Þjóðviljinn - 20.02.1982, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 20.02.1982, Blaðsíða 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐV(LJINN Helgin 20. — 21. febrúar 1982. Af upphalara Það er nú orðið nokkuð umliðið síðan ég komst að þeirri niðurstöðu, að ekkert væri jafn slítandi, og það að vera í sífelldu upp- námi, oft af litlu eða engu tilefni. Til skamms tíma hef ég verið til í að æsa mig upp útaf alls konar tittlingaskít og eyði- leggja þannig líf ið og tilveruna bæði fyrir mér og öðrum. Heimilishamingja, bliða og barnalán gat stundum farið i rúst útaf of linsoðnum eða of harðsoðnum eggjum, eða þá að maður var varla viðmælandi dögum saman útaf smá- munum eins og því að vera blankur. Svo þegar maður eignaðist peninga f ór maður í f ýlu útaf því hvað maður eyddi miklu, og ef það nægði ekki til að eyðileggja fyrir manni lífið og til- veruna, var maður niðurbrotinn af sektar- kennd útaf því að eiga meiri peninga en ein- hverjir aðrir. örvænting mín náði þó hámarki, þegar ég varð þess áskynja, að ég var á góðum vegi með að verða gamall, lítill og feitur góðborg- ari hérna vestur í bæ. Nú var sálarangist mín, útaf smámunum, orðin slík að ég átti ekki nema tveggja kosta völ, að sturlast eða fara í andlegt þrifabað og hætta að brjálast sýknt og heilagt útaf and- skotans engu. Og ég hugsaði sem svo: örlög mín eru ráðin. Suðan á eggjunum breytist ekkert þó ég fái kast. Og nú er að gera gott úr öllu saman og sætta sig við orðinn hlut. Ég keypti mér vídeó. Nú er hálft ár liðið síðan ég tók þessum sinnaskiptum og hef siðan verið í svo miklu jafnvægi, að mínir nánustu eru farnir að ótt- ast að ég sé að verða tilf inningalega lamaður, og þá er þess víst ekki langt að bíða að annað fari að gefa sig. Mér var satt að segja sjálfum hætt að standa á sama, þangað til t siðustu viku. Hélt jafnvel að ég væri orðinn reiðihamlaður, eða uppnámslamaður, eins og sálfræðingar kalla það. Og þá var það að ég komst að því, að upp- halarinn á bílnum mínum var bilaður. Ef það er nokkuð, sem getur orðið til þess að maður fari úr jafnvægi eða jafnvel missi trúna á lífið og tilveruna, þá er það bilaður bíll. Nú mundi reyna á skapfestuna og æðru- leysið. Þeir eru sjálfsagt til, sem ekki vita hvað upphalari er, en ef þeir hinir sömu verða f yrir því, að hann bili í bílnum þeirra, og bíllinn er af sömu tegund og þessi sem ég á, þá get ég f ullyrt að bilaður upphalari gleymist ekki það sem eftir er ævinnar. Upphalarinn er semsagt það fjölmúlavíl, sem híf ir bílrúðuna upp og slakar henni niður, þegar viðeigandi sveif er snúið í hring. Semsagt kom sú staða upp í síðustu viku, að bílrúðan hjá mér sat föst, hvernig sem ég lét í sveifinni. Og þessvegna var bíllinn alltaf hálffullur af snjó, þegar ég kom útí hann á morgnana. ,,Það er upphalarinn, vinur", sagði bílvirk- inn og horfði á mig eins og ég hefði misst framanaf fætinum í slysi. Ég fékk það semsagt á tilfinninguna, að bíllinn væri alger öskuhaugamatur, úr því að upphalarinn var farinn. ,, Er ekki hægt að fá nýjan upphalara?", spurði ég. „Þú skalt reyna í varahlutaverslununum. Farðu bara ekki i umboðið sjálft", svaraði bíl- virkinn. Ég hringdi nú samt í umboðið, þegar ég var búinn að eyða þrem dögum f æðisgengna leit að upphalaranum um allan bæ. „Upphalara, já", sagði lagermaðurinn í símanum h já