Þjóðviljinn - 06.02.1982, Blaðsíða 22
22 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 6.-7. febrúar 1982.
„Mannshvörf’
í Afríku og Asíu
Afríka
Segja má aö „mannshvarf” sé
ekki algengt i Afriku. Þó voru
kerfisbundin mannréttindabrot
stunduö i nokkrum Afrikulönd-
um, sérstaklega i Úganda á
valdatimum IDI AMIN
(1971—1979) og i Gineu á timum
MASIE NGUEMA (1968—1979).
I Gineu hafa nokkur hundruð
manna „horfiö” i fjöldahand-
tökum á áttunda áratugnum. 1
Zair eru til heimildir um tölu-
veröan fjölda „mannshvarfa”,
ásamt öðrum alvarlegum mann-
réttindabrotum, svo sem pynt-
ingum, aftökum á dóms og laga
og pólitiskum fangelsunum.
Stöku „hvarf’tilfeili, einkum
„hvörf” þekktra stjórnarand-
stæöinga, hafa átt sér staö i
nokkrum öörum Afrikulöndum,
t.d. i Kenýa.þar sem þingmaöur
einn, J.M. KARIUKI „hvarf” 2.
mars 1975. Sagöi sérstök þing-
nefnd að hann hefði verið tek-
inn og nyrtur af öryggisvörð-
um. 1 Ródesiu „hvarf” Edson
SITHOLE, þekktur þjóbmála-
maður, eftir brottnám 15. október
1975 og hefur ekkert spurst tii
hans siðan. Almennt er talið aö
einnig hann hafi veriö myrtur af
öryggisvöröum. Ritari hans
Miriam MHLANGA „hvarf” um
leið og hann. 1 Angóla var i mai
1977 gerö árangurslaus tilraun til
aö steypa stjórninni. Þessu fylgdu
fjöldahandtökur og fangelsanir.
Alimargir fanganna voru siöan
látnir lausir, en algjör óvissa
rikir um afdrif margra annarra.
Aðstandendum hefur ekki tekist
aö fá svör hjá Angólastjórn.
1 Eþiópiu voru nokkrir and-
stæðingar stjórnar HAILE SEL-
ASSIE látnir „hverfa”. Siöan
hefur frétst af fjöida „manns-
hvarfa”, ýmist hafa öryggis-
veröir numiö menn á brott, eba
fangar hafa „horfið” i ákveðnu
fangelsi. Flestir fanganna eru
taldir hafa veriö myrtir og likum
þeirra komið fyrir á óþekktum
stööum i kyrrþey. Meðal hinna
„horfnu” eru fjölmargir póli-
tiskir fangar i Eritreu, Addis
Abeba og á öörum stöðum þar
sem stjórnarandstaða eða skæru-
hernaður er virkur.
All-ýtarieg skýrsla er t.d. til um
mál Séra GUDINA Tumsa, aðal-
ritari Eþiópsku Evangelisku
Mekane Jesús kirkjunnar er
„hvarf” 28. júli 1979. Sjá nánar i
lok greinar þessarar.
Einnig herma skýrsiur, að 15
þekktir pólitiskir langtimafangar
hafi „horfiö” úr fangelsi i júli
1979. 10 þeirra voru fyrrverandi
embættismenn i tið Haile Sel-
assie. sem höföu veriö i haldi i
kjallara Menelik haliarinnar án
ákæru siöan 1974. Meðal þeirra
eru Abuna TEWOFLOS, fyrrver-
andi patriarki Eþiópsku Rétt-
trúnaöarkirkjunnar, KASSA
Wolde Mariam, fyrrum land-
búnaöarráðherra og fyrrum
rektor Haile Seiassie-háskólans
(nú kaliaöur Addis Abeba-háskól-
inn) og aðrir ráöherrar og
frammámenn.
Hinir fimm voru foringjar
Sósialísku Hreyfingarinnar i
Eþiópiu, Me’isone, sem höföu
verið i haldi I aðalstöðvum Fjóröu
herdeildar i Addis Abeba siöan i
júli 1977. Me’isone, sem var
stjórnmálaarmur herforingja-
stjórnarinnar, lenti þá i deiium
við hana, var bannaður og
forystumenn hans fangelsaðir.
Meöal hinna „horfnu” er Haile
FIDA, formaöur miðstjórnar
Sósialisku hreyfingarinnar.
