Þjóðviljinn - 06.02.1982, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 06.02.1982, Blaðsíða 8
8 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 6.— 7. febrúar 1982. mér er spurn Sigurður E. Guðmundsson, framkvstj. Húsnæðisstofnunar, svarar Þjóðviljanum: Hvers vegna er ekki lán- að jafn mikið til kaupa á gömlum íbúðum og nýjum? Ég hef veriö beöinn aö gera les- endum Þjóöviljans nokkra grein fyrir þvi hvers vegna lán Hús- næöisstofnunar rikisins til kaupa á eldriíbúðum eru lægri ikrónum taliö en lán hennar til nýbygg- inga. Við þeirri bón skal ég gjarn- an verða. Það var með löggjöfinni frá 12. maí 1970 aö Alþingi heimilaði fyrsta sinni, aö Húsnæöisstofn- unin veitti lán úr Byggingarsjóöi rikisins til kaupa á eldri íbúöum. Hafði þaö lengi veriö markmið ýmissa húsnæöismálamanna að slik heimild fengist, en ekki var taliö tfmabærteöa unnt aö hefjast handa um lánveitingar af þvi tagi fyrr en byggingarlán stofnunar- innar hefðu náð sæmilega viðun- andi fjárhæöum. t kjölfar júni- samninganna 1964 og þó eirúian- lega júli-samninganna 1965, er iaunaskatturinn kom til sög- unnar, efldist fjárhagur stofn- unarinnar mjög auk þess sem unnt var að greiða lánin út litt rýrö, annars vegar vegna sæmi- lega „hóflegrar” verðbólgu, og hins vegar vegna þess, aö heildarlánin voru aðeins greidd út i tveim hlutum. Með tilliti til þessa þótti rétt aö hefjast handa um lánveitingar til kaupa á eldri ibúðum. Byggingarlánin höföu, þegar hérvarkomiö, náö sæmilega háu hlutfalli byggingarkostnaðarins, ensannarlega voru þauekki stór i sniöum i upphafi. Hiö siöast- nefnda gilti einnig um lánin til kaupa á eldri ibúöum, er veiting þeirra hófst. Sjálfsagt hafa menn þó gert sér vonir um að á kom- andi árum yröi unnt aö hækka þau smám saman.þannig, að þau næöu sæmilegu hlutfalli kaup- verðserfram i sækti. Til aö byrja meö voru lánin bærilega há, en er frá leið lækkuöuþau jafnt ogþétti raun,alltþar til Gunnar Thorodd- sen félagsmálaráðherra herti á gildandi ákvæöum um aö þau skyldu nema allt aö helmingi byggingarláns. Sú lina er enn i gildi,jafnframt þvi, sem umsókn- unum hefur fjölgaö stórlega. Allt þetta hefur valdið þvi', aö hús- næðismálastjórn hefur notaö stööugt stærri hluta ráðstöfunar- fjár stofnunarinnar i lánveitingar til kaupa á eldri ibúðum. A siöasta ári uröu þessar lánveit- ingar umfangsmeiri en nokkru sinni fyrr. Þá voru veitt G-lán til kaupa á 2183 ibúöum um land allt, samtals aö fjárhæð 80,4 m.kr. og námu þær lánveitingar 27% heildarráðstöfunarfjár Byggingarsjóös ri'kisins. En hvaö sem þessu liöur má telja vist, eöa a.m.k. liklegt, aö þaö muni taka sinn tima að byggja upp þennan lánaflokk.rétteins og byggingar- lánaflokkinn. Kaup á eldri ibúöum eru aö þvi leyti ólik kaupum á ibúöum i smiöum, aö i fyrrnefnda tilfellinu fylgja oftsinnis há lán viö ibúöar- söluna. Er þar annars vegar um aö ræöa veölán til langs tima, sem á i'búöunum hvila af hendi fyrri eigenda, hins vegar selj- endalán frá þeim, er selur. Auðvitaö er þaö misjafnt hvaö þessi lán nema háu hlutfalli sölu- verösins, en sennilega er einna algengast um þessar mundir að þau séu um 30% söluverðsins. Svör min viö þvi hvers vegna lán til kaupa á eldri ibúðum eru til muna lægri en á nýjum ibúöum skulunú lögö fram. Aöur skal þó tekiöfram, ogá þaölögö áherzla. aö þau eru eingöngu mitt persónulega mat og alls ekki „opinber svör” Húsnæðisstofn- unarinnar. Ég tel að meginástæö- urnar séu þrjár: 1) Þar sem seljandi lánarum það bil þriðjung söluverðsins til nokk- urs tima (að áhvilandi lánum meötöldum) virðist útborgunar- þungi kaupanda ekki jafn mikill og þess, sem er aö kaupa i smiöum fullgerða ibúö. Til við- bótar fær hinn fyrrnefndi oft- sinnis önnur veölán til viöbótar, svo að útborgunin verði honum léttari. Húsbyggjandi fær aö sjálfsögöu sambærileg lán en þó ekki framangreint ,,30%-lán” seljanda og það gerir mikinn gæfumun. 