umboðinu. „ Ertu búinn að reyna annars staðar?"' „Af hverju spyrðu?" svaraði ég. „Varahlutirhir eru nefnilega miklu dýrari hérna en annars staðar", svaraði lagermaður- inn elskulega. „Ætli helvítið nenni ekki að gá hvort hann á upphalara?"hugsaði ég, en sagði upphátt: „Ég er búinn að reyna alls staðar". „Er þetta vinstra eða hægramegin, framan eða aftan?" „Hægri framrúða," sagði ég. „Augnablik". (Löng bið) „Nei því miður, ekki til. Engir upphalarar til, hvorki framan eða aftan, hægri eða vinstri." „ Er þá ekki von á þeim?" spurði ég i ör- væntingu. „Það þýðir ekkert fyrir okkur hérna í um- boðinu að panta svonalagað inn. Þetta verður alltaf svo dýrt hjá okkur, að engum dettur i hug að kaupa varahluti hérna, f yrr en þeir eru búnir alls staðar annars staðar, og þá klárast þeir strax hjá okkur. Standa bókstaf lega ekki við". Nú fann ég að ég var hættur að vera reiði- hamlaður og lenti í ægilegu upphalarapexi við manninn, sem auðvitað gat ekkert að því gert þó enginn upphalari væri til. „Hvurn djöf ullinn á ég að gera?" æpti ég og var svo sannarlega ekki í neinu sálar jaf nvægi. „Ja, við vorum að fá sendingu af nýjum bíl- um í gær. ( þeim ættu upphalararnir að vera í lagi. Eða þá að kaupa sér gamlan til niðurrifs. Einhvern, sem er með upphalarann í lagi". Þrautalendingin: „Jú við erum einmitt með bílhræ af þessu módelli hérna úti á haugnum", svaraði bílapartasalinn hjá Vöku. „Viltu rífa hann sjálf ur?" „Nei," svaraði ég, skuggalega rólegur. „Mig vantar bara upphalarann". „Ekkert mál, vinurinn," svaraði bílaparta- salinn. „Ég skal svipta sundur fyrir þig hurðarleifunum og kippa upphalaranum úr. Komdu bara á morgun." Daginn eftir fór ég svo í bílakirkjugarðinn. Þar lá upphalarinn í allri sinni dýrð, tilbúinn að fara í minn bíl. Þegar ég spurði hvað hann kostaði, svaraði strákurinn: „Æ. Ég nenni varla að vera að taka fyrir þetta". Og ég komst í andlegt jafnvægi aftur. Svo fór ég heim og sagði mjög yf irvegað við konuna mína: Þig ég ætla við að vara að verð 'ekki æst, ef þig vantar upphalara sem ekki fæst. skráargatið Hugmyndin um nýtt siödegisblaö mun nú vera endanlega dauö og á aöeins eftir aö auglýsa útfórina. And- látiö hófst meö þvi aö Gunnars- og Albertsmenn komu inn i myndina og lofuöu töluveröum peningum. Þeir geröu og fljótt kröfu um aö fá annan ritstjór- ann og var tekiö vel i þá kröfu. Þegar á átti aö heröa meö fjár- útlát kom babb í bátinn og brátt leystust viöræöur upp I pólitiskt karp. Þeir gátu aldrei nefnt neitthugsanlegt ritstjóraefni og siöan þróuöust umræöur i þaö aö þeir geröu kröfu um aö Guö- mundur Arni Stefánsson yröi ekki ritstjóri. Astæöan fyrir þvi var sú aö Guömundur er her- stöövaandstæöingur og þeir vildu ekki aö blaöiö yröi mál- gegn þeirra á neinn hátt heldur hliöhollt bandarlska hernum i hvivetna. Sú kenning er á lofti aö Sjálfstæöismönnunum, sem tóku þátt I ofangreindum viö- ræöum, mönnum eins og JUliusi Hafstein, Jóni Magnússyni og Jóni Ormi Halldórssyni, hafi aldrei veriö nein alvara i aö vera meö I nýju slödegisblaöi. Þetta hafi allt veriö runniö undan rifjum Gunnars og Al- berts og veriö fyrst og fremst aðvörun til Dagblaösins og Visis sem þeir töldu vera orðiö deigt i stuöningi viö sig. Þeir hafi sem sagt ætlað aö sýna aö þeir gætu staöiö fyrirnýju siödegisblaöi ef i hart færi. Skýring er nú fengin á þvi af