Þjóðviljinn - 20.02.1982, Blaðsíða 27

Þjóðviljinn - 20.02.1982, Blaðsíða 27
Slæmt atvinnu- ástand á Akranesi Herdis ólafsdóttir formaöur kvennadeildar Verkalýösfélags Akraness sagö i samtali við Þjóð- viljann i gær aö ástandiö væri orðiö mjög alvarlegt. Til að mynda heföi Valdimar Indriöa- son, framkvæmdastjóri Heima- skaga boðið konum sem þar hafa unnið uppá þaö aö 10 þeirra fengju vinnu i einu og yröu þær að skiptast á að vinna. Ef þær vildu ekki samþykkja þetta yrði þeim öllum sagt upp og nýjar konur ráönar i þeirra stað. Hja HB & Co væri um vissa timabundna erfið- leika að ræða þar sem togarinn væri bilaður sem stendur, en hann hefði þó komið inn tvisvar eftir verkfall, án þess að vinna hæfist i frystihúsinu. Hefðu engin ákveðin svör fengist um það hjá ráðamönnum fyrirtækisins hvort frystihúsiö tæki til starfa þegar togarinn fer aftur á sjó. Við þetta ástand væri ekki hægt að una, enda missa 150 konur atvinnu af þessum sökum, sagði Herdis að lokum. — S.dór Ástandið á Akranesi: Frystihús HB & Co. og Heima- skagi starfa lítið sem ekkert Kvennadeild Verkalýðs- félags Akraness hefur sent fjölmiðlum ályktun, sem samþykkt var á fundi deildarinnar 15. febrúar sl. um atvinnuástand á Akra- nesi. Þar segir m.a. að uppsagnir i fyrstihúsi HB & Co. hafi varað allt síðan fyrir áramót þegar sjó- mannaverkf allið hófst. Síðan allt fór i gang hafi togararnir komið inn tvis- var en samt hefjist vinna ekki í frystihúsinu. Hin frystihúsin tóku til starfa á eðlilegum tima eftir verkfallið en nú hefur það gerst aö Heimaskagi er að segja konum i frystihúsinu upp. Mótmælir fundurinn þessu þar sem ekki er vitað um hrá- efnisskort, þar eð sami skipa- kostur er fyrir hendi nú og var allt sl. ár. Skorar fundurinn á at- vinnurekendur að láta linna þess- um tilefnislausu og óréttmætu uppsögnum og endurskoða áætl- anir um að láta allt hráefnið i salt og skreið. Þá skorar fundurinn á bæjarstjórn Akraness og rikis- stjórn að láta málið til sin taka og hlutast til um timabundna hrá- efnismiðlun til frystihúsanna, ef það sannast að um hráefnisskort sé að ræöa, enda snertir þetta 150 konur, sem missa atvinnu sina. Vona að þessu Unni sem fyrst „Ég vona svo sannarlega að þessu ófremdarástandi linni sem fyrst, það er annað en gaman að horfa uppá starfsfólk sitt at- vinnulaust. En það eru fjölmargar samverkandi ástæður fyrir ástandinu", sagði Haraldur Sturlaugs- son, framkvæmdastjóri HB & Co á Akranesi, er hann var inntur eftir hvað ylli því að frystihús hans, sem er það stærsta á Akranesi, væri enn lokað. Haraldur sagöi, að togarinn væri bilaður og i slipp, en hann sá frystihúsinu fyrir 60% hráefnis á siöasta ári. Og jafnvel þótt hann væri á sjó þá þyrftu togararnir nú segir Haraldur Sturlaugsson f ramk væmdast j óri HB & Co. á Akranesi að sigla á Austfjarðarmið til að fá þorsk, sem þýddi að 3. hver túr félli niður miðað viö áður. Tog- arinn hefði komiö inn sem næst á 6 daga fresti en nú á 10 daga fresti þegar sigla þyrfti austur- fyrir. Þá sagði Haraldur, aö loðnu- bátar fyrirtækisins væru nú geröir út á net, og væri þvi um fjölgun netabáta aö ræöa, en þá brygöi svo viö að ótiö kæmi i veg fyrir aö hægt væri að leggja netin. Nefndi Haraldur dæmi um hrá- efni, að frá 14. jan. til 18. feb. 1981 heföu borist 1100 tonn til fyrir- tækisins en frá 14. jan. til 18. feb. nú aðeins 500 tonn. „Viö höfum ekkert saltað undanfarin ár og ekki heldur i vetur, þannig að vinnsluaðferöir eru ekkert að breytast hjá okkur”, sagði hann. Loks benti hann á, aö i fyrra hefðu verið saltaðar 9 þúsund tunnur af sild sem hefði veitt - fjölda fólks vinnu frá hausti og fram i mars. En i haust er leið hefðu bátar HB & Co ekki veiði- leyfi á sild og þvi aöeins verið saltaðar 1500 tunnur. Þaö segöi sig sjálft aö allt þetta ylli þvi aö um minni vinnu væri að ræða en áður. Haraldur bætti við að lokum, að hann vonaöist til að frystihúsiö færi sem fyrst i gang þegar togarinn byrjaði aftur. — S.dór Héígin 201 — 21. febrlíar 1982. ÞJ<>ÐVILJINN — SIÐA 27 KÆRLEIKSHEIMILIÐ Viltu prófa svolítið nýtt mamma? Þetta er samloka með f rönskum. V eiðimenn! Forsala veiðileyfa í Laxá í Þingeyjarsýslu ofan Brúa, fer fram dagana 23. febr.