Starfshópur um „mannshvarf”
hjá Mannréttindanefnd Samein-
uöu þjóöanna hefur rannsakað
„hvörf” I Eþiópiu. 1 skýrslu segir
að Eþiópiustjórn hafi sagt upp-
lýsingar um „mannshvarf” vera
„algerlega úr lausu lofti
gripnar”. Starfshópurinn lagði til
að honum væri veitt leyfi til aö
koma tii Eþiópiu til aö halda
áfram eftirgrennslan sinni, en
var synjað. Sagöi stjórnin
„hvarf’málin vera Gróusögur,
og upplýsti ekki eitt einasta mál.
Uppreisnir i ýmsum héruöum
Zair gegn MOBUTU forseta hafa
leitt af sér geðþóttahandtökur,
einangrunarvarðhald og „hvörf”.
Stórir hópar meintra stjórnar-
andstæöinga, svo og ungt fólk,
skilrikja- og/eba atvinnulaust,
hefur verið tekið höndum i
„hreinsunum” i höfuðborginni
Kinshasa. Eru þessir fangar
taldir hafa dáið i varðhaidi og
fangabúðum án þess að mál
þeirra hafi komið fyrir borgara-
lega dómstóla. I fjölda tilvika,
hefur handtakan verið gerö á lög-
mætan hátt, en föngunum siðan
haldið i herfangabúðum, án þess
að fjölskylda þeirra hafi fengið
nokkuð að vita.
KUBA-NKODYA, fyrrverandi
kjarneðlisfræðingur, fjögurra
barna faðir. var handtekinn i
skrifstofu sinni i Kinshasa i
febrúar 1979. Var hann fluttur tii
fangelsis, sem er undir stjórn sér-
stakra varðsveita forsetans.
Hann var, að þvi er virðist,
sakaður um að hafa ólöglegt skot-
vopn undir höndum, en i stað þess
að vera leiddur fyrir rétt, var
honum haldið utan við lög og
dóm. 1 lok júli 1979, er hann haföi
verið í haldi i fimm mánuði, var
hann tekinn úr klefa sinum,
sennilega til flutnings á annan
stað. Siöan hefur ekkert til hans
spurst þrátt fyrir fyrirspurnir
aðstandenda til Zair-stjórnar.
Tvær miklar handlökuöldur i
Gineu (Conakry) á áttunda ára-
tugnum spá illu um þá, er siðar
„hurfu”. Fyrsta aldan, i nóv-
ember 1970, kom i kjölfar inn-
rásar, sem Portúgalar studdu, en
hin var i júni 1976, eftir að reynt
hafði verið, að sögn, að myrða
Sekou TOURE forseta. Margir
hinna handteknu voru dæmdir til
dauða, nafn annarra var nefnt i
útvarpi, örfáir fengu frelsi.
Stjórnin hefur staðfastlega
neitað að láta nokkuð uppskátt
um hina, og er full ástæða til að
óttast um lif þeirra. Sjúkdómar,
skortur á hreinlætisaðstöðu og
afleit aðbúð eru vanaleg i gine-
önskum fangelsum. Pyntingar,
geðþóttamorð og beiting „svarta
mataræöisins” (fanginn fær
hvorki mat né drykk), eru einnig
algeng. Dauðsföllin eru ekki til-
kynnt. Amnesty International er
kunnugt um nöfn meira en 200
manna, sem „horfið” hafa i
Gineu, en heildartala hinna
„horfnu” er eflaust miklu hærri.
1 Suður Afriku geta yfirvöld
auöveldlega hneppt menn i varð-
hald án þess að færa þá fyrir rétt.
Er vald þetta notað vel og ræki-
lega gegn raunverulegum eða
imynduðum andstæöingum.
Margnotuð lagaheimild er grein
nr. 6 i Hryöjuverkalögunum, sem
gefur öryggislögreglu heimild til
að halda fólki í einangrun i ótak-
markaðan tima. Lagagreinin
tekur fram að yfirvöidum beri
alls engin skylda til að gefa ætt-
ingjum, lögfræðingum eða öörum
Carlos Tayag, Filipseyjar. 38 ára,
djákni, „hvarf” 17. ágúst 1976.
Bahadin Ahmed Mohammcd,
Yemen lýðveldið. 43 ára, kennari,
„hvarf” 12. mars 1972.
