Þjóðviljinn - 20.02.1982, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 20.02.1982, Blaðsíða 7
Helgin 20.,— 21. febrúar ,1982. ’MAÐVIUHNN — StÐA 7 Lúsakamburinn og krullujárnið Nýlega var opnuð í sýningarsal Norræna hússins sýning á list og handiðnaði Sama. Sýning þessi, sem Norræna lista- miðstöðin stendur að, er yf irgripsmesta sýning á listiðnaði Sama til þessa, og mun hún fara víða um öll Norðurlönd. Er mikill fengur að sýningu þessari, þar sem þekking okkar íslendinga á Sömum, menningu þeirra og lífs- baráttu, hefur lengst af verið takmörkuð. A sama hátt og hugmyndir okkar um Grænlendinga voru til skamms tima bundnar viö skinn- klætt fólk i snjóhúsum, þá sjá menn fyrir sér skinntjald og skrautbúið lágvaxið fólk með vað og hreindýrahjörð á næstu grösum, þegar við hugsum til Samanna. Og fáfræði okkar er kannski ekki að ástæðulausu, þvi menningarlegt sjálfstæði sam- anna hefur lengst af átt i vök að verjast og stjórnvöld i Sama- löndum hafa lengst af leitast við að láta mál þeirra liggja i þagnargildi. Það er haft eftir Johan Turi, sem var brautryðjandi i rann- sóknum á þjóðháttum Sama á fyrrihluta þessarar aldar, að „ekki sé vitað til þess að Samar hafi komið neins staðar frá”. Þeir hafa hins vegar byggt nyrstu hluta Noregs, Sviþjóðar, Finn- lands og Kola-skaga svo lengi sem menn vita og lifað fyrst á dýra- og fiskveiðum og siöan á skipulagðri hreindýrarækt. Tungumál Samanna er skyldast finnsku, og kom fyrsta prentaða stafrófskverið út árið 1619. Það var þó ekki fyrr en á 18 öld, að bækur fóru að koma út á samisku svo nokkru næmi, og þá eingöngu þýddar. Menning Sama og þjóðhættir hafa mótast af þeim lífsskil- yröum, sem náttúran býður á þessum norðlægu slóðum. Veiði- mennskan er hinn upprunalegi atvinnuvegur Samanna, en skipu- lögö hreindýrarækt með þeirri gjörnýtingu á landi og afurðum hreinsins sem hún felur i sér er vitnisburður um háþróaða og sér- stæða atvinnumenningu Sama. A sama hátt og verkmenningin mótaðist af nánu sambýli við náttúruna gerði tungumálið það einnig, en i tungu Samanna munu t.d. vera um 200 orð yfir mis- munandi eiginleika snjósins. Hin sérstæða menning Sam- anna hefur hins vegar alls staðar átt i vök að verjast vegna þeirrar kröfu iðnaðarsamfélaganna, að móta alla eftir sama forminu. Þannig eru fáir skólar, sem kenna á samisku og i „evrópsku skólunum i Masi, Utsjok og Karesuanto er meiri áhersla lögð á þekkingu um eyöimerkur og gresjur og um ljón og giraffa en þekkinguna á snjó, laxi óg hreini” eins og Nils Jernsletten kemst að orði i grein um Samamenningu. Ég spurði Rolf Kjellström, sem hingað er kominn með Sama- sýninguna, hvað Samar væru margir i allt. Hann sagði að það væri ekki vitað, þar sem ekki væri til neitt Sama-manntal, en hann sagöist vilja giska á 60—70 þúsund, en af þeim lifir aðeins litið brot á hreindýrarækt nú orðið. Hann sagöi að i Sviþjóð væru þaö 2700 Samar sem lifðu af hreindýrarækt. Nils Jernsletten segir að nú á dögum lifi aðeins 5% Sama af hreindýrarækt og að hinn frægi og litriki þjóðbúningur Samanna, sem viö sjáum gjarnan fyrir okkur þegar minnst er á Sama, sé af langflestum ekki lengur notaður öðruvisi en til skrauts. Raunveruleikinn er þvi eitt og goðsagan annaö. Sama gildir um það gullfallega handverk, sem