Þjóðviljinn - 06.02.1982, Blaðsíða 11
Helgin 6 — 7. febrúar 1982. ÞJÓÐVILJINN — StÐA 11
Guðbergur Bergsson skrifar frá Madrid:
Engin leyndarmál,
Thor Vilhjálmsson
Listamaöurinn og skáldiö
spyrja en sagnfræöingurinn
heldur oft aö hann hafi fundiö
sannleikann og þess vegna staö-
hæfir hann. Skáldiö efast, en
trúmaöurinn trúir. Ritdólgurinn
er vist hins vegar alltaf meö
dólgslæti. Thor og ég erum
skáld og viö vitum að flest sem
skáldiö skrifar er i ætt viö skrök
sem eru þó oftast meiri sann-
leikur en sannleikurinn sjálfur,
enda er óvissan og óskapnaður-
inn undirrót allra hluta. Sköpun
vex aöeins af óskapnaöi.
Og ætlun mín með greininni
um Guernikumynd Picasso var
ekki að staöhæfa neitt, enda var
fyrirsögnin borin fram sem
spurning. Skáldiö spyr en sagn-
fræðingurinn ber fram „sann-
leikann”.
Algengt er i listasögunni aö
verk séu talin vera eftir málara
þótt þau séu máluð af læri-
sveinum hans eöa á vinnustofu
málarans. Þannig færast
verkin, einkum ef þau eru góð,
yfir á þann sem frægöina ber, en
hinn óþekkti sem vann verkið
fellur i gleymsku og oft úr hor.
Eins er þetta i efnahagslifinu:
verkamaðurinn sem skapar
auðinn nýtur hans ekki, hins
vegar nýtur auðmaðurinn hans
þótt hann hafi alls ekki unniö
fyrir honum. Hið broslega við
vit okkar á list er hins vegar
það, að verk sem við dáumst að,
og sögð eru vera eftir fræga
meistara, eru að mestu verk
viðgerðarmanna safnanna sem
hafa breytt verkunum, ekki
aðeins formum þeirra heldur
einkum litnum. Allt er afar ein-
kennilegt og hvar er vissan?
Hjá hinum trúaða og einnig hjá
flóninu og þeim sem fylgir i stað
þess að ganga á skjön.
Alberti hefur skapað hann i
sinni mynd, eins og andalúsiu-
búum er tamt, enda frá Anda-
lúsiu.
Um Olgu og skilnað hennar og
Picasso er það að segja, að ef-
laust átti hann ótal ástkonur
áður en hann skildi við Olgu
samkvæmt lögum. Lögin eru
jafnan langt á eftir lönguninni —
og réttlætinu lika. Hjóna-
skilnaður getur leikið fólk grátt
þótt það sé löngu skilið tilfinn-
ingalega séð. Sist efast ég um
hæfileika Picasso ti'l ásta.
Eflaust er rétt það sem ætt-
maður hans skrifaði nýlega, að
Picasso hafi þurft að lina prikið
tvisvar á dag i æsku og gilti
hann einu hvort hann linaði það
með karli eða konu. Hent getur
að gamalmennið sem skrifaði
þetta hafi rangt fyrir sér, en
greinar Thors virðast þó renna
styrkum stoðum undir umsögn-
ina um hið harða prik á Picasso
— þó brást það vist á örlaga-
stundinni eins og krosstréð.
Þvi miður bregður Thor sér i
barnakennaragervi og vitnar i
réttritunarbækur sinar og
kveður Renau hafa heitið réttu
nafni Renan — „samkvæmt
minum heimildum vélrituðum”.
Renau kann að vera nefndur
Renan i fræðibókum á sviði
myndlistar, en hann heitir samt
Josep Renau. A francotimanum
hefur nafn hans veriö ritað José
Renau, eða Renan á frönsku.
Tunga valensiubúa var bönnuð
á francotimanum, mannanöfn
urðu þvi að vera rituö á kastil-
lanskan máta, Thor virðist ekki
gera sér grein fyrir þessu.
Þannig breytast stafsetningar-
reglurnar og „sannleikurinn”
um leið og einræðisherrar
deyja. Hið barnslega sakleysi
og hrekkleysi þess sem hefur
búið við lýðræði og matfrelsi
gerir sér ekki grein fyrir
hrekkjum einræðisherranna.
