Þjóðviljinn - 06.02.1982, Blaðsíða 17

Þjóðviljinn - 06.02.1982, Blaðsíða 17
16 SiÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 6,— 7. febrúar 1982. Helgin 6.— 7. febrúar 1982. ÞJÓÐVILJINN — StÐA 17 stað. Þetta þætti ekki fljótlegt nú en mörg sléttan i islensku túnun- um var til orðin á þennan hátt og mikil var gleði bændanna yfir hverri dagsláttunni, sem breytt- ist úr kargaþýfi i rennisléttan flöt. En svitadroparnir voru ekki taldir. Bræður minir voru ákaflega duglegir jarðabótamenn en minn hlutur i þeim störfum var nú einkum sá, að bera með þeim þökurnar. Bær hefur alltaf verið ágæt jörð og er nú orðin með þeim stærstu i Strandasýslu. Bræöur minir bjuggu þar lengi. Þeir voru bæði duglegir og námfúsir og hin- ir yngri þeirra brutust i þvi að afla sér nokkurrar menntunar, fóru i bændaskóla og iþróttaskóla. Systur minar langaði til þess að komast eitthvað i burtu og sjá sig um og þær gerðu það en ég var alltaf heima. Mér fannst aö það yrði alltof erfitt fyrir mömmu ef við færum allar að heiman, svo ég fór aldrei lengra en yfir næsta þröskuld; þegar ég gifti mig. „Fyrr var ofti koti kátt” — Er Bær ekki mikil hlunninda- jörð? — Jú, hún er það. Grimsey á Steingrimsfirði tilheyrir Bæ. Þar er mikið æðarvarp, heyskapar- land og góð beit. Féð var flutt út i eyjuna á haustin og tveir menn gættu þess yfir veturinn, sinn frá hvoru búi, þvi það var tvibýli á jöröinni. Hús voru i eyjunni yfir féð en það lá oftast við opið. Snjó festir mjög sjaldan i Grimsey svo að nokkru nemi. — Var sjór ekki stundaöur þarna af Ströndinni? — Jú, pabbi réri að sumrinu með eldri bræðrunum og þeir fiskuðu oft vel. Sjórinn var mikil blessuð björg fyrir þetta stóra heimili. — Nú voru tvö býli i Bæ og margt fólk á þeim báðum, voru þetta ekki miklir Glaðheimar? — Jú, það var svo sannarlega enginn drungi yfir fólkinu þótt ekki værinú þægindunum fyrir að fara miðað við það, sem nú þykir vera lifsnauðsynlegt. Það var milli 20og 30 manns á báðum bæj- unum og margt af ungu fólki. Og það var mikið fjör, spilað, sungið leikið og dansað. Ég held það nú. Mamma kunni öll ógrynni af ljóð- um og lögum og allt lærði maður þetta. Giftingog búskapur — Og hvenær fórstu svo sjálf að búa? — Ég gifti mig árið 1919 og var maöurinn minn Árni Andrésson frá Kleifum á Bölum. Hann missti föður sinn sex ára gamall. Þá flutti hann með móður sinni að húsið og við fluttum til Akraness. Þá voru flest börnin flogin úr hreiðrinu. Eftir aö Árni lell frá bjó ég á Akranesi meö yngsta syni minum i 6 ár. Þá fluttist hann til Vestmannaeyja. Nú var ég orðin ein eítir, farin að bila i fótum og þótti erfitt að búa þarna uppi á annarri hæð i húsinu okkar á Akranesi. Þá sótti ég um vist hér á Hralnistu. Eftir henni beið ég i tvö ár en ílutti svo hér inn árið 1970 og iikar meö hverjum deginum betur. Draumur rætist Þó að Þuriður lrá Bæ hafi langa ævi unnið hörðum höndum að hætti annarra alþýðukvenna, veitt forstöðu mannmörgu heimili og alið upp fjölda barna mundi hUn samt trUlega ekki mikið þekkt út lyrir sitt nánasta um- hverfi ef ekki kæmi fleira til. „Hinn fórnandi máttur er hljóð- ur”. En nokkuð