Þjóðviljinn - 20.02.1982, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 20.02.1982, Blaðsíða 15
Helgin 20. — 21. febrúar 1982. ÞJÖÐVILJINN — StÐA 15 Steingrímur Jónsson, skrifar: , ,íslensk nj ósnastarfsemi” ( sunnudagsblaði Þjóð- viljans helgina 13.-14. febrúar 1982 ritar —GFr grein< sem nefnist Islensk njósnastarfsemi í þágu erlendra landhelgisbrjóta á kreppuárunum. Minnstur hluti greinarinnar fjallar um það, sem nafn hennar bendir til, heldur má segja, að Jón Auðunn Jónsson, alþingismaður Norður-ls- firðinga, og ýmis umsvif hans séu meginuppistaða greinarinnar. Er þar víða slagsíða á sannleikanum, sem ekki má láta hjá líða að leiðrétta. „Ömmufrum- varpið” Raunar kennir líka misskiln- ings I grein þessari, hvaB varöar ömmufrumvarpiB svonefnda og hvernig á hinu kostulega uppnefni þess stóö. Þaö var á alþingi 1928, aö Sveinn Clafsson I Firöi eysta. flutti frumvarp til laga um eftirlit meö loftskeytanotkun islenskra veiöiskipa. Var frumvarpiö flutt i samráöi viö Jónas Jónsson frá Hriflu, þáverandi dómsmálaráö- herra, og eftir hans ósk. 1 greinargerö meö frumvarpinu var aö þvi vikiö, aö eftir að botn- vörpungarnir fengu loftskeyta- tæki, heföi sterkur grunur leikið á þvi, aö einstök útgeröarfélög stjórnuöu landhelgisbrotum úr landi. Var fullyrt, að menn vissu, aö sum togarafélögin létu halda njósn um hverja hreyfingu varð- skipanna hér viö land og vöruöu skip sin viö. Voru eftirtalin skeyti, sem send voru úr Reykja- vik, nefnd sem dæmi: „ömmu liður vel.” „ömmu liöur ennþá vel.” „Amma er aö byrja aö veröa lasin.” Þegar tvö fyrri skeytin voru send, lá varðskipið inni á höfn, en hið þriöja var sent, er þaö var aö fara út úr höfninni, og þótti tilgangurinn vera auð- sær. Frumvarpið, sem átti aö stemma stigu viö slikum dul- málsskeytum, ef aö lögum yrði, var uppnefnt eftir dæmum þess- um. Skýring —GFr er hins vegar út i hött, nefnilega, aö þegar frumvarpið náði ekki fram að ganga og var endurflutt á nokkr- um þingum eftir þetta, þá hafi Ólafur Thors fariö háöuglegum oröum um. þetta siendurtekna, gamla frumvarp og kallað það „ömmufrumvarpið”. Og siðar i greininni er talað um „ömmu-lögin” hans Ólafs Thors! Ef —GFr hefði slegið upp i Al- þingistiðindunum 1928, A-deild, þar sem þingskjölin eru birt, heföi hann ekki lent á þessum villigötum. Það má vel vera, að Jón Auð- unn Jónsson, alþingismaöur, hafi verið hinn versti bófi. En til þess að sanna meinta glæpi hans þarf annað og meira en það aö vitna i Skutul, málgagn Alþýöuflokks- manna á tsafiröi. tir Skutli tekur —GFr tvö dæmi, sem sýna eiga ómennsku Jóns Auöuns. Er hið fyrra um enskan togara, sem tekinn var fyrir landhelgisbrot i Aöalvik á laugardegi. Var togarinn færður til hafnar á Isafirði, dæmdur i sektog veiðarfæri gerð upptæk. A mánudeginum næsta voru veiðar- færin seld á uppboði og var Jón Auðunn hæstbjóðandi. A þriðju- dag kom enski togarinn inn, sótti veiöarfæri sin og gat þá haldið áfram veiöum sinum rétt viö bæjardyrnar hjá