Þjóðviljinn - 06.02.1982, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 06.02.1982, Blaðsíða 15
Helgin 6.— 7. febrúar 1982. ÞJóÐVILJINN — SÍÐA 15 Menntaskólinn viö Sund: Fjölbreytt dag- sm á Þorravöku Dagana 10.-1«. febrúar verður haldin árleg Þorravakai Mennta- skólanum við Sund. Þá daga er m.a. boðið upp á fjölbreytta dag- skrá, sem opin er almenningi. Kennir þar margra grasa: Miðvikudaginn 10. 13.00 Setning. 20.30 Tónleikar Mezzoforte og Jóhann Helgason. Fimmtudagur 11. 13.00 Þórhallur Vilmundarson, örnefnafræðingur ræðir kenn- ingar sinar. 15.00 Krossinn og hnifsblaðið (kvikmynd). Föstudaginn 12. 13.00 Þórarinn Eldjárn kynnir verk sin. Lesið úr verkum Vitu Andersen. Klassiskur gitar- leikur. 20.00 Visnavinir. Mánudaginn 15. 13.00 Tappi tikarrass spilar 13.30 Uppgjörið 14.30 Sýnishorn frá Fjala- kettinum. 20.00 Uppákomukvöld framhalds- skólanna. Laugardaginn 13. febrúar verður i gangi skemmtun með óvæntum uppákomum nemenda frá morgni til kvölds. — Auk þess verður þriðjudagurinn 16. kynn- ingardagur þar sem sýnt verður það helsta úr skólalifinu. Tónleikar Musica Nova Næstu tónleikar Musica Nova verða haldnir i Norræna húsinu mánudaginn 8. febrúar kl. 20.30. Að þessu sinni verða frumflutt tvö islensk verk sem voru pöntuð af Musica Nova: „Gloria” fyrir pianó eftir Atla Heimi Sveinsson og Sönglög eftir Karólinu Eiriksdóttur. Auk þess verða flutt „Serenade” fyrir selló eftir Hans Werner Henze, of „Five Piecps” fyrir básúnu og pianó eftir Ernst Krenek. Flytjendur eru: Anna Málfriður Sigurðardóttir pianóleikar, Signý Sæmundsdóttir sópransöngkona, Bernard Wilkinson flautuleikari, Einar Jóhannesson klarinettleik- ari, Gunnar Kvaran sellóleikari, Guðriöur Sigurðardóttir pianó- leikari, Bill Gregory básúnuleik- ari og Sveinbjörg Vilhjálmsdóttir pianóleikari. Aðgöngumiðar fást við innganginn. Athyglis- verður björgunar- búningur Ný tegund af vinnu og björgun- arbúningi hefur nýlega komið á markaðinn, sérstaklega hannað- ur fyrir siglingarmenn á skútum, fiskimenn og menn á oliuborpöll- um. Búningurinn býður upp á tvenna kosti, vörn gegn kuida og gott flotmagn. Sjálfur kemur búningurinn i stað hlýrra yfirhafna, sam- festings, regngalla og bjargbelti. Það er mjög auðvelt að klæðast búningnum, hann er ætlaður til að vinna i honum, þannig að ef um neyðartilfelli er að ræða, tapast ekki dýrmætur timi til að klæðast honum. Búningurinn er framleiddur af Brödr. Sunde A/S i Álasundi, Noregi, i samvinnu við Norska fiskimálastofnun, og hefur verið reyndur af Norska sjóhernum og Norskri rannsóknarstofnun sem hefur með að gera rannsóknir fyrir útbúnað skipa. Þessi rann- sóknarstofnun hefur samþykkt að búninginn megi nota i stað bjarg- vesta um borð i norskum fiski- skipum. Búningurinn er einnig góð hug- mynd fyrir sportsiglingamenn og sem dæmi má geta þess að áhöfn norska siglarans Berger Viking notar búninginn i siglingarkeppn- inni yfir Indlandshaf frá Góðra- vonarhöfða til Nýja-Sjálands. 1 vatni virkar búningurinn sem blautbúningur þannig að maður sem fellur fyrir borð getur lifað i vatni niður i 5 gr. C köldu vatni i 3 tima, sem i flestum tilfellum ætti að vera nægur timi til björgunar. Nú þegar er verið að prófa bún- inginn af norskum fiskimönnum með mjög góðum árangri. Gleraugu fundin, simi 34625 ÁRGERÐ 1982 Á GREIÐSLUKJÖRUM SEM EKKI HAFA ÞEKKST HÉR Á LANDI Station: Verð kr. 44.500.00 Lánað til 8 mánaða kr. 35.000.00 r Utborgun kr. 9.500.00 Fólksbíll kr. 42.150.00 Lánað til 8 mánaða kr. 35.000.00 r Utborgun kr. 7.150.00 Aukin fyrirgreiösla möguleg. T.d. beöiö eftir láni eða sölu á eldri bíl. Trabant er þekktur á íslandi frá árinu 1963 og eru nokkrar Trabantbifreiðar af þeirri árgerð enn í notkun. Ef miðað er við verð, afskriftir og eyðslu, er ódýrara að aka Trabant, en að fara í strætisvagni. EN HVAÐ ER Leiðinlegt en satt. Bill á íslandi er orðinn stöðutákn, en ekki raunsæi vegna notkunar. Jafnvel þeir, sem helst viðra sig upp við verkalýð og alþýðu, telja Trabant ekki nógu fint merki fyrir sig. Ég þekki — og þú þekkir marga — sem aka á bilum sem kosta i dag AÐ GERAST? jafnvel yfir tvö hundruð þúsund króna - en eiga ekki ibúð eða annað húsnæði fyrir sig og sina. Er það furða þótt efnahagsástandið á islandi sé eins og það er i dag, þegar meirihluti þjóðarinnar er haldinn slikum sjúkleika? TRABAIMT/WARTBURG UMBOÐIÐ Ingvar Helgason Vonarlandi >Sogamýri 6 sími 33560

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.