er nú um liðiö sið- an égheyrði Þuriðar frá Bæ fyrst getið og þá íyrir ritstörl. Löngun til þeirra hefur blundað með henni áratugum saman, draum- ur, sem ekki voru miklar likur til að nokkru sinni gæti ræst. — Já, segir Þuriður, — ég býst við að þvi sé svo farið um flesta að þeir eigi sin sérstöku áhuga- mál. Sumum auðnast aldrei að sinna þeim, taka þau meö sér i gröfina; öðrum tekst aö vinna að þeim á efri árum. En þá er lika hætt við að minni og hugsun sé farið að sljóvgast, þrekiö að bila. Mig hefur alltaf langað til að skrifa. En auðvitað helur mér aldrei gefist timi til aö sinna þvi áhugamáli minu lyrr en nú allra siöustu árin. Ég verö að geta ein- beitt mér við skriftirnar, vera al- veg i ró og næði, útiloka allt ann- að. — Hvenær byrjaðir þú að skrifa að ráði? — Ég byrjaði ekki á þvi að neinu marki fyrr en ég var orðin ekkja á Akranesi. Þá var ég eig- inlega búin að semja tvær fyrstu bækurnar, átti þær svona geymd- ar i.hugskotinu, aö þvi leyti sem éghafði ekki fest þær á blað. Sið- an hef ég haldið þessu áfram linnulitið. Reyni að vera jákvæð — Ilvað hefurðu gefiö út marg- ar bækur? — Þær eru orðnar f jórar. Gæfu- munur kom út 1977, Breyltir tim- ar 1978, Niðursetningurinn 1980, Gull i mund 1981. Þetta er sam- hangandi ritverk þannig að hver bókin tekur við af annarri, sumar persónurnar heltast úr lestinni, aðrar koma i staðinn, eins og gengur og gerist i lifinu. Ég reyni að vera jákvæð i bókum minum; mér finnst nóg af svartsýni og hörmum þó að ekki sé verið að búa það til i bókum. Sögur minar eruekki mjög langar, ég vef ekki miklu utan um þetta, mér er ósýnt um og illa við málalenging- ar. Til hvers á aö vera að hafa mörg orð um þaö, sem fólk gjör- þekkir? Ef eitthvað á að koniast til skila er best aö hala það i sem styttstu máli. Þaö finnst mér nú. Ég var nú lengi vel óákveðin i þvi hvort ég ætti að gefa þetta nokkuð út, bara aö láta mér nægja að skrifa. Það var hvort sem er aðalatriðiö. En ég var hvött til útgálunnar og viö nánari athugun fannst mér að margt af þvi sem hæft þykir til útgálu, sé nú ekki svo merkilegt að ekki sé hægt á við það að jaínast. Svo ég lét slag standa. — Búin að gefa út fjórar bækur já; crtu kannski mcð fleiri á prjónunum? — Ég er nú búin aö senda Irá mér handrit af Sögnum og sögum. Þaö eru svona sögur úr heima- byggðinni, af foreldrum minum og ýmsum sjómönnum, lólkinu, sem ég umgekksl sem unglingur, og svo tveir þættir, sem eru raun- ar skáldsögur’ Þessi bók var til- búin til prentunar á siðasta ári en mér fannst það vera oflæti aö gefa út tvær bækur á sama árinu. Þá er ég með i handriti tvær ljóðabækur. Eru visur i annarri en ljóð i hinni, en ég á nú eltir að raða þessu dóti svolitið betur nið- ur. Loks er ég svo að dunda við íramhald al Niðursetningnum minum og vona að mér endist lif og heilsa til þess að koma honum heilum i höfn. Pr jónavélin hjálpar til — llver gefur út fyrir þig? — Ég hef nú eiginlega enga hjálp haft við útgáíuna. Ég er með pr jónavél hér i öðru herbergi og grip stundum dálitið i hana, svona til þess að hvila mig. Það sem ég prjóna, hefur runnið til þess að standa straum