hverju Albert Guðmundsson mætti ekki á fulltrúaráösfund Sjálfstæöis- flokksins i Reykjavik þegar framboöslisti hans til borgar- stjórnarkosninga var birtur. Hann svaf ekki yfir sig — hann var á frímúrarafundi. Enn er Kiddi Finnboga aö reyna aö selja fscargó og býöur ýinsum. Flokksbræöur Kidda t.a.m. Denni formaöur hafa og reynt sitttil aö koma Kidda úrþessari klipu en máliö er flókiö og viö- kvæmt eins og segir I stjórn- málafræöunum. Skuldir fyrir- tækisins nema nefnilega 2 miljónum nýkr. og list þvi fáum á aö kaupa. Upp i þessa skuld á íscargó m.a. flugvél sem nú stendur I verkefnaleysi, vél þessi var notuð til kjúklinga- og hrossafhitninga, og er ónothæf vegna hlandbruna. Einn helsti formælandi Reagan- stjórnarinnar i mannréttinda- málum var hér á ferö I vikunni. Hann hitti m.a. ritstjóra dag- blaða, Amnesty-fóik þingmenn og ýmsa aðra að máli. I stuttu máli sagt þótti flestum þetta furöuleg sending, og raunar ekki nema ein rökrétt niöur- staöa af formúluflækjum hans að hagsmunir Bandarikja- stjórnar ættu aö ráöa afstöðu til mannréttindamála. Jafnvel gæflyndum ihaldsmönnum blöskraöi þegar Reagan-fulltrú- inn blessaði Vietnamstriöiö sem vott um siöferöisstyrk Banda- rikjamanna, lofaöi Duharte herforingja i E1 Salvador sem þjóðhetju o.s.frv. Svo gekk fram af Eliert B. Schram aö hann skrifaöi skammarleiöara um Bandarikin og stefnu þeirra i E1 Salvador. En Páli „púttara” Jónssyni i Morgunvökunni blöskraöi ekki. Hann fór holu I höggi fyrir bandariska sendiráðið er honum tókst I þætti sinum aö ræða við mannréttindafulltrúa Reagans án þess að spyr ja hann einnar einustu gagnrýninnar spurningar. Afrek á sina visu Fyrirtœkið Vldeósón, sem einna mest umsvif hefur haft I myndbanda- væðingunni, óskaöi fyrir skömmu eftir viðræðum við Morgunblaðiö um aö það keypti Videósón. Beiðnin var tekin fyrir á stjórnarfundi I Arvakri, útgáfufélagi biaösins, eftir aö framkvæmdastjórinn haföi rætt viö þá Vldeósónmenn. Þar var ákveöiö aö hafna kauptilboöi enda mun Morgunblaöiö eiga nóg meö að greiöa skuttogara veröiö fyrir nýju prentvéllna sem þeir eru að fá. Mikil óánægja er rikjandi meöal Sjálfstæöismanna meö fram- boöslista þeirra i Reykjavik. Nokkrir þeirra óánægöustu vinna aö þvi leynt og ljóst að koma fram öðru framboði. Má þar til nefna menn eins og Helenu Albertsdóttur (Guðmundssonar), Július Haf- stein, formann HSI, Svein Björnsson skókaupmann, for- seta 1S1, og Þóri Lárusson for- mann Varöar. Hins vegar sjá raunsæir en óánægðir Sjálf- stæöismenn öll tormerki á þvi aö slikt framboð nái fram þar sem forvígismenn óánægjuhóp- anna, þeir Albert og Björn Þór- hallsson hafa þegar tekið sæti á aöallista flokksins og þvi' gengur þessi hópur undir nafninu sjálfsmorðssveitin i þeim her- búðum. Ekkert lát er á óánægju starfsmanna Dagblaösins og Visis og er taliö aö enn fleiri uppsagnir séu á næsta leiti. Nú eru ljósmynd- arar blaösins i miklum ham vegna þess aö Gunnar V. And- résson virðist hafa gott lag á að veröa sér úti um verkefni hjá rit' stjórum blaðsins sem pUöur þykir I. T.d. er hann um þessar mundir I Englandsreisu og er þaö I annaö skipti á stuttum tima sem hann fer til útlanda á vegum blaðsins. A meðan verða hinir -ljósmyndararnir að láta sér nægja ljósmyndun fyrir fréttatilkynningar og gjafa- handbækur.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.