KUBA-Nkodya Zamabi, Záir. 34
ára kvæntur, 4 barna faðir, af
Bakongo þjóðfiokki, „hvarf” i júii
1979.
neinar upplýsingar, hvorki til að
staðfesta varðhaldið eða dvalar-
staðinn. 1 vissum skilningi mynda
lög þessi grundvöil að lögmæti
„hvarfa”, en nú sem stendur
hefur i reynd mörgum ættingjum
heppnast að fá upplýsingar á lög-
reglustöðvunum. En það gefur
auga leið að fyrst nöfn fanganna
eru ekki birt opinberlega, er
mögulegt að einhverjir séu i haldi
án vitneskju aðstandenda.
1 Namibiu.sem er undir stjórn
Suður-Afriku, sóttu ættingjar
þriggja „horfinna” manna um,
að réttur úrskurðaði þá lausa úr
haldi. 1 öllum tilvikum bentu
sönnunargögn, sem lögð voru
fram i réttinum, til þess aö menn-
irnir hefðu „horfið” fyrir til-
verknað suður-afriskra her-
manna. Menn þessir voru allir
taldir fylgismenn Alþýðuhreyf-
ingar Suðvestur Afriku, sem er
mótfallin stjórn Suður-Afriku.
Suður-Afrikustjórn neitar að
mennirnir séu i haldi, færist
undan allri ábyrgð, og mennirnir
þrir eru enn týndir.
Norður-Afríka og
Miðausturlönd
1 Norður-Afriku, hafa öryggis-
verðir Morocci-konungsveldisins
tekið fasta menn upprunna frá
Sahara, en deilur hafa staðiö yfir
milli stjórnarinnar og Polisario -
hreyfingarinnar um yfirráð yfir
vesturhluta Sahara. Margir hafa
verið i haldi i langan tima,
stundum yfir 5 ár. Marokkósk
yfirvöld hafa aldrei játað að hafa
þessa menn i haldi, eða sagt hvar
þeir væru niðurkomnir. Ekki er
vitað nákvæmlega hve margir
þeir eru, en áreiöanlegar heim-
ildir segja nokkur hundruð
manna.
„Mannshvarf” hefur verið
stundað i tveimur öðrum Araba-
löndum: Alþýðulýðveldinu
Yemen og i Sýrlandi. Siðan
Yemenvarð sjálfstætt 1967, hafa
hundruð manna „horfið”. Margir
hafa verið teknir og settir i varö-
hald. Um fjölda hinna „horfnu”
eða hinna föngnu er ekki vitað.
Þeir, sem taliö er liklegast að
fangelsaðir hafi verið, eru fyrrum
meðlimir eða fylgismenn
stjórnarinnar, sem rikti fram að
byltingu 1967; andstæðingar
stjórnarinnar, sem grunaðir eru
um njósnir eða um tengsli við
erlendar stjórnir eða við út-
lendinga yfirleitt", og fólk, sem er,
eða er talið, gagnrýnið á stjórn og
stjórnarstefnu. Sumum hefur
verið rænt úr heimahúsum,
öðrum af vinnustað eða af
götunni. Sumir eru „horfnir” úr
fangelsum, þar sem þeim hefði
áður verið leyft að fá fjölskyldu
sina reglubundið i heimsókn.
Þrátt fyrir miklar fyrirspurnir
hefur aðstandendum ekki tekist
að fá að vita hvort fangar þessir
eru dánir eða i haldi i sérstöku
fangelsi. Yemen - yfirvöld hafa
sagt að hinir „horfnu” hafi „farið
úr iandi”, eða verðiö skotnir er
þeir reyndu að „fara ólöglega yfir
landamærin” til Saudi Arabiu eða
Arabiska lýðveldisins Yemen.
Orðrómur segir þó að mikill fjöldi
fanga séu i haldi á Socotra —
eyju, sem liggur 350km frá landi i
arabiska hafinu, en þangað er
Yemenbúum ekki leyft að fara.
Óvissan og skortur á viðunandi
upplýsingum veldur fólki miklu
angri. Fjölskyldur geta ekki
vonast til að fá nægilegan fram-
færslustyrk, en það mundu þar
hafa rétt til að fá, ef aðstand-
andinn hefði verið sakfelldur
fangi.