elskulegum kjósendum Jóns i Aöalvik, eins og þaö er oröaö i Skutli. Viö þessa frásögn Skutuls er sitthvað aö athuga. Enda voru geröar athugasemdir viö hana og birtar i Skutli skömmu siöar, þótt —GFr geti þeirra að engu. Þar segir Axel Ketilsson, sem umboö haföi fyrir enska togara á tsa- firöi, aö hann hafi beöiö Jón Auöun aö bjóöa i veiöarfæri i sinu umboöi, þvi hann taldi sig ekki geta mætt á uppboöið sjálfur. Og Axel seldi siðan enska togaranum veiöarfærin. Jón Auðunn var alþingismaður en Axel ekki, og þvi hefur það þjónaö tilgangi Skutuls aö láta höggið lenda á Jóni, auk þess sem á leiöinni voru nuddaðar nasir Aöalvikinga, en þeir voru löngum litt fyrir isfirska kratismann. Hitt dæmiö, sem fengiö er úr Skutli, án þess þó að þess sé getiö, segir frá þvi, þegar togarinn Haf- stein var sviftur loftskeytaleyfi. —GFr fer raunar rangt með nafn útgerðarfélagsins, sem hét þvi háleita nafni Græöir og starfaöi á árunum 1924—1936, samnefnt eldra togaraútgeröarfélagi, sem stofnað var 1912 og gerði út Jarl- inn, fyrsta isfirska togarann, til 1917. Þá er það og rangfært, aö Jón Auðunn hafi verið stjórnar- formaður, heldur var hann fram- kvæmdastjóri félagsins og ein helsta driffjööur þess, en Björn Magnússon, simstöövarstjóri, var stjórnarformaöur. Skutull segir svo frá þ. 22.9. 1928 (leturbr. eru minar. S.J.): „Þaö er oröiö kunnugt, aö tog- arinn Hafstein hefir verið sviftur réttindum til að senda loftskeyti. Er mælt.að það sé vegna þess aö hann hafi sent frá sér skeyti, fram hjá loftskeytastöðinni, til manna i landi og þar með komiö sér hjá að greiða gjöld af þeim. Framkvæmdastjóri þessa togarafélags er Jón Auðunn Jóns- son alþingismaður Norður-lsa- fjarðarsýslu, og formaður stjórn- arinnar Björn Magnússon, æðsti trúnaðarmaöur landssimans á tsafiröi. Útboð Rafmagnsveitur rikisins óska eftir til- boðum i eftirfarandi: RARIK—82012 Götuljósastólpa Opnunardagur 18.03 1982 kl. 14:00. RARIK-82013 Götuljósker. Opnunardagur 29.03. 1982 kl. 14:00. Tilboðum skal skila á skrifstofu Raf- magnsveitna rikisins, Laugavegi 118, 105 Reykjavik fyrir opnunartima, þar sem þau verða opnuð að viðstöddum þeim bjóðendum er þess óska. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Raf- magnsveitna rikisins, Laugavegi 118, Reykjavik, frá og með mánudeginum 22. febrúar 1982 og kosta25,- kr. hvert eintak. Revkjavik 18. febrúar 1982 Rafmagnsveitur ríkisins Móttakendur skeytanna i landi eru sagðir þeir sira Sigurgeir Sigurösson prófastur á tsafiröi og Magnús Thorberg fiskikaup- maður og fyrrverandi simstjóri hér. Sumir geta þess til, að loft- skeytamaðurinn hafi meö þessum ólöglegu skeytum, veriö aö æfa móttakendurna. En þaö er harla ólikleg tilgáta, þar sem annar er Athugasemd um heimilda- notkun þaulvanur simritari, en hinn svo fróöur um viöboð og þess notkun, aö hann taldi sér sigurvænlegt aö bjóöa sig fram til alþingis upp á þá kunnáttu sina eina viö siöustu kosningar. Enda, ef svo væri, gersamlega óhugsandi aö