Þjóðviljinn - 19.06.1982, Blaðsíða 15
Helgin 19.-20. júni 1982 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 15
1 kofanum situr Jónas við skriftir og hefur frið fyrir sima og öðru
ónæði.
Jónas er nijög stoltur af sundlauginni og umhverfihennar enda gjörð af Ef ég ætti að velja lifsstarf upp á nýtt geri ég ráð fyrir að smiðar eða búskapur gæti alveg eins orðið
hans eigin höndum. fyrir valinu og ritstörf.
Nú býður Jónas okkur að ganga
út með sér og lita á staðinn og
umhverfi hans. Hann segir að
búið hafi verið á jörðinni, allt frá
dögum Skallagrims. 1 Egils sögu
segir, frá þvi að út kom Ketill
blundur og sonur hans Geir og
bauð Skallagrimur honum til
vistar með sér. Siðan segir i sög-
unni:
„En eptir um várit visaði
Skalla-Grimr Katli til lands og
upp frá landi Öleifs með Hvitá,
frá Flókadalsósi og til Reykja-
dalsáróss ok tungu þá alla, er þar
var á milli, upp til Rauðsgils, og
Flókadal allan fyrir ofan
brekkur. Ketill bjó i Þrándar-
holti, en Geirr i Geirshlið. Hann
átti annað bú i Reykjadal, að
Reykjum inum efrum.”
Reykir hinir efri eru Kópa-
reykir og hafa þeir verið nefndir
svo til aðgreiningar frá
Kleppjárnsreykjum og Sturlu-
reykjum. En hvað þýðir nafniö
Kópareykir? Jónas fræöir okkur
á þvi að bæjarstæðið hafi áður
veriðofar i hliðinni og er þar mik-
ill bæjarhóll. Af þessu bæjarstæði
er fegurst og viðast um að litast i
Reykholtsdal og sér þaðan vel til
mannaferða um allan dalinn. En
varla hafa kópar verið þar á ferð.
Kópar draga nafn sitt af þvi að
þeir stinga höfðinu upp úr sjónum
og skima i kringum sig. Sögnin aö
kópa merkir upprunalega að
skyggnast um. Nafnið á bænpm
er þvi hugsað á svipaðan hátt og
Kögunarhóll eða Sjónarhæö.
Jónas er lika fróður um fólk
sem hér hefur búið og hefur
margt eftir gamalli konu á
bænum er Helga heitir. Hann
segir okkur að 1881 eða 1882 hafi
heimilisfólk á Kópareykjum fariö
til Ameriku og i þeim barnahóp
var Guömundur Grimsson sem
seinna varð frægur dómari i
Ameriku, jafnan kallaður judge
Grimsson. Hann var þekktur i
Ameriku fyrir að beita sér i rétt-
indamálum svertingja. Judge
Grimsson kom til íslands ásamt
systrum sinum árið 1930 og komu
þau þá að Kópareykjum til að
velta sér i sömu þúfunum og þau
höfðu gert i bernsku. Faðir Stein-
grims Jónssonar rafmagnsstjóra
var sá eini af barnahópnum sem
ekki fór til Ameriku. Jónas fræðir
okkur á þvi og hefur það eftir
Kristleifi á Stóra-Kroppi að næstu
12 árin hafi 147 farið úr Reyk-
holtssókn einni til Vesturheims.
Það hefur verið mikil blóðtaka.
Þetta fólk fór þó ekki einvörð
ungu vegna slæms árferðis og
annarra erfiðleika heldur einnig
vegna frændatengsla vestra.
Hver fór á eftir öðrum.
Sterkir menn
og skáldmæltir
— Hefur ekki byggð haldist hér
„tir svona hverahellum ætla ég að hlaða garð”
Guðrún býður okkur að gera svo vel að ganga I bæinn en hefur á orði að
sennilega fylgi okkur draugur.
með svipuðum hætti allt frá dög-
um Snorra?
— Það hafa kannski bæst við 4 -
5 býli, annars er búið á sömu jörð-
unum. Hér er flest fóik af Deild-
artunguætt eða komið af Snorra á
Húsafelli enda mennirnir griðar-
lega sterkir. 17. júní-hátiðarhöld
hafa oft verið haldin á Reykholts-
eyrum og hefur þá verið háð reip-
tog yfir ána. Mér er eiður sær að
eitt sinn var kappið svo mikið að
þeir slitu tógið, griðarsterkan
nælonkaðal eins og notaður er i
springinn á togurum. Mér likar
vel við þetta fólk og á góða ná-
granna sem eru ekkert nema
hjálpsemin. Þeir eru ekkert að
láta það hafa áhrif á taugakerfið
þó að allir hlutir gerist ekki á
svipstundu.
Já, það eru góðir straumar á
Kópareykjum. Guðmundur Böðv-
arsson skáld var á þessum bæ
sem barn i 2 - 3 sumur og a.m.k.
einn heilan vetur og hér mun
hann hafa ort sinar fyrstu visur
hefur Jónas eftir Helgu gömlu. A
Kópareykjum bjuggu lika afi og
amma Halldórs Laxness i 1 eða 2
ár, foreldrar Guðjóns i Laxnesi.
