Þjóðviljinn - 20.02.1982, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 20.02.1982, Blaðsíða 12
12 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 20. — 21. febrúar 1982. Sjötugur í dag Sigurður N. Brynjólfsson 1 dag, 20. febrúar er Siguröur vinur minn Brynjólfsson sjötug- ur. Honum kynntist ég fljótlega eftir aö ég hóf störf hér á Suður- nesjum, störf „til sjós”, sem kallaö er. Siöan eru liðnir nær þrir áratugir. Eftir aö ég fluttist hingað til Keflavikur, urðu kynni okkar ogsamskipti meiri, og juk- ust meö árunum. Gegnum þau skipti hef ég ætiö veriö þiggjand- inn. Stend ég þvi i skuld við hann hvaðþaösnertir. Skuld, sem seint eða aldrei veröur goldin. Enda ekki til þess ætlast af veitanda. Þess varð ég fljótt vis, að Sigurður er persóna, sem athygli vekur hvar sem hann mætir, sér- staklega á málþingum. Og um hann var rætt á þá lund, að enginn þurfti að etast um að maðurinn tilheyrði ekki neinu „miöju- moði”. Tignarheitiö „Siggi kommi”, sem andstæðingar hans titluðu hann i daglegri umræðu kaldastriðs-áranna, báru um þaö glöggt vitni. Enda höföu þeir ein- att hlotið rispur, þegar hann náöi til að beita þá orösins brandi. Mað- urinn frábærlega áheyrilegur og slyngur ræðumaöur, fljótur að átta sig á máleínum og ódeigur að fylgja skoðunum sinum, þótt á brattann væri aö sækja. Sigurður hefur aldrei tamið sér að tala eins og íjöldanum þóknað- ist hverju sinni. Ekki veriö tæki- færissinnaður. Heldur ætið verið trUr sinum skoöunum og eigin dómgreind. Hann hefur gjarnan talað tæpitungulaust við hvern sem er . Ég hef ekki orðið annars varíkynnum minum við hann, en það félli honum best, ef menn breyttu við hann gagnkvæmt. Máske þess vegna hafa honum hvorki hlotnast vegtyllur né titlar á vegum flokksins. Ég efast þó ekkert um aö hann helöi verið þess verður, ekki siður en margir aðrir. En hann hefur ekki keppt til verölauna fyrir sjálían sig á hinum pólitiska glimupalli. Samstarf okkar Sigurðar hefur að mestum hluta verið tengt póli- tik, og þá oft, af skiljanlegum á- stæðum, pólitiskum dægurmálum hér i Keflavik og á Suðurnesjum. Þau mál veit ég og þekki, að hafa oft tekiö drjUgan skerf al hvíldar- tima og fristundum. Tækifærin til aö kynnast á öðrum vettvangi hafa þess vegna verið takmörkuö, og timinn til að sinna eigin áhuga- málum skorinn naumt. Ég veit með vissu, aö áhugamál Sigurðar eru margvisleg. Hann hefur aflað sér þekkingar á fjöl- þættum sviöum. Enda viðlesinn og minnugur vel. Mig grunar, aö .áhugi hans hefði ekki siður verið fyrir þvi, aö hasla sér völl annarsstaðar i lifinu, og einbeita sér að öörum verkeínum i fritim- unum, en pólitik, el aöstæöur hefðu leyft. En hann hefur talið sér það skyldast, að skerast ekki Ur leik. i þvi kemur fram hin hreinskiptna drenglund. Að taka þátt i bardaganum þar sem hann er haröastur hverju sinni. Vera þar sem samviskan og skyldan býður, þótt launin séu óviss og takmörkuð. Þar sem sjötiu ára aldurinn er oröinn lagalega viöurkennd tima- mótiævi hvers manns hér á landi vil ég noia ta'kifærið, þar sem þU hefur náð þessum timamótum i dag, að þakka þér Siggi, allt hið ó- eigingjarna starf, sem þU hefur látið i té fyrir hugsjónina og mál- stað okkar sósialista til fram- dráttar, með ósk um betri tið og tima og langt samstarí enn. Ég er þess fullviss, að mér er óhætt að taka það „bessaleyfi”, að flytja þér einnig samskonar þakkir og óskir frá flokksfélögunum hér i Keflavik. ÞU heíur ætið, það ég best veit, verið hvetjandi kjark- maður, þótt árangurinn af starf- inu hafi ekki alltaf verið sýnileg- ur. Ég veit vel, að þU ætlast ekki til sérstaks þakklætis, eða launa- það er ekki þér likt. ÞU býst varla við þvi heldur, að ég fari að ausa þig lofi og þakklæti. Ég hef ekki tamið mér það. Enda biðst ég afsökunar á fátæklegum orð- um. ÞU hefðir eílaust kosið að launin kæmu fram i raunhæfara starfi og aö árangurinn væri sýni- legri af þvi starfi en hann hefur orðið. i þessu sambandi íreistast ég þó til að minnast á örlitinn á- fangasigur, þótt i leiöinni hæli ég óbeint sjálfum mér fyrir þátttöku i baráttunni. Þessi áfangasigur vannst i bæjarstjórnarkosningunum hér i Keflavik árið 1970. Ég man vel, er við stóðum i ganginum i Ba'rna- skólanum að lokinni talningu at- kvæða, þegar andstæöingarnir komu hver