Þjóðviljinn - 06.02.1982, Blaðsíða 20
20 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 6.— 7. febrúar 1982.
Borgarbókasafn
Reykjavíkur
Tvær stöður eru lausar til umsóknar:
BÓKAVÖRÐUR
Fullt starí bókavarðar i útlánsdeild aðal-
safns Þingholtsstræti 29A. Æskileg mennt-
un: stúdentspróf eða sambærileg menntún
og vélritunarkunnátta. Óreglulegur
vinnutimi.
SKRIFSTOFUMAÐUR
Fullt starf á skriístofu safnsins Þingholts-
stræti27. Menntun: stúdentspróf eða sam-
bærileg menntun. Góð vélritunarkunnátta
nauðsynleg.
Launakjör skv. samningum við Starfs-
mannafélag Reykjavikurborgar. Skrifleg-
ar umsóknir ásamt upplýsingum um
menntun og fyrri störf sendist undirrituð-
um fyrir 25. febrúar 1982.
Borgarbókavörður
Vináttufélag íslands
og Kúbu
12. hópferðin til Kúbu
Hér með er auglýst eftir þátttakendum i
norrænu hópferðinni til Kúbu, Brigada
Nordica 1982.
Farið verður hinn 23. júni n.k. og komið
aítur 24. júli. Einstakir möguleikar til
þess að kynnast kúbönsku þjóðlifi með
þátttöku i námi og starfi. Unnið i 3 vikur
við landbúnaðar- og byggingarstörf. Farið
i skoðunarferöir um helgar og siðustu
vikuna. Þátttakendur þurfa að gerast
félagar i vináttufélagi íslands og Kúbu og
taka þátt i námskeiði félagsins, sem
haldið verður fyrir brottför. Áætlað verð
kr. 7000,- Þeir sem hafa áhuga hringi i
Ingibjörgu, s. 24827 fyrir 15. þessa
mánaðar.
Stjórnin.
Laus staða
Umsjón með tölvuvinnslu — tölvuritun
Fasteignamat rikisins óskar að ráða
starfsmann til að hafa umsjón með tölvu-
vinnslu og tölvukerfum sinum.
Æskilegt er að viökomandi hafi þekkingu i
forritun og reynslu i meðferð tölva. Einnig
óskar FMR að ráða tölvuritara.
Við tölvuvinnslu FMR sem er mjög fjöl-
breytt og sérhæfð hefur verið tekinn i
notkun nýr tölvubúnaður.
Allar frekari upplýsingar gefur deildar-
verkfræðingur Tæknideildar i sima 8 46 48
kl. 14—16 næstu daga.
Umsóknir berist til Fasteignamats rikis-
ins,
Suðurlandsbraut 12, fyrir 20. febrúar nk.
Starfsmannafélagið
Sókn auglýsir
Aðalfundur Sóknar verður miðvikudaginn
10. febrúar n.k. i Hreyfilshúsinu og hefst
kl. 20.30
Fundareíni: 1. Venjulegaðalfundarstörf
2. önnurmál.
Stjórnin
Sigrún Ágústsdóttir
sérstaklega minnisstætt hvaö hún
var dugleg og drifandi i öllu sem
hún tók sér fyrir hendur, sama
hvort um var aö ræöa nám, vinnu
eöa félagsstörf. Og öll getum viö
tekiö undir þaö aö allt sem hún
geröi var vel gert. Sigrún var
glaölynd og bjartsýn. Hún reyndi
aö sjá tilganginn i hlutunum og
var alltaf reiöubúin aö benda
þeim, sem erfitt áttu, á björtu
hliðarnar á lifinu. Sigrún meö
sinn sterka persónuleika mun
alltaf verða okkur minisstæð.
Við vottum foreldrum, ættingjum
og vinum Sigrúnar og Boga okkar
innilegustu samúö og hluttekn-
ingu.
Bekkjarsystkini frá Laugarvatni.
