Þjóðviljinn - 20.02.1982, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 20.02.1982, Blaðsíða 6
6 StÐA — 1>JÓÐVILJ1NN Heigin 20, — 21. febrúar 1982. Fréttastjóri: Alfheiöur Ingadóttir. Umsjónarmaður sunnudagsblaðs: Guðjón Friðriksson. Auglýsingastjóri: Svanhildur Bjarnadóttir. Afgreiðslustjóri: Valþór Hlöðversson. Blaðamenn: Auður Styrkársdóttir, Magnús H. Gislason, óskar Guðmundsson, Sigurdór Sigurdórsson, Sveinn Kristinsson. iþrótta- og skákfréttamaður: Helgi Ólafsson. útlit og hönnun: Andrea Jónsdóttir-Guöjón Sveinbjörnsson. Ljósmyndir:Einar Karlsson, Gunnar Elisson. Ilandrita- og prófarkalestur: Elias Mar, Trausti Einarsson. Auglýsingar: Hildur Ragnars, Sigriöur Hanna Sigurbjörns- dóttir. Málgagn sósíalisma, verkalýds- hreyfingar og þjódfrelsis Utgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Framkvæmdastjóri: Eiður Bergmann Ritstjórar: Arni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan Ólafsson. ritstjórnararcin_________________________ Ófeigur í Sköröum • í dag, þann 20. febrúar, eru rétt hundraö ár liðin frá stofnun Kaupfélags Þingeyinga, sem er elsta starfandi kaupfélag hér á landi. • Þjóðviljinn flytur samvinnuhreyfingunni árnaðar- óskir á þessum tímamótum. • Á þeim hundrað árum sem liðin eru frá stofnun Kaupfélags Þingeyinga hafa tvær félagsmálahreyf- ingar átt drýgstan þátt í allri jákvæðri framvindu þjóðmála á (slandi, — samvinnuhreyf ingin og verka- lýðshreyfingin. Báðar eru þær sprottnar af einni og sömu rót og þá hefur best til tekist þegar auðnast hefur að sameina afl beggja þessara voldugu félags- málahreyf inga til átaka. 0 Fyrir 100 árum var ekki mikið um félagsskap eða samtök af nokkru tagi í okkar íslenska bændaþjóð- félagi. Tilraunir höfðu þó verið gerðar hér og þar um verslunarsamtök, en jafnan runnið f Ijótlega út í sand- inn. Menn voru því vanastir að hokra hver í sínu horni og töldu sig eiga flest undir náð konungs og kaup- manna. Aðeins fáir leiddu hugann að því að með öflugum samtökum alþýðu væri unnt að heimta sinn rétt, breyta öllum lífsskilyrðum, hef ja fólk úr örbirgð og réttleysi. • Þegar Kaupfélag Þingeyinga var stofnað fyrir öld síðan, þá var ekkert verkalýðsfélag starfandi á (slandi og enginn stjórnmálaflokkur í nútímamerk- ingu þess orðs. • Þeir þingeysku bændur sem beittu sér fyrir stof n- un kaupfélags í lok þorra á þeim harða vetri 1882 voru uppreisnarmenn. Þessir uppreisnarmenn trúðu á mátt samtaka alþýðu, enda þótt heita mætti að engin alþýðusamtök væru þá til í landinu. DJÚÐVIUINN Skrifstofa: Guörún Guðvaröardóttir, Jóhannes Haröarson. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristin Pétursdóttir. Simavarsla: Ólöf Halldórsdóttir, Sigriður Kristjánsdóttir. llúsmóðir: Bergljót Guöjónsdóttir. Bilstjóri: Sigrún Bárðardóttir. fnnheimtumenn:Brynjólfur Vilhjálmsson, Gunnar Sigurmunds- son. Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jóns- dóttir. Útkeyrsla, afgreiðsla og auglýsingar: Siðumúla 6, Keykjavik, simi 81333 Prentun: Blaðaprent hf. úr almanakinu Sósialistar á íslandi hafa um áratuga skeið staðiö fyrir öfl- ugri blaðaútgáfu og þar hafa mörg stórvirkin verið unnin i baráttunni við fjandsamlegt þjóðfélagskerfi. Forvigismönn- um hreyfingarinnar var snemma ljóst að án pennans að vopni yrði sigur aldrei unninn á óréttlætinu, eymdinni og fá- fræðinni. Eins og oft vili veröa i braut- ryðjendastaríi var þetta hug- sjónastarf þar sem ekki var spurt um verkalaun að loknum vinnudegi. Menn sátu við skrift- ir i loftlausum, dimmum skúmaskotum og brýndu til bar- áttu gegn höfuðfjandanum, sjálfu auðvaldinu og fylgifisk- um þess. Þá var ekki til siðs að kvarta um öryggi eða hollustu- hætti á vinnustaðnum og þessir baráttuglöðu