðjón Sveinbjörnsson. Ljósmyndir:Einar Karlsson, Gunnar Elisson. Ilandrita- og prófarkalestur: Elias Mar, Trausti Einarsson. Auglýsingar: Hildur Kagnars, Sigriður Hanna Sigurbjörns- dóttir. Skrifstofa: GuðrUn Guðvarðardóttir, Jóhannes Haröarson. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristin Pétursdóttir. Simavarsla: Ólöf Halldórsdóttir, Sigriður Kristjánsdóttir. Ilúsmóðir: Bergljót Guðjónsdóttir. Bflstjóri: SigrUn Bárðardóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Gunnar Sigurmunds- son. Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jóns- dóttir. Útkeyrsla, afgreiösla og auglýsingar: SfðumUla 6, Keykjavik, simi 81333 Prentun: Blaðaprent hf. ritst jórnargrei n Orkuframboð eykst um 30% • Nú þann 28. október var f yrsti áfangi Hrauneyjar- fossvirkjunar tekinn i gagnið, nokkrum dögum á undan áætlun. Við byggingu þessarar miklu virkjunar hafa íslensk fyrirtæki annast alla verkþætti og skilað þeim af sér með sæmd og á réttum tíma. • Þetta er fagnaðarefni því ekki er langt um liðið síðan sjálfsagt og óhjákvæmilegt þótti að fela erlend- um verktökum flesta vandasamari þætti við virkj- unarframkvæmdir hér á landi. A síðasta ártug hefur íslenskri verkkunnáttu á þessu sviði f leygt mjög fram og eru framkvæmdirnar við Hrauneyjafossvirkjun ánægjuleg staðfesting þess. • Það er full ástæða til að færa þeim mönnum, sem leggja á sig erfið störf við virkjanaframkvæmdir inn á hálendinu þakkir fyrir þeirra framlag til okkar sameiginlega þjóðarbúskapar. Þeirra hlutur er stór, og þessar þakkir ber ekki aðeins að færa okkar ágætu verkfræðingum og tæknimönnum, heldur einnig og ekki síður iðnaðarmönnunum og verkamönnunum, sem margir hafa aflað sér dýrmætrar verkþjálfunar við störf að virkjanaframkvæmdum um árabil. Þessir menn eiga ekki aö gleymast þegar fagnað er nýjum áfanga í orkubúskap okkar. • Með tilkomu fyrsta áfanga Hrauneyjafossvirkj- unar nú og síðan annars áfanga sömu virkjunar þann 1. f ebrúar í vetur ætti að vera tryggt að á þessum vetri komi hér ekki til orkuskorts, enda þótt eitthvað kunni að þurfa að takmarka afnendingu afgangsorku til stóriðjufyrirtækja, svo sem heimilt er samkvæmt samningum. • Talið er að frá 1980 til 1982 muni orkuvinnslugeta landskerfisins aukast úr rúmlega 3100 gígawatt- stundum á ári og í yfir 4000 GWH. Þetta er hvorki meira né minna en 30% aukning raforkuframleiðsl- unnar í landinu. Hér er fyrst og fremst um að ræða Hrauneyjafossvirkjun, en fyrsti áfangi hennar, sem nú hefur verið tekinn í notkun eykur orkuvinnslu- getuna um 500 GWh á ári og síðan bætast300—400 GWh á ári við með öðrum áfanga sömu virkjunar eftir þrjá mánuði. Auk þessa tryggja svo f ramkvæmdir á þessu og síðasta ári við svonefndar Kvíslaveitur á Þjórsár- svæðinu aukna vinnslugetu í raforkukerfinu, sem svarar70 til 100 GWh á ári. Og þegar lokið hefur verið við Hrauneyjafossvirkjun mun uppselt afl í lands- kerfinu hafa aukist um 40% frá því sem það var áður en fyrsta vél virkjunarinnar fór í gang. • Hér ætti því ekki að þurfa að kvíða orkuskorti á næstu árum. Ef ekki kemur til nýr orkuf rekur iðnaður gæti sú orka sem landskerf ið hef ur yf ir að ráða þegar Hrauneyjafossvirkjun verður lokið dugað okkur að fullu næstu fimm ár. • En það eru fleiri áform uppi hvað varðar aukna orkuframleiðslu á