Minning:
Fædd 29.12. 1958
Dáin 30.1. 1982
Hún Sigrún er dáin.
Þab er erfitt aö trúa þvi að
svona ung manneskja sé dáin,
sérstaklega þegar þaö er einhver
sem okkur þykir vænt um. En
fyrr eöa sföar hljótum viö aö
sætta okkur viö þaö og þá getum
viö glaöst yfir þvi aö hafa fengið
aö þekkja hana i þessi fáu ár.
Sigrún kom til okkar i Mennta-
skólann aö Laugarvatni þegar viö
byrjuðum i 2. bekk og útskrifaðist
með okkur voriö 1979. Okkur er
Hannes Kristinn
¥
Oskarsson
sveitarforingi Hjálparsveitar skáta
í Vestmannaeyjum
Fæddur 19.12. 1957 — Dáinn 21.1. 1982
Aðfararnótt fimmtudagsins 21.
janúar s.l. strandaöi belgiski tog-
arinn Pelagus viö Vestmanna-
eyjar. Björgunarmenn hröðuöu
sér á vettvang og hófu erfiða og
hættulega björgun. Þegar fjórum
skipsbrotsmönnum hafði verið
bjargaö i land, var ákveöið að
senda björgunarmenn á linu út I
hiö strandaða skip, til aö aögæta
hvort þrir skipverjar, sem enn
voru um borð, væru lifs eða Iiðnir.
Þaö duldist engum aö þarna var
um hættuför aö ræöa og til farar-
innar völdust hæfustu menn.
Björgunarmönnunum tókst að
koma tveimur skipsverjum i
land, en þegar þeir reyndu að ná
þeim þriðja, úr heljargreipum
dauðans, hálfmeðvitundar-
lausum, varð hörmulegur at-
buröur. Ægileg boðaföllin, sem
stanslaust gengu yfir skipiö og
mennina, og færöu allt i kaf, gripu
skipverjann unga og tvo íslenska
björgunarmenn. Þrátt fyrir
hetjulegar tilraunir tókst öðrum
björgunarmönnum ekki aö ná til
þeirra og fórust þarna þrir menn.
Auk þess haföi einn skipverja
drukknaöáöuren björgunarmenn
komu á staöinn.
Þeir sem unnu viö að bjarga
hinum erlendu sjómönnum úr
bráöum lifsháska, viö afar erfiö-
ar aðstæöur, sýndu af sér allt i
senn, dugnað, þor og drenglyndi.
Nú eins og endranær var sleitu-
laust unniö við björgunina án
þess að spyrja um laun, þjóðern,
stjórnmálaskoöanir, trúarbrögö
eöaannaö.semaö jafnaði veldur
deilum manna á milli. Þeir sem
fóru út i hiö strandaba skip og
lögöu lif sitt þar meö i stórhættu,
fóru án þess að þeim bæri nokkur
skylda til þess. Þeir hafa eflaust
gert sér grein fyrir aö þvi gat
fylgt hin mesta hætta, sem raun
bar vitni. Tveir þeirra komu ekki
til baka. Þeir létu lifiö á þann
göfuga máta aö reyna að bjarga
alls ókunnum manni, manni sem
þeir höföu aldrei fyrr séö og vissu
engin önnur deili á, en aö lif hans
var I stórhættu. Lifiö er það
mesta sem hægt er að gefa og
islenskir björgunarmenn hafa
margoft hætt lifi sinu tii bjargar
öðrum. Þeir sem fóru á linu út i
hiö strandaöa skip sýndu af sér
mikla hetjudáö, ekki aðeins þeir
sem fórust, heldur lika þeir sem
komust heilir til baka.
Islendingarnir tveir sem fórust
voru þeir Kristján K. Vikingsson,
læknir, 32 ára og lætur hann eftir
sig konu og tvö börn og Hannes K.
Oskarsson, sveitarforingi Hjálp-
arsveitar skáta i Vestmanna-
eyjum. Hann var 24 ára og lætur
eftir sig foreldra og unnustu.
