Þjóðviljinn - 01.05.1982, Side 11

Þjóðviljinn - 01.05.1982, Side 11
Helgin 1 — 2. mai 1982 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 11 Aðförin að Ólafi Friðrikssyni 1921. Hvftliðasveit gengur I beinni röð að hiisi ólafs áð Suðurgötu 14. Að baki sér i mannfjöldann sem fylgdist með aðförinni. Þessi ljósmynd mun ekki hafa birsláður. hafnar og lá vikum saman á danska skjalasafninu. Stjórn- endur á danska herskipinu „Islands Falk” voru beðnir að senda herlið á land til að „brjóta á bak aftur byltingu eins og það var orðað og lögreglustjóri bað þá lika að manna byssur skipsins. Ungur islenskur námsmaður sem vissi um áhuga minn i málinu kom til min ljósriti af skeytum sem sýndu þetta. Þannig var að ég tók að grúska I skjalabunkum og sé þar sitthvað forvitnilegt. Ung stúlka sem þarna var skjala- vörður taldi þvi ekkert til fyrir- stöðu að ég ljósritaði skjölin. En þar sem ég er að þessu kemur tii min maður og segir: Ég veit að þú hefur áhuga á þessu máli, þú ættirað lita á skjalabunka sem er hér niður i kjallara. Þetta gerði ég, en þegar ég svo ætlaði að ljós- rita hann var búið að skipta á vakt og i stað hinnar lipru ungu stúlku var komin ströng eldri kona. Hún leit á bunkann og sagði að hér væri um lögregluskjöl að ■ ræða og þau megi ekki birta fyrr en eftir 80 ár. Þar við sat. Ég fór i rikisskjalavörð og hann sagði að ég yrði að fá leyfi hjá ráðuneytinu til að ljósrita skjölin. Ég forðaðist auðvitað að segja frá þvi að ég væri búinn að ljósrita allan hinn bunkann. Nú, en leyfi hef ég ekki enn fengið til að skoða bunkann góða, þrátt fyrir að Baldur Möller ráðuneytisstjóri hafi skrifað út fyrir mig og reynst mér afar hjálplegur. Það skiptir kannski heldur ekki svo miklu máli, flestir þættir málsins ættu orðið að liggja ljósir fyrir . Sönnun fyrir sakleysi Ég hef farið i skjöl uppá lofti i tugthúsinu við Skólavörðustig og þar fann ég kannski eitt það merkasta, sem ég hef komist að við rannsókn mina á atburðunum. Ég fékk þar tugthús-journal frá þessum tima. Þar stendur fyrir ofan fangelsun ólafs Friðriks- sonar og hans manna — Samsæri — og yfir það er svo strikað, en sett i staðinn — lögreglubrot — . Þetta tel ég sönnun fyrir þvi að yfirvöld sáu að sér og að sök ólafs var i augum þeirra önnur og minni en upphaflega var talið. Ólafur Friðriksson hafði ekki haft mikið álit á Hæstarétti. Hann sagði um þá stofnun: Hæstiréttur heldur sig merkilegri en aðra, en þar eru bara menn, þótt þeir sveipi sig skikkjum. Ef Kjarian brunavörður rær með skarfa út i Tjarnarhólma, verða 'þeir ekki svanir, þeir verða áfram skarfar. í Sviss Og svo hittirðu bróður rúss- neska drengsins, sem slagurinn stóð um i Sviss, hvernig vildi það til? Ég fór til Sviss i þeirri von að ég finndi þar eitthvað um Natan Friedmann, en hann var nefni- lega fæddur þar af rússnesku for- eldri. Hann fór ekki til Sovétrikj- anna fyrr en 1919. Það var hald manna að Natan hefði dáið i fangabúðum i seinni heimsstyrj- öldinni, hann var gyðingur. Þetta reyndist rangt. Já, ég fór nú um páskana til Sviss og ætlaði að fá samtök gyðinga til að hjálpa mér, en þeir gátu það ekki þann tima sem ég stóð við, en mér var bent á að fara til borgarinnar Mulhouse, sem er Frakklandsmegin við landamærin og vita hvort ég yrði ekki einhvers visari. Ég gerði þetta og fór i Borgarráðshúsið og talaði þar við stúlku sem annaðist móttöku i anddyrinu. Hún taldi öll tormerki á að hægt væri að aðstoða mig, svo ég spurði eftir borgarstjóranum og fékk viðtal við hann. Hann kvaðst skyldi at- huga málið og bað mig koma dag- inn eftir. Þá hafði hann fundið skjöl varðandi Natan Friedmann. Svo tók hann upp simann og hringdi og talaði við einhvern mann, rétti svo tólið að mér og sagði: Bróðir Natans, Leon, er i simanum: Ég hef sjaldan orðið jafn hissa. Bróðirinn vildi ekki gefa mér upp heimilisfang sitt i fyrstu. Hann sagðist myndi koma á borgarskrifstofuna. Þá var borgarstjórinn svo elskulegur að hann bauð okkur afnot af skrifstofu sinni eins