Þjóðviljinn - 30.04.1982, Blaðsíða 20

Þjóðviljinn - 30.04.1982, Blaðsíða 20
PJQÐVIUINN Föstudagur 30. april 1982 Nýtt kort af aðalskipu-\ lagi Reykjavíkur \ Ot er komið nýtt kort af Reykjavlk er sýnir gildandi aðalskipulag borgarinnar I aprillok 1982. Þetta nýja kort var gert með samkomulagi Borgarskipulags og skipu- lagsstjóra rikisins 2. septem- ber 1981 en þaö kort sem nú fellur úr gildi var samþykkt .seinni part árs 1967. Kortiö 'sem nú liggur fyrir teiknaoi J.P. Biard kortafræðingur. A blaðamannaíundi sem Borgarskipulagið hélt i gær var hið nýja kort til sýnis, en þess má geta að almenning- ur getur nálgast þaö hjá skrifstofum borgarskipu- lags, og Utlistaðar allar helstu breytingar sem orðið hafa á skipulagi höfuð- borgarinnar. Af veigamikl- um atriðum má nefna fyrir- komulag á Eiðsgranda, þar sem nú er gert ráð fyrir ibúðabyggð i stað iðnaðar- hverfis ábur. 1 Borgarmýri komi iðnaðarhverfi i stað græns svæðis áður. Þá má nefna svæði norðan Miklu- brautar milli Iðngarða og Skeíðarvogs að lóðarmörk- um gróðrarstöðvar. Það breytist þannig aö það sem áður var hugsað sem úti- vistarsvæði kemur nú fyrir iðnað, vörugeymslur og þjónustustarfsemi. Geysi- lega mörg atriði hafa tekið stakkaskiptum i skipulaginu og sjást þau eðlilega best með þvi að vera saman hið nýja kort og kortið frá 1967., Gert er ráð fyrir að kortið gildi til aldamóta og verði til leiðbeiningar i skipulagn- ingu á höfuðborgarsvæðinu. Þvi verður dreift i stofnanir og skóla. Dagmæöur skila ekki starfsleyfum Samtök dagmæðra i Reykjavik hafa ákveðið að falla frá þeirri ákvörðun að skila inn starfsleyfum hinn 1. mai eins og samtökin höfðu ákveðið að gera fyrr i vetur. Nú standa yfir viðræður milli Samtakanna og borgaryfir- valda, og sagði Jóna Sígur- jónsdóttir, formaður Sam- taka dagmæðra við blaðið, að dagmæður hefðu rætt við félagsmálastjóra og aðstoð- armennhansum þettamál. Dagmæður i Reykjavik munu vera um 350 talsins og eru kringum 900 börn i þeirra umsjá. ast Karpov náði forystunni Með þvi aö sigra ungverska stórmeistarann Lajos Portisch i 12. umferð stórmótsins i London tókst Karpov heimsmeistara að ná forystu á mótinu i fyrsta sinn. Skákin hafði farið i bið, en þegar tekið var til við hana aö nýju náði Karpov að knýja fram sigur. Staða efstu manna er þessi: 1. Karpov 7 1/2 v., 2. Anderson 7 v. — 1 biðskák, 3. Portisch 7 v., 4—6. Spasski, Timman og Speelman allir með 6 1/2 v. Nánar verður greint frá mótinu i skákþætti helgarblaðsins. — hól. Aoalstmi t>}óovit)ans er 81333 kl. 9-20 mánudag tii föstudaga. Utan þess tima er hægt að ná i blaðamenn og aðra starfsmenn hlaösins í þessum simum: Ritstjórn 81382,81482 og 81527, umbrot 8iz85, ijósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9-12 er hægt að ná i af-greiðslu blaðsins i sima 81663. Blaðaprent hefur sima 81348 og eru blaðamenn þar á vakt öll kvöld. Aðalsími 81333 Kvöldsími 81348 Helgarsími afgreiðslu 81663 Hin nýja Akraborg? Þetta er skipiö sem Skagamenn vilja fá til að leysa gömlu Akraborgina af hólmi. Ný Akraborg nú í sumar? Talsvert miklar likur eru nú fyrir þvi að skip það sem Akurnesingar hafa haft af hin bestu kynni, Akraborgin, fari nú að syngja sitt siðasta i flutning- um á milli Reykjavikur og Akraness. Akraborgin, sem smiðuð var 1966, kom hingað til lands 1974 og hefur staðið sig afbragðsvel í flutningunum á milli Skipaskaga og höfuðborgarinnar. Hún er þó l'arin að gamlast nokkuð og þvi æskilegt að fá nýtt skip. Skallagrimur hf. hefur gert kaupsamning við spánskt fyrir- tæki um kaup á skipinu BETAN- CURIA. Hefur verið lagt fram frumvarp til laga um heimild fyr- ir rikisstjórnina að veita sjálf- skuldarábyrgð á lánum til kaupa á nýju ferjuskipi til handa Skalla- grimi hf. Verður það afgreitt al- veg á næstunni. Betancuria er ekki mikið stærra skip en Akraborgin, en