Þjóðviljinn - 01.05.1982, Qupperneq 18

Þjóðviljinn - 01.05.1982, Qupperneq 18
18 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 1,— 2. mai 1982 Veðrátta, mannlíf og atvinnuhættir Marsaxlokk þar hafa fiskimenn á Möltu miöstöö sina Möltubiiar miöa veturinn hjá sér viö desember, janúar og febrúar. A þessum tima er hita- stig á Möltu ekki ósvipaö þvi sem hér gerist á islandi þcgar sumur eru sæmilega góð. Meö mars- mánuði byrjar voriö, segja Möltubúar. Veðráttan er þarna mjög þurrviðrasöm mestallt árið. Þó rignir oftast i desember eöa janúar. i ár kom regnið ekki fyrr en eftir miöjan janúar og rigndi þá meira og minna i viku sam- fleytt. Möltubúar voru glaðir yfir rigningunni og blessuðu hana. Jarðvegurinn er mjög kalkborinn og bindur þvi vatniö vel i sér svo það rennur ekki til sjávar þó steypiregn standi yfir i nokkra daga. Aður en rigningin kom I janúar þá bar mest á gula litnum Ilandslaginu, en á örfáum dögum eftir regnið urðu eyjarnar skrúö- grænar. Sumarhiti er þarna tal- inn vera I kringum 25-30 stig á C í forsælu. Ferðamaður sem dvelur á Möltu aðeins i 6 vikur tæpar getur aðsjálfsögðu ekki gegnumskoðað mannlifið, og verður þvi mikið að byggja á þeim upplýsingum sem honum eru gel'nar. Leiðbeinendur ferðamanna fullyrða hins vegar, að mannlif sé þarna heilbrigt og afbrot mjög fátið, ólikt þvi sem gerist i mörgum nútima þjóðfé- lögum. Astæöurnar fyrir þessu töldu danskir leiðbeinendur sem þarna höfðu dvalið i nokkur ár vera þær helstar, aö þjóöfélagið væri svo litið og innan hverrar sýslu þekktu menn hver annan. Allt frá upphafi vega hafa ibúar á Möltu tekiö til ræktunar hvern jarðvegsblett sem hægt er aö rækta. Búið er mest i borgum og bæjum viðsvegar, sem komið heíur verið haganlega fyrir á grjótbornum hæðum; þó eru til einstök bændabýli, sérstaklega á vestur Möltu. Allt ræktarland er hólfað I sundur með skjólgöröum, og virðist efnið hafa komið upp úr sjálfu ræktunarlandinu, þvi garð- Það er ekki hægt að hætta þessari frásögn frá Möltu og geta i engu orlofsbæjar danskra launþegasamtaka á norðvestur Möltu, sem byggöur var þar með leyfi stjórnvalda fyrir fáum árum. Orlofsbærinn telur 150 ibúðar- hús fyrir ferðamenn auk ibúða starfsfólks, skrifstofa. samkomu- salar og ýmissa þjónustustofnana svo sem stórmarkaðs, veitinga- sölustaða og sundlaugar, Staður- inn er rekinn af Dansk Folkeferie en langmestur hluti starfsfólks er skráður undir heitinu Mellieha Holiday Centre Ldt. Bærinn stendur fyrir botni Melliehaflóans á grjótholti sem hallar niður að sjónum i dalverpum beggja megin við hæðina eru bændabýli. Borgin á næstu hæð fyrir austan orlofsbæinn heitir Mellieha. Þessi danski orlofsbær er byggður af Möltubúum i austur- lenskum stil. Húsin eru hlaðin úr gulum kalksteini, rúmgóö og með öllum búnaði fyrir ferðafólk og arnir eru flestir hlaðnir úr grjóti og margir mjög fallega hlaðnir með listrænu handbragði. Slik hleðsla sést lika viða með- fram vegum. Bændurnir rækta nær eingöngu grænmeti og ávexti ásamt vinviði. Af grænmeti og kartöflum fá þeir þrjár uppskerur á ári og af ávöxtum eru ræktaðar allar tegundir sem finnast á jörð- inni. Þegar ég kom þangað i byrj- un janúar s.l. þá var ekki ennþá lokið við að tina sitrónur og appelsinur af trjánum. Möltubúar framleiða talsvert mikið af létt- um vinum og eru tvær tegundir þar