Þjóðviljinn - 06.02.1982, Blaðsíða 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 6.— 7. febrúar 1982.
UODVIUINN
Málgagn sósfalisma, verkalýds-
hreyfingar og þjódfrelsis
titgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans.
Framkvæmdastjóri: Eiður Bergmann.
Kitstjórar: Árni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan
Ólafsson.
Fréttastjóri: Álfheiður Ingadóttir.
úmsjónarmaður sunnudagsblaös: Guðjón Friöriksson.
Auglýsingastjóri: Svanhildur Bjarnadóttir.
Afgreiðslustjóri: Valþór Hlööversson.
Klaöamenn: Auður Styrkarsdóttir, Magnús H. Gislason, Óskar
Guðmundsson, Sigurdór Sigurdórsson, Sveinn Kristinsson.
fþrótta- og skákfréttamaður: Helgi Ólafsson.
Útlit og hönnun: Andrea Jónsdóttir Guöjón Sveinbjörnsson.
I.jósmyndir :Einar Karlsson, Gunnar Elisson.
Handrita- og prófarkalestur: Elias Mar, Trausti Einarsson.
Auglýsingar: Hildur Ragnars, Sigriður Hanna Sigurbjörns-
dóttir.
Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Jóhannes Harðarson.
Afgreiösla: Bára Siguröardóttir, Kristin Pétursdóttir.
Simavarsla: Ólöf Halldórsdóttir, Sigriður Kristjánsdóttir.
Húsmóðir: Bergljót Guöjónsdóttir.
Bilstjóri: Sigrún Bárðardóttir.
Innheimtumenn: Brynjólfur Viihjálmsson, Gunnar Sigurmunds-
son.
Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jóns-
dóttir.
Útkeyrsla, afgreiösla og auglýsingar: Siðumúla 6,
Reykjavik, simi 81333
Prentun: Blaðaprent hf.
r itst Jór nargr ci n
Viö hvað á
aö miöa?
• Þórir Danielsson framkvæmdastjóri Verka-
mannasambandsins ritar fróðlega grein i Þjóðvilj-
ann sl. miðvikudag um aðdragandann að bráða-
birgðasamkomulagi ASÍ og VSÍ i haust og þá dag-
vinnutekjutryggingu sem i þeim fólst. t greininni
minnir hann á að undanfarin ár hafi verið um það
rætt af miklum áhuga og notaður i þvi sambandi
meginþorri kraftmestu lýsingarorða tungunnar, að
bæta þyrfti kjör þeirra lægst launuðu. Á það hafi
hinsvegar skort verulega i þessari umræðu að gera
grein fyrir við hvað væri átt, og hvernig ætti að fara
að þessu.
• Um það hafa lengi staðið deilur við hvað eigi að
miða þegar talað er um láglaunafólk og sérstakar
úrbætur i launamálum fyrir þann hóp umfram
aðra. Á siðasta áratug höfðu margir horn i siðu
ákvæðisvinnukeríis hjá iðnðarmönnum, sem færði
fólki á besta aldri i iðnaðarmannastétt oft dávænar
tekjur. Iðnaðarmenn bentu hinsvegar á að tima-
kaup þeirra væri lágt, og akkorðið skilaði sist of
miklu miðað við aukin afköst, álag og áhættu.
Siðastneínda atriðið ber ekki að vanmeta þvi að allt
sem hamlar verkinu, veður, áföll og ófyrirsjáan-
legar tafir, fellur á tima akkorðsmanna sjálfra en
ekki atvinnurekenda. Bónusvinnufólk notar oft á
tiðum svipuð rök og iðnaðarmenn gerðu og vill að
láglaunabætur séu miðaðar við lágan taxta, en ekki
heildartekjur sem eru tilkomnar vegna aukinna af-
kasta og erfiðis. Fastlaunafólk er aftur á móti ekki
reiðubúið til að fallast á rök af þessu tagi og bendir
á að þau séu i meginatriðum svipaðs eðlis og rökin
sem færð eru fyrir röðum i launaflokka eftir álagi,
ábyrgð o.s.frv. Þessvegna beri að miða láglauna-
bætur við dagvinnutekjur hvernig sem þær séu til-
komnar.
• Þórir Danielsson segir að mikilvægt sé að kalla
hlutina réttum nöfnum og fá betri upplýsingar en nú
um raunverulega greidd laun i landinu. Geti hinir
betur settu fallist á að hinir lægstlaunuðu fái meira i
sinn hlut en þeir, sé vandinn þó ekki leystur, þvi þá
sé eftir að ná samkomulagi um viðmiðun. Engin ein
leið sé i sjálfu sér rétt eða röng þegar sé um lág-
launamark, en ef umræða og samningar um bætur
til þeirra lægstlaunuðu eigi að bera áþreifanlegan
árangur, þurfi skýr afstaða verkalýðshreyfing-
arinnar að liggja fyrir.
