Þjóðviljinn - 06.02.1982, Blaðsíða 19
Helgin 6.— 7. febrúar 1982. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 19
Viðtal við Sigurð Harðarson, formann skipulagsnefndar Reykjavíkur,
um deiliskipulag Grjótaþorps og nœstu áfanga í uppbyggingu þorpsins
UPPBYGGING
getur loks hafist
eftir 50 ára skipulagshörmungarsögu
Deiliskipulagiö, sem samþykkt
var fyrir Grjótaþorpið s.l. haust,
er mikill áfangi eftir 50 ára skipu-
lagshörmungarsögu og vonandi
geta framkvæmdir á svæöinu
hafist m jög fljótlega. >að er fyrst
með gerð sliks skipulags sem
menn vita hvað þeir mega og
hvaða verðmæti þeir hafa i hönd-
unum. Meðan ihaldið réði rikjum
var allt miðbæjarsvæðið látið
dankast einhvern veginn og geð-
þóttaákvarðanir teknar um hvað
menn fengu að gera og hverjir
fengu t.d. að byggja. Auk Grjóta-
þorps hefur verið samþykkt deili-
skipulag fyrir svokallaðan Póst-
hússtrætisreit og verið er að
undirbúa frekara skipulag fyrir
allan gamla bæinn”. Það er Sig-
urður Harðarson, formaður
skipulagsnel'ndar Keykjavikur
sem hefur orðið en blaðamaður
gekk á fund hans til að forvitnast
hvað væri næst á döfinni varðandi
Grjótaþorpið.
— De ili skipu lagið fyrir
Grjótaþorp er nú til umfjöllunar
hjá skipulagsstjórn rikisins og
þar verður það væntanlega
bráðlega staðfest og auglýst.
Siðan er hægt að ganga til fram-
kvæmda.
— Hvaða framkvæmda?
— 1 fyrsta lagi verður þá
ekkert þvi til fyrirstöðu að ein-
staklingar, sem eiga hús i Grjóta-
þorpi geti gert við þau að undan-
teknum húsunum við Aðalstræti
sem ekki voru með i þessu skipu-
lagi. Þá þarf að ráðstafa þeim
lóðum sem Reykjavikurborg á en
ekki hefur enn verið ákveðið
hvort þeim verður úthlutað eða
haldið til að setja á þau flutnings-
hús. Hús, sem borgin á, kemur til
greina að selja á svipaðan hátt og
þegar hefur verið ákveðið með
eitt þeirra. bað verður liklegast
gert með útboði.
— Hvað með stóru auðu
svæðin?
— Það er nokkuð stórt samfellt
autt svæði i eigu borgarinnar
vestast og nyrst i Grjótaþorpi.
Þarer rúm fyrir 20—30 ibúðir. Nú
liggur fyrir að taka ákvörðun um
það hvort borgin sjálf nýtir þær
eða hvort þeim verður úthlutað til
verktaka eða byggingasamvinnu-
félaga.
— Hvers konar hús kæmi til
greina að borgin byggði þar?
— Til greina koma t.d. ibúðir
fyrir aldraða, almennar leigu-
ibúðir eða leiguibúðir á vegum
Félagsmálastofnunar. Einnig
kemur til greina að reisa þar
verkamannabústaði.
— Hversustörmegahúsin vera
skv. skipulagi?
— Gert er ráð fyrir lágum
húsum, hæst tveggja hæða.
— Einhverjum fleiri fram-
kvæmdum þarf borgin að standa
fyrir?
— Já, það er reiknað með að
gera þurfi við eða endurnýja
veitur og lagnir og eins að yfir-
borði gatna verði breytt og þær
gerðar meira aðlaðandi. Einnig
að lýsing verði bætt og aukið við
gróðri. Á horni Túngötu og
Garðastrætis er gert ráð fyrir
dagvistarheimili og einnig er ráð-
gerður litill barnaleikvöllur i
þorpinu og samfelld opin svæði
fyrir ibúana.
—■ Nú er grjótaþorpið i mið-
bænum. Verða engar verslanir
eða aðrar þjónustustofnanir i
þvi?
