Þjóðviljinn - 29.05.1982, Qupperneq 18
18 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 29. — 30. mal 1982
sunnudagspistrill
sem þeim er sagt án þeSs að
mögla. Og þaö er vegna þess
arna, segir J ohn Holt, að þeir til-
raunaskólar sem upp koma hér
og þar og ætla sér að gera annað
en aö búa til kringlótta titti sem
passa i einslaga göt þeir verða
fyrr eða siðar fyrir aðkasti, fjár-
hagsþrengingum og eins vist að
þeir verði lagðir niður.
(Hér mætti skjóta þvi inn, að
það er gamalt og nýtt bragð hjá
hægrimönnum að láta sem það
sé einhver „sósialismi” sem fram
komi i skólaskyldu og einstefnu
skólakerfanna. Þetta er vitanlega
alveg út i hött: kapitalisk stóriðja
þarf ekki siður á „fjölda-
manneskju” að halda en til
dæmis einhverskonar alræðisriki.
Meira að segja i úrvalseinkaskóla
fyrir „gáfuð börn rikra foreldra”
sem John Holt starfaði sjálfur við
i Boston, komu fram allir þeir
neikvæðu eiginleikar skólans sem
flokkunarvélar og þarmeð fyrir-
framframleiðsla á sigurvegurum
og þeim sem tapa, sem aðrir al-
mennir skólar þjást af).
Og samt...
Sem fyrr segir: allt var þetta
heldur bölsýnt. 1 svörum við
spurningum vildi John Holt samt
ekki útiloka það með öllu að eitt-
hvað væri hægt að gera til hins
betra í skólum: skólar ættu að
vera litlir, sagði hann, kennarar
ættu að hafa sem mest svigrúm til
að bregðast við þörfum nem-
enda, skólar ættu að vera hver
öðrum ólikir...
Þessi frásögn er ekki á blað fest
til að reyna að komast að niður-
stöðu um þau mál sem John Holt
reifaði — enda þarf drjúga
kennarareynslu til að reyna það.
Hér skulum við láta okkur nægja_
að minna á þessi viðhorf og kvitta'
fyrir skemmtilegan málflutning.
Og minna lika á það, hve oft
kappsamir menn, hvort sem er á
sviði skólamála eða af öðrum
sviöum, lenda I kreppu þegar
þeim finnst að tregðulögmál þau
sem gera einstaklinga, stofnanir
og þjóðfélög íhaldssöm, séu allri
skynsamlegri breytingaviðleitni
miklu sterkari.
Það er sjálfsagt rétt hjá Jóni i
Holti að skólabylting hefur ekki
átt sér stað og að draumsýnin um
skólann frjálsa tengist við allt
ööruvisi þjóöfélag og gildismat en
nú ræöur rikjum. En hitt er svo
jafnvist, að skólar hafabreyst hér
allt um kring; að það er hægt að
sýna fram á fróðlegan mismun i
árangri af skólastarfi eftir þvi
hvernig að er staðið (hér i blaðinu
höfum við skýrt frá bresku efni
um það mál) — ogaðþaðer miklu
sterkara og útbreiddara viðhorf
en áöur að skólar hafi sifeilda
þörf fyrir breytingar (m.ö.o. að
hinn „rétti” skóli sé ekki til).
Allt skiptir þetta máli.
Leiðinn
Og að lokum örfá orð um skóla-
Jeiöann, um það að börn verða
áhugalaus og full óánægju með
bæði námsefni og sjálf sig. John
Holt virðist koma úr umhverfi,
þar sem þessi fyribæri tengjast
einkum þvi, að nemendur gera
sér grein fyrir þvi aö þeir eru
flestir að tapa i harðri sam-
keppni. Manni sýnist hinsvegar
að hér um slóðir sé þessi leiði ekki
sist tengdur þeirri tilfinningu að
það taki þvi ekki einu sinni að
taka þátt i kapphlaupi vegna þess
að leiðir þær sem mismunandi
námsbrautir gefa fyrirheit um
séu að lokast. Það er að minnsta
kosti tilfinning sem á eftir að
verða rikari þáttur i liðan nem-
enda i skólum en var fyrir
skemmstu — ef svo heldur áfram
sem horfir.
AB
Fyrr eða síðar spyrja
aliir foreldrar sig að því,
hvort skólinn gæti ekki
verið betri. Líklegast er þá
að þeir furði sig á náms-
leiða sem svo er kallaður;
það er eins og börnin láti
sig engu varða hvað fram
fer og foreldrarnir eru oft-
ast sannfærðir um að allt
hafi verið öðruvísi þegar
þau voru ung.
Er hœgt
að breyta
skólum?
Árni
Bergmann
skrifar
Fyrir nokkru kom hér i heim-
sókn bandariskur kennari og upp-
eldisfrömuður, John Holt, og hélt
fyrirlestra i Kennaraháskólanum
við góða aðsókn. Og nú er að
segja nokkuð frá erindi sem hann
flutti einmitt um þetta: umbætur
i skólum —- og erfiðleika á að
koma þeim i framkvæmd.
Allt í
sama farinu
Hann byrjaði á þvi að minna á
það, að viða um heim hafa skóla-
menn og embættismenn og kjörn-
ir fulltrúar komið sér saman um
hin bestu áform i skólamálum.
Það á að hafa skólann opinn og
sveigjanlegan. Viröa persónu-
leika barnanna og þeirra sérstöku
áhugamál. Kenna börnunum
gagnrýna hugsun svo að þau geti
verið virkir þegnar i lýðræðis-
þjóðfélagi. Og margt fleira gott er
samþykkt, og Jón þessi i Holti
kvaöst ekki vera i vafa um að það
væri af einlægni sagt og skrifað.
