Þjóðviljinn - 06.02.1982, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 06.02.1982, Blaðsíða 9
Helgin 6,— 7. febrúar 1982. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 9 sunnudagspistill Heljarstökk yfir ríkið og listirnar Svarthausar af ýmsu tagi hafa stundum tekiö undir slik vibhorf. Svo skyni skroppinn er Björn Bjarnason reyndar ekki, hann viöurkennir a& ún opinberra framlaga veröur ekki haldið úti sinfóniusveit né heldur leikhús- um. Og þaö getur lika hver maöur sagt sér sjálfur, aö ef markaös- lögmálum yröi hleypt lausum á menningarlif Evrópu, þá myndu ekki aðeins leggjast af flest leik- hús og allar óperur og ballettar heldur og mestur hluti tónleika auk þess sem bókaútgáfa yrði fábreyttari. Bandarikjamenn reyna að leysa sin listavandamál með þvi aö slá rik fyrirtæki og einstaklinga um peninga, en gefst misvel, og til þessa hefur engum Árni Í.*J Bergmann skrifar jSA Presturinn talaði um syndina og hann var á móti syndinni. Morgunblaöiö skrifaði um skóg- rækt og var á móti kommúnisma. Þessar gömlu formúlur rifjast upp þegar skoöuö er skrýtin sam- antekt eftir Björn Bjarnason sem birtist i siöustu Lesbók Morgun- blaðsins og fjallar um opinber framlög til menningarmála og frumkvæöi einstaklinga i leiklist og tónlist. Undirtónn greinar- innar er svo sá að allsstaðar séu kommar á róli, reiðubúnir illt að bralla. Einkabraskið hér og þar Björn vitnar til þess t.d. að Svavar Gestsson formaður Alþýðubandalagsins hafði hvatt til eflingar rikisútvarpsins og þá segir m.a.: „Verði útvarpið ekki bætt verulega frá þvi sem nú er, þá er fullljóst að þeir sem vilja hleypa einkabraskinu i útvarps- reksturinn munu fá verulegan stuðning við sin sjónarmið”. Þessi ummæli Svavars verða Birni tilefni til háskalegs heljar- stökks i rökvisi. Hann segir: „Þegar þessi orð flokksfor- mannsins eru lesin hlýtur mönn- um aö fljúga i hug, hvort honum hljóti ekki aö vera i nöp við fram- tak þeirra sem stofna til Islenskrar kammersveitar þótt við höfum Sinfóniuhljómsveit og til Islenskrar óperu þótt við höfum Þjóðleikhús. Samkvæmt kokkabókum þeirra sem telja að rikið eigi aö sitja yfir hvers manns hlut ætti nú aö auka opin- beran stuðning við Sinfóniu- hljómsveitina og Þjóðleikhúsiö til aö þessum aöilum takist að bjarga tónlistinni og óperunni undan „einkabraskinu”.” Einkennilegt sambýli Gömul aöferð og skratti þreytt: þú býrð til fáránlega skoöun og ræðst á hana með sannri hug- prýði. Aðferðin er hér að búa til samanburð sem engum „flýgur I hug”, enginn hefur gert. Hitt er svo athyglisvert, að Björn Bjarnason er að nota einkafram- taksvangaveltur sinar til að koma i einn bás fólki sem af áhuga og fórnfýsi leggur góðan skerf til lista og dettur vitanlega ekki i hug að hugsa um gróða — og svo þeim sem ætla sér að braska með auglýsingar og poppmúsik i einkaútvarpsstöðvum (ekki hafa enn heyrst nein sannfærandi rök um að þeir muni gera neitt annað sem máli skiptir). Það munar ekki miklu að Björn bæti við þeim sem rjúfa margskammaða einok- un sjónvarpsins islenska meö spólubraski á hæpnum lagalegum að maöur nú ekki tali um menn- ingarlegum grundvelli. Til- gangurinn er að sjálfsögðu sá aö draga upp einhverja hrollvekju af sósialiskri rikishyggju sem ætli að drepa allt i senn — einkafram- takiö, frelsið og hugsjónamenn listanna. Hitt gæti svo verið fróð- legt aö vita, hvort þeir ágætu áhugamenn og hugsjónamenn sem halda uppi margvislegri listastarfsemi I landinu með eða án opinbers stuönings séu sér- staklega hrifnir af þeim sam- spyröingum sem hér fara fram. Opnar dyr Sem fyrr sagði er tilgangur Lesbókargreinar sá að draga saman i hrollvekju rikið og Svavar og hans menn. Undir lok hennar segir aö þaö veki „furðu að i hópi listamanna skuli þeir mega sin nokkurs sem telja þá stjórnmálastefnu skynsamlega sem byggir allt sitt á þvi að rikiö ráði öllu og fari meö allt vald yfir mannlegum athöfnum. Listalif dafnar ekki nema meö eölilegu samspili milli rikis og einstak- linga. Vaxtarbrodd listarinnar er ekki að finna i viðjum rikisins heldur frumkvæði einstak- linganna”. f svona klausu er hamast við að berja upp þær dyr sem eru opnar. I raun og veru hefur engum dottið það i hug i islenskri umræðu að byggja á öðru en „eðlilegu sam- spili” opinberra aðila og einstak- linga i menningarmál- um — undantekningin gæti helst veriö örfáir harðir markaðs- hyggjumenn, sem væri fjand- samlegir menntun i þokkabót. Þýðir litið að visa til þess að Stalin hafi bannað Sjostakovits eða Kinverjar kunni stundum að meta Karmen á sviöi og stundum ekki — eða þá aö fsraelar