Þjóðviljinn - 06.02.1982, Blaðsíða 14
14 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 6 — 7. febrúar 1982.
bókmenntir
„Hún beinlínis naut
þess að búa til mat
55
Dagný
KristjánsdJ
skrifar
Það kemur fyrir hjá vesælum
gagnrýnanda aft þolinmæði hans
þrýtur, sundurgreinandi hugsun
rýkur úti veður og vind og geð-
vonskan ein situr eftir. Nákvæm-
lega þetta gerðist þegar ég las
bðkina Sumarblóm i Paradis eftir
Snjóiaugu Bragadóttur.
Frá Mokka til
Paradísar
1 þessari bók er sagt frá Lenu,
22 ára sveitastúlku að austan.
Hún hefur komið til Rvk. til að
læra hjúkrun, orðið ástíangin,
„kauði fær sér aöra” (8), Lena
fær sér annan en sá reynist hinn
versti skúrkur: ,,... notaði is-
skápinnn, bilinn og sparipening-
ana hennar eins og sitt eigið,
þangað til hún uppgötvaði að
hann hafði ekki i hyggju að
endurgjalda það á nokkurn hátt”.
(8, les;hann ætlaði ekki að giftast
Lenu).
Þessióþokki i mannsmynd um-
gengst „listamenn og náms-
menn” og tælir Lenu til að sitja á
Mokka og halda partý. Hún fer
mjög illa útúr þessu sambandi
sem vonlegt er, og stendur uppi
slypp og snauð eftir það, en kynn-
ist þá fyrir lukkulega tilviljun
Lóu, óöalsbóndadóttur frá
Breiðafirði. Þar byrjar bókin —
hitt var forsaga.
Stúlkurnar fara vestur og reka
þar sumarhótel i Lónsey, eyði-
eyju á Breiðaíirði sem brátt hlýt-
ur nafnið Paradis. Hótelrekstur-
inn annast þær Lena og Lóa en
auk þeirra eru Halli, bróöir Lóu,
stórglæsilegur rafmagnstækni-
fræðingur, trúlofaður fallegri
stúlku sem heitir Stina en hún
hefur illu heilli dregiö vestur með
sér fegurðardrottninguna Maju
sem er „höggormurinn i Paradis-
inni” af þvi að hún svifst einskis
til að krækja i Dóra, stórglæsileg-
an „vélstjóra á sjó eða vélsmiö i
landi” (12). 1 Lónsey gerast svo
þeir atburöir sem sagt er frá á
hundrað tuttugu og tveimur blað-
siðum i þessari bók.
Þegar einn gesturinn segir að
hann „fari héðan með kransæða-
stiflu eða eitthvað slikt af þessu
mataræði” (53) — þá verður Lena
uppnumin af gleði.
En stundum verður söguhetja
okkar ofurlitið þreytt á elda-
mennskunni og þvi að sjá ekkert
af fegurð Breiðafjarðareyja,
komast aldrei af bæ og þurfa aö
gæta allra barna og gæludýra
sem koma i eyjuna. Hún vikur þó
ekki frá eldavél sinni nema þris-
var þetta sumar þ.e. til að bjarga
tveimur mannslifum og verða
fárveik — þó ekki lengi i hvert
sinn. Fyrir hverja steik, hvern
rjómais, hverja feita sósu fær hún
nefnilega prik hjá sjarmörnum
Dóra. Og veitir ekki af, þvi að
samkeppnin er hörð.
Samt er það svolitið mótdrægt
fyrir svona unga stúlku aö horfa
á útilif og kátinu hinna krakkana
og bætir litið úr skák þó að vinnu-
borðið i eldhúsinu sé undir
glugganum svo að hún getur horft
á ærslin i sólinni á meöan hún
undirbýr næstu kransæðastiflu.
Við vitum jú öllaðleiðin að hjarta
mannsins...
