Þjóðviljinn - 19.06.1982, Blaðsíða 2
2 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin I9.-20. júnl 1982
fa RÍKISSPÍTALARNIR
.lausar stödur
LANDSPtTALINN
FÉLAGSRÁÐGJAFI óskast sem
fyrst á öldrunarlækningadeild til af-
leysinga fram til 1. október n.k.
Upplýsingar veitir yfirlæknir öldr-
unarlækningadeildar i sima 29000.
LÆKNAFULLTRÚI óskast til
starfa við öldrunarlækningadeild
Landspitalans við Hátún. Stúdents-
próf eða hliðstæð menntun áskilin
ásamt góðri vélritunar- og islensku-
kunnáttu. Umsóknir er greini aldur,
menntun og fyrri störf sendist.
Skrifstofu rikisspitalanna fyrir 12.
júli n.k. Upplýsingar veitir starfs-
mannastjóri i sima 29000.
HJÚKRUNARFRÆÐINGAR óskast
til afleysinga á dagspitala og göngu-
deild öldrunarlækningadeildar. Ein-
göngu dagvinna.
Einnig óskast HJÚKRUNAR-
FRÆÐINGAR til næturvakta á
öldrunarlækningadeild.
Upplýsingar veitir hjúkrunarfor-
stjóri Landspitalans i sima 29000.
KLEPPSSPÍTALINN
HJÚKRUNARDEILDARSTJÓRI
óskast sem fyrst á nýja deild sem
verið er að opna að Flókagötu 31.
HJÚ KRUNARDEILDARSTJÓ RI
óskast á næturvakt. Einnig óskast
HJÚKRUNARFRÆÐINGAR til
sumarafleysinga á ýmsar deildir
spitalans.
Upplýsingar um ofangreind störf
veitir hjúkrunarforstjóri Klepps-
spitalans i sima 38160.
Reykjavik, 20.júni 1982,
RÍKISSPÍTALARNIR
tónlist
Leifur
Hátíðarpíanólist
Þórarinsson
skrifar
Hættuspil
Það er kosturinn við svona
Listahátiðir að þær koma manni i
skap til að hlusta á ýmislegt sem
erfitt væri að draga mann til
undir venjulegum kringum-
stæðum. Tildæmis einhvern
heimsplanista að boxa Chopin.
Hálf var maður kvlðinn að fara i
LaugardalshöIIina, það hryllilega
hegningarhús, að heyra einhvern
Ivo Pogorelich spila annan
Chopinkonsertinn. Samkvæmt
upplýsingum átti þetta að vera
einhver vúlger stælgæi, frægur
fyrir að slá um sig með full-
yrðingafjasi, heimatilbúið seni
sem datt svo ekkert meira spenn-
andi i hug en að jagast á ófull-
komnu æskuverki meistarans
pólska. Æji jæja.
En svo reyndist þetta einn
mestur tónlistarviðburður bæjar-
ins I seinni tlð. Það var undarlegt
og kannski hneykslanlegt að
heyra hvernig maðurinn lék kon-
sertinn sundur og saman, ein-
hvernveginn svo sannfærandi og
væmnislaust og þó stundum alveg
á mörkum dellunnar. Þetta var
eitt mesta hættuspil sem ég hef
heyrt lengi framkvæmt á hljóð-
færi hér og þar og allsstaðar.
Og svo kom þessi yndislegi
snillingur frá Ungverjalandi:
Zoltán Kocsis aö leika Liszt og
Chopin, aðallega og þó dálitið
eftir landann Kodály og W
blessaðan. Já það var ekki
ónýtt að heyra nýjar
pianótransskripsjónir á
Wagner: Liszt var spe-
sialisti i svoleiðis og Kocsis er
ekkert siðri. Lokaatriöi úr Parsi-
fal varð að magnaðri, undurfag-
urri pianómúsik i höndunum á
honum og eiginlega að sumu leyti
hápunkti þessara tónleika. Samt
var Pólskafantasian eftir Chopin
eftir og mikið lék maðurinn hana
vel, án spennuþrunginnar til-
geröar, sem allt ætlar um koll að
keyra. Siðast voru tólf valsar.
Það er eins og maöur fái aldrei of
mikið af þessum dásamlegu'
völsum hans Chopin. Þeir leyna
lika endalaust á sér, eru marg-
fallt auðugri tónsmiöar en látið er
i veðri vaka frá degi til dags.
Kocsis raöaði þeim upp sem einni
samvirkri heild og lék þá eins og
sá einn gerir, sem innblásinn er
frá æðri stöðum.
Það er út i hött að fara að dást
að teknikinni hjá þessum strák-
um, maður tók svo litið eftir henni,
var sumsé upptekinn við annað.
En hún var áreiðanlega mikil og
góð, annars hefði hún ekki farið
svona framhjá manni. En nú fer
maður ekki á pianótónleika á
næstunni. Held nú siður.
Pogorelich: Það var undarlegt og kannski hneykslanlegt að heyra hvernig maðurinn lék konsertinn
sundur og saman, einhvernveginn svo sannfærandi og væmnislaust og þó stundum alveg á mörkum
dellunnar.
ÖÐRUM TIL
FYRIRMYNDAR
Opel Kadett er óskabíll þeirra sem ferðast
vilja ódýrt án þess að gera það á kostnað
afls, öryggis, og þæginda. Opel Kadett er
aflmikill, þægilegur og rúmgóður jafnt fyrir
fólk sem farangur. Opel Kadett er spar-
neytinn og öryggisbúnaður allur fyrsta
flokks. Þegar þú hefur kynnst kostum Opel
Kadett kemur verðið
þér á óvart.
Vekur Opel áhuga þinn?
Reiðubúinn í reynsluakstur?
Hringdu og pantaðu tíma.