Þjóðviljinn - 01.05.1982, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 01.05.1982, Blaðsíða 9
Helgin 1,- S —.1 Iiislsu Si'AV. í\'/'JólA . - fJi.y. , 2. mai 1982 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 9 Bókagerð er oft á dag- skrá í kjaradeilum — og furðar sig enginn á því að prentarar, bókbindarar og aðrir hafi upp sínar kröf- ur. Margir vilja gleyma því, að rithöfundar eru einnig launamenn, þótt með sérstökum hætti sé. Um hagsmunamál þeirra er rætt í eftirfarandi vjð- tali við Njörð P. Njarðvik, sem nýlega var endurkjör- inn formaður Rithöfunda- sambands Islands. Launasjóðsdeilurnar — Þegar almenningur hefur spurnir af Rithöfundasambánd- inu þá er þaö venjulega i sam- bandi við ófrið út af Launasjóði rithöfunda. Afskipti Rithöfundasambands- ins af Launasjóði, sagði Njörður, eru ekki önnur en þau að stjórnin tilnefnir þrjá menn i stjórn sjóðs- ins til þriggja ára i senn, og ætlast siðan ekki til annars en að það fólk vinni eftir eigin samvisku og sannfæringu. Okkur er vitanlega ljóst, að eins og málum er nú háttað hlýtur hvaöa úthlutun sem er að vekja óánægju margra, þvi það er ekki samræmi milli fjölda umsókna og þess fjár sem er til ráðstöfunar. Það er sótt um 8—900 mánaðarlaun en hægt að úthluta 300. Það má þvi segja, að enginn getur fengið það sem hann biður um. Þess vegna væri nær fyrir höfunda að standa saman um að efla þennan sjóð en að vera með sifellt öfundarnagg og inn- byröis illindi. Það er annars stjórnar Launasjóðs að bera ábyrgð á sinni úthlutun. Ég get ekki annað sagt að ég hefi enga trú á aö þeir sem i stjórninni sitja láti stjórnast af einhverjum ann- arlegum hvötum. Undan geðþóttagreiðslum En Rithöfundasambandið er margt annað. Arangur af kjara- baráttu rithöfunda er tiltölulega ungur. Greiöslur fyrir utlán á bókasöfnum og svo Launasjóöur komast ekki á fyrr en upp úr 1968. Fyrsti samningur sambandsins viö útgefendur er frá 1975. Siöan rithöfundafélögin sameinuöust i rithöfundasambandið sem stétt- arfélag hefur megináhersla verið lögð á samningamál. Og það er fyrst núna á siöasta aðalfundi að við getum sagt að hringnum hafi verið lokaö og við höfum samn- inga um allt okkar starfssvið. Við höfum samninga um afnot bók- mennta i útvarpi og sjónvarpi, viö leikhúsin, við Námsgagnastofnun og Félag islenskra bókaútgefenda — nú orðið bæði um frumsamin verk og þýðingar. Ég tel að þýð- Rcett við Njörð P. Njarðvík, formann Rit- höfundasam- bands íslands Nú höfum við samninga um allt okkar starfsvið ingarsamningurinn sem undirrit- aður var á siðasta ári sé mjög merkilegur áfangi. Nú fyrst er hægt aö segja aö það sé mögulegt að fá mannsæmandi laun fyrir þýðingar á skáldskap — hið minnsta 2000 krónur fyrir örkina, sextán siður. Ég held við getum sagt að nú sé þeim tima endanlega lokið þegar rithöfundar hafa orðið að sætta sig meira eða minna viö geð- þóttagreiðslur útgefenda. Rithöf- undum hafa verið tryggð lág- markskjör, og þaö hefur ekki að- eins verið samið um peninga heldur lika um itarleg ákvæöi sem varða alla réttindastöðu rit- höfunda. Erfitt mál 011 þessi samningamál hafa tekiö griðarmikinn tima. Það er fyrst núna að rofar til og hægt að snúa sér aö öörum hlutum. Þó er enn eftir dálitið erfitt mál: bar- átta okkar gegn ólöglegri fjölföld- un verndaðra ritverka i skólum landsins. Höfundalögin frá 1972 kveða skýrt á um að öll slik fjöl- földun sé lögbrot, en húner stund- uð I skólum I stórum stil með þegjandi blessun og i vissum til- vikum fyrir hvatningu frá menntamálaráöuneytinu. Maöur getur skilið að kennarar vilji not- færa sér nýja og auðvelda fjöl- földunartækni, en þá finnst manni kannski ástæða til að þeir reyni lika að þrýsta á yfirvöld til að leysa þetta mál, ég trúi þvi ekki að þeim þyki þetta þægileg staöa — að taka þátt i