Þjóðviljinn - 01.05.1982, Blaðsíða 10
10 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 1,—2. mai 1982
Pétur Pétursson: eins og að kom-
ast í snertingu við frumkristni.
(Ljósm. —eik —)
Til þess að gera svona
þætti þarf þráhyggju-
mann. Páll á Höllustöðum
kallaði mig þráhyggju-
mann i þularstétt í Tíma-
grein 1978. Ég held að hann
uni þráhyggjunafngiftinni
sæmilega sjálfur í Blöndu-
málinu.
Þetta var það f yrsta sem
Pétur Pétursson, útvarps-
þulur, sagði þegar við
vorum sestir inní stofu á
heimili hans, ég til þess
kominn að biðja hann að
segja mér frá því hvernig
hann vann og aflaði sér
fanga í hina athyglisverðu
þætti, „Nóvember '21"
sem hann hefur flutt í
vetur. Það er mál fróðra
manna að með þessari
þáttagerð, hafi Pétur
bjargað ómetanlegum
sögulegum atriðum frá
glötun. Hann náði tali af
fjörgömlu fólki, sem
mundi atburði sem áttu sér
stað i Reykjavik í nóvem-
ber 1921, þegar aðförin að
Ölafi Friðrikssyni var far-
in, vegna rússnesks drengs
sem hann hafði tekið að
sér. Margt af því fólki sem
Pétur ræddi við, er nú
horfið af sjónarsviðinu og
vitneskja þess og fróðleik-
ur um þetta einstæða mál
hefði því horf ið með því ef
Pétur hefði ekki komið til.
Svo kom ég að
Suðurgötu 14
Um þessa atburði_h£fur mikið
veriö skrifað, meira að segja heil
bók, „Hvita striðið” eftir Hendrik
Ottósson. En hvað varð til þess að
Pétur tók að sér að kanna máiið
til hlýtar og leggja á það hlutlaust
mat af visindalegri nákvæmni?
Sjálfsagt má rekja áhuga minn
á þessu máli til þess, að ég er
alinn upp á heimili þar sem var
mikill áhugi fyrir verkalýðs-
málum. Bræður minir tóku
þátt i félagsmálum, ég var
yngstur og sat og hlustaði.
Móöir min hafði einnig brenn-
andi áhuga, hún var róttæk. Hún
var 20 árum yngri en faðir
minn, sem var heimastjórn-
armaður. Honum þótti það
slæm tiðindi þar sem hann lá
veikur, er hann frétti að Guð-
mundur bróðir minn væri kominn
i vinnu hjá Alþýöublaöinu og
sagði: „Er hann nú kominn i
hendurnar á Ólafi Friörikssyni.
Móðir min undi þvi vel. Nú segir
þetta auðvitað ekki allt, Ég á
heima á Asvallagötunni og geng
þvi oft Suðurgötuna á leið minni
heim frá útvarpinu. Einhvern
tima fór ég að hugsa um það, i
Suðurgötunni, að margt merki-
legra manna hefði átt heima við
götuna og það datt þá i mig aö
gera útvarpsþætti um götuna og
þá merkismenn sem þar höfðu átt
heima. Ég hófst handa. Hvert
húsið tók við af ööru og svo kom
ég aö húsinu númer 14. Þá upp-
götvaði ég að allt annað hvarf i
skugga þeirra örlagariku atburða
sem þar höfðu gerst i nóvember
1921, þegar Ólafur Friðriksson
átti þar heima. Ég sópaði öllu
öðru burt, en hófst handa við að
Rætt við Pétur Pétursson um aðföng
og tilurð þáttanna „Nóvember 21 ”
rannsaka þessa atburði. Þætt-
irnir eru árangur þeirrar vinnu.
Óskapleg fáfræði
Þegar maður fer að athuga
þessi mál, þá verður maður þess
var hve fáfrótt fólk er um baráttu
fyrir margskonar réttindum sem
nú þykja sjálfsögð. Hvað það veit
litið um allt það erfiði, alla þá
baráttu og allar þær fórnir, sem
frumherjarnir færðu til að afla
alþýðumanna þessara kjara og
mannréttinda. Sú fáviska er grat-
leg. Hvað gerir svo verkalýös-
hreyfingin i dag til að afla fróð-
leiks um þessi mál öll og miðla
honum? Ekkert. Þó búa verka-
lýðsfélögin og heildarsamtök
þeirra yfir digrum sjóðum. Eða
Háskóli Islands, musteri fræð-
anna? Ekki neitt. Þaö er vissu-
lega gott að vita sitt hvað um
fornsöguna en það sem nær er i
sögunni þarf lika að varðveita.
Hvað ætli fólkið segði ef vinnu-
veitendur þess bönnuðu þvi að
drekka kaffi milli hádegis og
kvöldmatar. Helstu atvinnurek-
endur i Hafnarfifði birtu þá
ákvörðun fyrir mannsaldri, án
þess að fólk gæti nokkuð við þvi
sagt. Eða vökulögin. Þegar sú
barátta stóð sögðu útgerðarmenn
að þau myndu setja þá á hausinn.