Aðalsteinn Hansson, íbúi Bröttugötu 6:
— A jarðhæðum og neðri
hæðum er reiknað með versl-
unum, verkstæðum o.fl. og þá
fyrst og fremst við Mjóstræti og
framlengingu þess út i Vestur-
götu. Annars er hverfið aðallega
hugsað sem ibúðabyggð.
— Af hverju var húsaröðin við
Aðalstræti ekki með i þessu
skipulagi?
— Hún var með i allri skipu-
lagsvinnunni en við endanlega af-
greiðslu I borgarstjórn var hún
undanskilin og ákveðið að hafa
hana með i samkeppni sem fyrir-
huguð er um skipulag Kvosar-
innar sbr. það sem áður sagði.
— Núliturþettaalltvelútener
ekki hætt við að töf verði á
sumum þessara framkvæmda?
— Það er náttúrlega alltaf háð
pólitiskum vilja i hvað pening-
arnir eru settir en ég tel að hér
verði ekki um stórkostleg útgjöld
fyrir borgina að ræða. Rætt hefur
verið að andvirði þeirra húsa
sem borgin selur I Grjótaþorpi
fari til að gera upp þau hús sem
borgin kýs að halda. Einhver
kostnaður verður að sjálfsögðu
við að bæta og fegra umhverfið til
aðbæta fyrir áratuga vanrækslu.
— Er mikil eftirspurn eftir
lóðum undir flutningshús?
— Ekki ýkja mikil. Ég tel að sá
kostur sé að mörgu leyti betri að
byggja ný hús á lóðunum heldur
en að halda þeim mjög lengi
auðum fyrir flutningshús. Það
getur að sjálfsögðu komið upp að
gamalt og gott hús þurfi að vikja
og ávinningur sé að þvi að ílytja
það frekar en að rifa en nú er
rikjandi sú stefna að rifa ekki hús
fyrr en i lengstu lög. Við skulum
vera minnug þess að öll hús, sem
Reykjavikurborg á i Grjótaþorpi,
voru á sinum tima keypt til þess
að rífa' þau en þá átti að leggja
hraðbraut þvert yfir Grjótaþorp.
Nú er allt annað uppi á ten-
ingnum.
— Aukast ekki enn bilastæðis-
vandræðin i miðbænum þegar
byggt verður á núverandi bila-
stæðum i Grjótaþorpi.
— Þau skipta ekki meginmáli
til eða frá. Núer verið að vinna að
nýju umferðarskipulagi fyrir
allan gamla bæinn innan Löngu-
hliðar og Hringbrautar og eru
m.a. danskir ráðgjaíar með i þvi.
Uppi eru hugmyndir um bila-
stæðisbyggingar við höfnina og
viðar auk þeirrar sem þegar
hefur verið ákveðin i grunni
Seðlabankans við Arnarhól.
— Að lokum Sigurður. Þær
raddir hat'a heyrst að Grjóta-
þorpið verði einskorðað við rika
kúltúrmafiu sem hali efni á að
kaupa þar hús eða byggja. Hvað
segirðu um þá skoðun?
— Það eru hlutir sem borgar-
yfirvöld geta litið gert við. Það
vill nefnilega svo til að við búum i
þjóðfélagi sem ákveðin lögmál
rikja þ.e.a.s. framboð og eftir-
spurn. En ég minni á að uppi eru
hugmyndir um að byggja þar
félagsleg húsnæði á vegum
borgarinnar eins og ég sagði
áðan.
—GFr
„Les um
þetta í
blöðum
eins og
þið”
Aðalsteinn Hansson tók
okkur vel, þegar við
bönkuðum uppá, en vildi
litið segja um húsið, sem
hann býr í, Bröttugötu 6.
„Það er skelfing hvernig
borgin fer með eignir sin-
ar," var það eina sem
hann sagði um ástand
hússins.