Bullandi
hiti
Allt er bullandi i hita. Fyrir of-
an bæinn eru leifar af þvottahúsi
yfir sjóðandi hver og komu konur
úr Flókadal yfir hálsinn til að þvo
i honum. Húsið eða kofinn var
jafnframt gufubaðstofa. Jónas
sýnir okkur lika ævafornan
kiöppustein, sem þvotturinn var
klappaður á, fagurlega formað-
an. Vatniö i sundlaug Jónasar er
leitt úr 97 gráðu heitum hver i
hliðinni og þó að frostið sé undir
20 stigum úti er leikur einn að
halda vatninu i lauginni i 30 - 40
stigum ef maður kærir sig um. Ef
eitthvað skortir á Kópareykjum
er það helst kalt vatn. öllum
skepnum er t.d. brynnt i hvera-
vatni. Jónas bendir einnig á úti-
hús og þar er steypibað fyrir
gesti. Og i kartöflugarðinum er
svo mikill ylur að kartöflurnar
vaxa eiginlega of hratt.
Ekki of þjakaður
af gáfum
Þarna er hænsnakofi. Hænurn-
ar eru á vappi i kringum hann,
hænurnar hennar Helgu yngri,
sem er húsmóðir á bænum og
tengdadóttir þeirrar eldri. Þær
gætu fengið jafn mikið heitt vatn i
kofann sinn eins og fer i aö hita
Hótel Sögu i Reykjavik. „Hænur
geta veriö dýrlega skemmtilegar
og ekki þjakaðar af of miklum
gáfum”, segir Jónas. „Þeim þyk-
ir arfinn úr kartöflugaröinum
góður en aldrei hafa þær samt
eigið frumkvæði að þvi að koma
sér þangað þó að hann sé stein-
snar frá. Þaö þarf einhvern Ingólf
i tJtsýn til að koma þeim þang-
að.”
Jónas er i essinu sinu. Við fáum
að vita allt um hænurnar og kyn
þeirra og i hlööuna er farið til að
heilsa upp á márietluna sem
verpir þar á hverju ári og gerir
sér nýjar og nýjar körfur. Hún er
samt ekki til viötals núna. 1 tún-
inu er vaninhyrnt ær á beit með
lambisinu. Tikin Kella tekur á sig
sveig til að verða ekki á vegi
hennar. Ærin hnoðaði nefnilega
Kellu undir sig i vetur og brákaði
i henni lærbeinið. Siðan er Kellu
ekki gefið um þá vaninhyrndu.
A hverjum morgni gengur Jón-
as upp i brekkurnar með Kellu
sina og siðdegis fer hann niður að
á. „Þar er oft dýrlegt um að lit-
ast, sérstaklega eftir að áin hefur
rutt sig og skreytt bakkana með
tærum og þykkum jökunum.”
Stolt Jónasar
Við skoðum að lokum stolt Jón-
asar, sundlaugina, girðinguna og
kofann. Sundlaugina gerði hann
vegna Guðrúnar, henni til lækn-
ingar við bakverk. Hún segir okk-
ur að hún syndi að jafnaði 5 - 600
metra á dag og hafi fengið bót
meina sinna. Jónas fer lika i laug-
ina tvisvar á dag. Kofinn er nota-
legur. Grindina og ytra byrði
keypti Jónas frá Kristleifi á
Húsafelli en einangraöi og inn-
réttaði sjálfur. Hann er að sjálf-
sögðu upphitaöur og i honum er
aðeins pláss fyrir eitt skrifborð og
stól. Þar situr Jónas viö skriftir
og hefur frið fyrir sima og öðru
ónæði. Ef mikið liggur við er hægt
að kalla hann upp i kalltæki.
Svo er farið inn i kaffi og pönnu-
kökur. Guðrún lætur i ljós þá
skoðun að draugur hafi fylgt okk-
ur Kjartani ljósmyndara. Hún
segir að allt hafi farið úrskeiðis
hjá sér i eldhúsinu meðan við vor-
um úti við. Við ályktum strax að
sá draugur hafi slegist i för með
okkur i Saurbæ i Kjalarnesi en
þar vorum við fyrr um daginn aö
hrófla eitthvað við gömlum
mannabeinum sem standa þar út
úr sjávarbakka vegna landbrots.
En draugurinn ónáðar okkur
ekkert meira og við sitjum drjúg-
langa stund i eldhúsinu hjá þeim
hjónum og spjöllum um miljón-
era i Texas, sinfóniur og popp, sil-
ungsveiði, leikhús og margt ann-
að. Jónas dregur fram plastpoka
með margvlslegum ostum sem
hann lætur gerjast þar og sýnir
okkur svartbaksegg sem hann
fékk á Staðarstað um helgina. Og
svo kveðjum við saddir og ánægð-
ir og er ekki laust við öfundum
þau Guðrúnu og Jónas svolitið af
allri þessari sveitasælu.