-6. mars. Upplýsingar í síma 28037 kl. 20-22. ÚTBOÐ Ólaísvikurhreppur óskar eftir tilboðum i byggingu II. áfanga félagsheimilisbygg- ingar i ölafsvik, sem er uppsteypa hússins og frágangur i fokhelt ástand. Tilboðsgögn verða afhent frá og með mánudeginum 22. febrúar á skrifstofu Ólafsvikurhrepps og að Teiknistofu Róberts Péturssonar arki- tekts að Freyjugötu 43 Reykjavik. Til- boðin verða opnuð miðvikudaginn 10. mars 1982 á skrifstofu Ólafsvikurhrepps að ölafsbraut 34, ólafsvik. Skilatrygging er 1.000 kr. Sveitarstjóri erlendlar bxkur Siegfried Lenz: Heimatuseum. Itoman. Deutscher Taschend- buch Verlag 1981. „Látið hina dauöu grafa hina dauöu” segir þar. Niöurstaða skáldsögu Lenz viröist i þá veru. Lenz er meöal merkustu skáld- sagnahöfunda Þjóðverja. Hann fæddist í Lyck i Austur-Prúss- landi, 1926. Stundaöi nám i bók- menntum, ensku og heimspeki i Hamborg eftir styrjöídina. Fyrsta bók hans kom út 1950. og siöanhefurhverbókin rekið aöra, hann hefur einnig samiö mörg leikrit, sem hafa vakið mikla at- hygli. Smásögur hans eru meðal þeirra i þeirri grein og minna sumar á Kafka. Inntakið i verkum Lenz er sekt ÍSLANDSDEILD amnesty international Postholf 7124. 127 Reykjavik ”MANNSHVARF”1982 og hetjuskapur Þessi skáldsaga fjallar um Masúriu i Austur- Prússlandi. Þjóðverjar og Pól- verjarbyggðu þetta hérað saman um aldir og þarna blómgaðist grólskumikil verkmenning og sátt og samlyndi rikti milli íbú- anna, þótt þeir væru tveggja þjóöa. Vefnaðariðja náöi þarna einstakri hæð og erfðavenjurnar og lista-arfur kynslóðanna var ávaxtaöur. Zygmunt Hogalla segir söguna, þar sem hann liggur i sjúkrahúsi sökum brunasára, sem hann hlaut þegar hann kveikti i minja- safni sem hann hafði sjálfur byggt upp og safnað eftir styrj- öldina. Safnið átti að vera minnis- varöi um héraðsmenningu Masúriu og með þvi ætlaöi hann að sýna fram á staðleysu-kenn- ingar kynþáttafordóma. Smáttog smátt verður Rogalla það ljóst að safniö gæti einnig orðið til þess aö vekja upp þá drauga, sem gætu orkaö þvisem sagan frá árunum 1932-45 endurtaki sig, hann sér að það má auðveldlega misnota safniö til þess að skekkja allar staðreyndir og nýta það i þjónustu iskyggilegrar stefnu- mörkunar. Hann kveikir þvi i safninu, sem hann haföi varið allri orku sinni til að koma saman og siðan rekur hann sögu sina og Masuriu langt aftur i timann og alla þá þræði, sem ollu ikveikjunni. Fjölmargar persónur koma við sögu og staö- reyndin, og syndir feðranna komi niður á börnunum er sá þráður sem samvefst allri frásögninni. Meðal persónanna er Sonja Turk, teppavefari, sem bjó yfir kunn- áttu kynslóöanna i þessari list- grein og sagan er slegin eins og vefurinn, mynstur, litir og efni kvislast haganlega til loka. Þetta er mjög vel samin skáldsaga, persónumar lifandi fólk og at- burðarásin er lýst af bruna safns- inseöa minnismerkisins um tima sem eru liðnir og koma aldrei aftur og þá veröa upphafsorö þessa pistils við hæfi. Bækur Siegfrieds Lenzs hafa verið þýddar á m.a. á ensku. Þessi bók kom út i fyrra á þvi máli: Siegfried Lenz: The Heritage. Translated from the German by Kristna Winston. Secker and Warburg 1981. Sagan kom fyrst út hjá Hoffmann und Campe Verlag i Hamborg 1978. Útboð — gatnagerð Hafnaríjarðarbær leitar tilboða i gatna- gerð á Hvaleyrarholti. útboðsgögn verða afhent gegn 1.000 kr. skilatryggingu á skrifstofu bæjarverkfræðings Strandgötu 6. Tilboð verða opnuð á sama stað þriðju- daginn 2. mars k. 11. Bæjarverkfræðingur Skipstjóra- og stýrimannafélagið ALDAN heldur félagsfund að Borgar- túni 18, sunnudaginn 21. febrúar n.k. kl. 13. DAGSKRA: Greidd verða atkvæði um ný- gerða bátakjarasamninga og samninga annarra stýri- manna á stóru togurunum. Stjórnin.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.