• Á að miða við heildarlaunatekjur; grundvallar-
taxta eingöngu; eða tekjur manna af dagvinnu án
vaktaálags, þegar verið er að fjalla i samningum
um úrbætur fyrir lægst launaða fólkið? Þetta eru
mikilvægar spurningar og svörin við þeim verða
mikils ráðandi um sundrung eða samstöðu i
komandi kjarasamningum. Sú leið sem ASí fór i
haust kom til góða þeim sem lægstar hafa dag-
vinnutekjur i raun, en er samt sem áður ekki óum-
deild. í umræðum um launamálin má heldur ekki
gleyma þvi að afkoma heimilanna á íslandi i dag
fer að verulegu leyti eftir þvi hvort fyrirvinnur
þeirra eru ein eða tvær, og sá afkomumunur sem i
þvi felst verður ekki jafnaður nema með aðgerðum
hins opinbera.
—ekh
úr aimanakínu
Eitter að taka hlutunum meö
karlmennsku og annað af raun-
sæi. Hér áður fyrr þótti það
hinn mesti garpskapur að æðr-
ast hvergi þótt váleg tiðindi
geröust, hrökkva ekkieinu sinni
við, en láta i' þess stað eins og
ekkert hefði gerst. Mér virðist
sem þetta garpa-sjónarmið ríki
enn hjá þjóðinni, ráðamönnum
jafnt sem almenningi. Þetta
kom all-vel i' ljós, þegar þau vá-
legu tiðindi bárust að loks heföi
okkur tekist að svo gott sem Ut-
rýma loðnustofninum, eins og
sildinni forðum. Aðvörunum
fiskifræðinga um langan tima
var ekki ansað. enda taka
garpar ekki mark á kvaki
fræðinga. Afram var haldið að
ausa upp uns eftir stendur 150
þús. lestahrygningarstofná móti
600 þús. lestum fyrir 3 árum. Og
hám ark garpskaparins voru orð
sjávarútvegsráöherra á þingi
sl. mánudag, þegar hann i um-
ræðu um þetta málsagði: Óttist
ekki, af litlum stofni getur kom-
ið góður árgangur! Ef þetta er
ekki karlmannlega mælt af
Sigurdór
SigurdorssorT,
manni sem hefur stjórnað þess-
um veiöum, þá veit ég ekki hvað
það orð þýðir.
Við skulum ekki
hafa hátt
Viðbrögð fjölmiðla og al-
mennings við þeim hroðalegu
tiðindum að loðnustofninn væri
kominn niður í 150 þúsund lesta
hrygningarstofn, var með þeim
hætti að segja sem minnst.
Frægust er sennilega fréttin i
Mogganum, þar sem sagði i að-
al fyrirsögn „Loðna i Kolkuál”
en undirfyrirsögn „Hjálmar
Vilhjálmsson segir hrygningar-
stofninn kominn niður i 150 þús-
und lestir”. Smá frétt i öðrum
fjölmiðlum en Þjóðviljanum og
alger þögn ráðamanna. En svo
gerist það að Arni Gunnarsson
alþingismaður ris loks upp utan
dagskrár á Alþingi og vekur at-
hygli á þeim voða sem boðar að
verið er að eyða loðnustofnin-
um. Þaö er ekki bara sú eyða i
útflutningi sem eyðing stofnsins
skilur eftir, heldur og sú hætta
sem þorskstofninum er búin,
þegar þessi aöalfæða hans er
horfin úr sjónum. Eg hygg að
þarna hafi gamalt frétta-
mannsnef Árna komið til frek-
ar ai nokkuð annað, og hann á
heiður skilinn fyrir framtakið.
Og það var einmitt í þessum
umræðum, sem Steingrimur
Hermannsson sjá varútvegs-
ráöherra mælti þessi frægu orð
með litla stgfninn og stóra ár-
ganginn.
Verst að ná ekki
fullum kvóta
Og þegar nU fjölmiðlar loks
tóku við sér, hver voru þá við-
brögð þeirra hagsmunaaðila
sem leitað var tií?" Jú^ "hvað
fáum við mikið úr Aflatrygg-
ingasjóði? Verst að hafa ekki
náð að fylla veiðikvótann áður
en sagt var frá þessu, eða að
ekkert væri að marka þetta,
sjórinn væri fullur af loðnu.