mjög eftirsótt útflutnings- vara. Dálitill kúabúskapur er á eyjunum, en ekki meiri en svo að nægi til drykkjar. Sökum vönt- unará graslandi verða kýrnar að mestu að standa inni. Þá er dá- litið um sauðfé, en þaö er eins með það, graslendi vantar að mestu fyrir þann búskap. Þá er talsverðsvinarækt og fer vaxandi ásamt kjúklingarækt. Þá er nokk- uð um það að kaninur séu rækt- aðar til kjötframleiðslu. Fiskveiðar Möltubúa eru ekki stórar i sniðum á mælikvarða okkar Islendinga. Þetta má kall- ast smáútgerð, sem aðallega er Tveir Möltubúar I Valetta ræða málin. Ljósm.: eik rafhituð. Þarna getur dvalið stór fjölskylda. Svefnherbergi eru tvö, sturtubað og hreinlætisaðstaða, borðstofueldhús með öllum áhöldum, hraðfrysti- og kæli- skápur og mjög stór dagstorfa, þar sem þrir menn geta sofið á breiðum fast innbyggðum bekkj- um meðfram veggjum ef með þarf. Mikil aðsókn er að þessum stað frá Danmörku, Noregi, Svfþjóð og Finnlandiog einnig frá Bretlandi. Þarna voru öll hús setin þó að vetri til væri. En á þessum tima er þó ferðamannastraumur til i Möltu minni heldur en á öörum j árstimum. Vestan við botn Melliehaflóans skammt frá danska orlofsbænum stendur hið mikla Thomssons Hotel. Það er maltisk stofnun. Þarna var byggt hótel á stærð við Hótel Sögu fyrir fáum árum, en nú er búið að fimmfalda gistirými þessa staðar með fjórum nýjum býggingum. stunduð á litlum bátum, mest trillum. Stærsti fiskibátur sem ég sá var 18-20 lestir. Nokkuð er veitt af sardinum i net, þá eru veiddar á linu og handfæri nokkrar fisk- tegundir sem ég ekki kann skil á en likjast helst vatnafiski. En stærsta fisktegund sem þarna er veidd er sverðfiskur sem er veiddur bæði á handfæri og linu. Fiskveiðarnar eru ekki i stærra mæli en það, að aflinn er allur seldur nýr upp úr sjó til ibúa og veitingahúsa á ströndinni. Auk vinframleiðslunnar þá eiga Möltubúar stóra bjórverksmiðju sem framleiðir þrjár tegundir af bjór meö álika styrkleika og danskur bjór. Eins og áður hefur verið sagt frá þá er nú verið að auka ýmis konar iðnað á Möltu, mest mat- vælaiðnað. Meðal annars eru Norðmenn að byggja þarna eina stærstu pylsuverksmiðju i Evrópu. Aðalatvinnuvegur Möltubúa er hins vegar þjónusta Ég spuröist fyrir um almennt kaupgjald á Möltu og fékk þær upplýsingar að kaup ófaglæröra verkamanna væri 46 maltapund fyrír 40 stunda vinnuviku. En maltapund var þá skráð I dönsk- við ferðamenn og Verslun við þá og hraðvex sú starfsemi með hverju ári sem liður. Fjöldi hótela er geysilega mikill og er þeim dreift um eyjarnar, en þó mun fjöldi þeirra vera langmestur á sjálfri Möltu. Verðlag á Möltu er mjög lágt á islenskan mælikvarða en þó er liklega matvara allra lægst, og var hún i s.l. janúar tal- in seld á lægsta verði i Evrópu. Möltubúar eru ekki sjálfum sér nógir á sviöi matvælaframleiðslu og verða að flytja mikið inn af kjöti og fiskivörum en vöruúrval á matvöru er mikið i stórmörkuð- um og sumar vörur langt að komnar. Hins vegar fullnægja Möltubúar algjörlega grænmetis- og ávaxtaþörf og eru þær vörur alltaf á boðstólum i góöu ástandi sem úrvalsvörur. Þvi þrátt fyrir mikla þurrka mikinn hluta ársins þá hafa bændur leyst þann vanda með borholum og dreifa vatni yfir ræktarland sitt með vindmyllum þvi þarna er oft einhver gola. um bönkum á d.kr. 20 hvert pund. Vikukaup er þá d.kr. 920 fyrir 40 st. vinnuviku. Starfsstúlkur sem sáu um orlofshúsin höföu hins- vegar 36 maltapund fyrir 40 st. vinnuviku og auk þess fri vinnuföt og miðdagsmat. Þá var einnig reiknað meö aö þær fengju auk þessa einhverja svokallaða ,,drykkjupeninga”frá leigjendum húsanna. En þetta var i engu föstu formi. 