landi hér. A þessum fimm næstu árum 1982—1986 getum við væntanlega lokið við aðrar framkvæmdir á Þjórsársvæðinu, sem talið er að muni auka orkuvinnslugetuna enn um allt að 700—800 GWh á ári. Þessa umframorku fengjum við þá til ráðstöf- unar til nýs iðnaðar smátt og smátt á næstu fimm árum fram til ársloka 1986. • Þær framkvæmdir sem he'r um ræðir og allar taldar mjög hagkvæmar eru Kvíslaveitur með dýpkun og stækkun Þórisvatns svo og bygging stíflu við Sultartanga á ármótum Þjórsár og Tungnaár. Sam- tals geta þessar f ramkvæmdir aukið orkuf ramboðiðið álíka mikiðog heil Blönduvirkjun. Þess er að vænta að áður en langt um líður verði síðan tekin ákvörðun um næstu stórvirkjun, en þareru Blönduvirkjun og Fljóts- dalsvirkjun efst á blaði samkvæmt yfirlýsingum ríkisstjórnarinnar, en hvorug þeirra mun komast í gagnið fyrr en í fyrsta lagi 1987, þótt framkvæmdir hef jist á næsta ári. k. Geir formaður • Að síðustu örfá orð til að leiðrétta misskilning. • Það er ekki rétt, sem Geir Hallgrímsson sagði á Landsf undi Sjálfstæðisf lokksins að við höf um ráðlagt f lokksmönnum hans að skipta um formann. Það hef ur okkur aldrei dottið í hug. Þvert á móti höf um við hér í Þjóðviljanum margítrekað stuðning okkar við Geir Hallgrímsson sem formann Sjálfstæðisflokksins a.m.k. til aldamóta. k. úr aimanakinu Fyrir nokkrum vikum birtist i Sunnudagsblaði Þjóöviljans viötal viö dr. Pétur M. Jónsson prófessor i vatnaliffræöi viö Kaupmannahafnarháskóla. Hann stendur nú fyrir viötækum rannsóknum á lifriki Þingvalla- vatns og vatnasvæöi þess. En hann er ekki bara visindamaöur heldur er hann einnig hugsjóna- maöur um verndun alls þessa svæöis. Hann telur aö vatniö og allur sjóndeildarhringur þess sé ómetanlegur útivistarstaður i framtiöinni fyrir þéttbýlisfólk á SV-landi og reyndar landsmenn alla. Þjóðgarðurinn er þegar oröinn of litill og átroðningur þar mikill. Helsta hættan aö hans mati er sú aö sumar- bústaöalönd séu aö bola al- menningi frá vatninu. Allir eru að giröa sér blett og loka aðra úti. 1 Þingvallasveit einni eru nú um 500 sumarbústaðir og ekki eróliklegtaöi Grafningnum séu um 100 sumarbústaðir. A stórum svæöum útiloka þeir al- menning frá strönd vatnsins. Þannig má t.d. segja aö nær öll strandlengjan frá Heiöarbæ i Þingvallasveit aö Nesjum i Grafningi sé afgirt. Jafnvel innan þjóögarðsins hafa sumar- bústaöir veriö leyföir eftir aö hann átti að heita friöaöur. Þaö var Þingvallanefnd sem út- hlutaði þeim til gæöinga undir þvi yfirskyni aö henni væri fjár vant. Var það mikiö hneykslis- mál fyrir 14 árum Einnig hefur veriö leyfð löng röö hjólhýsa innan þjóögarösins sem er til háborinnar skammar þvi aö hún er tíí lýta á þessum fagra og fornhelga stað. aumarbústaðir hafa sprottiö upp eins og gorkúlur i nágrannasveitum Reykjavikur. Fyrir utan Þingvallasvæðiö er t.d. Grimsnesið allt oröiö vaö- andi i sumarbústööum og viss svæöi i Borgarfiröi. Takmarka- lausar sumarbústaöabyggingar eru orðnar vandræði og timi til Kárastaöanes meö (Ljósmynd.: gel) Þingvelli og Armannsfell I baksýn. kominn að fara aö hugieiöa hvernig er hægt aö sporna viö þeim. Reyndar gengur rikiö á undan með vondu fordæmi. Gifurlegur fjöldi sumarbústaða er t.d. á rikisjöröinni Heiöarbæ og hefur hið opinbera úthlutaö þeim. Sama má segja um Kára- staöi. Nú kunna