Þjóðviljinn - 29.05.1982, Page 2
2 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 29. — 30. mal 1982
Póstþjónustan:
shráargatiö
Ný gjaldskrá
Ný gjaldskrá fyrir póstþjónustu
tekur gildi 1. júni. Samkvæmt
henni verður burðargjald bréfa af
fyrsta þyngdarflokki (20g) innan-
lands og tii Norðurlanda 3,00 kr.,
til annarra landa 3,50 kr. og flug-
burðargjald til landa utan Evrópu
6,00 kr.
Burðargjald fyrir póstkort og
prent af fyrsta þyndarflokki (20g)
verður 2,50 kr. nema ílugburðar-
gjald til landa utan Evrópu, sem
verður 3,00 kr.
Gjald fyrir giróþjónustu verður
4,00 kr., fyrir almennar póstávis-
anir 7,00 kr., simapóstávisanir
31,00 kr. og póstkröfur 12,50 kr.
(9.00 kr. ef um innborgun á póst-
giróreikning er aö ræða).
Burðargjald böggla innanlands
segir: lkg 14,00kr., 3kg 17,00 kr.,
5kg 26,00kr., 10 kg 41,00kr., 15 kg
59,00 kr., 20 kg 66,00 kr.
Ábyrgðargjald verður 6,50 kr.
og hraðboðagjald 14,00 kr.
Aldrei höfum viö boóiö eins glæsilegt úrval og núna af notuðum
Mazda bílum í 1. flokks ástandi og með 6 mánaöa ábyrgó.
Nú þurfid þið ekki lengur aö vera sérfræðingar í því að velja og
kaupa notaöan bíl, því að þið athugiö útlit bilsins, ástand hjólbaröa
og annars sem sést og við ábyrgjumst það sem ekki sést.
Athugið sérstaklega aö verð notaðra bíla hefur lækkað eins og
nýrra.
Komið því á sýninguna í dag og tryggió ykkur úrvals Mazda bíl fyrir
sumariö, meóan lága verðiö helst.
BÍLABORG HF
Smiðshöfða 23. sími 812 99
11 -
Engin gylliboð
bara góð ferð. _
Kjarabarátta
þessa dagana stendur að veru-
legu leyti um samanburð milli
starfsstétta og launahlutföll og
eru þar mörg metnaðarmálin i
gangi. Sjúkraliðar gera nú kröfu
um að þeir séu ekki nema
tveimur launaflokkum undir
hjúkrunarfræðingum. Skráar-
gatið hefur hinsvegar hlerað að
ein meginkrafa hjúkrunarfræð-
inga i samningunum við fjár-
málaráðuneytiö hafi verið að þeir
væru jafnan þremur launaflokk-
um yfir sjúkraliðum. Hér er þvi
kominn einn Gordionshnúturinn
enn i launamálunum.
Kvennafram-
boðið
i Reykjavik hafði sem kunnugt er
ekki mikiðálit á stjórnmálaflokk-
unum og hrossakaupum þeirra.
Þegar á hólminn er komið i
borgarstjórn virðast hrossakaup-
in þeim kvennaframboðskonum
ekki siður lagin en öðrum. Þær
gengu fram i þvi að einangra Al-
þýðubandalagið og mynda miðju-
bandalag um bitaskiptingu i
nefndir, og kusu ekki kynsystur
sina í embætti fyrsta varaforseta
borgarstjórnar þrátt fyrir yfir-
lýsingar um að stuðla að sam-
vinnu kvenna þvert yfir flokks-
böndin. Liklega hefur það verið
vegna samninganna innan miðju-
bandalagsins.
Miklar
sögur ganga nú um væntanlega
umsækjendur um stöðu útvarps-
stjdra en búist er við að hún losni
fljótlega. Aður hefur verið minnst
á Svein Einarsson þjóðleikhús-
stjóra en nU er talið að Tryggvi
Gislason skólameistari á Akur-
eyri sé að velta þessu háa emb-
ætti fyrir sér. Liklega verður það
nú dálitið erfiður biti fyrir Ingvar
menntamálaráöherra að skipa
Tryggva þvi að hann er óvart
bróðir hans.
