Þjóðviljinn - 20.02.1982, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 20.02.1982, Blaðsíða 9
A'A'iVAW.VJ'Wfc a11 tafáéii Ás — .9s tiíaiiHiwvrrwívaóifi -- káis-h Helgin 20. — 21. febrúar 1982. þjóÐVILJINN — SIÐA 9 '.*GÖ'W og síðasta tækif æri til að kaupa fatnað á alla fjölskylduna á þessum hlægilegu prísum. dag, laugardag, kl. 10-19 Verksmiðju Grensásvegi 22 (á bak við gamla Litavershúsið). m Þjóðleikhúsiö frumsýnir: Sögur úr V ínar- skógi Þjóðleikhúsið frumsýnir lcik- ritið Sögur úr Vinarskógi eftir ödön von Horváth,í þýðingu Þor- steins Þorsteinssonar n.k. föstu- dag. Böðvar Guðmundsson þýddi söngt extana. ödön von Horváth er af austurriskum — ungverskum uppruna.enhann taldi sigþýskan rithöfund. Eftirhann liggur fjöldi leikrita, sem flest voru sýnd á fjórða áratugnum i Þýskalandi en nokkur voru bönnuð af nasist- um og voru ekki frumsýnd fyrr en eftirstríð.Núá siðustuárumhafa vinsældir þessa höfundar orðið slikat.að verk hans eru sviðsett oftar en verk sjálfs Brechts þar i landi. Horváth lést i Paris 1938, á sviplegan hátt, er trjágrein féll i höfuð honum. Ein ástæðan fyrir vinsældum verka hans nú er sú að hann þykir íýsa vel lifi og hugsunarhætti almennings á tim- um kreppu, yfirvofandi ofbeldis og styrjaldarógna, og á það sér vissa samsvörun i nútimanum. Sögur úr Vinarskógi er lang- vinsælasta verk Horváths og hef- ur nýlega verið kvikmyndað. Einkunnarorð leikritsins eru: „Ekkert minnir jafn sterkt á óendanleikann og heimskan.” Verkið gerist i Vin og nágrenni og i miðdepli atburða er auðnu- leysinginn Alfreö, sem flöktir frá einni konu til annarrar, og Marianna, ung stúlka sem sér i honum von um að geta brotið af sér fjötra kúgunar. Fjölbreytt safn manngerða litar þetta yrkis- efni en undir býr grunurinn um voveiflega heimsviðburði. I aðalhlutverkum eru Hjalti Rögnvaldsson, Tinna Gunnlaugs- dóttir, RUrik Haraldsson og Helga Bachmann, en fjöldi annarra leikara tekur þátt í sýn- ingunni. Leikstjóri er Haukur J. Gunneu-sson sem getið hefur sér gott orð sem leikstjóri á Norður- löndum og hefur sett á svið mörg leikverk þar. Leikmynd og búninga hefur Alistair Powell gert, en hann er skoskur leik- myndahönnuður, sem þrisvar sinnum áður hefur unnið við sýningar hjá ÞjóðleikhUsinu. t Sögum úr Vinarskógi er leikin tónlist eftir Jóhann Strauss, eins og nafn verksins ber með sér. — Svkr. S*YF,We % % /<s«? MÁTTUR HIKNA MÖRGU KRON atVFIMQ //V s82 MÁTTUR HINNA MÖRGU sendir Kaupfélagi Þingeyinga og Sambandi íslenskra samvinnufélaga bestu árnabaróskir í tilefni af merkisafmæli þeirra þann 20. febrúar og þakkar áratuga forystu í samvinnustarfi á íslandi Kaupfélag Reykjavíkur og nágrennis

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.