ýmsir aö segja aö sumarbústaöir séu bráðnauö- synlegt fyrirbæri og má það til sanns vegar færa i mörgum til- fellum. Þó held ég aö nýting þeirra sé sorglega litil. Fyrir fáum árum fór undirritaður i ferö um Grimsnes, Laugarvatn, Þingvallasveit og Grafning og gerði athugun á nýtingu bústaö- anna þar. Ferðin var farin á föstudegi i byrjun júli, aðal- sumarleyfismánuöinum. Veðrið var ákaflega gott en samt var ekki verið i nema 3—5% sumar- bústaöanna skv. lauslegri könnun. Aö sjálfsögöu er nýt- ingin betri um helgar en fer þó varla yfir 50% um hásumar- helgarnar. Og hásumariö er ekki langur timi á Islandi. Mörg dæmi eru náttúrlega til um aö fólk dvelji meira eöa minna alit sumarið i bústaö sinum en hin eru miklu fleiri, aö aöeins sé fariö um fáeinar helgar og kannski i mesta lagi eina sam- fellda viku. Fólk er gjarnan i sumarbústööunum meöan verið er aö reisa þá og meöan börnin eru ung en siðan fer ferðum aö fækka. Niöurstaöan er sum sé sú aö nýting allra þessara dýru og finu húsa sé hæsta litil miðaö við tilkostnaö. Grun hef ég lika um að margir hafi einkum reist sér sumarbústaö til aö fjárfesta. Til skamms tima hefur allt lausafé oröið aö fara i eitthvaö fast ef verögildi þess átti aö haldast. Guðjón (~ Friðriksson y skrifar Ég tel að timi sé kominn til aö setja einhverjar hömlur viö byggingu einkasumarbústaöa og útivistarþörf Islendinga verði frekar leyst á félagslegan hátt eins og raunin hefur oröiö með orlofshús stéttarfélaga sem eru vel nýtt allt sumariö og jafnvel á veturna lika. Þá mætti einnig hugsa sér að fólk gæti leigt sér kofa ef þaö vill njóta sumarleyfis úti i guös grænni náttúrunni og geti þá breytt til frá ári til árs eða brugðiö sér til útlanda þegar það hentar. Ef af friöun Þingvallasvæöis- ins veröur, eins og dr. Pétur M. Jónsson berst nú fyrir, veröur aö vinna að þvi hægt og rólega aö útrýma bústööunum við vatnið svo aö allir íslendingar geti notið þess. Náttúrufegurö er óvenjulega mikil hvarvetna i kringum vatniö og hægt aö velja margvislegar gönguleiöir. Sjón- deildarhringurinn er óvenjulega fagur og þar er hægt að sjá hinar fjölbreytilegustu eld- stöövar, ekki bara einstaka gigi og sprungur við og i vatninu heldur einnig t.d. Skjaldbreiöur og Þrasaborgar á Lyngdals- heiði. Hengilssvæðið er eitt mesta háhitasvæöi landsins. Af öörum fögrum fjöllum má nefna Súlur, Armannsfell, Kálfstinda, Tindaskaga, Dimon, Langjökul og Hrafnabjörg. I tillögu Péturs er gert ráö fyrir aö friölandiö nái til Botnsdals i Hvalfirði en þar er mikil náttúrufegurð, skógur og lækir meö Glym, einn hæsti foss landsins. Rannsóknir dr. Péturs M. Jónssonar og félaga hans hafa leitt i ljós að Þingvallavatn er frjósamt en ekki lifvana eins og margir hafa haldiö. Gróöur- breiöur þekja um þriöjung af botni vatnsins og þar eru hin ákjósanlegustu lifsskilyrði fyrir silung. Talið er aö þetta sé eina vatniö i heiminum þar sem fjórar tegundir af bleikju þrifist. Allt ber þvi aö sama brunni. Þingvallasvæöiö allt á aö vera sú vin sem þreyttir borgarbúar geta leitaö til hvenær sem er, jafnvel eina kvöldstund, til aö hverfa frá striti dagsins. Þaö er ekki slorlegt að renna fyrir sil- ' ung á kyrrum siökvöldum á Þingvallavatni — eöa gleyma sér viö niö sögunnar hjá öxará.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.