hugsjónamenn só- sialismans voru ekki ýkja stétt- visir þegar „samið” var um þeirra eigin kjör. Saltið i graut- inn var nóg fyrir þá og kannski ofurlitið meira. Og útkoma blaðs eins og Þjóöviljans fyrstu árin var daglegt kraftaverk, og raunar hefur það löngum verið hagfræðilegt undrunarefni hvernig tókst að koma blaðinu út. Ekki að furða þótt þeim sem trúa á mátt Mammons hafi á stundum dottið rúblugull frá Kreml i hug. Nú eru breyttir timar. Þjóðfé- lagiðhefur tæknivæðst, lifskjör- in hafa batnað og möguleikar okkar til að reka áróður hafa gjörbreyst til batnaðar, auðvit- að fyrst og íremst vegna þrot- r ! tm ****'* ttf d JHw ist :** mí a> A***** ** BARÁTTU I>A<» li R V 1. MAI iUSTURLAND éuflkomin pértnoko oo MMM Mér Kwhttm: U«fv»Rl»|*r atvÍR*»|itrf«r é DjápavMí jyMMi • ( þeim skilningi voru þeir ekki aðeins brautryðj- endur samvinnuhreyfingarinnar, heldur einnig verkalýðshreyfingarinnar og þeirra stjórnmálasam- taka, sem byggja stefnuskrá sína á kröf unni um jafn- rétti, samhjálp og samvinnu. • Þeir Benedikt á Auðnum, Jakob Hálfdánarson og félagar höfðu ekki látið baslið smækka sig. Þótt efnin væru nánast engin létu þeir ekki hjá líða að halda erlend tímarit þar sem lesa mátti um félagsmála- hræringar og rísandi alþýðusamtök í nálægum löndum. Blöðin létu þeir ganga á milli bæja og gáfu sjálfir út handskrifað blað á vegum leynifélagsins Öfeigur í Skörðum. Þeir þekktu sinn vitjunartíma og vissu að nú var lag, að nýir tímar fóru í hönd Ifka hér. Þess vegna risu þeir upp þótt hart væri í ári og héldu til f undar að Þverá í Laxárdal til að stof na samtök. Þá var gott að heita Óf eigur og vera ódeigur. • Þegar menn riðu heim frá fundinum á Þverá höfðu nýjar vonir kviknað, alþýðusamtök voru orðin til, sá fyrsti vísir sem lifði af. • Saga samvinnuhreyf ingarinnar á (slandi í heila öld verður ekki rakin hér, sá þáttur skipar nú veglegan sess í (slandssögunni. Hlutur samvinnuhreyfingar- innar í viðskiptum og atvinnustarfsemi er orðinn ærið stór. Mörg gæfuspor hafa verið stigin, en stundum hef ur mönnum líka skrikað f ótur svo sem verða vill á langri leið. • Þjóðviljinn hef ur stundum talið ástæðu til að deila hart á einstakar ákvarðanir f orystumanna samvinnu- hreyfingarinnar og auðvitað greinir menn nokkuð á um það hvernig haga beri starfseminni í okkar nútímaþjóðfélagi. • Hitt er þó miklu fleira, sem það sameinar. - • Benedikt á Auðnum hafði ekki aðeins hug á að tryggja mönnum réttlæti í viðskiptum, hann vildi líka gjarnan láta þá hafa nokkuð gott að lesa og byggja fólk upp sem baráttumenn fyrir réttlátara þjóðfélagi og mannlegri veröld. • Andstæðurnar milli sérhagsmunahyggju og sam- vinnuhugsjónar voru skarpar fyrir 100 árum. Þær andstæður hafa ekki dofnað og móta stjórnmálabar- áttuna nú sem fyrr. Innan samvinnuhreyfingar og verkalýðshreyfingar villast menn stundum af leið, en kall frumherjanna hljómar sterkt á hverri tíð og beinir mörgum á rétta braut. • Heill Kaupfélagi Þingeyinga! • Heill samvinnu og samhjálp allrar alþýðu! k. Eflum áróðurinn! lausrar baráttu irumkvöðlanna fyrir þeim markmiðum. i dag geía sósialistar út Þjóðviljann af myndarskap allnokkrum þótt okkur aðstandendum hans finn- ist að betur megi ef duga skal. Blaðið er starfrækt i eigin hús- næði, en aðeins höfuðíjandinn sjálfur, Morgunblaðið, getur státað af slikri búmennsku. F'ramundan eru og stórkostleg- ar fjáríestingar i nýjum tækjum og allan þann hlut ætla stuðn- ingsmenn blaðsins sér, enda þótt hagfræðispekúlantar sumir hverjir föndri við vasatölvurnar sinar og segi: þetta er ekki hægt. Áhrif Þjóöviljans eru auðvit- að mikil og satt best að segja væri öll þjóðmálaumræða með ákaflegaeinkennilegum hættief Þjóðviljans nyti ekki viö. En