lengi og við þyrftum. Hann sagðist myndi verða i næsta herbergi ef við þyrftum einhvers með. Þarna ræddum við svo saman, og á eftir bauð Leon okkur hjónunum heim, þar sem við hittum konu hans og dóttursyni. Þau höfðu enga hug- mynd um allt það sem gerðist hér á landi vegna Natans, urðu afar hissa. Þau vissu að hann hafði farið til Islands en ekki hvað gekk á hér vegna þess. Leon tjáði mér það, að Natan hefði gengið i franska herinn en siðan andaðist hann á sóttarsæng 1938. Hann mun hafa gengið i herinn skömmu eftir að hann kom öðru sinni til tslands, 1931. Nú stendur til að opna sérstaka sýningu vegna þessa máls alls, 15. mai nk. og verð ég að segja að mér þætti við hæfi að bjóða bróður Natans til tslands i tilefni þessarar sýningar. Það væri við hæfi að Alþýðusambandið stæöi fyrir þvi. Það átti að beygja Ólaf Eitt er að vera andvigur dvöl rússnesks drengs hér á landi og annað að koma á hernaðar- ástandi, hvað heldur þú að hafi valdið öllum þeim ósköpum sem á gengu, i raun og veru? Þá er þar fyrst að taka að ótti við farsóttir var afskaplegur hjá þjóðinni á þessum tima, vegna þess hve stutt var frá liðið að spánska veikin gekk hér yfir með öllum þeim ósköpum sem henni fylgdu. Og þegar það spurðist að drengurinn væri með einhvern augnsjúkdóm, greip um sig ótti og rök komust ekki að og það að sjúkdomurinn var tregsmitandi og læknanlegur. Þetta eitt hefði þó aldrei orðið til þess að málið tæki þá stefnu sem það tók. Aftur- haldið sá sér hinsvegar leik á borði að klekkja á Ölafi, þeim manni sem það taldi vera sér hættulegastan, enda fór það ein- hver glæsilegasti verkalýðs- foringi, sem landið hefur alið. Sólveig Eyjólfsdóttir, sem man atburðina vel sagði við mig: Þeir ætluðu að beygja Ólaf og þeim tókst það á sinn hátt. Hér á hún við að ölafur bar aldrei sitt barr eftir þetta. Aðförin að honum og sá ódrengskapur, falsanir og blekkingar sem henni fylgdu, fangelsun og viku hungurverkfall i fangelsinu varð til þess að hann varð ekki samur eftir. Alþýðu- flokkurinn og Alþýðublaðið fengu lika að finna fyrir þessari aðför. Sima Alþýðublaðsins var lokað 1921 og fyrirþvi stóðu hinir svo nefndu „betri borgarar”. Rit- stjóri þess var handtekinn og varpað i fangelsi. Það má þvi segja að það séu breyttir timar hjá Alþýðublaðinu. Nú er ritstjóri þess gerður að pallborðsumræðu- stjóra hjá samtökum sem hand- toku fyrirrennara hans og fang- elsuðu. Vegið úr báðum áttum Þessi aðför að Ólafi var ekki sú eina sem að honum var gerð um þetta leyti. Sum verkalýðsfélögin felldu niður árshátiðir sinar vegna meðferðarinnar á honum Verkakvennafélagið Framsókn gerði það að visu ekki, en eftir árshátiöina stóð upp Pálina Þor- finnsdóttir og mótmælti þvi að á samkomunni hefðu verið staddar „Hvitliðakonur” og taldi þær spilla hátiðinni. Svona var fólki heitt i hamsi. En svo var það 1922 að Morgun- blaðið setti fram þá kröfu að Alþýðuflokkurinn lýsi þvi yfir að hann muni fara að landslögum og þingræðisleiðina. Landslög voru auðvitað aðeins þau lög sem auð- valdið setti hverju sinni eins og sást á aðförinni að Ólafi árið áður. Þessari kröfu svaraði Alþýðuflokkurinn með þvi að stofna nýtt jafnaðarmannafélag, vegna málefna ágreinings i þvi sem fyrir var. A sama tima gerist það lika að ungir kommúnistar stofna samtök, sem einnig voru andvig Olafi Friðrikssyni, þannig að segja má að vegið hafi verið að honum úr öllum áttum. Borgara- stéttin með útgerðarmenn, skip- stjóra og kaupsýslumenn lét fangelsa hann, samherjar hans vógu að honum bæði frá hægri og vinstri. Það er þvi varla nema von að eitthvað léti undan. Og mikil var sú breyting sem átti sér stað hér á landi á aöeins 10 árum. Arið 1911 handtók skip- herrann á tslands Falk Einar Pétursson hér á ytri höfninni fyrir það að hafa uppi islenska fánann. Þvi svaraði fólk i landi með þvi að fjölmenna niður að höfn, fólk úr öilum stéttum, og neyða þennan skipherra til að beygja sig undir islenska fánaborg þegar hann fór um borð i skip sitt. Aðeins 10 árum