Matur
Lena tekur að sér að sjá um
mat á hótelinu og gerir það með
sliku ofíorsi að hún stendur kóf-
sveitt yfir pottunum, ofni, hræri-
vél og frystikistu allt sumarið og
litur eiginlega mjög sjaldan upp.
Ást
Lena elskar Dóra. Maja er
staðráðin i að giftast Dóra. Lena
heldur að þau sofi saman. Lóa var
einu sinni trúloíuð Dóra og Lena
heldur að hún elski hann enn og
það ekki að ástæðulausu. Þess
vegna hættir hún að tala við Lóu
og fer varlega. Hins vegar hatast
þær Maja leynt og ljóst og eitur-
skeytin ganga á vixl.
Þar sem þetta er augljóslega
meira framboð á tilvonandi eigin-
konum en eftirspurn — rikja lög-
mál frumskógarins i „Paradis-
inni” i Lónsey. Konurnar læðast
hvor i kringum aöra með hnifinn
á milli tannanna i myrkri for-
dóma samkeppni og kvenhaturs
— alla bókina. Dóri „filar sig i
botn” og hefur gaman af fiflalát-
unum i kvenfólkinu sem vonlegt
er. Það er hins vegar meira en
hægt var að segja um mig.
Paradísarmissir?
Lena og Dóri trúlofast i bókar-
lok eftir það eymdarlegasta til-
dragelsi sem ég hef lesið um.
Lena fer á fylliri (i fyrsta sinn i
meira en hálft ár) og reynist þá
skyndilega svo áfengissjúk
morguninn eftir að hún er tilbúin
til að henda allri sinni feimni úti
hafsauga ef hún aðeins fær glas af
vini hjá Dóra og það strax! Enda
æran glötuð hvort eð er:
„Almáttugur, hvað er ég búin
aö gera? hugsaöi hún. Sit hér,
blindfull að morgni dags, þegar
hann kemur... og allur matur
frosinn” (152-153).
Þar fór það — og eftir smá-
spaug með glasið trúlofast þau
Dóri. Og þar með lýkur bókinni.
Skömm er að...
Nánast alla bókina er Lena að
elda og þess á milli hatar hún hin-
ar konurnar i eyjunni. Það gefur
auga leið að sagan er mjög kyrr-
stæð. Þar að auki hanga upp-
lýsingar um lif persóna ekki
saman af þvi að þeim er til skiptis
ætlað að vera „lifsreynt fólk” eða
fullkomlega óreynt. Og þetta eru
bara tæknileg atriði og ekki sagt
orð um hugmyndafræði Sumar-
blóms i Paradis.
Eg get ekki annað sagt um
þetta: Fyrr má nú aldeilis vera
andsk... metnaðarleysið!!! Það
hlýtur að vera hægt að skrifa
hressari og betri og metnaðar-
meiri afþreyingarbækur fyrir is-
lenskar konur!
Dagný
LITAVER — LITAVER — LITAVER — LITAVER — LITAVER - LITAVER — LlTAVER - LITAVER
dP LITAVER
Auglýsir
Ertuað byggja
vittu hreyta
þarftu að bSBtS
Qt
\
STÓRÚTSALAN í FULLUM GANGI
i Veggfóður — Verð frá kr. 30.00rúiian
i Veggdúkar — Breidd 53 cm, 65 cm og 1 m.
i Veggstrigi — Verðfrákr. 10.00 m.
i Veggkorkur — Breidd 89 cm.
\ Stök gótfteppi, 100% uii.
i Góifteppi — Breidd 3,66 og4m.
* Gótfdreglar — Breidd 80 cm ogl m.
> Gótfdúkar, allargerðir.
Líttu við í Litaver
því það hefur ávaltt borgað sig.
V£\
li
miniv'
Grensásveg 18
Hreyfilshúsinu aaa
Sími 0^444
LITAVER — LITAVER - LITAVER — LITAVER — LITAVER — LITAVER - LITAVER —' LlTAVER -