Þjóðviljinn - 06.02.1982, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 06.02.1982, Blaðsíða 4
I 4 StPA — ÞJ6ÐVILJINN Helgin 6.— 7. febrúar 1982. stjórnmál á sunnudcgí W A tveggj a ara ríkis- stjórnar Besti kosturinn var valinn Sögulegur atburður Nú á mánudaginn eru rétt 2 ár liðin frá því núverandi rikisstjórn var mynduð þann 8. febrúar 1980. 1 þau 76 ár sem þá voru liðin frá þvi við tslendingar fengum fyrst innlendan ráðherra hefur vart nokkur stjórnarmyndun orðiö með svo óvæntum og sögulegum hætti sem þessi. Tveimur mánuðum fyrr höfðu alþingiskosningar fariö fram og varla hefur mörgum kjósendum, sem þá gengu að kjörboröinu, dottið i hug að þeir væru að kjósa einmitt þessa rikisstjórn. En þegar rikisstjórnin hafði verið mynduð snemma i febrúár 1980 brá hins vegar svo við, að skoðanakannanir sýndu aö hún átti meiri vinsældum að fagna en yfirleitt haföi þekkst um is- lenskar rikisstjórnir fyrr og siðar. — Og nú eftir tvö ár stendur stjórnin enn traustum fótum þótt nokkuð hafi gefið á bátinn, svo sem jafnan vill verða. Þegar forystumenn Alþýðu- flokksins tóku þá ákvörðun haust- ið 1979 aö sprengja rikisstjórn Olafs Jóhannessonar og knýja þannig fram nýjar kosningar, þá lá þar á bak við sú hernaðar- áætlun aö ná i þeim kosningum meirihluta á þingi ásamt Sjálf- stæðisflokknum og siðan yrði inynduð ný „viðreisnarstjórn” þessara tveggja flokka. Flokks- eigendafélagið i Sjálfstæðis- flokknum stefndi og eindregið að þessu sama marki. Það voru hins vegar kjósendur sem hindruöu þessi áform um nýja „viðreisnar- stjórn”, þvi samanlagt náðu Sjálfstæðisflokkurinn og Alþýðu- flokkurinn ekki nema 31 þingsæti (Eggert Haukdal stóö þá utan þingflokks Sjálfstæðisflokksins), — en þurftu 32 i starfhæfan þing- meirihluta. Auk þess voru fjöl- margir flokksmenn i báðum þess- um flokkum ófúsir aö ganga til samstarfs um nýja „viðreisnar- stjórn”. Rikisstjórn Gunnars Thorodd- sen var mynduö þegar árangurs- lausar tilraunir til stjórnarmynd- unarhöfðu staðið á þriðja mánuö, og ljóst var að enginn annar möguleiki var fyrir hendi á myndun þingræðislegrar meiri- hlutastjórnar. Út kjörtímabilið Stjórnin haföi frá upphafi mjög tæpan þingmeirihluta og ekki skorti staðhæfingar frá stjórnar- andstæðingum um það, að slik rikisstjórn gæti aldrei staðið nema skamma stund og ekki ráðið við verkefni sin. Nú er komið annað hljóö i strokkinn, og það var athyglis- vert i úrvarpsumræðunum frá Alþingi nú á dögunum, að þar lýstu talsmenn stjórnarandstöö- unnar þvi yfir, hver á fætur öðrum að rétt væri að reikna meö þvi að stjórnin sæti út kjörtima- bilið. Einna bjartast hér Hér verður ekki rakin nú nein afrekaskrá þessarar rikis- stjórnar, enda munu næg tækifæri gefast til þess sfðar. Staöreynd er það, að nú á tveggja ára afmæli stjórnarinnar, þá er hér bjartara um aö litast i efnahags- og at- vinnumálum heldur en i nær öllum nágrannarikjum okkar og breytir þar ekki miklu um á hvaða stiku er mælt. 1 verðbólgusökum stöndum við að visu enn sem fyrr langt aö baki nágrannaþjóðunum, en lika á þvi sviöi hefur veriö sótt fram með 30% lækkun verðbólgustigsins á siðasta ári úr um 60% i rösklega 40%. Þrátt fyrir alvarlega kreppu i efnahagslifi umheimsins, þessi siðustu tvö ár, þá hefur tekist aö verja islensku þjóðarskútuna öllum stærri áföllum og komast nær algerlega hjá lifskjara- skerðingu alls almennings. A fjölmörgum sviöum félags- mála hefur hér verið sótt fram svo um munar — og væri sú skrá ein efni i langa grein — , en i ná- grannarikjunum hefurhins vegar viða veriö um meiri og minni skeröingu félagslegra réttinda að ræða á sama tima. 1 atvinnumálum hefur fjölda- margt áunnist, og yfir gnæfir að Island er eitt i hópi örfárra rikja hér um slóðir þar sem atvinnu- leysi er hverfandi litið. 