við sjáum á þess- ari sýningu. Þetta eru aðallega nytjahlutir, enda miðaðist hand- verk Samanna eingöngu við að búa til nytjahluti hér áður fyrr. Þessi framleiðslumáti á brúks- hlutum heyrir nú sögunni til. Hinn gullfallegi Samahnifur i út- skornum hornskeiðum er ekki lengur samkeppnisfær við verksmiðjufram leiddar breddur frá HongKong, og hann er þvi oröinn munaðarvara, sem fyrst og fremst er framleiddur til skrauts, sem eins konar minjagripur um glæsta verk - menningu sem að gæðum og hugviti stendur himinhátt ofar vélvæddri fjöldaframleiðslu nútimans en getur illa samlagast henni. Hinir handunnu brúkshlutir Samanna eru gjarnan prýddir hinu fegursta ornamenti og hér áður fyrr notuðu þeir einn- ig táknrænar stilfærðar dýra- og . N i-V’ mannamyndir, sem á trúarlegan hátt táknuðu samhengiö á milli manns, náttúru og hinna æðri máttarvalda. Slikt ornament og slikar skreytingar gáfu hlutunum dýpri merkingu og juku á nota- gildi þeirra fyrir þá sök, aö þannig gátu smiðirnir þegar best lét sameinaö i brúkshlutnum trúarlega heimsmynd sina og verklegan tilgang. Muninn á þess konar handverki og afstöðu notandans til þess getum við t.d. séð i útskornum lúsakambinum annars vegar og þeim rafknúnu krullujárnum, sem nútimakonur setja stundum i hársér: hin hlutfirrta tilvera sem fjöldaframleiöslan hefur fært nútimamanninum. Sýningin i Norræna húsinu er kannski aö þvi leyti hluti þessa hlutfirrta heims, að hún hefur að geyma hluti, sem ekki hafa lengur notagildi en eru orðnir að framandi og framandlegum sýningargripum. En engu að siður skulum við skoða hana af athygli og reyna að hugsa okkur það lif sem þessir hlutir lifðu eitt sinn, þegar þeir voru hluti af lif- andi menningu. Meðal Samanna hér áður fyrr var ekki svo aumur strákpjatti að hann ætti sér ekki skeiðung i útskornum horn- skeiðum. .Meö þeirri „velferð” sem iönaöarþjóöfélagiö hefur fært okkur er slikur hnifur orðinn að munaðarvöru, sem engum lif- andi manni dettur i hug að nota i alvöru, en efnamenn stórborg- anna kaupa gjarnan til þess aö hengja upp á vegg hjá sér. Og Samarnir sitja uppi meö færi- beltavinnu frá Hongkong. Þannig hefur „lifskjarabyltingin” á sér ýmsar hliðar, og ein af afleið- ingum hennar er sú, að brúks- hlutur sem einu sinni var verður að fy rirbæri og sýningargrip, sem ekki er i samhengi við umhverfi sitt. Er það ihaldssemi að segja: „Guð forði Sömum frá lifskjara- byltingunni”? BMW518 BMW315 BMW mest seldi bíllinn hér á landi 1981 frá Vestur-Þýskalandi. Á síöasta ári hafa veriö seldar meir en 400 BMW bifreiðar og sýnir það best hinar miklu vinsældir BMW. Þar sem BMW verksmiðjurnar hafa ekki getað annað eftirspurn höfum við átt í erfiðleikum með að fullnægja þeim pöntunum sem okkur hafa boristað undanförnu.Tekist hefuraðfá viðbótarsendingu BMW bifreiðaog getum við því afgreittflestar gerðir BMW nú þegar. Grípið tækifærið og festið kaup á BMW á föstu verði með því að gera pöntun strax. Vandið valið, BMW gæðingurinn er varanleg eign, sem alltaf stendur fyrir sínu. Komið og reynsluakið BMW 315 og 518. BMW 518 Verð kr. 186.000 BMW-ánægja í akstri. BMW 315 Verð kr. 142.700 Gengí 8. leb. DM: 4.0721 KRISTINN GUÐNASON Hf. SUÐURLANDSBRAUT 20, SÍMI 86633

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.