vilja ekki hlusta á Wagner vegna mis- brúkunar Hitlers á þeim manni. Vitaskuld hafa m.a. islenskir sósislistar lika bent á þaö, að það Bandariski nóbelshöfundurinn Saul Bellow hefur sent frá sér nýja skáldsögu sem heitir „Des- embermánuður deildarfor- setans”. Sagan er að nokkru byggð á ferð Bellows til Rúmeniu með eiginkonu sinni, sem er rúm- enskur útlagi. Sagan gerist i Búkarest, þar sem sögumaður, Albert Corde, deildarforseti við háskóla i' Chi- eru fleiri aðilar en rikiö sem eru aðilar að þessum málum. Við vit- um aö örlæti samfélagsins er ein af forsendum þess aö við getum haldið uppi fjölbreyttu menn- ingarlifi, og það dettur engum i hug aö amast viö þvi nema siður væri, þótt bæjarfélög eða félags- samtök, eða hópur áhugamanna eða mesenar eins og Ragnar i Smára komi þar viö sögu, hver með sinum hætti. Markaðslög- málin Það hefur ekki heldur neinum cago, er að biða eftir aö tengda- móðir hans deyi á sjúkrahúsi þar i borg. Sagan gefur ófagra mynd af skriffinnskukulda, kerfishnút- um og niðurniðslu þar i höfuðborg Ceaucescus. En vikuritið Time tekur það fram að Bellow sé ekk- ert áfram um að ná sér niður á kommum — heldur sé hann að fjalla um ákveðna þróun sem spannar allan heiminn og hreki á dottið það i hug aö „vaxtarbrodd listanna” væri að finna hjá rikinu. Sá ágæti broddur er vita- skuld hvergi nema hjá þeim sem listir stunda, þaö er svo augljóst aö það er blygðunarefni að taka það fram. En hitt má svo vel minna á, aö vaxtarbroddur listar- innar er reyndar ekki i þeim markaðslögmálum, sem yngri Sjálístæöismenn visa óspart á til lækninga á flestum vanda. Eitt átrúnaðargoð þeirra, Hayek, boðaði það t.d. hér i sjónvarpi, að það væri ranglæti og náttúrlega móðgun við markaöslögmál að halda úti óperu i Vinarborg fyrir skattpeninga almennings, sem kannski sækti ekki óperuna. — Saul Bellow flótta „persónulega mannúð”. Corde er sifellt að rif ja upp lif sitt i Chicago og þar hefur hann séð tekist að sýna fram á að slik til- högun skapi meiri listræna breidd en hin evrópska „rikisforsjá” — sem m .a. hér á landi nýtur góðs af örlæti margra hópa og einstak- linga á tima og fé. Hið eðlilega samspil Hitt er svo ljóst aö seint verður fundin allsherjarformúla fyrir „eðlilegu samspili milli rikis og einstaklinga”. Þingmenn islensk- ir, sem eiga að stjórna nisku og örlæti opinberra sjóða, eiga sér enga sameiginlega viðmiðun i þessum efnum og innan hvers flokks eru sjálfsagt misjafnar áherslur — meðal annars yfir búsetu atkvæðanna. Listamenn eru heldur ekki á eitt sáttir um neitt annaö en það aö vera á móti ritskoöun. En siöan skiptast þeir i marga hópa um það, með hvaða hætti þeir vilja láta afgreiða opin- ber framlög til lista og menn- ingar: Sumir aðhyllast þá sjálf- virku aöferö sem einna mest hef- ur verið beitt i Noregi: þar sem innlendar bækur, kvikmyndir osfrv. eiga visan allháan rikis- styrk. Aörir munu leggja áherslu á að stuðningur sé veittur fyrst og fremst til þeirrar starfsemi sem ris undir listrænum metnaði — og reka sig vitaskuld á óhjákvæmi- legan vanda þeirra sem eiga að skilja sauði frá höfrum. Þaö er um þessa hluti svo og um uppfræöslu um listir sem umræða um tilveruskilyrði lista á tslandi hefur snúist. Björn Bjarnason er hinsvegar einn um það hugarflug sem hann orðar m.a. á þessa leiö: „einnig heföi verið unnt aö setja það i lög um Þjóðleikhúsið að enginn mætti færa upp leikrit nema með leyfi þess og óperur nema meö leyfi bæði frá Þjóðleik- húsinu og Sinfóniuhljómsveit- inni”. — A.B. margt sem verra er en þaö sem fyrir augu ber i Búkarest. Hann hefur reyndar verið samvisku- samur og nákvæmur skrásetjari og gagnrýnandi i heimaborg sinni og verið borinn mörgum sökum fyrir: að hann sé kynþáttahatari, svikari við ættborg sina og blátt áfram asni. Kjarni bókarinnar er tengdur hugleiðingum Corde um þá tegund efnishyggju sem murkar lifiö úr tilfinningum okkar með auglýsingaflóði, áróöri og upp- lýsingatætlum: „Hvernig skynjar þetta fólk atburðina? spyr hann. Það skilur þá díki. Það hefur verið svipt hæfileikanum til að upplifa þá”. Ogeinsog aöur hefur komið fyrir hjá Saul Bellow þá minnir hann á mátt listarinnar til að endurreisa næmi og til- finningu. Time segir að það þema hafi ekki áöur hljómað hjá höfundinum af jafnmiklum styrk og „pólitiskum ásetningi”. Hann beri reyndar ekki fram auðveld svör — hann hefur aðeins erfiðar spumingar fram aö færa og hann vill segja hug sinn allan.... (byggt á Time) Ný skáldsaga Sauls Bellows: Vangaveltur í Chicago og Búkarest

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.