Þjóðviljinn - 06.02.1982, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 06.02.1982, Blaðsíða 10
1« SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 6 — 7. febrúar 1982. notað og nýtt Eitt blaö —tvöföid áhrif. Ritstjórnarfundur á rauövinspressunni. Guömundur Arni Stefánsson beitir öllum sinum persónutöfrum til aö plokka fé. Aöal-ritstjóraefniö ber hugmyndina i gegn. GLÆSILEaR VINNINGAR: 5 CITROEN GSA PALLAS KOR 1ANCH0LTSKIRKJU Ekki bólar enn á nýja siödegis- blaöinu þrátt fyrir stóra hugsjón og uppboðshald i Súðumúla og viöar. Dagblaöið og Visir, eitt blað — tvöföld áhrif, hefur verið duglegt að skýra frá gangi mála og sagði t.d. frá þvi fyrir nokkru að „hitt” ritstjórasætið væri á uppboði og bitust einkum um það Alþýðubandalagið, StS og Gunnar Thoroddsen. Var þvi jafnvel sleg- ið upp að „hitt” ritstjórasætið yrði eins konar þrihöfða þurs þeirra Einars Karls Haralds- sonar, Hauks Ingibergssonar og Jóns Orms Halldórssonar. Ritstjórar yrðu þá Guðmundur Arni Stefánsson (þó það nú væri) og Karlhauksormur Harbergs- dórson. Annars trúum við á Þjóð- viljanum þessu tæplega upp á hann Einar okkar Karl þó við séum reiöubúnir að trúa hverju sem er upp á hina og vel það. í raun og veru ríkir hið mesta ófremdarástand á siðdegisblaða- markaðnum. Er sagt að blaða- menn rauðvinspressunnar detti i stórum stil út af ritstjórn og Jónas (og Ellert) hafi vart við að ráða nýja, frjálsa og óháða menn i þeirra stað. Er jafnvel óttast að Indriði G. Þorsteinsson verði at- vinnulaus áður en lýkur. Er hann þó bæði ófrjáls og óháður og undir tvöföldum áhrifum. Notað og nýtt óskar þess af al- efli að Guðmundur Árni þurfi ekki að ganga mikið lengur með margar hendur á lofti og fái nú það fé sem á vantar til þess að nýja siðdegisblaðið megi út koma. Betri eru tvö blöð — einföld áhrif heldur en eitt blað — tvöföld áhrif. Verst væri þó ekkert blað — deaddrunk. Nema þá að siður sé. ii : Biaðamenn þola illa hin tvöföldu áhrif til lengdar og hrynja af Dag- blaðinu & Visi. Ellert Schram reynir aö teija einum hughvarf. Fjórhöföa ritstjóraefni

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.