Bahadim Ahmad MU-
HAMMAD er meðal „horfinna” i
Alþýðulýðveldinu Yemen. Hann
er nú u.þ.b. 43 ára. Hann lærði i
Englandi i nokkur ár, en sneri til
heimalands sins vegna vanheilsu
föður sins. Hann var handtekinn
Tewiq Drak Al-Siba’l, Sýrland. 34
ára, kvæntur, 5 barna faöir,
læknir, „hvarf” 2. júni 1980.
alloft næstu tvö ár og var i haldi á
A1 Mansura fangelsi i skamman
tima i einu. Engin ástæða var gef-
in fyrir handtökunum, en hann
var oft spurður um tengsl sin viö
útlendinga, einkum við
Amerikana sem bjuggu i Aden.
Sagt er að hann hafi verið pynt-
aður — neglur hans og bak báru
vott um aðslikt hefði átt sér stað.
I mars 1972, er Bahadin Mu-
hammad starfaði fyrir rikið sem
vélfræðingur, kvæntist hann. Um
það bil 12. mars var hann i heim-
sókn hjá elstu systur sinni til að
sýna henni myndir úr brúökaup-
inu. Þá var barið aö dyrum og
hann gegndi, en kom ekki inn
aftur. Nágrannar sáu aö honum
var ekið burtu i jeppa. Það sama
kvöld var talið að 18 aðrir hefðu
„horfið”. Ekki er Amnesty
International kunnugt um nöfn
þeirra.
Ættingjar Bahadins hafa marg-
oft spurst fyrir um hann, en
árangurslaust. Móöir hans hefur
beðið fyrir utan heimili ráðu-
neytismanna og fyrir utan fang-
elsi i þeirri von að heyra fréttir.
Eftir „hvarf” hans var elstu
systur hans boðnir 200 shillingar á
mánuði, en sú upphæð er venju-
lega aðeins boðin ættingjum
manns, sem hefur verið tekinn af
lifi samkvæmt lögum. Siðan hafa
yfirvöld neitað allri vitneskju.
öryggisverðir i Sýrlandi hafa
mikil völd til handtöku og varð-
halds með skirskotun til neyðar-
reglugerðar. Þessi lagaheimild
hefur verið notuð á seinni árum
sem viðbrögð við skemmdar-
verkum, launmorðum og meint-
um tilraunum til að ráða Assad
forseta og ráðuneyti hans af
dögum. Meðal algengra aðgerða
öryggissveita er sú, að heilum
hverfum borgar er lokað, siðan
fariðhús úr húsi til leitar og fjöldi
hverfisbúa handtekinn. Oft eru þá
hinir teknu fluttir burtu á vöru-
bilum til óþekkts ákvörðunar-
staðar. Amnesty International
veit nöfn nokkurra hundraða
þeirra en ekki um afdrif. Flogið
hefur, að auðugum eða velsettum
fjölskyldum hafi heppnast að
finna „horfna” aðstandendur. En
flestar fjöiskyldur verða þó að
treysta á sjálfa sig ! leitinni, eða
biða og vona.
Tewfiq Drak AL-SIBA ’I, fimm
barna faðir var fæddur 1947 i sýr-
lensku borginni Homs. Að loknu
prófi i læknisfræði 1973 frá
háskólanum i Damaskus, fór
hann tii Montreal i Kanda til að
leggja stund á taugalækningar.
Er hann kom aftur til Homs,
opnaði hann lækningastofu.
Stuttu siðar fékk hann bréf frá
ættingjum i Saudi Arabiu. I
bréfinu voru látnar i ijós
áhyggjur um hann, þar eð
ástandið i Sýrlandi færi versn-
andi. Ritskoðunin greip bréfið, og
Tewiq var kallaður á aðalstöðvar
fangelsanna i Homs til að útskýra
efni þess. Þar var hann i haldi i
viku, en var fluttur 2. júni 1980 til
óþekkts varðhaldsstaðar. Engar
fregnir eru af honum siðan.
Asía
1 Asiu hafa sumar rikisstjórnir
gripið til þeirra úrræða að láta
fólk „hverfa” ef stjórnarbylting
eða óeirðir hafa átt sér stað. I
öðrum er „mannshvarf” oröin
vanaleg leið til að ryðja stjórnar-
andstæðingum úr vegi.
1 desember 1975, gerðu
Indónesar innrás i Austur Timor,
svæði sem Portúgalar réðu fyrr-