Aðalsteinn er Húnvetningur
að ætt og uppruna, en i þe6su
húsi hefur hann búið i rúm tutt-
ugu ár. „Nei, ég veit ekkert
hvert ég flyt — ég hef enga til-
kynningu fengiö um eitt né
neitt,” sagði Aðalsteinn. ,,Ég
les um þetta i blööunum eins og
þið hin.”
Við spurðum hvað honum
fyndist um hundrað miljónirn-
ar, sem boðnar eru i húsið. Að-
alsteinn hristi bara höfuðið og
brosti. ,,Ég veit ekki hvað skal
segja. En það er vist, að sá sem
býður miljón i þetta hús gerir
þaö i einhverju öðru augnamiði
en þvl að búa i þvi.”
ast
„Það er varla vert að vera aö mynda mig — það er ekkert eftir til að
mynda.” Aðalsteinn Iiansson i dyr um Bröttugötu 6, en þar hefur hann
leigt ibúð af borginni I 22 ár. (Ljósm. — eik)
Sævar varð
Reykjavíkur-
meistari
Sævar Bjarnason tryggði sér
sigur á Skákþingi Reykjavikur á
fimmtudagskvöld, er hann gerði
jafntefli í biðskák sinni við Ingi-
mar Halldórsson
Hin jafnteflislega biðskák Mar-
geirs Péturssonar gegn Benedikt
Jónassyni endaði með sigri Bene-
dikts, eftir að Margeir hafði teygt
sig of langt, enda varð hann að
vinna til að ná Sævari.
Helgi Ólafsson fjallar um
Skákþingið i skákþætti sinum á
bl;. 24 i dag.
—eik —
Skákmót
Hafnar-
fjarðar
9. febrúar n.k. verður skákmót
Hafnarfjarðar haldið i hinni nýju
félagsmiðstöð við Iþróttahúsið á
Strandgötu.
Þátttakendur skrái sig i mótið i
sima 5 17 06 eftir kl. 17 á kvöldin,
eða á mótsstað þriðjudag kl.
17—19.15.
Keppni i unglingaílokki 15 ára
ogyngri hefst i íélagsmiðstöðinni
þriðjudaginn 16. febr. kl. 17.00
(Þórir).
Grænlensku
kaupfélögin
í sókn
Nýlcga birtist hér i blaöinu
örstutt frásögn af starfsemi
grænlenskra kaupfélagsins
Sisimut i llolsteinsborg. Þvi má
svo bæta við, að á Grænlandi eru
starfandi sjö kaupfélög og
samanlögð ársvelta þeirra 1981
nam 200 milj. danskra króna.
Þetta er hvorki meira né minna
en 42% aukning frá árinu áður og
er talið að félögin séu sem heild
að auka mjög hlutdeild sina i
smasöluverslun-i landinu. Benda
bráðabirgðaútreikningar til þess
aðmarkaðshlutdeild félaganna sé
nú orðin 44%.
—mhg
Rafafl gefur
Þroskahjálp
Þann 1. íebrúar siðastliðinn
veittu landsamtökin Þroskahjálp
móttöku höfinglegri gjöf. Var það
peningagjöf sem hljóðaði upp á
70.000 kr.
Gefendur eru Raíaíl Stálafl og
afhenti Sigurður Magnússon
framkvæmdastjóri gjöfina. Mun
fjárhæð þessi renna til byggingar
orlofsheimilis fatlaðra i Botni i
Eyjafirði.
„Kvik
mynda-
blaðið ”
„Blaðiö er helgað konum og
kvikmyndum” segir i leiðara
Kvikmyndablaðsins.
Margt efnis er i blaðinu að
vanda og má þar nefna viðtöl við
Rainer Werner Fassbinder og
Agúst Guðmundsson. Grein
Kristinar Jóhannesdóttur er
u.þ.b. 13 siður og prýdd fjölda
mynda.
Siðan má nefna nýja grein um
tvær myndir á kvikmyndahátið-
inni, þær — Desperado City — og
— Vadim Glowa. — A forsiðu
blaðsins er mynd úr Útlaganum.
Blaðið kostar 35 kr. og er prentað
,hjá Hagprenti h/f.
(Þórir)