Hreint út sagt furðuleg við-
brögð.
bKipstjórar loðnuskipanna
hafa alla tið siðan Hjálmar Vil-
hjálmsson gaf fyrstu aövörun-
ina um að ekki væri allt með
felldu varðandi loðnustofninn
hamast gegn honum og Haf-
rannsóknarstofnuninni. Þeir
hafa sagt aövaranir Hjálmars
lofar
tómthjóm,sjórinn væri svartur
af loðnu. Jafnvel að aldrei hafi
veriðannað eins magn af loðnu i
sjónum. Siðan hafa þeir þrýst á
sjávarútvegsráðuneytið og það
alltaf leyft að veiða meira en
Hafrannsóknarstofnunin lagði
til. Afleiðingarnar blasa nú við.
Og þegar stofninn hefur verið
svo gott sem þurrkaður upp, þá
er fyrsta spurningin — hvað fá-
um við úr Aflatryggingasjóöi?
Brotalöm
En ræðandi um sjómenn og
fiskveiðar, þá er ástæða til að
minnast á þá sjómanna-
samninga og ákvörðun fisk-
verðs, sem mestum átökum olli
á dögunum. 1 kjarasamningun-
um kom greinilega fram
ákveðinn ótti hjá forystumönn-
um sjómanna um að samstaða
þeirra brysti. Hvers vegna var
þessi ótti til staðar? Hvers-
vegna er meiri hætta á að sam-
staða sjómanna bresti en ann-
arra launþega? Svarið virðist
einfalt, svo langt bil er á milli
tekna sjómanna með lægst og
hæst laun að engin stétt í land-
inu kemst þar neitt nærri og i
raun er vart hægt að tala um
sjómenn sem eina stétt. í
samningunum var verið að
semja um laun sjómanna með
um 100 þúsund kr. árslaun og
upp i 625 þúsund kr. Hér er átt
við lægstu háseta og hæstu skip-
stjóra. Hvernig geta hagsmunir
þessara manna fariö saman?
Svariö hlýtur að vera: með eng-
um hætti. Þarna er atriöi sem
hin ýmsu félög sjómanna hljóta
að verða aö taka fyrir, enda hef-
ur biliö á milli þeirra hæst og
lægstu aldrei verið neitt svipað
og undanfarin ár eftir að litlu
skuttogararnirkomu til sögunn-
arog gáfu sjómönnum kost á að
mala sér gull með óskaplegri
vinnu. En áfram eru gerðir út
litlir og gamlir bátar á linu og
net, og hlutur sjómanna sem á
þeim vinna aðeins brot af laun-
um sjómanna á skuttogurunum
litlu. Þarna er brotalöm, sem
þarf að lagfæra.
Fiskverðið
Það sama verður aö sjálf-
sögðu upp á teningnum, þegar
að ákvörðun fiskverðs kemur. A
fjölmennum fundi sjómanna i
verkfallinu var Ingólfi Ingólfs-
syni, fulltrúa sjómanna i yfir-
nefnd Verðlagsráðs sjávarút-
vegsins, gefið fullt umboð sjó-
manna til að taka ákvörðun um
fiskverð fyrir þeirra hönd.
Þarna þótti mér mikið lagt á
herðar eins manns, þótt harður
af sér sé, enda kynjaður af
Skaga. Siðastur manna myndi
ég gera li'tið Ur Ingólfi Ingólfs-
syni,en samthygg ég að honum
jafnt sem öllum öðrum reynist
erfitt að ákveða fiskverð fyrir
menn sem spanna i launum frá
100 þús. kr. i árslaun og uppi
rúmlega 600 þúsund kr. ef ein-
hver sanngirni á að vera i mál-
inu.
Og hvernig er svo yfirnefnd
samansett? Jú, þar er talað um
fulltrúa seljenda, þ.e. sjómenn
og Utgerðarmenn, og svo hins-
vegar kaupendur, fiskverkun-
ina. Með þessari samsetningu
er hreinlega veriö að spila með
sjómenn vegna þess aö sannað
er að á milli 85% og 90% fiski-
skipaflotans er i eigu fiskverk-
enda. Þeir sitja þvi beggja
vegna borðsins gegn fulltrúa
sjómanna. Þegar svo er komið.
að nær allir fiskverkendur eiga
skipin sjálfir, þá er aðeins um
millifærslur milli vasa að ræöa
hjá þeim þegar verið er aö
ákveða fiskverðið. útgerðar-
maðurinn Jón Jónsson selur
sjálfum sér fiskverkandanum
Jóni Jónssyni. fiskinn og veröið
skiptir engu máli. Ef verðið er
lágt er tap á útgerð, en gróði af
fiskvinnslunni eða öfugt. Þarna
á milli veröur svo fulltrúi sjó-
manna að standa og vinna sem
best og réttlátast fyrir hinn
launabreiöa hóp sjómanna.
—S.dór