lands- simastjóri heföi iátiö refsinguna koma i svo skakkan staö niöur, eins og á útgerðinni og öllum skipverjum, I stað þess að leggja vitin á loftskeytamanninn einan og móttakendurna. Getur það varðað skip ekki litlu, aö sitja i sliku banni, jafnvel lif allrar skipshafnarinnar, og hljóta alvarlegar sakir aö liggja til þess, aö landssimastjóri hefir séö sig knúöan til aö gera þessar ráöstafanir. Er þetta i fyrsta sinni aö til sliks hefir veriö gripiö á Islandi. Til hvers lætur prófasturinn hafa sig næst?” Þeir Jón Auöunn, Björn sim- stöövarstjóri og togarafélagiö Græöir stefndu Skutli fyrir þessa frásögn. Voru ummælin dæmd dauö og ómerk i undirrétti og rit- stjóra blaösins, Halldóri Ólafs- syni frá Gjögri, gert aö greiða 195 kr. i sekt til rikissjóös og 120 kr. i málskostnað eða sæta 18 daga einföldu fangelsi ella. Það er —GFr til vansa aö hafa notaö slika heimild i grein sina. Ætti blaðamönnum að vera þaö manna ljósast, hve hæpnar heim- ildir stjórnmálaskrif blaöa geta veriö. Þaö var Skutli hins vegar þóknanlegt aö reyna aö koma sem flestum höggum á Jón Auðun, þvi Alþýðuflokkurinn haföi fulla ástæöu til þess aö láta sér fátt um hann finnast. t alþingiskosningunum 1927 haföi Jón Auðunn sigrað Finn Jónsson, einn helsta framámann Alþýðu- flokksins á tsafiröí á þessum árum, þegar þeir bitust um þing- sætiö íyrir Noröur-lsafjaröar- sýslu. Og „Hafsteinsmáliö” þjónaöi aö þvi leyti vel tilgangi Skutuls, að með þvi var hægt aö ófrægja Jón Auðun enn einu sinni, og i leiðinni ýmsa aðra ihaldsmenn, eins og Björn Magnússon, sem var frambjóöandi ihaldsins i Strandasýslu viö alþingiskosn- ingarnar 1927, en tapaöi fyrir Tryggva Þórhallssyni, og sr. Sigurgeir Sigurðsson, sem var i framboöi við þær sömu kosningar á Isafirði gegn Alþýöuflokks- manninum Haraldi Guömunds- syni, sem sigraöi meö nokkrum mun. Að lokum má geta þess til gamans sem þókannski er ekkert gamanmái, aö viö kosningarnar 1933 i Noröur-Isafjaröarsýslu voru þrir menn i framboöi: Jón Auðunn Jónsson, alþingismaður af hálfu Sjálfstæðisflokksins, Vií- mundur Jónsson, landlæknir og alþingismaöur Isfiröinga, fyrir Alþýöuflokkinn, og loks Halldór Ölafsson frá Gjögri, fyrrum rit- stjóri Skutuls, fyrir Kommúnista- flokkinn. Munu fáir hafa upp- skorið svo iitiö sem Halldór i þetta sinn, þvi hann fékk aðeins 3 atkvæði. Hins vegar féll Jón Auðunn meö 542 atkv. fyrir Vil- mundi, sem fékk 553 atkvæöi, og hafa þau úrslit liklega oröiö Hall- dóri nokkur huggun. Hluti af þeirri upphæð sem þú greiðir fyrir Bragakaffi rennur í Framkvæmdasjóð aldraðra Á tímabilinu 20. febr. til 20. marz renna 40 aurar af andvirSi hvers kílós af seldu Bragakaffi til styrktar öldruðum, og safnast þegar saman kemur, því Bragakaffi er lang mest selda kaffiS í dag. Bragakaffi (gulum, rauðum og grænum pökkum, 3 mismunandi tegundir, en allt úrvals kaffi. Styðjum aldraða Kaupum Bragakaffi AR ALDRAÐRA Kaffibrennsla Akureyrar h.f.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.