En saklaust barn sem hefði
ritað Josep Renau i staðinn fyrir
José Renan hefði ekki aðeins
fengið núll i réttritun á timum
Francos, heldur lika hýðingu. A
timum Stalins hefur kannski
hent eitthvað svipað
réttritunarreglurnar, þannig að
dóttir E1 campesino var á opin-
berum fæðingarvottorðum
nefnd Valentina þótt hún héti i
höfuðið á föður sinum, Valer-
iano; Valerina. Munurinn er sá
að r fellur niður en i staðinn
kemur nt. Annaö eins og þetta
gat vist hent á sælutima sann-
leikans. Allir einræðisherrar
heimta rétta stafsetningu og
rétt réttarfar hins rétta rétt-
trúnaðar. Það má ekki henda
okkur hinar frjálsu vitsmuna-
verur að heimta hið sama af
hinum spöku fræðibókum sem
eru i troðfulla bókaskápnum
okkar og gæða okkur liprum
gáfum en heldur gagnslitlum.
Þvi miður get ég ekki borið
fram óhrekjandi rök fyrir máli
minu, en hendingin stendur
ævinlega við hlið heimsk-
ingjans, þvi i dag þegar mér
bárust greinar Thors var birt i
dagblaði sú frétt að Josep
Renau, sá sem fékk Picasso til
að mála myndina Guernica hafi
verið heiðraður. Hinn
sannleikurinn i grein minni
kemur i ljós smám saman. Ég
sendi úrklippuna úr dagblaðinu
orðum minum til staðfestingar,
og svo segi ég bara i lokin eins
og Fidel Castro „sagan mun
sanna...”
Madrid, 28. janúar 1982.
Guðbergur Bergsson. •
Þvi miður bárust mér greinar
Thors Vilhjálmssonar ekki fvrr
en i dag. Ritaðar heimildir
hans virðast vera þannig
vaxnar að þeim ber einvörð-
ungu saman við misminni mitt,
þegar ég skrifaði greinina: Er
málverkið Guernica eftir
Picasso? Mig minnti þqr að
skáldið Alberti hefði verið for-
stjóri Pradosafnsins, en það
er vist rangminni. Heiðursfor-
maður safnsins var Picasso, og
bið ég lesendur Þjóðviljans vel-
virðingar á misminni minu en
Thor að fleygja fræðibókum sin-
um.
Aldrei var myndhöggvarinn
Alberto kenndur við Valencia,
eins og Thor hefur eftir mér,
heldur var hann fyrrverandi
bakari frá borginni Toledo, eins
og stendur i grein minni. Aðeins
er stigsmunur á þvi að hnoða
deig eða leir. Hinn snauði
verðurhins vegar oft að láta sér
nægja deigið i staðinn fyrir
dýran marmara. Alberto bakaði
deigmyndir eins og enn tiökast
meðal bakara i Toledo, en hann
mun oft hafa fundið spýtu til að
tálga nema á striðsárunum i
Moskvu. Slikar voru hörmungar
rússnesku þjóðarinnar og eldi-
viðarskortur. Lýsingar skálds-
ins Alberti á myndhöggvar-
anum hafa verið alrangar. Þær
eiga fremur skylt við lýsingar á
andalúsiubúa eða katalana, en
fráleitt við kastilibúa, sist ef
hann er i þokkabót snauöur.
Þegar hugað er að bifreiðakaupum þá er mikilvægt að velja rétt.
BMW 315 er fyrsta skrefið inn í BMW fjölskylduna. Hann er búinn öryggi og
styrkleika stærri gerða BMW bifreiða og er það mikilvægt á okkar erfiðu vegum.
Sjálfstæð fjöðrun á hverju hjóli gerir BMW stöðugri á vegi, enda þekktur fyrir
einstaklega góða aksturseiginleika.
Endursala BMW er auðveld og hægt er að reiða sig á gott endursöluverð.
BMW er valkostur sem vert er að kanna rækilega og ekki skaðar hið
hagstæða verð sem gerir flestum mögulegt að aka um á BMW.
BMW ánægja í akstri.
KRISTINN GUONASON HF.
SUÐURLANDSBRAUT 20 - SÍMI 86633
PROGRAMAS
DE TELEVISiON
8
’ente
Josep Renau, pintor y carte-
lista que encargó el Guernica
a Pablo Picasso cuando ocupaba
la Dirección Gencral de Bellas
Artes. durante la II República,
ha recibido el Premto Alfons
Roig de pintura, dolado por la
Diputación de Valencia con me-
dio millón de pese* «^,Renau,
que cuenta en ' ,(»,%^^".ad 74
~ ^ - el ga-
e su
’ "Nunca
.as cosas vie-
el pintor a Jaime
Millas<"dS conocer el fallo del ju-
rado. Es la primera vez, desde su
juventud, que Renau recibe un
premio en la ciudad donde nació.
afios de ed
lardó'*
es v
nen