siðar kallar þetta sama fólk á skipherra og biður hann að berja á Ólafi Friðrikssyni með vopnuðu herliði. Þannig þróaðist málefni stéttastrið. Maðurinn Ólafur Friðriksson Þú mannst að sjálfsögðu eftir Ólafi sem gömlum manni, en hvaða mynd gerir þú þér af honum eftir að hafa rannsakað þetta mál jafn vel og raun ber vitni? Ólafur Friðriksson var stór- brotinn maður. Margir glæsilegir verkalýðsforingjar hafa komið hér fram. Margir þeirra hafa komist til æðstu metorða, jafn vel orðið auðugir menn. Þannig var Ólafi aldrei farið. Ekkert gat smækkað hann. Jonas frá Hriflu segir á einum stað i brefi til Bene- dikts frá Auðnum: Hér er að myndast harðsnúinn verka- mannaflokkur. ólafur Friðriks- son er i forystu og hann ætlar að stofna umræðuklúbb og bókasafn. Hann er aflvakinn, enda fórnar hann öllu. Þetta segir Jónas. Vist er um það að Ólafur var hug- sjónamaður. Ræðusnilld hans er alkunn, þar átti hann fáa jafn- ingja. Skjölin sem hurfu Þú sagðir áðan Pétur, að menn hafi ekki tekið þeim rökum að Friedmann hafi ekki verið með hættuiegan augnsjúkdóm, var það nokkurntiman sannað? Jón Magnússon, sem var for- sætisráðherra þegar þetta var, stakk undir stól skjölum, sem sönnuðu að drengurinn bar ekki hættulegan sjúkdóm. Sigurður Eggerz ætlaði svo að láta Ölaf hafa þessi skjöl þegar hann var orðinn ráðherra, en þá var komið svo nærri kosningum að honum var ráðlagt að gera það ekki. Eftir kosningar varð Jón Magnússon svo ráðherra aftur og hann lét skjölin aldrei af hendi. Ólafur vissi um skjölin og gerði hvað hann gat til að fá þau, en það tókst aldrei. Mig langar að skjóta hér inni spurningu, sem er ekki skyld þessu skjalamáli, er það rétt að Ólafur hafi látið gera sér erma- hnappa úr handjárnunum, sem hann var járnaður með? Já, það er alveg rétt hann gerði það. Og hann sagði lika frá þvi að handjarnin hafi runnið fram af handleggjum ýmsra þeirra sem fangelsaðir voru með honum, þvi það voru holdgrannir unglingar. Þá langar mig að bæta hér við einu um ólaf, sem sýnir hvernig maður hann var. Atli sonur hans sagði að faðir sinn hefði einu sinni sagt við hann að hann skyldi aidrei halda ræðu um málefni nema gerþekkja það. Þetta segir mikið um manninn. Ólafur var manna orðheppn- astur og ákaflega fljótur að gripa tækifærið. Til er saga um þetta. Hann var þá á pólitiskum fundi i Vestmannaeyjum. Þar var upp- gjafa prestur séra Jes Gislason Hann hafði orðið fyrir þvi að kálfur komst i hempu hans og át væna fylli af henni. Að þessu var mikið hlegið. Jes var mikill and- stæðingur bolsivikkanna og sagði i ræðu á þessum fundi að það ætti að taka alla bolsivikka af lifi og jarða þá. Ólafur greip þetta undir eins á lofti og kallaði: Til þess þarf nú prest i heilli hempu. Ekki framtalsbært Nú langar mig að vikja aðeins að sjálfum þér Pétur. Eitthvað hlýtur öll þessi vinna og ferðalög að hafa kostað þig, hefurðu fengið styrk til þess arna? Nei, öðru nær. Ég hef kostað þetta ailt af minu lifibrauöi, þrá- hyggjan hefur ráðið ferðinni. Mér datt til hugar að spyrjast fyrir um það hvort ég gæti fengið kostn- aðinn dreginn frá skatti, en svarið var nei. Ekki fyrr en einhverjar tekjur kæmu á móti. Það sem ég fæ greitt fyrir útvarpsþættina, nær ekki að vega uppá móti beinum peningaútlátum hjá mér vegna þessa máls. Það sem er þó meira um vert er að þáttunum hefur verið vel tekið. Jafnvel málgagn „hvitliðanna” Mórgunblaðið hefur kynnt þættina vel i sinni dagskrár kynningu. Aftur á móti sárnaði mér við Þjóðviljann þegar hann i einni kynningu sinni á þáttunum, sagði að ákveðinn maður á mynd, sem birt var með kynningunni, af hvitiiðum, væri faðir ákveðins ritstjóra hér i bæ. Það var ósmekklegt. Það minnti sjálfan mig og aðra á það að ætterni manna og uppruni skiptir næsta litlu máli, menn standa og falla með gjörðum sinum. En hvað um það, ég er harla ánægður og hún kisa min er það lika, heyrirðu ekki hvernig hún malar. —S.dór. Texti: Sigurdór Sigurdórsson

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.