að stela rétti is- lenskra rithöfunda. Við erum ekki á móti þessari fjölföldunartækni, en við verðum að standa á rétti okkar og höfum þvi sett fram ákveðnar kröfur um greiðslur fyrir þetta athæfi. Menntamálaráðuneytið hefur brugðist seint og silalega við þessu, og það er ekki fyrr en i slð- ustu viku að skriður komst á þetta mál. Ég vona að yfirvöld sjái sóma sinn i að leysa þetta — annars verða rithöfundar að bregðast viö með tiltækum ráö- um. Kynning erlendis En nú er Rithöfundasambandið að hefja alveg nýja starfsemi. Vegna tilmæla frá okkur er nú i fyrsta sinn á fjárlögum nokkur upphæð 150 þús. kr. til að kynna islenskar bókmenntir erlendis. Ætlunin er að hefja i samvinnu við menntamálaráðuneytiö starf- semi sem er fólgin i þvi að gera efnisúrdrætti og þýöa sýnishorn úr ýmsum bókum og senda til er- lendra forlaga sem við teljum lik- leg til að hafa áhuga á islenskum bókmenntum eða bðkum af ein- hverju tilteknu tagi. Rithöfunda- sambandið hefur ráðið Kristjönu Gunnarsdóttur, skáld og bókmenntafræðing i hálft starf til að sinna þessu verki og henni til aðstoðar við að velja bækur er þriggja manna nefnd (Jóhann Hjálmarsson, Sigurður A. Magnússon og Þórarinn Eld- járn). Lika er gert ráöfyrir þvi að reynt verði að koma islenskum ljóöum og smásögum i erlend timarit. Hluta af fjárveitingunni ætlum við svo að nota til aö gera erlendum mönnum sem þýða úr islensku kleift að koma hingað og vinna með islenskum rithöfund- um. Þetta er algert nýmæli i starfi okkar og er að nokkru sniöiö eftir hollenskri fyrirmynd, sem hefur gefið allgóðan árangur. Við tökum allmikinn þátt i alþjóðlegu samstarfi, og ber þar hæst samstarfið i Norræna rithöf- undaráðinu, sem gefur okkur dýrmæta möguleika á aö fýlgjast með þvi sem annarsstaðar er aö gerast og svo þvi hvernig rök- semdum fyrir hinum ýmsu mál- um er tekið. Norrænir rithöfund- ar hafa og nokkurt frumkvæöi aö þvi að hliöstæð samvinna skapist með rithöfundasamtökum i Vest- ur-Evrópu — fimmti fundur um þau mál verður haldinn i sumar i Stokkhólmi. Myndbönd og bókaklúbbar Verkefni okkar eru lika tengd útbreiðslu tækninýjunga eins og myndbanda og átti Rithöfunda- sambandið fulltrúa i myndbanda- nefnd þeirri sem menntamála- ráðherra skipaöi. Viö höföum með tónskáldum og fleiri aöilum tekið þátt i að semja lög um sér- staka gjaldtöku af auðum hljóö- böndum til að vega upp á móti missi tekna vegna notkunar á kassettum. Þá er i bigerð að bókagerðarmenn, bóksalar, rit- höfundar og útgefendur beri saman ráð sin um þær breytingar sem eru að verða á útgáfustarf- semi og bóksölu. Efling bóka- klúbba hefur i nálægum löndum leitt til þess að færri bækur eru út gefnar — um leið og upplög þeirra stækka. Ég segi ekki að sama þróun þurfi að gerast hér, en hérna er um mál að ræöa sem fyllsta ástæða er til að fylgjast meö og má vera aö ástæða sé til að hafa af þessari þróun bein af- skipti. —áb 1. maí í frelsis nafni og friðar sér fylkir dagsins lið með kröfur alls sem andar um alheims sátt og frið og streymir út á strætin þar sem stjarnan rauða skin. Kröfugangan glæsta gangan min og þin. Ljóö eftir Tryggva Emilsson Hve oft var gatan gengin á glóð sem öllum brann þegar baráttan um brauðið eins og blóð um æðar rann. Þegar krafan, óskin eina var atvinna og brauð, uns bjargráðið varð bylting gegn böli af sultarnauð. Nú er öldin önnur en öll vor ráð og dáð eru á brautinni sem vér byggðum þar sem baráttan var háð. Þar sem kröfugangan glæsta fer greitt og hraðar sér i takt við kröfur timans og táknin sem hún ber. Að tengist lögmál lifsins við lands og þjóðar auð, með dagsins hörpuhljómum ris heillastjarnan rauð, og söngvar sigurviljans bera svip af hljómsins blæ og kjarna þeirra kosta sem er krafist fyrsta mai.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.