1 rikisfjármálum hefur jafn- vægi náðst, og rikissjóður rekinn hallalaust, ólikt þvi sem nú á sér stað i flestum okkar nágranna- rikja. I þeim efnum er sérstök ástæða tii að minna á, að væri hallareksturinn á rikisbú- skapnum nú eins og hann varð lakastur i fjármálaráðherratið Matthiasar A. Mathiesen áriö 1975, þá yrði hallinn á rekstrar- rcikningi rfkissjóös i ár um 13% af rikisútgjöldunum, eða um 1000 miljónir nýkróna, sem er álíka upphæð og allar tekjur rikissjóðs i ár af tekjuskatti einstaklinga og sjúkratryggingargjaldi. Lifskjörin varin, þrátt fyrir kreppuna I kjaramálum almennings hefur i aðalatriöum tekist aö halda velli þrátt fyrir meiriháttar áföll i okkar utanrikisviðskiptum. A árinu 1980 voru viðskiptakjör okkar út á við (viðskipti álversins ekki meötalin) oröin 15—16% lakari en þau höföu verið á árunum 1977 og 1978, en bötnuðu hins vegar eitthvaö á siöasta ári, þótt endanlegar tölur i þeim efnum liggi enn ekki fyrir. — Kaupmáttur ráðstöfunartekna heimilanna, þeirra tekna sem heimilin halda eftir, þegar allir skattar hafa verið greiddir, er hins vegar af þjóðhagsstofnun talinn hafa orðið meiri en nokkru sinni fyrr, að öðru leyti en þvi að árið 1979 var hann hinn sami og nú á siðasta ári. Kaupmáttur kauptaxta verkafólks innan Alþýöusambandsins hefur að visu sigið um 4—5% frá metárinu 1979, en sé miöað viö greitt timakaup er greinilega um minni breytingu að ræða. Og sérstaklega er þaö athyglisvert, að enda þótt við- skiptakjörin i utanrikis við- skiptum okkar hafi siöustu þrjú ár, 1979—1981, verið þau lökustu sem um er aö ræða á nokkru Stjórnarmyndun i febrúar 1980. þriggja ára timabili i 12 ár, þá hefur kaupmáttur launa og ráð- stöfunartekna einmitt verið að jafnaði meiri þessi þrjú siöustu ár heldur en á nokkru öðru þriggja ára tímabili frá 1970. Þetta votta allar skýrslur, sem um þessi efni fjalla. Ólíkar ríkisstjórnir Menn mættu gjarnan hugleiða hvað hins vegar heföi gerst i kjaramálum almennings, ef hér hefði að loknum alþingiskosn- ingum 1979 verið mynduð ný „viðreisnarstjórn”, en fyrsta verk hinnar gömlu viðreisnar- stjórnar var að banna með lögum allar verðbótagreiðslur á laun. Og menn geta lika i þessum efnum litið á feril rikisstjórnar Geirs Hallgrimssonar, sem mynduð var 1974, en hún fór þannig með kaupmátt greidds timakaups verkamanna að um mitt ár 1977 hefði hann þurft að vaxa um 23% til að ná sama kaupmætti og verið hafði þremur árum fyrr, svo sem vottað er i fréttabréfum Kjararannsóknar- nefndar. — Voru þó viðskiptakjör okkar út á viö á árinu 1977 ein þau allra bestu, sem við höfum nokkru sinni búiö viö, og 17—18% betri en t.d. á árinu 1980. Hins vegar var kaupmáttur greidds timakaups verkamanna um mitt ár 1977, áður en verka- lýðshreyfingin braut kjaramála- stefnu rikisstjórnar Geirs Hall- grimssonar á bak aftur, býsna mikið lakari en þremur árum fyrr eða þremur árum siðar, og þannig hafði kaupmátturinn veriö á botni samfellt þrjú fyrstu valdaár ríkisstjórnar Geirs Hall- grimssonar. — Allar upplýsingar i þessum efnum liggja fyrir i skýrslum Kjararannsóknar- nefndar og getur hver sem er skoðað þær. Það skiptir miklu máli fyrir lifskjör almennings i landinu, hvort þessi eða hin rikisstjórnin fer með völd. Það sýna þær stað- reyndir sem hér hefur verið minnt á. Og það er að sjálfsögðu pólitiskt afl