Otför Hannesar fer fram frá
Landakirkju i dag, laugardag, en
lik Kristjáns er ófundið enn.
Hannes Kristinn Óskarsson var
fæddur i Vestmannaeyjum 19.
desember 1957 og var þvi nýlega
oröinn 24 ára. Foreldrar hans eru
Sigriður Sigurðardóttir og Óskar
Elias Björnsson. Hannes var
ókvæntur, en heitbundinn Jó-
hönnu Kristinu Gunnlaugsdóttur.
Hann starfaði i áhaldahúsi Vest-
mannaeyjabæjar. Hannes átti
ekki mjög langan starfsaldur að
baki i Hjálparsveit skáta. Hann
byrjaði að starfa með sveitinni af
fullum kröftum 12. júli 1979 og var
kjörinn i stjórn hennar 29. mars
1980. Hannes tók vib stöðu
aöstoðarsveitarforingja réttu ári
siðar en sveitarforingi varð
hann 9. október á siðasta ári.
Hann var yngstur þeirra manna
sem gegna stöðum sveitarfor-
ingja hjálparsveitanna þrettán,
sem starfandi eru viös vegar á
iandinu. En þrátt fyrir lágan
aldur var hann þrautþjálfaður
björgunarmaður og meöal annars
var hann ágætur kafari.
1 Vestmannaeyjum hefur um
langt skeiö veriö starfandi ágæt-
lega útbúin og vel þjálfuð
hjálparsveit. Hún hefur marga
hildina háð og yfirleitt boriö sigur
úr býtum. En nú er skarö höggvið
i þeirra hóp, sjálfur sveitarfor-
inginn er fallinn i valinn. En lifiö
heldur áfram og minning þeirra
hugprúöu manna, sem fórust við
björgunarstörfin i Vestmanna-
eyjum 21. janúar, veröur ávallt
ofariega i hugum okkar allra. A
látlausu hliöi kirkjugarðsins i
Vestmannaeyjum standa þessi
orð: ,,Ég lifi og þér munuð lifa”.
Megi þau vera huggun harmi i.
Landssamband hjálparsveita
skáta sendir ættingjum og vinum
hinna iátnu sinar innilegustu
samúðarkveðjur.
Landssamband
hjálparsveita skáta.
Sævar í Gröf
Lúkarsvísa
Viö munum hann friskan i fasi
með fögnuð i augunum björtu
svo lengi sem lyft verður glasi
og lifa sæbarin hjörtu.
Hvort sem lagði hann
dýpst á dröfn
eða dorgaði uppviö sand,
fleyinu stýrði heilu i höfn
og hoppaði karskur i land.
Ungur stóð'ann við öldu stokk
af öðrum góðum bar,
en þegar reyndi á þennan skrokk
þá vissum við hver hann var.
Með linu handfæri nætur net
i nepju og veðradyn
á Gullborgu slógu þeir met á met
þvi magnað er fransarakyn.
Samhentir feðgarnir sigldu höf
og saman var gaman að slást,
þvi sonur'ans Binna,
hann Sævar i Gröf
siðastur manna brást.
Suðaustan 14 i siglum hvin,
af seltunni þyrstir mann,
bergja þá vinirnir brennivin
og bokkunum reddar hann.
Látum þá bitast um arð og auð
cignast banka og hrað,
gleðjast við orður og gáfnafrauð,
við gefum skit i það.
Hver þekkir drauminn sem
bakvið býr
það brjóst sem heitast slær,
lifiö er undarlegt æfintýr
sem enginn skilið fær.
Kvöldrauöan jökul
við blámann ber
og bjarmar við skýjahlið,
i siöasta róðurinn Sævar fer
og siglir á ókunn mið.
Við munum hann friskan i fasi
með fögnuð i augunum björtu
svo lengi sem lyft verður glasi
og lifa sæbarin hjörtu.
Asi i Bæ