1 krónutölu geta þetta ekki talist há laun á islenskan mælikvarða, en á móti kemur að verðlag allt er mikið lægra en hér, en þó sérstaklega á allri mat- vöru sem var skráð það lægsta i Evrópuá þessum tima. Raungildi þessara launa verður þvi allt annað ef miðað er við hvað fæst fyrir peningana. Þaö verður fróðlegt aö fylgjast með hinni friðsamlegu atvinnu- uppbyggingu Möltubúa i náinni framtið og hvort þeim tekst að halda fengnu sjálfstæði og fullveldi á einu umdeildasta haf- svæði jarðarinnar. Nautakjöts- birgðirnar 27,6% minni en í fyrra Birgðir af nautakjöti eru nú 27,6% minni en á sama tima i fyrra. Hefur nokkuð skort á nautakjöt í dýrari verðflokkum á höfuðborgarsvæðinu nú að undanförnu. Sláturleyfishafar staðgreiða nú nautakjöt fullu verði til framleið- enda. Og á það nautakjöt, sem kemur til sölu fram til ágústloka, kemur engin veröskerðing. Engin trygging er hinsvegar fyrir þvi, að nautakjötsframleiðsla næsta verðlagsárs fáist greidd fullu verði. Er bændum þvi bent á að koma sem mestu af kjötinu á markaðinn fyrir lok þessa verð- lagsárs. — mhg Fjárstyrkur til svina- og alifuglabænda Framleiðsluráð landbúnaðar- ins hefur samþykkt að veita Svfnaræktarfélagi tslands fjárstyrk úr Kjarnfóðurssjóðnum að upphæð 1 milj. kr. og er það i samræmi við samþykkt aðal- fundar Stéttarsambands bænda frá 1980. Svo er til ætlast, að fénu verði varið til byggingar á sérstöku rannsóknarhúsi þar sem tilraunir verði gerðar með notkun inn- lendra fóðurefna til gjafar svin- um og alifuglum og „tengist jafn- framt þeirri aðstöðu, sem þegar er til staðar á Keldnaholti”. Þá hefur Framleiðsluráð og samþykkt að veita styrki til fjög- urra fuglasláturhúsa, 150.000 kr. hverju. Einnig fá tvö fuglakyn- bótabú styrk að upphæð 250.000 kr. hvort. Afhending fjársins er þvi skilyrði háð, að greidd séu að fullu áfallin sjóðagjöld til ársloka 1981 og að viðkomandi kynbótabú hafi heimild heilbrigðisyfirvalda til framleiðslu og sölu liffugla. — mhg Vinningar í Sunnu- dagsgátu Nýlega voru afhentir i Lang- holtskirkju vinningar vegna Sunnudagsgátu Kórs Langholts- kirkju, en nöfn vinnenda höfðu þá þegar verið birt I dagblöðunum. Þar seni talsverð brögð virðast að þvi að það hafi farið framhjá fólki skulu þau endurtckin: 1. Svava Bjarnadóttir, Melbæ 5, Reykjavik. 2. Magna Sigfúsdóttir, Hjálmholti 2, Reykjavik. 3. Auð- björg Dianna Árnadóttir, Varma- landi, Mýrasýslu. 4. Erla Ingi- björg Guðjónsdóttir, Grettisgötu 24, Reykjavik. 5. Asdis M. Gils- fjörð, Vallholti 4, ólafsvik. r Utflutningsbæturnar Vantar 81 miljón A vegum Framleiðsluráðs landbúnaðarins hefur verið gerð áætlun um útflutningsbótaþörfina á verðlagsárinu 1981-1982. Er heildarþörfin áætluð tæpar 274 miij. kr. Útflutningsbótarétturinn hefur á hinn bóginn verið áætlaður 192 milj. kr. Standist þessi áætlun mun vanta rúmlega 81 milj. kr. á að útflutningsbætur úr rikissjóði dugi til að jafna hall- ann af útflutningnum. — mhg Bær dönsku launþega- hreyfmgarinnar á Möltu

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.