2) Annað svar við framan- greindri spurningu er að sjálf- sögöu hiö klassíska svar: Fjár- skortur. Ég býstfastlega við þvi, að hefði stofnunin meira fé umleikis myndi hún hækka þessar lánveitingar sinar, hægt og sigandi, enda full þörf á. Þá væri lika hægt aö gera sitthvað fleira, t.d. lengja lánstimann, sem varla má styttri vera en hann ernú, þ.e. 16 ár. Aukin fjár- ráö á þessu sviöi heföu fyrir löngu valdiö þvi, aö lánin væru talsvert hærri nú. 3) Sá frjálsi og uppsprengdi óöa- veröbólgumarkaöur, sem mest- allt ibúöarhúsnæöi i landinuer á, er aö sjálfsögöu afar viökvæmur fyrir hverskonar sveiflum. Einkum er hann fljótur að taka við sér ef kaupendur geta, fyrir tilstilli einhvers aöila, boöið fram meira fjármagn en áöur. Gerist þaö með skyndilegum hætti getur það valdiö „sprengingu” á mark- aönum, þannig, að bæði verð og útborganir fari upp úr öllu valdi. Ég tel augljóst, að myndi Hús- næöisstofnunin auka skyndilega framboö sitt á lánsfé vegna eig- endaskipta á eldra húsnæöi myndi markaöurinn „gleypa” þaö samstundis: Seljendur myndu krefjast bæði hærra verðs og hærri útborgana. Og hvers væri þá kaupandinn bættari, ekki sizt ef þaö væri frumbýlingsfjöl- skylda, sem væri að kaupa si'na fyrstu ibúö? Þaö er vandséö aö slik þróun yrði henni i hag. Þess vegna er ég eindregið þeirrar skoöunar, að fara verði varlega i aliar slikar ákvaröanir. Aö lokum má það koma fram, aðsem betur fer hefur Húsnæöis- stofnunin ailt frá upphafi og reyndar i sifellt auknum mæli haft lánveitingar til kaupa á eldri ibúöum misháar eftir þvi hvort umsækjandi er að kaupa sina fyrstu ibúö eöa ibúð nr. 2, 3 o.s.frv. Ég tel aö sú stefna hafi reynst vel. Einnig má þaö koma fram, aö lánin hafa, þrátt fyrir allt, verib misjafnlega hár hluti kaupverösins. Hér i Reykjavik og næsta nágrenni, þar sem óða- verðbólga rikir á uppboðsmark- aði ibúöarhúsnæðisins, ná lánin vitaskuld ekki jafnháu hlutfalli eins og á sumum öörum stöbum i landinu, þar sem meira jafnvægi rikir og ibúðaverö getur ef til vill sumstaöar talist nokkurn veginn eðlilegt. ...ogspyr Friöjón Þórðarson dóms- málaráðherra Ert þú ekki sammála mér um þaö aö brýna nauösyn beri til aö' skilgreint veröi i nýjum lögum, miklu nánara en nú er gert, um rétt og skyldur í sambandi viö ibúöakaup, bæöi varöandi ibúöir en þó aöallega um byggingafyrirtæki og íbúöakaupendur þar sem fjölskyldur hafa margsinnis lent i stórhættu? Og ennfremur að fasteignasölurnar veröi gerðar ábyrgar fyrir sinu hlutverki þannig að alls konar aðilar séu ekki aö vasast i þeim með tilheyr- andi áhættu, tjóni og mistökum. r i tst jjornargrei n Samanburöarfræðin Árni og Eitt helsta skammaryrði Morgunblaðsins um þessar mundir er „samanburðar- fræði”.Þar er átt viðhliðstæður sem dregnar eru milli fram- göngu Sovétmanna og Banda- rikjamanna i ýmsum málum, samanburö á mannréttinda- brotum sem fram fara undir skikkjufaldi þessara risa tveggja. Annaö heiti á sama fyrirbæri notar blaðið, en það er blátt áfram „Bandarikjaróg- ur". Þá er sérstaklega átt við þaö aö bandarisk stjórnvöld eru gerð ábyrg fyrir ýmislegum illum verkum skjólstæðinga sinna, hvort sem væri i Tyrk- landi, E1 Salvador eöa annars- staöar. Hvernig áhrifum er beitt Nú er þaö ekki nema rétt, að þóttBandarikin séu voldug ráða þau ekki öllu sem gerist á þeirra áhrifasvæöi. En það breytir þvi ekki, að þau eiga þess alltaf kost að beita hinum miklu áhrifum sinum — m.a. til þess að refsa herforingjaklikum fyrir mann- réttindabrot. Einhver slik við- leitni hefur verið höfð uppi, ekki sist i stjórnartima Carters. En nú eru þeir við völd sem telja, að öryggishagsmunir Banda- rikjanna eigi að vikja öllum öðr- um málum til hliðar. Þeir hinir sömu hafa fundið upp sérstaka kenningu um megin muná hefð- bundnum ofbeldisstjórnum svo- köiluðum og alræöisstjórnum til aö réttlæta hverskonar stuðning við þá sem drepa fólk, handtaka og pynta i nafni „réttra” hags- muna. i Randaríkfunum sjálf- um Þegar svo