Ég efast ekki um að ef Þjóðhags-
stofnun hefði verið komin þá,
hefði hún reiknað það út að þetta
væri rétt hjá útgerðarmönnum.
Svona væri hægt að tina upp
hvern stórviðburðinn á fætur
öðrum úr sögunni nær. Samt
lætur verkalýðshreyfingin
gamalt fólk, sem man þessa tima,
lifði þá, falla frá án þess að tala
við það og varðveita fróðleik
þess.
Veit að Guð mun
ekki reiðast því
Eiginlega ætti ég að vinna að
allt öðru en þessu. Ég fékk eitt
sinn 6 mánaða fri til að vinna að
rannsóknum á „Gaimard” leiö-
angrinum til Islands 1835—1836.
Ég fór utan til Danmerkur og
Frakklands að leita mér fanga.
Þar grúfði ég mig yfir gamlar
skræður og skjöl og auðvitað ætti
ég að vera að vinna að þessu
verkefni, en ég vissi að Guð
myndi ekki reiðast mér, né telja
það synd, þótt ég tæki „Nóv-
ember ’21” framyfir um sinn.
Það eru 60 ár liðin siðan atbúrð-
irnir áttu sér stað og þvi var
komið fram á elleftu stund að tala
við það fólk sem upplifði atburð-
ina og gat sagt frá þeim. Nú eru
liðin 3 ár siðan ég byrjaði að
vinna að málinu og ég hef notað
hverja einustu fristund, sem ég
hef átt þennan tima til að afla
mér fanga. Þetta var orðin slik
þráhyggja að ég hitti varla svo
mann að ég ekki spyrði hann
hvort hann þekkti ekki einhvern,
sem myndi atburðina. Og ef hann
þekkti engan slikan hvort hann
vissi um einhvern, sem gæti bent
mér á fólk. Þetta varð einskonar
boðhlaup.
„Leitið og þér
munið flnna”
Hvað var svo erfiðast i allri
þessari leit þinni?
Sennilega hefur verið erfiðast
að fá skjöl um þessa atburði frá
verkalýðsfélögunum. Málið
snerti þau svo mikið að ég þóttist
vita að eitthvað hlyti að vera til
skjalfast hjá þeim um atburöina.
En þvi miður var það minna en ég
bjóst við. Þó komst ég i fundar-
gerðarbækur Sjómannafélagsins
og haföi nokkurt gagn að þeim.
Einnig fundargerðarbækur VKF
Framsóknar. Og varð ég að vinna
þessa þætti þannig fyrir útvarpið
að ég drægi ekki taum annars
aðila i málinu.
Einna ánægjulegast þótti mér
að ræða málin við gamla fólkið.
Þá fann maður og eldmóðurinn
vaknaði. Þetta var eins og
komast i kynni við frumkristni.
Lærdómsrikt var það einnig að
skoða lögregluskýrslurnar frá
yfirheyrslum yfir fólkinu sem
stóð meö Ólafi Friðrikssyni. Ung-
lingar voru yfirheyrðir, og mér
eru minnisstæð svör bræðranna
Jóns og Ólafs Brynjólfssona, sem
þá voru unglingar. Þeir voru
spurðir hvort foreldrar þeirra
hefðu vitað af þvi að þeir voru
með Ólafi. Þeir svöruðu: Pabbi er
út á sjó en mömmu likaði það vel
að við hjálpuðum Ólafi. 1 augum
lögreglunnar var það glæpur að
styðja Ólafimálinu.
Ég komst að ýmsu, sem menn
höfðu ekki heyrt um fyrr. Vegna
þessa máls fór ég til Kaupmanna-
Mr. 1 kar M»tm ha0MM •« l*n Mllrtl ir)4M wm»m Mu. ■Mtt •« AMt. Mr M» ■n ■*«« Mrm. Tr*. Mtlr lu. M k«rj« MluUMv Inkiih HMa M ■* T*T. ilr (• sss tMui. QMukt- ful 1 kwrji raMada M iikiriMBáii. Œruu VttJM M Mu M >ipN« ■nuiipr rtt »mw Ttt nk' u huU •.*.»*.
/nt, í ctrt'ny* k , #2* fl' 2.3- .
-'K ,* ' ‘ C %?£<**+**+ ■JUiÍZjTfajc \ tt/'Z* K *»» -
*HnZIj V' t3j KÍU *»• /JsC' tf.tU.
óludtry b 1 í 1 tfjt. * VV - « - 1 i K/Stfcf^í
t+y Ztm ! Z$--
dt V Zi-ttt tíl< v. - í,—. li j-vn ■
• fí/S’i' >• fú • /ft/.
pZua. (ýMfrr' S)w /t/lí \ t • fJ)n. _ zy.f»>v /etz/Á.
&*$****" c&' <*•**%*** K/%. -.1 4V.M.
xr~f- * •* ZJ-rh H/Xt \ íy.Jv. K/tfc
Þetta skjal fann Pétur upp á loftií tugthúsinu við Skólavöröustig. Þetta er úr tugthús-journal, þar sem skýrt er frá þvi hverjir voru handteknir
með ólafi. Takið eftir dálknum þar sem strikað er yfir „samsæri” og I staðinn sett „lögreglubrot”