r
Islendingar
hafa gaman af að velta fyrir sér
ætt og uppruna manna og það
vakti athygli i borgarstjórnar-
kosningunum i Reykjavik um
daginn hversu margir af fram-
bjdðendum voru afkomendur,
skyldir eða tendir þekktum
stjómmálamönnum. Sennilega
gengur pólitikin ekki að erfðum
heldur erástæðan miklu frekar sú
að fólk sem elst upp við mikla
pólitiska umræðu hlýtur að
smitast að nokkru marki. A A-
listanum var t.d. Guðriður
Þorsteinsdóttir i 4. sæti. Faðir
hennar er Þorsteinn Pétursson
sem var atkvæðamaður i röðum
komúnista og sósialista á kreppu-
árum en gekkk siðar i Alþýðu-
flokk og lét þar aö sér kveða. Á B-
lista er Gerður Steinþórsdóttir,
barnabarn Jonasar frá Hriflu og
Jósteinn Kristjánsson, hálfbróðir
Guðmundar G. Þdrarinssonar. Á
D-lista Markús öm Antonsson, -
uppeldissonur Bjarna Benedikts-
sonar forsætisráðherra, Ingibjörg
Rafnar, dóttir Jónasar Rafnar
sem lengi var alþingismaður og
Ilulda Valtýsdóttir ritsjóra
Morgunblaðsins Stefánssonar al-
þingismanns Stefánssonar. Á G-
lista Sigurjón Pétursson, sonur
Péturs Laxdal, leiðtoga sósialista
á Sauðárkróki, Adda Bára Sigfús-
dóttir, dóttir Sigfúsar Sigur-
hjartarsonar alþingismanns,
Guðrún Ágústsdóttir, barnabarn
sr. Bjarna Jónssonar, sem var
frambjóðandi Sjálfstæðisflokks-
ins og Framsóknarflokks i
forsetakosningunum 1952, og Álf-
heiður Ingadóttir, dóttir Inga R.
Helgasonar. A V-lista var Guðrún
Jónsdóttir, systir Páls Heiðars
Jónssonar, sem nokkrir pólitiskir
sviptivindar hafa staðið um,
Magdalena Schram, systir
Ellerts ritstjóra og mágkona Jóns
Baldvins Hannibalssonar og
Sigrún Sigurðardóttir, tengda-
dóttir Jónasar Þorbergssonar út-
varpsstjóra og alþingismanns.
Sjálfstœðismenn
i Reykjaneskjördæmi hafa átt i
vandræðum með að standa á al-
mennilegum hugmyndafræði-
legum grundvelli. Þykja þing-
menn flokksins i kjördæminu þeir
Matthias A Mathiescn og ólafur
G. Einarsson vera heldur linir i
ihaldsslagnum. „Eimreiðar-
hdpurinn” i Sjálfstæðisflokknum
hefur nú hafið tangarsókn til
valda i flokknum. Davið Oddsson
úr þeim hópi hefur verið kjörinn
borgarstjóri. Eimreiðarhópurinn
er sagður hafa sent Hannes
Hóimstein til náms iOxfordtil að
þjálfa hann til framboðs i
Reykjaneskjördæmi. Þarsem
Eimreiðarhópurinn er jafn
sterkur og kjör Daviðs ber vitni
um þá eru þingmenn flokksins á
Reykjanesi uggandi um þingsæti
sin. A að fórna Matthiasi á altari
Eimreiðarhópsins. Sagt er að
Hannes Hólmsteinn hafi skrifað
30 greinar sem eiga að birtast i
Morgunblaðinu um nýjan stil til
varnar riku fólki á Reykjanesi.
Hannes Hólmsteinn: Kandidat
Eimreiðarmanna i Reykjanes-
kjördæmi.
Ekkert
bólar á þvi að auglýst sé starf
leiklistarstjóra Rikisútvarpsins,
„stærsta leikhúss landsmanna”.
Hefur það nú heyrst að ráðamenn
hljóðvarps hyggist leggja starfið
niður og ráða engan leiklistar-
stjóra. Hefur þessi fregn vakið
undrun og gremju, þar sem það
er mál manna að stofnuninni sé
skylt og raunar löngu timabært,
að ráða vel menntaðan og hæfan
mann til að rifa deildina upp úr
þeirri deyfð sem þar hefur rikt.
FERÐASKRIFSTOEA, Iönaðarhúsinu Hallveigarstígl. Símar 28388 og 28580