En samt breyttist fátt. Samt væri
það svo, að þeir sem fóru af stað
með umbætur og tilraunastarf-
semi fyrir tuttugu árum eða þrjá-
tiu eða meir, þeir hjökkuðu i
sama farinu og eins vist aö hætt
hefði verið viö ýmsar staðbundn-
ar tilraunir sem efnilegar þóttu á
sinum tima.
Hvernig stendur nú á þessu?
Geymslustaður
John Holt átti þau svör helst, að
i raun og veru væru markmið
skólanna allt önnur en þau sem
menn helst vildu festa á blað i
stefnuskrár og reglugerðir.
Það er skynsamlegra að taka
annan pól i hæðina, sagði hann, ef
þú ætlar að komast að þvi hver
aöalmarkmiðin meö skólastarfi i
raun og veru eru. Og það geta
kennarar og skólamenn vel með
þvi að athuga hvað það er sem
steypir þeim i vandræði i skóla-
starfi.
Ef þeir til dæmis reyna að opna
skólann i þeim skilningi, að börn-
in geti komið og fariö i rikari
mæli en áður var — þá lenda þeir i
vandræöum. Þá eru þeir rækilega
minntir á það aö skólar eru til
þess að börn séu ekki að flækjast
fyrir fullorðnum. Skólarnir eiga
að passa börnin, þeir eiga að
halda þeim af götunni og frá
vinnumarkaðinum. (John Holt
nefndi það dæmi, að i einu rikja
Bandarikjanna, ég held Ohio, get-
ur hvaða fullorðinn maður sem er
handtekið barn á skólaaldri á
skólatima á götum úti og í'arið
með það i næsta skóla! Við getum
minnst þess hér heima, að hvað
sem menn nöldra um skólagöngu,
þá er þegjandi samkomulag um
það núna að geyma börn I mið-
skólum og menntaskólum mun
sendum að allir hafi náð nokkrum
árangri og allir hafi gert eins vel
og þeir gátu) — ef hann gerir
þetta lendir hann áreiðanlega i
vandræðum. 1 Bandarikjunum er
eins vist aö hann yrði rekinn,
sagði John Holt.
Vegna þess, að hvert þjóðfélag
sem við enn þekkjum er pýra-
midalagað. Og þvi hefur þetta
sama þjóðfélag þörf fyrir
flokkunarvél sem visar mönnum
upp eftir pýramidanum eða niður
eftirhonum — vél sem menn taka
almennt sem nauösynlega og
eiginlega réttláta — eins þótt hún
felli óþægilegan dóm yfir sjálfum
hefðu nóga peninga til að breyta
námskrám, námsefni, kennsluað-
ferðum, þjálfa kennslukrafta
osfrv. — þá gætu þeir skilað öllum
út úr skólanum sem „sigurvegur-
um”. Eiginlega var John Holt
kominn i svipaðan ham og
byltingarsinnar fy rr og siðar: það
er vonlaust að búa til eintóma
sigurvegara i skólanum, þegar
þjóðfélagið gerir hvort eð er ekki
ráð fyrir nema fáum sigurvegur-
um i kapphlaupi um veigengni og
frama. Ef ekkert hefur verið gert
til að skipta milli fólks með nýj-
um hætti störfum sem eru leiðin-
leg, óþrifaleg og illa launuð, þá
PUNKTAR UM ERINDI JOHNS HOLTS
lengur en áöur — vegna þess að
staðan á vinnumarkaöinum hefur
stórlega breyst á 20-30 árum).
Viðurkennd
flokkunarvél
Annað markmið skólanna, seg-
ir John Holt, er aö flokka börnia
segja til um þaö til hvers þau
duga i samfélagi þar sem sumir
og þaö ekki margir lenda i
„góðum störfum”, eftirsóttum,
vel launuðum, aðrir i meðalstörf-
um og enn aðrir „tapa” i kapp-
hlaupinu. Þetta getur hver kenn-
ari sannfærst um með einfaldri
tilraun: ef hann tenur sig til og
gefur öllum nemendum sömu
einkunn (til dæmis á þeim for-
þeim og börnum þeirra. Ef siik
vél er ekki til, þá verður ólga og
uppreisn i samfélaginu. Áður
höfðu trúarbrögðin þvi hlutverki
að gegna að sætta menn viö hlut-
skipti sitt (forsjónina). Nú hefur
skólinn — i kerfi almennrar
skólaskyldu — tekið við þessu
hlutverki; þar er mönnum gefiö
til kynna aö þeir hljóti þaö „sem
þeir eiga skiiið”.
Blekkingar
Þetta voru þær megin-
staðreyndir sem John Holt upp-
eldisfrömuður vildi draga af böl-
sýnar ályktanir. Hann sagði til
dæmis, aö það væri algeng sjálfs-
blekking kennara og annarra
skólamanna, að ef þeir aðeins
getur skólinn ekki breytt neinu
um afdrif nemendanna.
Að
passa í götin
Einn af forsætisráðherrum
Verkamannaflokksins breska,
James Callaghan, komst einu
sinni svo að orði i umræðum um
skólamál, aö „Bretland þarf
kringlótta titti sem passa i kringl-
óttgöt”. M.ö.o. — hann tók undir
þau viðhorf svotil allra valds-
manna: þeir þurfa á þvi aö halda
að skólinn undirbúi menn undir
þjóðfélagið eins og það er, undir
það, að sem allra flestir geri það