af útgáf- unni. Mér finnst að maður eigi helst sjálfur aö gefa út sinar bæk- ur; þær eiga að standa undir sér. — Lestu inikið? Dálitið, já. Ég les venjulega á kvöldin, svona til kl. tólf til hálf eitt. Þaö er nú kominn timi til þess að gela veitt sér það. Hér á árum áður var lestrartiminn tak- markaður. En ég vil helst lesa þær bækur, sem fara vel. Það er meira en nóg um ömurleikann i veröldinni. Ég er glaðlynd aö eöl- isfari og þvi hel' ég nú kannski náö þessum aldri, þrátt fyrir allt. Ég sagði börnunum minum það, að ef ég næði háum aldri og héldi heilsu, þá mundi ég nota siö- ustu árin til þess aö skrifa og þaö hef ég lika dundað við. Gamall draumur hefur verið að rætast og hér er indælt að eyða ævikvöld- inu. Ég geri enga kröfu til þess aö neinum þyki neitt til þess koma, sem ég skrifa. En þetta var mér nauðsyn og nú er ég sátt við lifið. Betur að allir gætu sagt það. — mhg Þuriöur frá Bæ: — Ég sagði börnunum minum þaö.aðef ég næöi háum aldri og héldi heilsu þá mundi ég nota efstu árin tilþess aðskrifa og þaðhef ég Ilka dundað við. —Mynd: Eik. Reykjarvik við Bjarnarfjörð og svo þaðan siðar til bróður sins i Bæ. Ég sagði áðan að ég hefði að- eins farið yfir þröskuldinn þegar ég gifti mig. Við tókum nefnilega leigt hjá Halldóri, sem bjó á hin- um helmingi jarðarinnar. Fyrstu árin bjuggum við Árni i Bæ. Og heimilisfólkinu fjölgaði nokkuð ört hjá okkur. Við eignuð- umst nefnilega 12 börn og hin fyrstu þrjú af þeim fæddust i Bæ. Hiö fyrsta þeirra skaddaðist i fæðingu og var i pilsunum min- um fram yfir þritugt. Þaö var nokkuð þungbær reynsla. En bót var i máli að hin reyndust öll vel hraust. — Tólf börn, já. Svo þið hjón hafiðekki ætið setið auðum hönd- um með alla þá ómegð. — O-nei, það kom nú fyrir að við þurftum að gripa i verk. En það er ýkjulaust og geta allir um það borið, sem til þekkja, að maður- inn minn var tveggja til þriggja manna maki við vinnu. Það var svo sem aldrei neinn auður i búi en við komumst af. Tókum ibúðarhúsið með okkur endurbætur á jörðinni. Tekið var á móti fiski til verkunar, bæði fyr- ir kaupfélagið og aðra. Árni setti upp fiskverkunarplön og sá um þetta allt. Hann hafði þvi i ýmis horn að lita og kunni þvi vel. Hann var fæddur verkstjóri. Og þarna var margt fólk ekki siður en i Bæ, 20 - 30 manns, sem vann við fiskinn yfir sumarið, enda lögöu þarna upp fisk einir 4 eða 5 bátar. Og brátt risu þarna fleiri hús en okkar; t.d. byggði þarna ein systir min og Halldór maður hennar, sem annars var alltaf á sjónum. Síldin uppi i fjöru — Gautshamar hcfur þannig ekki siður verið útgerðarstöð en bændabýli, kannski fremur? — Já, umsvifin þarna og aukin byggð i sambandi við þau var náttúrlega fyrst og fremst sjó- fanginu að þakka. Á þessum ár- um óð sildin upp i fjöru. Það þurfti aöeins að fara á flot til þess að sópa henni á land. En svo var hún bara að mestu notuð i beitu. Þetta væru mikil og dýrmæt verðmæti nú. Og svo þorskurinn. Allstaöar var hann vaðandi. A þessu byggðist þetta allt og svo þegar sjófangið hvarf þá hrundi grunnurinn. Og nú stendur þarna aðeins eftir húsið, sem hann Hall- dór byggði. En þetta voru