Alþýðubandalagsins, sem framar öllu sker úr. Væntanlega hafa einhverjir tekiö eftir þvi i sjónvarpsþætti nú ivikunni, að talsmenn allra stjórnmálafiokka nema Alþýðu- bandalagsins töldu brýua nauð- syn að skerða verðbæturá launal- mennings, án þess að bjóða upp á neina aðra marktæka kaupmátt- artryggingu. Furðu margir tapa áttum i þvi áróðursmoldviöri sem yfir gengur, og telja sjálfum sér trú um að engu máli skipti hvaða rikisstjórn hér fer með völd. Þeir þyrftu að læra betur. afmæli Varðstaöa Eða hvernig halda menn, að ástatt væri i okkar sjálfstæðis- málum, ef hér hefði fyrir tveimur árum verið mynduð „viðreisnar- stjórn”, eða rikisstjórn Geirs Hallgrimssonar endurvakin? — Við þekkjum sögu liðinna ára- tuga, og öll vitin til varnaðar um islenskar rikisstjórnir sem létu undan ásókn erlends hervalds og fjölþjóölegs auðvalds og verks- ummerkin á Keflavikurflugvelli og i Straumsvik. An varðstööu innan stjórnarráðsins og utan veröur óheillabrautin greið. Sé ekki tækifæri til sóknar þá er að halda velli, — það skulu menn muna vel. Eins og allt starfsfólk í sjávarútvegi væri atvinnu- laust t upphafi þessarar greinar var á þaö minnt, að hér væri nú betur ástatt i atvinnu- og efnahags- málum heldur en hjá flestum okkar nágrönnum. Skoðum nokkur atriði nánar til samanburðar. Hér i Þjóðviljanum hefur áður verið á það bent, að i Danmörku og Bretlandi er atvinnuleysi, með þeim hætti, að væri sama ástand í þeim efnum hér þá gengju 13.000 manns atvinnulausir á tslandi. Þetta er álika tala og nemur öllu starfsfólki i okkar sjávarútvegi, bæði sjómönnum og fiskvinnslu- fólki.Menn skulu staldra við áður en þeir nota atkvæðaseðilinn til að kalla yfir sig þróun i þessa átt. Og atvinnuleysið er ekki bara i Danmörku og Bretlandi. 1 Banda- rikjunum eru 9,5 miljónir at- vinnuleysingja, það samsvarar um 10.000 atvinnulausum hér. t Frakklandi eru 2 miljónir at- vinnulausra, það samsvarar um 9000 manns hér. 1 Vestur-Þýska- landieru einnig um 2 miljónir at- vinnuleysingja, það samsvarar um 7.500 manns hér. A írlandi, þar sem erlend auðfyrirtæki stýra atvinnulifi smárikisins að mestu, þar eru 140 þúsund at- vinnuleysingjar, og það sam- svarar nær 10.000 atvinnulausum hér. — Svona mætti lengi telja. Aðeins island og Sviss Samkvæmt þeim tölum sem birtar eru i timariti EFTA um þróun efnahagsmála, þá eru það bara ísland og Sviss sem skera sig úr, með aöeins 0,2% atvinnu- leysi á siðasta ári. Hjá Austurriki sem kemur næst á eftir er at- vinnuleysið sjöfalt meira. Þessar tölur um atvinnuleysið eru skýrasta merkið um þá alvar- legu kreppu efnahagslifsins, sem hvarvetna blasir við sé litið út fyrir landsteinana. En það er hægt að nefna fleiri dæmi. Frá Þjóðhagsstofnun höfum við undir höndum gögn, sem sýna þróun einkaneyslu á siðustu árum annars vegar hér á tslandi og hins vegar i Dan- mörku, Noregi og Sviþjóð. Svo er það einkaneyslan Þar kemur fram að á siðustu fimm árum, frá 1976 til 1981 hefur einkaneyslan hér á tslandi vaxið um 21,4% og hefur þá verið tekið tillit til nýjustu upplýsinga um 4% vöxt einkaneyslu hér á siðasta ári. A sama tima hefur vöxtur einkaneyslu i Noregi aðeins numið 11,1% og er talinn hafa numið 1,5% á siöasta ári. Þannig er oliuveldið Noregur tæplega hálfdrættingur á við okkur i þess- uin efnum. Um Dani og Svia er svo það að segja, að þar hefur einkaneyslan hreinlega dregist saman á þessum fimm árum, var minni 1981 heldur en 1976. Slikar upplýsingar segja mikla sögu, og enginn skyldi halda að það sé létt

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.