sli'k stefna fer sam- an við háværa gagnrýni á mannréttindabrot hjá ,,hinum” — og þá i'Póllandi nú um stundir og fylgja kröfur um að pólskum og sovéskum stjórnvöldum verði refsaö, þá er ekki nema von aö samanburðarfræðin komi upp. Satt að segja eru fáir iðnari við þau en Bandarikja- menn sjálfir. Það eru ekki sist bandariskir fréttaskýrendur sem minna Reagan forseta á þá glæpi sem herforingjakli'kur i Guatemala, ElSalvador og við- ar fremja „að húsabaki” hjá honum meðan hann lætur eins og ranglæti heims sé allt saman komið i Evrópu austanverðri. Hér i blaðinu var i gær vitnað til viðtals við fyrrum sendiherra Carterstjórnarinnar i E1 Salva- dor, Robert White, sem hafði þungar áhyggjur af þeim ótta bandariskra ráðamanna við róttækar hreyfingar i þriðja heiminum, sem stööugt rekur þá til að dæla peningum og vopnum i blóði drifnar fámenn- isstjórnir. White er og talsmað- ur þeirrarkenningar, að þaö séu einmittþessi viöbrögð sem geri umbótahreyfingar i Rómönsku Ameríku einatt hliðhollar kommúnistum, enda þótt engin slik samúö hafi verið fyrir hendi þegar af stað var farið: þar er i gildi sá gamalkunni sannleikur, að óvinur míns óvinar er minn vir. ur. Hræsni sem er engu lík Samanburðarfræðin eru og eitt af þvi sem skapar spennu milli bandariskra stjórnvalda og vesturevrópskra ráðamanna um þessar mundir. Til að mynda hefur utanrikisráðherra Danmerkur, Kjeld Olesen, held- ur betur fengið orð i eyra frá Washington fyrir að hafa leyft sér að bera saman herforingja- stjórnir i Póllandi og Tyrklandi. Um það mál kemst helsti tals- maður danskra sósialdemó- krata i utanrikismálum, Lasse Budtz, svo að orði i nýlegu við- tali i Information: „A það að vera leyfilegt i Tyrklandi sem ekki er leyfilegt i Póllandi? Þetta er hræsni sem engu er lik. Menn eiga ekki að komast upp með að láta vini sina gjöra það sem þeim hentar meðan svo- nefndir andstæðingar mega það ekki”. Svipaðar spurningar eru fram bornar i hverju Vestur- Evrópulandi — það skal alveg óvenjulega bandarikjasinnað málgagn eins og Morgunblað til að hneykslast á þeim. Vond huggun Þessi samanburðarfræði hafa fleiri hliðar. Enn kunna að vera til nokkrir þeir menn, sem vildu halda i gamlar vonir sinar um jákvæða þróun mála i Austur- Evrópu og hallast aö þvi að huggasig við það, að t.d. í Pól- landi hafi herforingjastjdrn ekki drepið eða fangelsað fólk i sama mæli og gert hefur verið i ýms- um skjólstæðingjarikjum Bandarikjanna. Þetta er vond huggun. Einmitt þeir sem vilja hafa einhvern metnað fyrir hönd sósi'alisma ættu allra sist að sætta sig við það að skrið- drekar, herlög og afnám þess samtakafrelsis sem þróasthafði séu höfð til að „bjarga sósial- Bergmann skrifar ismanum”, eins og það heitir. Það stóð vist aldrei til að veita þeim sem þykjast stýra eins- konar sósialisma syndakvittun fyrir það að þeir komist af með færri pólitlska fanga en fasista- stjórnir! Miklu nær að láta sika þróun mála verða til þess að spyrja sjálfa sig i alvöru, hverj- ar lágmarkskröfurhver og einn vill gera til þjóðfélaga sem kenna sig við sósialisma — og •neitaþeim um það sæmdarheiti sem á prófinu falla. Möguleiki Ótiðindi af margvislegum mannréttindabrotum berast úr mörgum heimshlutum. Það er kannski til of mikils mælst, að hver og einn taki öll þau tiðindi jafn nærri sér, ýmisleg persónu- leg tengsli, þekking á ákveðnum þjóðum, samúð með skoðana- bræðrum og margt fleira kemur til greina og ræður áherslum i afstöðu hvers og eins. Við þvi verður ekki gert. En það er ekki slður nauösynlegt, að menn geri sérsjálfir grein fyrir bæði þess- um áhrifaþáttum sem og þvi', að það er mikil nauðsyn að forðast tvöfalt siðgæði i mannréttinda- málum. I þeim efnum er varla nema um eina leið að ræða vilji menn vera sem heiðarlegastir við sjálf a sig og aðra: hún er sú að gera það siðgæði að sinu sem ræður samtökunum Amnesty International. AB.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.