skemmtileg ár. Og þó að Árni hefði nú oítast nær annað að sýsla að sumrinu en að stunda búskapinn, þá var ég svo sem ekki ein viö hann þegar krakkarnir fóru að komast upp. Þau létu sitt ekki eítir liggja. Og það veitekkinema sá,sem reynir hvað gott er aö geta alið börnin upp á sinu eigin grasi, ef svo má aðorðikomast, og þurfa aldrei að vera hrædd um þau. Það er dálit- ið annað eða á götunum hérna i Reykjavik, sýnist mér. Hómavik — Akranes — Hrafnista — Þú drapst á þaö áðan aö þið lieföuð flutt frá Gautshamri árið 1948 og þá hvert? — Þá fórum við til Hólmavikur. Kaupfélagsstjórinn linnti ekki látum með að fá Árna til sin sem frystihússtjóra og þaö varð úr. Og við það vann hann upp frá þvi meðan hann var vinnufær. Arið 1962 höfðum við svo enn vistaskipti. Arni var þá að missa heilsuna, hætti störfum við frysti- — Fyrstu árin voruð þið i Bæ, sagðiröu. Hvert lá svo leiðin það- an? — Arið 1929 fluttum við frá Bæ að Gautshamri á Selströnd. lbúð- arhúsið fluttum við með okkur og þóttu það nokkuð nýstárlegar að- farir. Þvi var þokað niður i fjöru, settar undir það tunnur og svo dregið á sjó inn að Gautshamri. Við keyptum hálfan Gautshamar, sem heita mátti að væri þá i eyði. En þarna átti það nú samt fyrir okkur að liggja að dvelja i 19 ár, eða til ársins 1948. Og þarna var gott að vera. Arni hófst þegar handa um miklar „Mér fannst þaö vera oflæti að gefa út tvær bœkur á sama ári”. mhg ræðir við Þuríði GuÞmundsdóttur frá Bæ, sem lengstaf ævi sinnar hefur átt heima norður í Strandasýslu, þar sem ungdómurinn „spilaði, dansaði, lék og söng”. Hún kom upp 12 börnum en situr nú áttræð uppi á Hrafnistu og sendir frá sér hverja bókina af annarri aldur, farið að helga sig þeim störfum, sem hugur- inn stóð öðru fremur ætið til: ritstörfum. Nú dvelur Þuriður frá Bæ á Hrafnistu i Reykjavik og ,,hér er indælt að vera fyrir manneskju eins og mig”, sagði hún, þegar blaðamaður tyllti sér á bekkshornið hjá henni, nú á dögunum, ,,en ég held ég hafi nú ósköp litið að segja þér.” Helgar- viðtalið Selströnd nefnist byggðarlag í Strandasýslu og er raunar norðurströnd Steingrimsfjarðar. Meðal býla þar er höfuöhólið Bær, sem Þuriður Guðmundsdótt- ir rithöfundur kennir sig við og bjó þar enda lengi. Eftir aö hafa lengstaf ævi sinnar alið manninn norð- ur á Ströndum, unnið þar hörðum höndum og arf- ieitt þjóðina að 12 börnum, gat hún loks, um sjötugs- Þrettán börn og þrettán kindur — Nú, jæja, það er þá best ég segi þér þaö fyrst, að ég verð 81 árs á þessu ári, fædd aö Reykja- nesi á Ströndum árið 1901 og er ekkert feimin við að segja til um aldur minn, enda hreykin af hon- um fremur en hitt. Foreldrar minir voru hjónin Ragnheiður Halldórsdóttir og Guðmundur hins ýtrasta. Upp úr 1920 íóru svo Flygenringarnir aö koma þarna norður með peningana. Þá byrj- aði að vaxa visir aö þvi þorpi, sem nú er orðið allstórt. Jón kennari, sem svo var kall- aður af því að hann hal'öi fengist eitthvað við kennslu áöur en hann giftist heimasætunni og settist þarna að, fékk alltaí eitthvað af blöðum og þegar þau komu settist hann á pallskörina og las upp úr hún reyndist mörgum býsna