hann á i gifurlegri samkeppni við borgarapressuna, gula og bláa.og það er deginum ijósara að þar er daglega neytt afls- munar. Þess vegna verða só- sialistar og aðrir þeir, sem berj- ast íyrir bættu þjóðfélagi, að finna nýjar leiðir i áróðurstækni allri, leiðir sem auka möguleika okkar á samfelldum áróðri frá okkar hendi. Aiþýðubandalagið gefur út allnokkur landsmálablöð, sem þó hafa ekkert samband sin á miili. Þarna þarf að verða breyting á. Reynslan sýnir aö þar sem stöðug útgáfa er fyrir hendi, virðist litið vandamál að tryggja auglýsingar og sölu, til að f jármagna útgáfuna. í Kópa- vogi hafa sósialistar gefið út myndarlegt blað i áratugi og er útgáfa þess nú miðuö við mán- aðarlega tiðni. Blað okkar Aust urland hefur fyrir iöngu tryggt sér sess sem ómissandi liður i frétta- og upplýsingamiðlun á Austfjöröum. Hafnfirðingar hafa um nokkurra ára skeið gef- ið út Vegamót og undanfarin misseri hafa Akurnesingar staðið fyrir myndarlegri útgáfu. Fallið merki okkar á Norður- gefum út fleiri blöð landi hefur nú verið endurreist og er ekki að efa að Noröurland- ið hefur alla möguleika á að vinna sig upp i sterka áróðurs- stöðu á ný. Auk þessara blaða og annarra eru svo gefin út fjöldamörg blöð siðustu mánuði fyrir kosningar út um land allt, en sú útgáfa hefur einmitt verið öllu pólitisku starfi þar mikil lyftistöng. Valþór Hlöðversson skrifar Útgáfu- og áróðursmál flokks- ins þarf að taka til gagngerðrar endurskoðunar þar sem miðaö er að meiri samþættingu allra þessara krafta. Flokkurinn þarf að standa íyrir blaöamennsku- námskeiöum öðru hvoru, ílokksskrif stoiurnar þurfa að þjónusta þá sem fyrir útgáfunni standa, við eigum að svo miklu leyti sem þvi verður við komið að standa saman að söfnun aug- lýsinga, prentun, úrvinnslu ijós- mynda o.fl. Siðast en ekki sist þarf að samstilla áróðurinn þannig að útgáfan skili sem bestum árangri. Erlendis, t.d. á Norðurlönd- unum, er algengt aö landsmála- hreyfingar sósialista reki net blaða, timarita, bæklinga og bóka um landið allt. Þaö er ekki minnsti vafi á þvi að hér þarf að koma sliku áróðursneti yfir. Til þess höfum við ónýtta mögu- leika og enda þótt Þjóðviljinn komi áfram til með að gegna lyk ilhlutverki i allri okkar þjóð- málaumræöu, er þess ekki að vænta að hann geti sinnt upplýs- inga- og áróðursskyldu um t.d. sveitastjórnarmál einstakra byggðarlaga. Þjóðviljinn sinnir umræðunni um málefni Reykja- vikurborgar og það er auövitað ekkert vafamál að einmitt þess vegna hafa sósialistar svo sterka stöðu i höfuðborginni og raun ber vitni. Það hefur stundum veriö haft á orði um vinstri menn að þeir séu svolitið seinir til að átta sig á málefnum sem flokkast geti undir bisness. Það má sjálfsagt segja um þessar hugmyndir að af þeim sé kaupsýslukeimur þvi þær snúast einmitt um þá stað- reynd að með tilkomu nýrrar og ódýrari tækni, hafa möguleikar fyrir öflugri útgáfu stóraukist. Og það eru ekki bara vinstri menn i þrengsta skilningi sem hér þurfa að hugsa sinn gang. Herstöðvaandstæðingar eru i svipuðum áróðursstellingum og á timum kalda striðsins. Einn og einn Dagfari hefur þvi miður ekkert gildi gegn hermangs- pressunni. Vikuleg útgáfa Dag- fara ellegar annars málgagns nýrrar friðar- og andspyrnu- hreyfingar gegn her i landi er orðin. raunhæfur möguleiki. Það er löngu kominn timi fyrir menn að átta sig á þvi. Blómaöld videós og gervi- hnatta er vissulega að renna upp og ekkert nema gott um það að segja. En hvaða miðla sem menn kjósa að nota, er alveg ljóst að sósialistar i þessulandi verða að vera með i þeirri stór- auknu áróðursstarfsemi sem nú fer i hönd. Geri þeir það ekki þarf ekki að spyrja að leikslok-

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.