af öðrum til að óska þér sérstaklega til hamingju með unninn sigur i þeim kosningum. Við vorum þess full vissir þá, að hér væri aðeins um áfanga að ræða. Við hljótum að vera það enn. Ég endurtek enn árnaðaróskir til þinog þinna, meövon um að þU getir varið fleiri stundum á komandi árum til að sinna fjöl- þættum áhugamálum þinum, heldur en þér heíur gefist timi til fram að þessu. Karl G. Sigurbergsson. Það var fyrir skemmstu að við Sigurður hittumst i sundi suður i Keflavik og tókum okkur góða stund saman. Við höfðum náttúr- lega breyst heilmikið frá þvi að ft\0*6 Saltkjöt og baunir Lítið við í verslunum okkar Stórmarkaðurinn Skemmuvegi 4a KRON Fellagörðum KRON Snorrabraut KRON Stakkahlið KRON Dunhaga KRON Tunguvegi KRON Langholtsvegi KRON Álfhólsvegi KRON Hlíðarvegi unglingsskjátukvikindi var að sækja sér fræðslu um stjórnmálin upp á Garðaveg fyrir meira en þrjátiu árum. Mér fannst það verst, að heilsufarsdeild ör- laganna hafði ekki komið fram við Sigurö, þennan ágæta sund- mann og glimugarp, eins og maklegt var. En aö öðru leyti var furðumargteinsogvar: Siguröur glaðbeittur og hress i máli og áhugasamur um pólitisk eiliföar- mál og rikur af sögum um þá skrýtnu karla, kerlingar (og presta) sem eru hryggjar- stykkið i islenskri ihenningu." Erindið með fyrstu kaffisetu minnihjá félaga Sigurði var að fá lánað KommUnistaávarpið, sem ekki var i hvers manns húsi eins og gefur aö skilja: i þann tið voru sósialistar næsta sjaldgæfir fuglar i Keflvik og kannski eins og feilnóta i islands Hrafnistumenn, eitthvað sem ekki átti að vera á stakkstæðum ólafs Thors og Gvendar í. En samt voru þeir, þótt róður væri þungur, og árang- ur bar erfiði þeirra, þótt hann verði aldrei mældur i tölum beinlinis eða öörum reikningsein- ingum. Avarpiö já. Það hefur margt breyst siðan þeir voru að krota þetta Marx og Engels, sagði Sigurður, en formdlinn hans Sverris er hreinasta gull. Það hefur lika margt breyst siðan sveinstaular i Keflavik voru aö reyna aö smiða sér skilning á samfélaginu með aðstoð góðra manna; hitt er eftir, að enginn losar mennska kind undan þeirri nauðsyn að leita sér að réttlátara og skynsamlegra samfélagi. 1 þeirri leit er gott að vita af sam- ferðamönnum eins og Sigurði N. Brynjólfssyni. Mér er sagt aö N standi fyrir Nikódemus, sem er eiginlega rangheiti: Nikódemus kom til meistara sins um nótt. Svoleiöis pauf var aldrei i samræmi við skapgerð Sigurðar, hressilegs baráttumanns og ræðuskörungs. Með þakklæti fyrir skemmtun og fróðleik og félagsskap og inni- legum árnaðaróskum. Arni Bergmann. KAUPFÉLAG REYKJAVÍKUR 0G NÁGRENNIS AUGLYSING frá tölvunefnd 1. Samkvæmt 1. mgr. 5. gr. laga nr. 63 frá 5. júni 1981 um kerfisbundna skráningu á upplýsingum, er varða einkamálefni, er söfnun og skráning upplýsinga sem varða fjárhag eða lánstraust manna og lögaðila óheimil, nema að fengnu starfsleyfi tölvunefndar, enda sé ætlun- in að veita öðrum fræðslu um þau efni. 2. Samkvæmt 1. og 2. mgr. 19. gr. laganna er einstaklingum, fyrirtækjum og stofn- unum, sem annast tölvuvinnslu fyrir aðra, óheimilt að varðveita eða vinna úr upplýsingum um einkamálefni, sem falla undir 4. eða 5. gr. eða undanþágu- ákvæði 3. mgr. 6. gr. nema að fengnu starísleyfi tölvunefndar. Með tölvu- þjónustu er átt við sérhvern starfsþátt i sjálfvirkri gagnvinnslu með tölvutækni. 3. Samkvæmt 6. gr. laganna er óheimilt að tengja saman skrár, sem falla undir ákvæði laganna, nema um sé að ræða skrár sama skráningaraðila, nema að fengnu leyfi tölvunefndar. 4. Samkvæmt 3. og 7. gr. þarf leyfi tölvu- nefndar til að varðveita skrár eða afrit afþeim i skjalasöfnum. 5. Samkvæmt 1. mgr. 21. gr. laganna er kerfisbundin söfnun og skráning upp- lýsinga um einkamálefni til vinnslu eða geymslu erlendis, óheimil, nema að fengnu leyfi tölvunefndar. Framangreind lög tóku gildi 1. janúar 1982. Þeir sem höfðu hafið starfsemi, sem um er fjallað i lögunum, skulu sækja um starfsleyfi fyrir 1. april 1982. Umsóknareýðublöð fást hjá ritara tölvu- nefndar, Hjalta Zóphóniassyni, deildar- stjóra, Arnarhvoli, Reykjavik. Umsóknir sendist: Tölvunefnd, Arnar- hvoli, 101 Reykjavik. Reykjavík, 17. febrúar 1982, Benedikt Sigurjónsson Bjarni P. Jónsson Bogi Jóh. Bjarnason.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.