ber allt að þvi helmingi fleiri bila. Ef allt gengur samkvæmt áætlun er reiknað með að Betancuria komi hingaðtil lands i júnimánuði. All- ar vistarverur i skipinu eru mjög glæsilegar og aðbúnaður farþega góöur. Kaupverðið er áætlað i kringum 29 miljónir. —hói Nýjung í flokksstarfi Alþýðubandalagsins: Sumarfrí og samvera að Laugavatni í júlí Sú nýjung hefur verio ákveðin í flokksstarfi Alþýðubandalagsins að efna til sumarfrís og sam- veru fyrir fjölskyldufólk og einstaklinga að Laugar- vatni síðari hluta júni- mánaðar. Gisting/ matur og öll aðstaða verður í Héraðsskólanu m á staðnum. Lögð verður áhersla á útivist, náttúru- skoðun, menningarvökur með þátttöku listamanna, og gefinn kostur á starfi umræðuhópa, fræðslu- erindum og námskeiðum í framsögn og félagsméla- störfum. Baldur óskarsson, fram- kvæmdastjóri Alþýöubanda- lagsins, sagði i samtali við blaðið, að þessi hugmynd hefði verið til umræðu i vetur og svo heppilega hefði tekist til að hægt hefði verið að f á inni fy rir starfsemi af þessu tagi að Laugarvatni. Við munum auglýsa i byrjun næstu viku þar sem gefst kostur á að panta á flokksskrifstofunni vikudvöl að Laugarvatni, annarsvegar frá 19. til 25. júli og hinsvegar frá 26. júli til 1. ágúst. Kostnaður er 1725 kr. á fullorðinn, 1000 kr. fyrir 6—12 ára og 200 kr frá 0—6 ára. Inni- falið I þessu verði eru gisting,' staðar af landinu og taki með sér fólk sem vill kynnast flokksstarfi og fólki I Alþýðubandalaginu. — ekh Hverju spáði íhaldið fyrir fjórum árum? „Hins vegar hafa borgar- búar enga hugmynd um, hver taka mundi við forystu i málefnum borgarínnar, ef sjálfstæðismenn misstu meirihluta sinn. Það væri allt eins liklegt, að borgar- stjórarnir yrðu þrir, einn úr hverjum minnihlutaflokk- anna, þvi að vafalaust mundu þeir eiga afar erfitt með að koma sér saman um borgarstjóraefni. Þegar þetta er haft i huga verður ljóst, að einn helsti styrkur sjálfstæðismanna i borgar- stjórn er traustur og farsæll borgarstjóri". (Leiðari Morgunblaðsins 7.maI1978) Samstaða um Blöndu og kísilmálm? Sá orðrómur gekk um baksali alþingis i gærkveldi að samkomu- lag hefði náðst i atvinnumála- nefnd sameinaðs þings um virkj- anaröðun. Niðurstaða nefndar- innar um Biöndu er sögð virkjun- artilhögun 1, þ.e. 220 gigalitra miðlunarlón við Blöndu til að byrja með. Einnig gat að heyra, að sam- komulag væri i burðarlið iðnaðar- nefndar neðri deildar um Kisil- málmverksmiðju á Reyðarfirði, þvert ofan i margar hrakspár. Niðurstöðu er að vænta i dag. Nýmjólkursalan: I Léttmjólk j tæp 10% Sala á léttmjólk nemur nú ¦ orðið 9.8% af heildarný- mjólkursölunni. Nokkuð er salan misjöfn á hinum ýmsu sölusvæðum. 1 Reykjavik nemur léttmjólkursalan t.d. 12.3% af mjólkursölunni. A sölusvæði Mjólkursamlags- ins á Patreksfirði er hún hinsvegar aðeins 90.3% af sölu mjólkurinnar og hvergi minni. Þeir gefa litið fyrir „undanrennugutlið" Pat- reksfirðingarnir. —mhg Baldur óskarsson: Ertu með . Laugarvatn f júli? fullt fæði, fjölbreytt dagskrá «g barnagæsla. Semsagt allt nema gott veöur og ferðir á Laugarvatn. Rúm er fyrir allt aö 90 manns hvora viku. Ekki þarf að tiunda umhverfi og aðstöðu alla á Laugarvatni. En við erum þeirrar skoðunar að það sé tilbreyting fyrir flokksfólk að umgangast utan funda, og eiga samverustundir og sumarfri á fögrum stað. Þátttaka er þó alls ekki bundin við flokksmenn ein-. göngu og við vonumst til þess að menn drifi sig á Laugarvatn alls- Alþýðubandalagið í Reykjavík: 1. maí-fundur á Hótel Borg Að venju boðar Alþýðubandalagið i Reykjavfk til fundar að Hótel Borg er fundi verkalýðshreyfingarinnar lýkur á Lækjartorgi. Ræðumenn: Guðrún Agústsdóttir ritari og Þorbjörg Samúelsdóttir verkamaður. Fundarstjóri: Sigurður G. Tómasson borgarfulltrúi. Guðrún Sigurður Þorbjörg

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.