notadrjúg. Ég var I skóla tvo mánuði á vetri i þrjá vetur eða 6 mánuði alls. En hvaö er þetta orðið núna? Eru þaö ekki ein sex ár eða meira? Og kennsluhús- næðið var nú bara baöstoíurnar eða þá einhver kompa uppi á lofti, þar sem svo hagaði til. Jón Strandfjeld var kennarinn okkar. Jón var vel gel'inn en ákaf- lega sérkennilegur og mjög Farið búferlum að Bæ — Þú kennir þig við Bæ á Sel- strönd. Fluttu foreldrar þinir kannski þangað frá Drangsnesi? — Já,að þvi kom, að pabbi festi kaup á hálfum Bæ á Selströnd. Bær er ákaflega góö bújörð, kannski nokkuð mannfrek. A þessum árum voru menn að byrja að einhverju marki að gera Hún Þuriður frá Bæ stundar ekki aðeins ritstörf og prjónaskap heldur fæst hún einnig við útsaum. Þessa mynd lauk hún við nú fyrir jólin. Guðmundsson. Þau eignuöust 13 börn og er ég þaö fjórða elsta. Þegar ég varársgömul fluttu for- eldrar minir að Drangsnesi og lifðu þar sem kallað er þurrabúð- arlifi, en keyptu siðar hálfa jörð- ina af Eymundi Guöbrandssyni. Oftast áttu þau 13 kindur og kom það heim við tölu barnanna. Mamma heyjaði að mestu leyti handa þessum kindum og hirti þær þvi pabbi var öllum stundum til sjós á þessum árum og oftast norður við Isafjarðardjúp. Mamma sá auðvitaö aldrei út úr þvi, sem hún hafði að gera; það var á marga fætur að gera skó og sokka en þótt ekki væri úr miklu að moða liðum við aldrei skort. Pabbi byggði svo yfir okkur hús á Drangsnesi. Þaö var timburhús og mikið notaöur i það rekaviður. Pabbi var mikill veiðimaður og ágæt skytta. Skaut hann bæði sel og fugl og varð það til mikilla bú- driginda. Og auðvitað var allt, sem talist gat matarkyns, nýtt til þeim fyrir mömmu. Hann vissi vel um fróðleiksþorsta hennar og að sjálf hafði hún engan tima til lestrar, hvað fegin sem hún vildi. Blessaður karlinn Jón var ákaf- lega landsár. Við krakkarnir þurftum helst að leika okkur niðri i fjöru svo við træöum ekki niður grasið. „Stráin eru svo dýrmæt”, sagði hann. En þó að honum þætti vænt um stráin var hann ekki mikill búmaður. Sláttumaður var hann þó ágætur. En hann las mik- ið og spilaði á langspil. Hann var einn af þeim, sem örlögin höföu tyllt á ranga hillu I lifinu. Strangur kennari, Strandfjeld — Hvað um skólagöngu ykkar systkina fyrir fermingu? — Hún var nú náttúrlega ekki mikil á þessum árum yfirleitt hjá börnum til sveita, a.m.k., þótt strangurkennari. Atti það jafnvel til að slá okkur utanundir ef hon- um fannst við ekki kunna lexiurn- ar svo sem honum likaöi. Og svo kom að þvi að ég var fermd al' sr. Guðlaugi Guðmundssyni, sem lengi var prestur á Stað i Stein- grimsfirði. Þar meö var lika lokið minni skólagöngu. jarðabætur. Ekki var þó ööru til að dreifa en hand- og hestaverk- færum. Það var rist oían af þúf- unum með undirristuspaöa og þökurnar bornar út fyrir flagiö og staflað þar. Siðan voru þúfurnar plægðar niður ásamt áburði, flag- iðherfaðog siðan jafnað sem best og loks var þökunum komið á sinn „Ég vil helst lesa þær bœkur, sem fara vel. Þaö er meira en nóg af ömurleika í veröldinni”. Mig hefur alltaf langað til að skrifa

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.