Þjóðviljinn - 06.02.1982, Blaðsíða 31

Þjóðviljinn - 06.02.1982, Blaðsíða 31
< í V .. rtS \ J\' 1 ? Helgin 6.— 7. febrúar 1982. ÞJóÐVILJINN — SIÐA 31 nafn víkunnar Örnólfur Árnason Undanfarna viku hefur staðið yfir hér i Reykjavi'k svokölluð Kvikmyndahátið og er þar um að ræða fyrsta þátt Listahátiðar sem að öðru leyti hefst i sumar. Við slógum á þráðinn til ömölfs Arnasonar, framkvæmdastjóra Lista- hátiðar og spurðum hann um tilurð Kvikmyndahátiðar að þessu sinni: ,Hér er um að ræða 4. alþjóðlegu kvikmynda- hátiðina i Reykjavik sem Listaháti'ð gengst fyrir. Fyrst var bryddað upp á þessu 1978 og ætlunin að efna til svona átaks annað hvert ár. En strax 1980 kom i ljós hinn gifurlegi áhugi almennings fyrir þess- ari nýbreytni og var þá ákveðið að hafa hátið á hver ju ári. Ýmsir Utlendingar voru svartsýnirá að fólklegði á sig að fara mikið i kvikmyndahús á þessum árstima, en við töldum hins vegar að einmitt i skammdeginu væri þörf á upplyftingu af þessu tagi. — Er áhugi fyrir listrænum kvikmyndum mikill hér? „Hann hefur sýnt sig að vera gifurlegur hér á landi og okkur hefur tekist að fá tiunda hvern Islending til okkar á þeirri viku sem hátiðin stend- ur. Aðþessu sinnivoru 6kvik- myndir með isl. texta og þarf þvi vonandi ekki alfarið að treysta á tungumálakunnáttu landsmanna i framtiðinni.” — Hvenær hefst svo sjálf Listahátiðin i sumar? „Hún hefst 5. júni' og stendur i 16 daga. Það virðist æ auð- veldara að fá hingað vel þekkta listamenn og virðist hátiðin afar vel kynnt út á við. Markið var setthátt i upphafi og við höfum reynt að slá hvergi af þeim kröfum sem gera þarf til hátiðar af þessu tagi”. — Hefur verið gengið frá einhverjum dagskrárliðum? „Helst er það á tdnlistar- sviðinu sem dagskrárliðir eru ákveðnir. Þar skal t.d. nefna komuhins fræga irska flautu- leikara James Galwy, en hann leikur með Sinfóniuhljóm- sveitinni 9. júni. Þá heimsækir okkur búlgarski bassasöngv- arinn Boris Christoff en hátiðinni lýkur einmitt með söng hans á sérstökum tón- leikum með Sinfóniuhljóm- sveitinni. Af islenskum viðburðum má nefna frumflutning óperu eftir Atla Heimi Sveinsson, sem nefnist Silkitromman. Einnig erum við stoltir að hafa stuðlað að myndun hljóm- sveitar ungra isl. tónlistar manna, sem skipa Kammer sveitundir stjórn Guðmundar Emilssonar.” __ Að lokum, örnólfur? ,,Mér finnst sérstaklega ánægjulegt að undirbúa svona hátið vegna þess hve við verð- um áþreifanlega vör við hlýju 0g velvilja almennins til svona listræns átaks. Einmitt þessi staðreynd hefur helst áhrif á þá sem ráða fjárveitingum til okkar og örvar okkur um leið til dáða.” —v Myndin er tekin af útifundinum fyrir utan Bandariska sendiráðið við Laufásveg. Ljósm. —eik Útifundur við bandariska sendirádið í gær: Fordæmum stuðning við herforingjastjórn E1 Salvador A útifundi, sem haldinn var i gær við bandariska sendiráðið i Reykjavik var samþykkt eftirfar- andi mótmælaorðsending til Bandarikjastjórnar: „Fundurinn lýsir yfir megnustu andúð sinni á ofbeldisverkum herforingjastjórnarinnar i E1 Salvador gegn alþýðu landsins. Ennfremur fordæmir fundurinn harðlega stuðning Bandarikja- stjórnar við herforingjastjórnina. Efnahags- og hernaðaraðstoð Reagnas gerir hernum og fasista- hópum mögulegt að standa fyrir þjóðarmorði á ibúum E1 Salva- dor. Sú yfirlýsing „Hvita hússins” að til greina komi að senda bandariska hermenn til E1 Salva- dor, hefur enn aukið á reiöi heimsins og mun koma Bandarikjunum sjálfum i koll. Alþýða heimsins mun risa upp og kollvarpa heimsvaldastefnunni.” Ályktun stjórnar Al- þýðubandalagsins I Reykjavik Svohljóðandi ályktun var send útifundi til stuðnings alþýðu E1 Salvador, fyrir utan bandariska sendiráðið: „Stjórn Alþýðubandalagsins i Reykjavik sendir alþýðu E1 Salvador baráttukveðju sina. Við tökum heilshugar undir þá ineginskoðun að alþýða E1 Salva- dor þurfi á stuðningi allra þeirra að halda, sem i raun og veru berjast fyrir auknum mannrétt- indum um heim allan, en nota ekki aðeins hörmungar annarra til framdráttar eigin stjórnmála- skoðunum. 1 þvi sambandi hvetjum við til breiðrar samfylk- ingar stjórnmálaflokka, verka- lýðshreyfingar og annarra fjölda- samtaka i baráttunni fyrir auknum mannréttindum i Mið- og Suður-Ameriku. Við minnum á, að á sama tima og stjórn Bandarikjanna grætur krókódilstárum yfir örlögum óháðrar verkalýðshreyfingar i Póllandi og herstjórninni þar, stendur hún heilshugar að baki fjöldamorðum á alþýðu landa i Rómönsku-Ameriku. Siðferði- legur stuðningur Bandarikj- astjórnar við morðstjórnir i þessum heimshluta, vopnasend- ingar fyrir miljóna hundruð doll- ara og tæknileg ráðgjöf i meðferð drápstólanna, gerir stjórn Bandarikjanna samseka i fjölda- morðunum frammi fyrir augum heimsins. Við hljótum þvi ab krefjast þess, að bandarikjastjórn láti af stuðningi sinum við herforingja- stjórnirnar i E1 Salvador og öðrum löndum Rómönsku- Ameriku. Við krefjumst þess að alþýða þessara landa fái frelsi til að byggja upp það þjóðfélag rétt- lætis og jöfnuðar sem hún óskar sér. Við kreíjumst frelsis fyrir þjáða þjóð E1 Salvador. Við krefjumst frelsis allra þjóða Mið- og Suður-Ameriku”. Þessi ályktun var samþykkt á stjórnarfundi Alþýðubandalags- ins i Reykjavik 4. febrúar s.l. og send útifundinum til stuðnings al- þýðunnar i E1 Salvador. 17% verðlækkun á B 90, B-900 og B 1900 tölvukerfunum frá Stjórnendur fyrirtækja og stofnana, tölvuráðgjafar. Kynnið ykkur þetta tilboð. Það munar um minna. Sölumenn okkar og sérfræðingar veita allar upplýsingar um B 90, B 900 ogB 1900. í i K'-jfanm m a I i 5 3 1 IV----- acohf Laugavegi 168 105 Reykjavik Sími 27333

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.